Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 28

Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Islandsbanki byggir upp víðnet VIÐSKIPTI Flugleiðir gera 3,4 milljarða króna lánasamning undir markaðsvöxtum A að skila félaginu 300 milljónum króna betri kjörum FLUGLEIÐIR hafa undirritað lánasamninga, að jafnvirði 3,4 milljarðar króna, vegna kaupa á nýrri Boeing 757 200 flugvél sem félagið fær afhenta frá Boeing verksmiðjunum í síðustu viku apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Flug- leiðum er lánið til tíu ára og nemur það 46,4 milljónum bandaríkjadoll- ara. Mestur hluti lánsins, eða 86%, er með ábyrgð frá Export Credits Guarantee Department í Bretlandi og ber fasta vexti sem eru um 2% undir markaðskjörum lánsfjár á markaði í dag. Þetta eru hagstæðustu lána- samningar sem Flugleiðir hafa gert vegna flugvélakaupa í meira en áratug, og á samningurinn að skila Flugleiðum um 300 milljónum króna betri kjörum en markaðs- vextir eins og þeir eru nú og ef miðað er við líftíma lánsins. Lánveitandi er H.S.B.C Invest- ment bank ple. Auk þess hluta heildarlánsfjárhæðarinnar sem ber fasta vexti lánar bankinn um 14% fjárhæðarinnar á breytilegum vöxtum. Flugleiðir og H.S.B.C In- vestment bank byrjuðu árið 1997 að leita hófanna hjá Export Credits Guarantee Department um Frá undirritun lánsins í London. Sitjandi við borðið frá vinstri eru Kevin Jones frá ECGD, Halldór Vilhjálmsson frá Flugleiðum, Dean Cooper og Michael Davis frá HSBC. hvort Flugleiðir gætu fengið láns- ábyrgð af þessu tagi vegna kaupa á Rolls Royce hreyflum fyrir Boeing 757 flugvélar félagsins. Gerð samninga um lánið og ábyrgðina lauk fyrir skömmu og voru þeir undirritaðir fyrr í þess- um mánuði. Dýrustu verslunarhúsnæðin Leiga, þúsund kr. hver fermetri á ári New York, Madison Avenue París, Avenue des Champs Elysées London, Oxford Street Moskva, Verslunarhúsiö Gum Munchen, Kaufmgerstrasse Dubiin, Grafton Street Kaupmannahöfn, Strikið Brussel, Rue Neuve Stokkhólmur, Biblioteksgatan Madrid, Preciados Helsinki, Miðborgin Bankok, Miðborgin H Osló, Karl Johans gata | 28 Reykjavík, Miðborgin K 28 Kiev, Miðborgin |i 26 Kiev, S-Afríka, CBD | 26 Drjúgur munur á leiguverði versl- unarhúsnæðis Sr13 ct • • Ossuri NÆSTKOMANDI mánudag hefst áskriftartímabil fyrir forgangsrétt- arhafa í hlutafjárútboði Össurar hf. og miðast forkaupsrétturinn við hlutaskrá félagsins 8. apríl. Óskað er eftir áskrift í nýtt hlutafé Össurar hf. að nafnverði 60 milljónir króna, eða 22,1% af heildarhlutafé að teknu til- liti til hlutafjáraukningar. I tilkynningu til Verðbréfaþings kemur fram að nýti hluthafar sér ekki allan forgangsrétt sinn eða framselja ekki forgangsrétt sinn eigi aðrir hluthafar aukinn rétt til þess hlutafjár að tiltölu við hlutafjáreign sína. Ef hinir nýju hlutir seljast ekki allir til hluthafa verða þeir seldir í al- mennu útboði. Gengi til forkaups- réttarhafa verður 64 og miðað við það nemur heildarfjárhæð útboðsins rúmum 3,8 milljörðum króna. Komi til almenns útboðs mun það nýju hlutafé í hf. að hefjast standa frá 3.-5. maí nk. Útboðsgengi í almennu útboði verður 69 og gefst þátttakendum kostur á að skrá sig fyrir kr. 15.000 að nafnverði að há- marki, eða kr. 1.035.000. Kaupþing hf. hefur umsjón með útboðinu og tekur við áskriftum á útboðstímabili. Breyting á rekstraráætlunum Flex-Foot, Inc., sem Össur hf. hef- ur keypt, verður gert upp í samstæð- ureikningi Össurar hf. frá og með 1. aprfl síðastliðnum, og því hefur orðið breyting á áætlunum félagsins eins og þær voru kynntar við birtingu uppgjörs og í fyrri útboðs- og skrán- ingarlýsingu. Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur verði 3.410 milljónir króna árið 2000 og hagnaður fyrir af- skriftir 690 milljónir króna. Áætlað er að hagnaður fyrir fjármagnsliði verði 600 milljónir króna. Afskrift viðskiptavildar í tengslum við kaupin á Flex-Foot verður allt að 3.150 milljónir króna á yfirstandandi ári þar sem tekin hefur verið ákvörð- un um að afskrifa eins mikið og mögulegt er samkvæmt góðri reikn- ingsskilavenju. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að rekstrartap félags- ins á þessu ári geti numið allt að 2.820 milljónum króna. Stjómendur þess telja að það sé viðunandi niðurstaða þar sem fjár- munamyndun sé sterk og tapið ein- ungis bókhaldsleg reiknistærð. Til- gangurinn með því að fara þessa leið sé að ná fram skattalegu hagræði og gera reikningsskil félagsins gagn- særri. Þar að auki sé ekki talið heppilegt að vera með mikla við- skiptavild á bókum félagsins ef færi gefast á frekari kaupum á fyrirtækj- um. Morgunblaðið/Kristinn Seðlabankinn kaup- ir afgreiðslukerfi sparisjóðanna LEIGA fyrir hvern fermetra af verslunarhúsnæði á Laugaveginum er á bilinu 1.500 til 2.500 krónur á mánuði eða 24-30 þúsund á ári, að því er Teitur Atlason hjá Leigulist- anum ehf. segir. „Það veltur nokkuð á ástandi húsnæðisins," segir hann til frekari skýringar. Formaður Laugavegssamtakanna, Ragna Ósk- arsdóttir, kaupmaður í bamafata- versluninni Krílinu, er sama sinnis en segir enn fremur að reikna megi með að mánaðarleiga fyrir fermetra í stómm verslunum sé á bilinu 2.000 til 2.500 krónur. Sá sem rekur verslun í leigðu hús- næði á Madison Avenue í New York borg þarf aftur á móti að greiða leigusala sínum 6.459 dollara eða tæpar 475 þúsund krónur fyrir hvem fermetra á ári hverju samkvæmt frétt í dagblaðinu Dagens Næríngs- liv. Mánaðarleigan er þá rétt innan við 40 þúsund krónur fyrir hvem fer- metra. Hærri leiga á verslunarhús- ríæði þekkist að því er fram kemur í blaðinu. Upplýsingamar hefur blaðið úr könnun sem gerð var á vegum mark- aðs- og fasteignafyrirtækisins Hea- ley & Baker. Healey & Baker rekur íjölda útibúa um heim allan, þó ekki á Islandi. Laugavegur í Reykjavík var ekki með í úrtaki Healey & Baker. Könnunin miðaðist við verslunar- húsnæði með 6 metra breiðum gluggum sem snúa að verslunargöt- unni og sem em 25 metrar að dýpt frá glugga og innúr. Fá slík verslun- arhúsnæði em við Laugaveg. Vart þarf að taka það fram að leiguverð verslunarhúsnæðis við mun fleiri verslunargötur en fram kemur í listanum sem hér er er birt- ur var athugað í könnun Healey & Baker. SKRIFAÐ hefur verið undir samn- ing um kaup Seðlabanka íslands á afgreiðslukerfi sparisjóðanna. Kerfið, sem þróað er af Tölvumið- stöð sparisjóðanna I samvinnu við EJS hf., er hannað til að sjá um alla almenna afgreiðslu fjárhags- legra færslna og bókana í íslensku fjármálaumhverfi og tengist beint greiðslumiðlunarkerfi landsins, ásamt grannkerfum viðkomandi fj ármálastofnana. Jafnframt hafa Tölvumiðstöð sparisjóðanna og Seðlabanki ís- lands skrifað undir samning um að Tölvumiðstöðin sjái um allan rekstur og þjónustu við af- greiðslukerfið. Starfsmenn Seðla- bankans sem vinna við kerfið fá aðgang að þjónustuborði Tölvu- miðstöðvarinnar og einnig fær Seðlabankinn ávallt nýjar útgáfur kerfísins, en það er í stöðugri þró- un hjá Tölvumiðstöð sparisjóð- anna. Notað í öllum afgreiðslum spari- sjóðanna og i Landsbankanum Afgreiðslukerfí sparisjóðanna, sem var gangsett í desember 1997, er í notkun í öllum afgreiðslum sparisjóðanna. Árið 1998 festi Landsbanki fslands kaup á þessu kerfi, eftir ítarlegan samanburð við bæði innlendar og erlendar lausnir. Afgreiðslukerfi sparisjóð- anna er því orðið útbreiddasta kerfi sinnar tegundar á fslandi. Nýr fram- kvæmdastjóri VKS B0 Sigurjón Péturs- son hefurveriö ráð- hf. VKS er dótturfé- framt taka sæti í framkvæmdastjórn Kögunar- samsteypunnar. Sigurjón ervið- skiptafræðingurfrá Háskóla tslands 1974 og með MBA próf frá The Graduate School for Business Ad- ministration - New York University 1977. Hann hefurfrá árinu 1996 verið framkvæmdastjóri Stjórnunar- deildar Skýrr hf. en áöur var hann að- stoðarframkvæmdastjóri Sjóvár- Almennra trygginga hf. frá stofnun fé- lagsins 1989. Sigurjón er49 ára gamall. Eiginkona hans er Þóra Hrönn Njálsdóttir og eiga þau þrjú börn. Fráfarandi framkvæmdastjóri VKS, Ari Arnalds, er annar stofnenda fyrir- tækisins og hefur hann verið fram- kvæmdastjóri þess frá því það var stofnað árið 1979. Ari mun fara til starfa á þróunarsviði Kögunar og mun vinna að undirbúningi að stofn- un nýs fyrirtækis innan Kögunar- samsteypunnar. Fyrr á þessu ári keypti Kögun hf. öll hlutabréfin í VKS og er þaö því dótt- urfélag Kögunar. VKS er hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtæki og hjá því starfa nú 40 manns. Fyrirtækið hefur eink- um sérhæft sig í ráðgjöf á sviði upp- lýsingatækni, hugbúnaöarþróun fyrir fjármálamarkað, þróun sérhæfðra tölvukerfa og hópvinnulausnir. Sparis.jóður Bolungarvíkur Hagnaðurinn 39 milljónir króna HAGNAÐUR Sparisjóðs Bolung- arvíkur á síðasta ári varð 128 milljónir króna fyrir skatta og framlag í afskriftarreikning, en eftir skatta varð hagnaðurinn 39 milljónir króna. Eigið fé sparisjóðsins nam í árs- lok 553 milljónum króna og jókst um 12,6% frá árinu áður. Eigin- fjárhlutfall samkvæmt CAD- reglum var 13% í árslok 1999. Innlánsaukning hækkaði um 15,4% en útlánaaukning varð 10,1%. Niðurstaða efnahagsreikn- ings nam 4.048 milljónum króna og stækkaði um 12,7% milli ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.