Morgunblaðið - 14.04.2000, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stnórnsýsluendurskoðun á Áformi - átaksverkefni með vistvænar afurðir
Meiri hækk-
Skortur á formfestu
við framkvæmdina
RÍKISENDURSKOÐUN telur að verkefnaval
Aforms - átaksverkefnis spanni of vítt svið miðað
við þá fjármuni sem verkefnið hafði til ráðstöfun-
ar og það sé ekki síst af þeirri ástæðu sem árang-
ur, sem mælanlegur er eftir tölulegum mæli-
kvörðum, hefur ekki náðst.
Á árinu 1995 voru samþykkt lög um átaksverk-
efni um framleiðslu og markaðssetningu vist-
vænna og lífrænna afurða. Hefur verkefnisstjóm
síðan unnið að málinu og haft um 25 milljóna
króna árlegt framlag á fjárlögum til ráðstöfunar.
Ríkisendurskoðun ákvað í haust að gera
stjómsýsluendurskoðun á verkefninu og hefur
nú sent frá sér niðurstöðurnar í skýrsluformi.
Stuðlað að viðhorfsbreytingu
Fram kemur í skýrslunni það mat að Áform
hafi náð nokkram árangri með starfi sínu. Stuðl-
að hafi verið að viðhorfsbreytingum og aukinni
þekkingu á þessu sviði sem nýtast muni við vöra-
þróun og sölu íslenskra afurða. Þó er tekið fram
að árangur verkefnisins verði ekki mældur í tölu-
legum upplýsingum um atvinnusköpun, magn
seldra afurða og verðmæti þeirra.
Fram kemur að landbúnaðarráðherra hefur
ekki sett reglugerð eða gert athugasemdir við
framkvæmd verkefnisins. Telur Ríkisendurskoð-
un að nokkuð skorti á að landbúnaðarráðuneytið
hafi sinnt þvi forystuhlutverki sem því bar að
gegna í málinu.
I skýrslunni segir að frá því verkefnið hófst
hafi stjórn þess ekki sett sér skriflegar verklags-
reglur eða mótað sér skýr markmið. Þá hafi
styrkir hvorki verið auglýstir né bréfum verið
svarað skriflega. Þannig skorti þá formfestu sem
telja verði nauðsynlega þegar um ráðstöfun á op-
inberu fé er að ræða. Leggur stofnunin áherslu á
að styrkir séu auglýstir þannig að allir hafi jafna
möguleika á að sækja um þá.
Fram kemur í skýrslunni að stjórn Áforms
hefur í svari sínu vakið athygli á að það sé fram-
kvöðulsverkefni og hafi stjórn þess frá upphafi
þurft að leita uppi aðila sem hefðu áhuga og getu
til að reyna fyrir sér með nýjungar á verksviði
átaksins. Tilgangslaust hafi verið að auglýsa
styrki þar sem aðeins einn aðili hafi í flestum til-
vikum verið hæfur til að taka verkefni að sér, auk
þess sem þurft hafi að hvetja þá til þess.
Loks kemur fram að rekstur á verkefninu
sjálfu tók til sín 37% af útgjöldum þess, eða mest
einstakra útgjalda. Er það að mati Ríkisendur-
skoðunar of hátt hlutfall en þess jafnframt getið
að líta verði til þess að heildarráðstöfunarfé
verkefnisins er ekki mikið og því hljóti stjórnar-
kostnaður að vera hlutfallslega hár. Þegar á
heildina er litið hafa 35% útgjalda verið til mark-
aðsmála og 17% til rannsókna. Munar þar mestu
að á áranum 1995 og 1996 var miklum fjármun-
um varið til markaðssetningar á dilkakjöti í
Bandaríkjunum.
un personu-
afsláttar
samþykkt
ALÞINGI samþykkti í gær lög um
hækkun skattleysismarka og pers-
ónuafsláttar.
Um var að ræða framvarp sem
samið var í tengslum við samninga-
gerð Flóabandalagsins og Samtaka
atvinnulífsins fyrr í vetur. Gerð var
breyting á framvarpinu við af-
greiðslu þess í gær, í kjölfar samn-
inga Samtaka atvinnulífsins og
VMSÍ, og fól hún í sér enn frekari
hækkun persónuafsláttar 2003 þann-
ig að persónuafsláttur þá verði um
2,75% í stað 2,25%. Hækkar fjárhæð
persónuafsláttar, þegar tekið hefur
verið tillit til allra þeirra hækkana
sem fram eiga að koma í áfongum ár-
in 2000-2003, því ekki úr 286.944 kr. í
319.056 kr. eins og upphaflegt
framvarp gerir ráð fyrir heldur í
320.616 kr.
■ Enn frekari /10
Morgunblaðið/Golli
Vaskafat reist
VEGAFRAMKVÆMDIR era í
fullum gangi í Þúsaldarhverfinu í
Grafarholti. Sigurður Skarphéð-
insson gatnamálastjóri segir að
samkvæmt fjárhagsáætlun kosti
gatnagerðin 570 miHjónir kr. Þar
til viðbótar era framkvæmdir
Orkuveitunnar sem m.a. felast í
því að gera skál sem heitavatns-
tankamir sex eiga að standa í.
Mannvirkið gengur undir nafninu
vaskafatið og á að tryggja það að
vatn flæði ekki út fyrir svæðið ef
tankur gefur sig.
Þama er sprunga og verður
vatnið leitt í hana ef tankur gefur
sig. í tönkunum er 80-90 stiga
heitt vatn sem kemur frá Nesja-
völlum.
Gatnaframkvæmdir hófust
skömmu íyrir áramót og segir Sig-
urður að reiknað sé með því að
unnt verði að afhenda fyrstu lóðir
byggingarhæfar 1. júlí og næstu
þrír áfangar verða 1. ágúst, 1. sept>
ember og 1. október. Hann segir
að uppbyggingin þama sé afar
hröð og gerðar verði 650 bygging-
arhæfar lóðir á árinu. Hann telur
að þetta sé mesti íramkvæmda-
hraði sem Reykjavíkurborg hefur
náð í uppbyggingu gatnakerfis
nokkra sinni. I hverfinu er gert ráð
fyrir 1.500 íbúðum.
Hannes Hlífar Stefánsson sigurvegari
19. alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins
„Sigurinn
kom mér
mjög á
óvart“
HANNES Hlífar Stefánsson, skák-
meistari og sigurvegari 19. al-
þjóðlega Reykjavíkurskákmdtsins,
sem lauk í gær í Ráðhúsi Reykjavík-
ur, fór taplaus í gegnum mótið og
hlaut sjö og hálfan vinning af m'u
mögulegum eftir jafntefli við Rúss-
ann Alexander Grischuk. Rússinn
var þremur sætum á undan Hannesi
í stigaröð fyrir mótið og bauð Hann-
esi jafhtefli eftir 20 Ieiki sem nægði
honum til sigurs á mótinu.
„Sigurinn kom mér mjög á óvart
miðað við það hversu sterkir skák-
menn tóku þátt í mótinu,“ sagði
Hannes Hlífar f samtali við Morgun-
blaðið skömmu eftir siðustu skák-
ina. „Maður veit aldrei við hveija
maður teflir á opnum mótum eins og
þessu og aðalatriðið er því að undir-
búa byijanirnar vel og hafa þær á
hreinu. Öðru máli gegnir með lokuð
skákmót þar sem maður veit hveijir
keppa f mótinu. Þar keppa allir við
alla og þannig er unnt að undirbúa
sig fyrir hvern andstæðing."
Eftirminnilegasta
skákin við Kortsjnoj
Hannes sagði aðspurður að eftir-
minnilegasta skákin hefði verið
skákin á móti Viktor Kortsjnoj á
miðvikudag í áttundu umferð.
Kortsjnoj var annar stigahæsti
skákmaðurinn fyrir mótið þótt það
dygði honum ekki til sigurs gegn
Hannesi. „Skákin á móti Kortsjnoj
Morgunblaðið/Ómar
Hannes Hlífar Stefánsson leikur fyrsta leikinn í skák sinni við
Alexander Grischuk í lokaumferð Reykjavíkurskákmótsins í gær.
reyndi mjög mikið á og það var
gaman að keppa við frægan skák-
mann sem er enn að. Hann var ótrú-
lega harður og frammistaða hans
sýnir að menn geta haldið áfram að
tefla langt fram eftir aldri. Ég fann
hve mikil barátta var í honum og
hann gaf hvergi eftir þrátt fyrir að
vera orðinn 69 ára gamall." Hannes
hafði svart gegn Kortsjnoj og beitti
nýju afbrigði af drottningar-
indverskri vöm, sem Anatoli Kar-
pov, fyrverandi heimsmeistari,
gerði fræga á sínum túna í heims-
meistaraeinvígi þeirra tveggja árið
1974. „Kortsjnoj hefur gríðarlega
reynslu frá einvíginu við Karpov og
það var sérstaklega gaman að vinna
skákina eftir að hafa unnið byijun-
arbaráttuna í taflinu. Það er mjög
mikilvægt, þegar maður teflir við
svo sterka andstæðinga sem Kor-
tsjnoj, að fara vel út úr byijunartafl-
inu. Fái maður verri stöðu út úr því
gegn mönnum eins og honum er
maður í vondum málum.“
Fleiri keppendur á mótinu vöktu
líka athygli Hannesar, einkum ung-
ur Kínveiji, Xinangzhi Bu að nafni,
sem var tólfti stigahæsti keppa-
ndinn á mótinu. „Hann er aðeins
fjórtán ára og hefur staðið sig gríð-
arlega vel á mótinu og það á eftir að
mæða mikið á honum í framtíðinni,“
sagði Hannes. Kínverjanum tókst að
gera jafntefli við Bretann Nigel
Short í áttundu umferð en Short var
stigahæsti keppandinn fyrir mótið.
Hannes mun væntanlega hækka
um 25 skákstig eftir sigurinn á mót-
inu, en hann hafði fyrir mótið 2.566
stig. Samkvæmt útreikningum
samsvarar árangur hans 2.836 stig-
um, sem er stigatala sem aðeins
allra fremstu skákmenn heimsins
hafa. Eftir mótið mun Hannes hafa
2.591 stig, sem telst óvenjumikil
hækkun eftir eitt mót.
Framundan hjá Hannesi er sterkt
lokað skákmót á Kúbu í maí og enn-
fremur hefur hann til athugunar að
fara til Spánar í sumar og tefla á
mörgum mótum án þess þó að hafa
ákveðið neitt þar að lútandi.
Sérblöð í dag
ámsieetífí
BÍÓBLAÐIÐ
Á FÖSTUDÖGUM
Guðjón Þórðarson á leið
til íslands með Stoke?/Bl
íslensku strákarnir
lögðu Þjóðverja/B3