Morgunblaðið - 14.04.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.04.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 35 LISTIR Sýning til heiðurs minningu frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur Morgunblaðið/Golli Chihuly kveðst stundum sækja innblástur til hafsins og segir glerið oft ósjálfrátt taka á sig form sjávardýra. Morgunblaðið/Golli Jennifer P. Lewis sýningarstjóri. Morgunblaðið/Golli Chihuly hefur mikið unnið með opin form sem hann kallar körfur og nýtir litrófið til hins ýtrasta. Glerið er farvegur ljóss og lita Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, opnar í dag kl. 17.30 sýninguna ---------------7------------------------- „Chihuly á Islandi - Form úr eldi“ á Kjarvalsstöðum. Sýningin er haldin til heiðurs minningu frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Sigurbjörg Þrastardóttir kynnti sér verklag glerlistamannsins Dale Chihuly sem þykir einn sá fremsti á sínu sviði í heiminum. LITADÝRÐ setur svip á Kjarvalsstaði næsta mán- uðinn þar sem fjölbreytt- um glerskúlptúrum Bandaríkjamannsins Dale Chihuly hefur verið komið fyrir í vestursal. Samverkamenn listamannsins hafa unnið að samsetningu og uppsetn- ingu verkanna síðustu daga og er það ærinn starfí, enda verkin ekki aðeins brothætt heldur mörg hver flókin að byggingu. Nefna má að eitt verkanna var flutt til Kjarvalsstaða í yfir eitt þúsund pörtum sem geymd- ir voru í ónúmeruðum kössum. „Dale er hrifinn af dálítilli óreiðu og því er sama verkið aldrei sett tvisvar nákvæmlega eins saman. Þó er ekki þar með sagt að hver sem er geti tekið að sér samsetninguna, fagurfræði listamannsins lýtur ákveðnum reglum sem við í starfs- liðinu höfum numið af honum í ára- NEMENDUR annars og þriðja árs leirlistadeildar Listaháskóla ís- lands opnuðu sýningu í gær, 13. aprfl, í Kósý, sýningarsal skólans við Skipholt. Sýndur er afrakstur hönnunar á löngu samstarfi," segir Jennifer P. Lewis, hægri hönd Chihulys. Sjálfur er listamaðurinn fjarri góðu gamni, en í gærkvöld varð ljóst að af komu hans til landsins gæti ekki orðið. Samvinna er lykilhugtak „Öll verkin á sýningunni eru valin eða sérstaklega smíðuð með þetta sýningarrými í huga. Út frá upplýs- ingum um lofthæð, veggjaskipan, lýsingu og fleira valdi Dale ákveðin verk, bjó til ný og gaf jafnframt fyr- irmæli um uppröðun þeirra innbyrð- is,“ útskýrir Lewis sem haft hefur yfirumsjón með undirbúningi sýn- ingarinnar. Hún lofar samstarfið við starfsfólk Kjarvalsstaða og segir einstaklega góða samvinnu hafa tek- ist um framkvæmdina. „Við erum að okkar hálfu vön teymisvinnu þar sem verk Dale matarstellum og er bæði sýnt morgunverðarborð og hádegis- verðarborð. Sýningin stendur til föstudags- ins 28. aprfl og er opin á skóla- tíma. Dale Chihuly byggjast alfarið á slíku verklagi. Hann kynntist því í Feneyjum þar sem hann fullnam sig í glerhstinni á sjöunda áratugnum, að listamenn- irnir þurfa ekki að pukrast hver í sínu homi, eins og títt var vestan hafs á þeim tíma. Asetningur hans varð að skapa stærri og metnaðar- fyllri verk með víðtækri samvinnu.“ Þessi hugsjón Chihulys birtist skýrt í verkinu „Chihuly over Ven- ice“ þar sem hann vann með gler- blástursmönnum frá fjórum löndum að stórum skúlptúrum sem hengd voru yfir síki Feneyja árið 1997. „Segja má að Dale vinni eins og arkitekt eða jafnvel kvikmyndaleik- stjóri," segir Lewis. „Hugmyndim- ar em hans en margir vinna að því að fullskapa verkin. Allir hafa skoð- anir á verkunum og stundum tekur hann mið af ábendingum - hann not- ar þær þó sjaldnast óbreyttar held- ur fer um þær eigin höndum eins og alvöru listamanna er siður. Dale hefur ákveðna sýn, það má segja að hann sjái fegurð í fleiru en við hin og með verkum sínum opnar hann augu okkar fyrir þeirri fegurð." Brautryðjandi í glerskúlptúr Frá því Chihuly kynntist gler- blæstri á sjöunda áratugnum hefur hann verið óþreytandi við að vinna greininni fylgi, bæði með stofnun glerlistadeilda við skóla vestanhafs og með markvissu alþjóðlegu sam- starfi. Honum hafa hlotnast alþjóð- legar viðurkenningar fyrir list sína og heiðursdoktorsnafnbætur við ýmsa skóla. Að sögn Lewis er hann óumdeilanlegur brautryðjandi í glerskúlptúr í Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað. „Hann var í fylkingarbrjósti gler- bylgjunnar sem fór af stað í Banda- ríkjunum eftir að aðferð fannst til glerframleiðslu utan stóm verksm- iðjanna um miðja síðustu öld. Litlar vinnusmiðjur spruttu upp og hipp- arnir tóku að nota gler í ýmsa gjöm- inga og „performansa“. Áhrif þess- arar hreyfingar hafa skilað sér til samtímalistamanna sem nú nota gler í æ ríkara mæli í skúlptúra sína.“ í verkum Chihulys er mikil hreyf- ing og í verkum sínum vinnur hann Morgunblaðið/Jim Smart Helga Birgisdóttir, Ingibjörg Klemenzdóttir, Katrin Karlsdóttir, Ingi- björg Ása Gunnarsdóttir, Unnur Sæmundsdóttir og Carolyn Linda, nemendur á 2. og 3. ári eiga verk á sýningunni. „Atta í mat“ Morgunblaðið/Golli Þessi veglega „Ijósakróna" vegur hátt í 300 kfló og er samsett úr hund- ruðum glereininga sem veijast saman eftir kúnstarinnar reglum. gjarnan með rými og tengsl skúlp- túranna við umhverfið. „Glerblástur snýst um hreyfingu þar sem fljót- andi gler tekur á sig fast form. Gler er líka farvegur fyrir ljós og liti og af þeim sökum erum við með sérstakan ljósameistara sem sér um lýsinguna á sýningunum," segir Lewis og bæt- ir við að Chihuly vinni ævinlega að mörgum verkefnum samtímis. Um þessar mundir stendur til að mynda yfir viðamikil sýning á höggmynd- um hans í Davíðsturni í gamla hluta Jerúsalem, þar sem hann tengir saman fornfrægar byggingar og margbrotin höggmyndaverk úr gleri, og í næstu viku hefst sýning á verkum hans í Adelaide í Ástralíu. Innsetningar á Reylyanesi Sýningin á Kjarvalsstöðum er til- einkuð minningu frú Guðrúnar Kat- rínar Þorbergsdóttur, en henni kynntist Chihuly í gegnum sameig- inlega kunningja þegar forsetafrúin gekkst undir læknismeðferð í Seattle. „Dale fann til mikillar sam- kenndar með forsetanum og með ís- lensku þjóðinni vegna missis þeirra og vildi sýna hug sinn í verki með því að heiðra minningu frú Guðrún- ar Katrínar á þennan hátt. Dale hef- ur einu sinni komið til íslands, sem ungur maður, og heillaðist þá af náttúrufegurðinni og ljölbreyttri ásýnd landsins. Nú fær hann loksins tækifæri til þess að vinna með Is- lendingum, þótt óbeint sé í þetta sinn,“ segir Lewis og vísar til þess að dagana 15.-17. apríl muni sam- starfsmenn Chihulys með fulltingi 35 íslenskra myndlistarmanna og -nema byggja innsetningar undir berum himni úr 600 glerformum sem Chihuly lét blása fyrir sig í Finnlandi með íslenska náttúru í huga. Verkin verða vandlega mynd- uð og kemur afraksturinn út á myndbandi og bók með myndum Guðmundar Ingólfssonar ljósmynd- ara. Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sör- en S. Larsen hjá Gleri í Bergvík, sem veitt hafa Chihuly og sam- verkamönnum hans ráðgjöf við þennan hluta sýningarinnar, lögðu til að Reykjanes yrði vettvangur innsetninganna. „Því var vel tekið enda finnst þeim Reykjanesið hafa til að bera hina hráu dramatík sem hentar verkunum," segir Sigrún. Innsetningarnar sem rísa munu á auðn og söndum suður með sjó sam- anstanda að stórum hluta af gler- spjótum sem stillt er í trönur eða stungið í jörðu eftir því hvað íslensk náttúra blæs listamönnunum í brjóst. Sýningin á Kjarvalsstöðum stepd- ur til 18. maí nk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.