Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 16

Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tilraunaverkefnið upplýsingatækni fyrir alla hefst f fjölhýlislnísi við Hjallabraut Ibúar 44 íbúða sí- tengdir við Netið í þrjá mánuði Hafnarfjördur FRÁ og með gærdeginum eru íbúar í 44 íbúðum í fjöl- býlishúsinu við Hjallabraut 35-43 sítengdir við Netið í gegnum loftnet Skýrr. Þá er hafið þriggja mánaða til- raunaverkefni þar sem íbúar hússins hafa stöðugan að- gang að Netinu, án þess að teppa símalínur sínar, auk þess sem sambandið er margfalt hraðvirkara en með hefðbundnum tengingum. Tilraunin er hluti af verkefni Skýrr hf., IceCom hf., Op- inna kerfa og Hafnarfjarðar- bæjar undir yfirskriftinni „Upplýsingatækni fyrir alla“. Húsið er tengt örbylgju- sendi og eru símalagnir húss- ins notaðar til að tengja hverja íbúð. Hver tölva er með sérstakt netkort og er tengd tengiboxi í stað mót- alds. íbúar hússins greiða ekki fyrir tenginguna i þá þrjá mánuði sem á tilrauninni stendur en að henni lokinni mun metið hvernig best verði staðið að því að bjóða upp á tengingu af þessu tagi og á hvaða verði. fbúar afar ánægðir og taka nær allir þátt Jóhann Guðni Reynisson upplýsingastjóri Hafnar- fjarðarbæjar og verkefnis- stjóri segir verkefni þetta til- raun í orðsins fyllstu merkingu því niðurstöður þess verði notaðar til að meta hvemig megi koma slíkri tengingu á víðar á sem hag- kvæmastan hátt. íbúarnir muni taka þátt í viðhorf- skönnunum þar sem árang- urinn er metinn og meðal annars kannað hve mikið þeir væru reiðubúnir að borga fyrir afnot af slíkri tengingu. Gunnar Guðjónsson og Inga Harðardóttir eru meðal íbúa í húsinu og segjast þau afar ánægð með þetta til- raunaverkefni. Þau segja að flestallir íbúar hússins séu það einnig og það sýni sig í því að íbúar í nær öllum íbúð- um hússins taka þátt. Frábært frumkvæði bæjarins „Mér finnst þetta frum- kvæði sem Hafnarfjarðarbær er að sýna alveg frábært,“ segir Inga og segir Gunnar það muna gífurlega miklu að hafa slíka sítengingu. „Þá þarf ekki að stífla símalínur og svo þegar að því kemur að borga fyrir, verður það alltaf föst greiðsla á mán- uði, sama hvað maður notar þetta mikið,“ segir Inga. „Þetta nýtist okkur rosa- lega vel. Nú get ég verið tengdur við skrifstofuna og unnið hérna heima,“ segir Gunnar og Inga segist líka Morgunblaðið/Jim Smart Gunnar Guðjónsson og Inga Harðarddttir ásamt börnum sínum Herði Inga tveggja ára og Ólöfu Rósu sex ára. Þau eru meðal íbúa í fjölbýlishúsinu við Hjallabraut og segja flestalla fbúa hússins afar ánægða með þetta tilraunaverkefni. geta notað sér tenginguna í sinni vinnu. Þau Gunnar og Inga segja að dóttir þeirra Ólöf Rósa, sem er sex ára, hafi mjög gaman af því að leika sér í tölvunni og segjast þau sann- færð um að það nýtist börn- um vel í námi að læra snemma á tölvur. Inga segir að Ólöf Rósa leiki sér mest með teikniforrit og prófi sig einnig áfram með ýmislegt, meðal annars á Netinu. „Það er náttúrlega mikil- vægt að því sem krakkar gera á tölvum, sé stjórnað samviskusamlega af foreldr- unum. En ég tel að það sé mjög gott fyrir börn að kunna á tölvur og að það gefi þeim ákveðið forskot í skól- anum,“ segir Gunnar. Inga segist einnig afar án- ægð með þjónustusíðu Hafn- arfjarðarbæjar. Þar sé til dæmis hægt er að fylgjast með því hvar barn er statt á biðlista fyrir leikskóla og einnig hægt að sækja þang- að eyðublöð af ýmsu tagi og spara sér þannig sporin. Það sé reyndar orðið hægt á mjög mörgum öðrum sviðum líka. „Maður er kannski ekki al- veg búin að gera sér grein fyrir því hvílíkur munur þetta verður en finnur það örugglega um leið og maður byrjar að nota þetta,“ segir Inga. Á fundi borgarstjóra á Kjarvalsstöðum kom í ljós að íbúar við Miklubraut eru þreyttir Reykjavík Borgaryfirvöld óska eftir 1,1 milljarði í end- urbætur á Miklubraut FRAMTÍÐARSKIPULAG Miklubrautarinnar var mjög til umræðu á hverfafundi borgarstjóra á Kjarvalsstöð- um í fyrrakvöld. Á fundinum kom berlega í ljós að íbúar, sem búa í námunda við göt- una, eru orðnir langþreyttir á aðgerðarleysi yfirvalda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði að fyrir Alþingi, sem þessa dagana er að ræða um vegaáætlun, lægi tillaga um að 1,1 milljarði króna verði veitt í endurbætur á þessari miklu umferðargötu á næstu fjórum árum. Á fundinum sem um 120 íbúar frá Túna-, Holta-, Norðurmýrar- og Hlíða- hverfi sóttu, ræddi borgar- stjóri um heildarskipulag höfuðborgarinnar og út- skýrði síðan hvaða fram- kvæmdir væru fyrirhugaðar í hverfinu sjálfu. Að lokum var opnað fyrir fyrirspurnir. Ýmsar framkvæmdir á döfinni „Það er ýmislegt á döfinni í þessum borgarhluta," sagði Ingibjörg Sólrún. „í nyrðri hlutanum er að fara í gang uppbygging í Sóltúninu. Þar er verið að byggja um 250 nýjar íbúðir og þá verður reist hjúkrunarheimili fyrir um 90 vistmenn, þar sem bækistöð gatnamálastjóra er núna. Við gerum ráð fyrir því að á þessu svæði verði byggður skóli í tengslum við íþróttahús Ármanns. Einnig er ráðgert að byggja leik- skóla á svæðinu og mun hann tengjast skólanum og íþróttahúsinu og við sjáum fyrir okkur mjög spennandi möguleika í að þróa það sam- starf. Þetta gæti jafnvel ver- ið skóli og leikskóli sem hefði fimleika og íþróttir sem uppistöðu. I sunnanverðu hverfinu er minna að gerast en við eigum auðvitað eftir að taka ákvarðanir varðandi Miklu- brautina, en í aðalskipulagi er gert ráð fyrir því að hún fari í stokk frá Reykjahlíð og langleiðina út að Bústaða- vegi, en þetta er mjög fjár- frek framkvæmd og mikil- vægt að fá peninga á vegaáætlun í þetta. I skólamálum er verið að hanna viðbyggingu við Hlíða- skóla og gert er ráð fyrir því að Hlíðaskóli og Vesturhlíð- arskóli, sem er skóli fyrir heyrnarlaus börn, verði tví- buraskólar og sameinist síð- ar. Við erum að byggja leik- skóla við Háteigsveg í sam- starfi við námsmenn, en þeir eru að byggja íbúðir þar fyr- ir þá sem eru í Kennarahá- skólanum og Sjómannaskól- anum.“ Er Valur að flytja úr hverfinu? Eftir fundarhlé var gest- um boðið að koma með fyrir- spumir og létu þær ekki á sér standa. Smári Þórarinsson, íbúi í Mávahlíð, sagðist hafa heyrt í fjölmiðlum að íþróttafélagið Valur væri jafnvel að flytja úr hverfinu og upp í Grafar- vog og vildi hann fá svör við því hvar þau mál stæðu. Þá vildi hann fá að vita hvort það stæði ekki til að gera eitthvað við Lönguhlíðina til að draga úr umferðinni þar. Ingibjörg Sólrún sagði að hugmyndin að sameiningu Vals og Fjölnis væri frá íþróttafélögunum sjálfum komin. Hún sagði að forsvarsmenn félaganna væru að ræða málin þessa dagana og bætti því við að Valsmenn hefðu rætt lítillega við sig um málið fyrir nokkru og að í þeim samræðum hefðu þeir lýst yfir vilja til að láta sameinguna ganga upp. Ingibjörg sagði að ekki væri komið á hreint hvort Vals- menn hygðust flytja alla starfsemina upp í Grafarvog eða hvort þeir yrðu á tveimur stöðum. Hún sagði hinsvegar mjög brýnt að tryggja áfram íþróttaiðkun í hverfinu og að Valssvæðið yrði áfram notað undir hana hvort sem Vals- menn sæju um svæðið eða einhverjir aðrir. Varðandi Lönguhlíðina sagði Ingibjörg Sólrún að engar sérstakar fram- kvæmdir væru fyrirhugaðar við hana. Hún sagði að erfitt væri að þrengja hana því það myndi þýða aukna umferð um minni hverfagötur. Verið að mismuna íbúum við Miklubraut Einar Guðmundsson, íbúi í Miðtúni, spurði hvers vegna Túnahverfið væri ekki frekar tengt Laugarneshverfinu, en Hlíðahverfinu, þar sem böm- in sæktu skóla þangað og íbúarnir þjónustu. Einar spurði einnig hvenær fram- kvæmdir í Sóltúninu ættu að hefjast. Borgarstjóri sagði það rétt að eflaust ætti Túnahverfið meira sameiginlegt með Laugarneshverfinu. Hún sagði að hverfaskiptingin væri mjög flókið fyrirbæri og viðurkenndi að borgaryfir- völd þyrftu að taka til í þeim málum og skipuleggja skipt- inguna betur. Varðandi framkvæmdir í Sóltúni þá sagði Ingibjörg Sólrún að bygging hjúkrun- arheimilisins myndi hefjast á þessu ári, en að framkvæmd- ir við nýjan skóla myndu hinsvegar ekki hefjast fyrr en kominn væri tilskilinn fjöldi barna í hverfið. Kristján Hjaltason, íbúi í Blönduhlíð, spurði hvaða hugmyndir væru uppi um Miklubrautina. Ingibjörg Sólrún sagði að, þar sem viðhald Miklubraut- arinnar væri á vegum ríkis- ins, væri búið að gera tillög- ur til Alþingis um að veita 1,1 milljarði króna í fram- kvæmdir við veginn. Hún sagði að þessi upphæð væri hugsuð í framkvæmdir á Miklubraut frá Grensásvegi að Bústaðavegi, en að mis- læg gatnamót við Kringlu- mýrarbraut væru ekki tekin með í reikninginn, enda væri ekki gert ráð fyrir þeim í að- alskipulagi. Hún bætti því við að verið væri að endur- skoða aðalskipulagið og m.a. gatnamótin við Kringlumýr- arbraut. Dóra Hjálmarsdóttir, íbúi í Barmahlíð, sagði að ef vel ætti að vera þá væri nauðsynlegt að setja Miklubrautina í stokk eða gera göng frá Grensás- vegi og að Bústaðavegi. Ingibjörg Sólrún sagði það mjög dýrt og ónauðsynlegt því hægt væri að koma hljóð- mönum fyrir víða við Miklu- brautina, þar sem væri pláss gott. Sigríður Einarsdóttir, sem búið hefur á horni Miklu- brautar og Lönguhlíðar í 30 ár, sagði að ef Miklabrautin yrði aðeins sett í stokk frá Reykjahlíð og að Rauðarár- stíg væri verið að mismuna fólki sem byggi við götuna. Ingibjörg Sólrún sagði að það væri mikið álitamál hvort verið væri að mismuna fólki. Hún sagði að fram- kvæmdir gætu aldrei gagn- ast öllum jafnvel. Endurhugsa þarf skipulag almennings- samgangna Guðrún Árnadóttir, íbúi við Bollagötu, spurði hvort ekki ætti að gera eitthvað til að efla almenningssamgöng- ur. Borgarstjóri sagði að brýnt væri að endurhugsa skipulag almenningssam- gangna í borginni og gera þær að valkosti fyrir almenn- ing. Hún sagði að sérstök akrein og sérstök umferðar- ljós fyrir almenningsvagna væri t.d. eitthvað sem menn þyrftu að velta fyrir sér. Arnór Víkingsson, íbúi við Háteigsveg, spurði um fram- tíðaráform KHÍ, hvort það stæði til að stækka skólann. Einnig spurði hann hvort borgaryfirvöld hefðu athug- að möguleikann á því að koma upp sporvögnum í borginni. Ingibjörg Sólrún sagði að búið væri að samþykkja deiliskipulag fyrir Kennara- háskólasvæðið sem gerði ráð fyrir ákveðinni uppbyggingu, en sagðist vel skilja það ef menn hefðu áhyggjur af auk- inni umferð í gegnum hverfið vegna skólans. Varðandi sporvagnana sagði hún að franskir sérfræðingar hefðu kannað þann möguleika fyrir borgaryfirvöld, og útkoman hefði verið sú að uppbygging slíks kerfis væri alltof dýr. Miklatúnið fjölskylduvænna Kári, íbúi á Flókagötu, spurði borgarstjóra hvort ekki stæði til að takmarka hámarkshraða við 30 km/klst í Norðurmýrinni. Einnig spurði hann hvort borgaryf- irvöld hefðu eitthvað skoðað þann möguleika að setja snjóbræðslukerfi í þröngar götur, eins og í Norðurmýr- inni. Borgarstjóri sagðist ekki geta svarað því hvenær hámarkshraði yrði takmark- aður við 30 km/klst í Norð- urmýrinni, en að verið væri að fara yfir þau mál. Þá sagði Ingibjörg Sólrún að verið væri að skoða mögu- leikann á því að setja snjó- bræðslukerfi undir gang- stéttir í hverfum í borginni, en hún sagði að það gæti aldrei orðið allsstaðar, held- ur þyrfti að velja hverfi. Undir lok fundarins spurði Páll Ólafsson, íbúi við Úthlíð, hvort ekki stæði til að gera Miklatúnið að fjölskyldu- vænni stað, með því t.d. að koma þar fyrir grilli, fleiri og fjölbreyttari íþróttavöllum, aðstöðu fyrir litla tónleika o.s.frv. Ingibjörg Sólrún sagði að það væri ekki á dagskrá en þakkaði kærlæga fyrir mjög góða ábendingu og sagði að það mætti velta þessu vel fyrir sér og beindi því til garðyrkjustjóra, sem var á fundinum, að skoða þessi mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.