Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Efi á upp-
lýsingaöld
„ Upplýsingabyltingin “kallar á breyting-
ar í skólum en aðlögun að nýjum veru-
leika verður ekki eingöngu tryggð með
tækjum og tólum.
SÍÐUSTU árin hefur
farið fram fyrirferðar-
mikil umræða um þær
breytingar, sem „upp-
lýsingaþjóðfélagið"
hafi í för með sér. Fræðingar og
framtíðarmenni hafa boðað um-
skiptí á öllum lífsháttum al-
mennings sökum „tölvubyltingar-
innar“. Islendingar hafa ekki
farið varhluta af þessari umræðu
því mökkur fólks hefur atvinnu
sína af því að viðhalda henni.
Drjúgur hluti þjóðarinnar ver
enda frítíma sínum í biðröðum
eftir því að fá keypt tölvustýrð
tæki. Er það vísast marktækasti
mælikvarðinn á gleðina, sem ein-
kennir lífið í lýðveldi hamingjunn-
ar.
Því verður vart mótmælt að
breytingar hafa fylgt nýrri tækni
á ákveðnum sviðum mannlífsins á
Vesturlönd-
um. Þær hafa
þó hvergi
nærri reynst
eins djúp-
VIÐHORF
Eftlr Asgelr
Sverrisson
stæðar og spáð var fyrir 20 árum
eða svo. Enn fer t.a.m. þorri laun-
þega til vinnu að morgni dags og
þjónar auðvaldinu. Enn eru börn-
in búin í skólana og enn er manns-
heilinn eini heilinn, sem fær er um
að koma bíldruslunni út úr
snjóskaflinum.
Eitt er þó það svið þar sem
óhjákvæmilegt er að tölvutæknin
og hinn netvæddi veruleiki kalli
fram breytingar. Hér ræðir um
skólastarf og kennslufræði. Ætla
verður að sá hindrunarlitli að-
gangur að upplýsingum, sem tölv-
ur og Net veita, hafi í för með sér
að aukin áhersla verði lögð á að
gera skólabörnum kleift að sækja
sér sjálf fróðleik og safna saman
upplýsingum. Utanbókarlærdóm-
ur og staðreyndanám hlýtur því
að víkja á vissum sviðum.
Bjöm Bjamason menntamála-
ráðherra vék að því, sem hér hef-
ur verið ritað, í stórgóðri ræðu, er
hann flutti á stofnþingi Kennara-
sambands Islands í nóvember í
fyrra. Ráðherra minntist m.a. á
Howard Gardner, þekktan banda-
rískan skólamann. Rakti Björn
Bjamason m.a. tillögur Gardners
að verkefnaáætlun menntamála-
ráðherra þar sem horft væri til
framtíðar. Tillögumar em í sjö
liðum og er þriðji liðurinn
svohijóðandi í endursögn mennta-
málaráðherra:
„Staðreyndir og vald á upp-
lýsingum ættu ekki að vera í fyr-
irrúmi. Mestum tíma í skólum um
víða veröld hefði til þessa verið
varið til að kenna staðreyndir og
tryggja að nemendur hefðu þær á
valdi sínu. Óskynsamlegt væri að
halda áfram á sömu braut og fyrir
því væra tvær ástæður. í fyrsta
lagi tvöfaldaðist magn upplýsinga
á fárra ára fresti og það væri eng-
in leið fyrir neinn að hafa þær
sæmilega á valdi sínu. í öðra lagi
gerðu tölvur okkur nú kleift að
hafa upplýsingar við fingurgóm-
ana í orðsins fyllstu merkingu. Ef
við gætum með því að ýta á hnapp
eða segja orð fengið að vita, hvað
höfuðborgin í Bosníu heitir eða
þrjár helstu ámar fyrir sunnan
Sahara í Afríku, hvers vegna ætt-
um við þá að eyða tíma í að læra
þessar staðreyndir?“
Þessi greining er athyglisverð
og á erindi við skólafólk og al-
menning allan.
Mikilvægt er þó að menn upp-
hefji ekki um of áhrif „upp-
lýsingabyltingarinnar" og þeirra
umskipta, sem henni fylgja. Að
auki er utanbókarlærdómur oftar
en ekld af hinu góða og ungu fólki
er hollt að þjálfa minnið. Utan-
bókarlærdómi fylgir vinna, skipu-
lagogagi.
Aukinheldur sýnist oft vilja
gleymast að menn gátu nálgast
margvíslegar staðreyndir fljótt og
vel fyrir daga tölvu og Nets.
Tæknin ein og sér getur ekki gef-
ið tilefni til fullyrðinga um að allt
staðreyndanám og utanbókar-
lærdómur hljóti að teíjast tíma-
eyðsla. Þótt reiknivélar séu nú til
á hveiju heimili verður því ekki
haldið fram að óþarft sé með öllu
að nemendur læri margföldunar-
töfluna utanbókar. Hið sáma á við
um hugarreikning, sem því miður
virðist á hröðu undanhaldi í
menntakerfinu.
Og ef til vill er staðreyndanám
fallið til að gera Islendinga við-
ræðuhæfa um annað en GSM-
síma og hlutabréf?
í þessu efni er vafalítið heppi-
legast að leita meðalvegar þótt
vafist geti fyrir foreldram að
verja utanbókarlærdóm enda er
sannanlega um það að ræða í
grannskólum landsins að nem-
endum sé gert að leggja fáránleg-
ustu staðreyndir á minnið. Tölvu-
væðing í grannskólum hefur
reyndar verið lygilega hæg en lík-
legt sýnist að henni fylgi nokkrar
breytingar á kennsluháttum í
flestum námsgreinum á næstu ár-
um.
Mestu skiptir að reynsla kenn-
ara verði nýtt og að sjálfstæði
skóla verði tryggt þegar hafist
verður handa við að þróa fram
breytingar á námsaðferðum. Það
mikla starf má undir engum
kringumstæðum fella undir mið-
stýrandi fyrirbrigði á borð við
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur,
sem kennarar í höfuðborginni
telja upp til hópa gagnslaust
skrifstofubákn og dragbít á fram-
farir.
Þótt aðlögun að „upp-
lýsingabyltingunni" kalli vafa-
laust á nokkuð breytt vinnulag í
kennslustofum er þetta þó ef til
viU ekki brýnasta verkefnið á
sviði grannmenntunar í landinu.
Þegar enginn fær flúið upp-
lýsingar og staðreyndir og þessi
fyrirbrigði móta í síauknum mæli
allt líf manna er líkast til mikil-
vægast að kenna ungu fólki að ef-
ast. Um efann gildir að hann hef-
ur aldrei hlotið sama virðingar-
sess hjá íslendingum og hjá
flestum menningarþjóðum. Er
það tæpast undrunarefni í landi
þar sem heimspeki er talin vera
námsgrein fyrir sérvitringa á há-
skólastigi og umhugsun er höfð til
marks um óþjóðlegan skort á
„festu".
Ahrif þessa má víða greina á í s-
landi. Skortur á hefð fyrir efa-
hyggju og rökræðu er t.a.m. ein
haldþesta skýringin á því fram-
stæða stjómmálalífi, sem þróast
hefur fram hér á landi með al-
kunnum afleiðingum.
Aðlögun að breyttum veraleika
verður ekki tryggð með tækjum
og tólum einum saman. Gagnrýn-
in hugsun og heilbrigður efi verða
eftirsóttir eiginleikar í einsleitum
framtíðarheimi hinnar samein-
andi tækni.... líka á íslandi.
LISTIR
Mynd Sigurðar Þóris við ljóð Þórs Stefánssonar.
Þrjár list-
greinar
leggjast á
eitt
SIGURÐUR Þórir, listmálari í
Reykjavík, opnar sýningu í Svarta
pakkhúsinu, húsi myndlistarmanna
í Reykjanesbæ að Hafnargötu 2 í
Keflavik, á morgun, laugardag, kl.
14. Á sýningunni eru teikningar
Sigurðar við ljóð Þórs Stefánssonar
í bókinni Ljóð út í veður og vind.
Bókin kom út í Reykjavík haustið
1998. Á sýningunni koma frum-
myndimar í fyrsta sinn fyrir al-
menningssjónir ásamt vatnslita-
myndum og olíumálverkum sem
Sigurður hefur unnið út frá teikn-
ingunum. Alls era um 30 verk á
sýningunni.
Á opnunardaginn, kl. 16, les Þór
nokkur Ijóð úr bókinni og Guð-
mundur Hermannsson frumflytur
nokkur lög sín við Ijóð Þórs úr
sömu bók.
Á lokadegi sýningarinnar verður
dagskráin endurtekin á sama tima.
I tilefni af sýningunni eru gefin út
póstkort með teikningum og Ijóð-
um.
Sýningin stendur fram á annan
páskadag og verður opin virka
daga kl. 16-18 og 14-18 á laugar-
dögum og helgidögum.
Dugnaðarforkar
TOIVLIST
Langholtskirkja
KÓRATÓNLEIKAR
Ýmis innlend og erlend lög, frum-
samin, útsett eða umrituð. Kvenna-
kór Reykjavíkur u. stj. Sigrúnar
Þorgeirsdóttur. Þórhildur Bjöms-
dóttir, píanó; Szymon Kuran, fiðla.
Þriðjudaginn 11. aprfl kl. 20:30.
FRÁGANGUR tónleikaskrár
Kvennakórs Reykjavflmr fyrir fjöl-
sóttu tónleika hans sl. þriðjudags-
kvöld í Langholtskirkju (nr. 2 af
þrennum; endurteknir í Ými nk.
laugardag) var til fyrirmyndar skýr.
Flestar mikilvægustu upplýsingar
vora gefnar, allir söngtextar birtir
(hinir erlendu auk þess með lausleg-
um þýðingum Rannveigar Pálsdótt-
ur) og liðnu og áformuðu kórstarfi
lýst í hæfilega stuttu máli. Þar kom
m.a. fram að kórinn hyggst standa
fyrir að líkindum fyrsta norræna
kvennakóramóti sögunnar í lok þessa
mánaðar með þáttöku 950 kvenna,
þ. á m. kvennakór Gliére-tónlistar-
háskólans í Kænugarði. Ekki laust
við að slíkur myndarskapur ætti með
réttu að örva til dáða í karlakóralandi
sem íslandi! Eða hvenær var hér síð-
ast haldið norrænt karlakóramót -
eða, til þess að gera, mót blandaðra
kóra? I framhaldi af téðum stórhug
KKR lægi síðan beinast við að fá
hingað undraraddir búlgarska
kvennakórsins heimsfræga frá Sofíu
í vonandi ekki allt of fjarlægri fram-
tíð.
Dagskráin mótaðist af íslenzkum
þjóðlögum, Sigfúsi Halldórssyni og
vor- og sumarlögum frá hinum Norð-
urlöndunum. Hljómur kórsins í
fyrstu atriðum, Siglingavísum (úts.
Marteins H. Friðrikssonar),
Krummavísum og Sofðu, unga ástin
mín (bæði í radds. Jóns Ásgeirsson-
ar), svo ogí hinu hressilega Þjóðlífs-
myndin (JÁ) var í einu orði sagt full-
kominn og vakti strax miklar vonir
um framhaldið, sem og stóðust að
mestu, þrátt fyrir nokkurt tónsig í
næstu fjórum lögum kórsins, er kom
mjög á óvart eftir jafnglæsilega byrj-
un. Þar á milli léku píanisti kórsins
Þórhildur Björnsdóttir og gesta-
spilarinn Szymon Kuran á fiðlu Int-
ermezzo og söng Dimmalimm úr
samnefndri bamaópera Atla Heimis
Sveinssonar. Eftir sama höfund kom
síðan endurreisnar-pastísjan Við
svala lind (madrigaletto úr Dansleik
Odds Bjömssonar) í laglega hæg-
ferðugum flutningi a cappella, burt-
séð frá fyrrgreindu sigi í tónstöðu, er
síðan ágerðist nokkuð í hinu fær-
eyska Sóljunar og náttin (Sunleif
Rasmussen), hinu Brahmsleita Hvile
eftir dönsku tónskáldkonnna Agathe
Backer Grpndahl (úr 7 Sange for
Damekor Op. 67) og Váren eftir öflu
kunnari samtímakollega hennar
Edvard Grieg.
Af einhverjum heillavænlegum
ástæðum færðist tónstaða kórsins
aftur í upphaflegt fyrirmyndarhorf í
litlu en fallegu lagi Waldemars
Áhléns, Sumarsálmi, sem var bráðvel
sungið. Hélzt hún síðan mjög góð það
sem eftir var, nema kannski í finnsku
lögum Toivos Kuula, Aamulaulu og
(einkum) hinu kyrrlátu Sefur jörð
um sumamótt, og styður það reynslu
manns af öðram kórum hvað þennan
agnúa snertir. M.ö.o.: Ef ná skal full-
kominni inntónun, þarf innri einbeit-
ing kórsöngvarans að standa beinlín-
is á nálum í rólegum lögum á litlum
styrk!
Líkt og sóló-oktettinn í hinu seið-
andi þjóðlega og frábærlega vel
flutta lagi Mattis Hyökki í síðari
hluta, On suuri sun rantas autíus,
myndaði sextett kórfélaga “concert-
ino“-hóp í Musik, lagi Hugos Hamm-
arströms (d. 1974), er beitti sérkenni-
legri samstígri krómatík á köflum.
Fyrri hluta tónleikanna lauk svo á
dunandi Hranadansi, ósviknum
sænskum þjóðlaga-hambo frá Hels-
ingjalandi, Hárgaláten (radds. Sigrid
Amkoff), svo svuntumar kipptust og
faldamir lyftust, við hófastappandi
píanó- og fiðluundirleik og - að von-
um - dynjandi undirtektir.
Sænski trúbadúrinn Evert Taube
var efstur á blaði eftir hlé með
Sjösalavalsi í ódauðlegri staðfærslu
Sigurðar Þórarinssonar, Vorkvöld í
Reykjavík (radds. Skarphéðinn
Hjartarson), Næturljóði og Dansen
pá Sunnanö. 011 vora dável sungin,
þar af Vorkvöldið með framlegu
hægu hraðavali í 1. erindi, og fram-
reidd með prýðilegum meðleik á pí-
anó og fiðlu, þó að snarstefjuð fiðlu-
röddin í fyrstu tveim lögum hefði
fallið betur að heildinni ef hún hefði
verið skrifuð við í ró og næði. Sama
var upp á teningnum í hinu annars
afar vel heppnaða Enn syngur vorn-
óttin eftir Mogens Schrader í umrit-
un kórstjórans aftar á dagskrá, þar
sem blöndun fiðlarans á staðnum var
frekar til óþurftar en hitt. í Tango
jalousie eftir Gade sem þau Szymon
og Þórhildur fluttu þar á eftir var
hinsvegar allt á nótum og leikið með
ólgandi tilþrifum, ekki sízt píanó-
parturinn.
Síðustu þijú lög á skrá vora eftir
meistara Sigfús Halldórsson í liprum
raddsetningum Skarphéðins. Dagný
var frábærlega vel mótað af kómum,
tangó-twistarinn Vegir liggja til ailra
átta ekki síður (með skondinni inn-
skotstilvitnun, líklega frá hendi radd-
setjarans, í Habanerana úr Carmen)
og tónleikunum lauk með enn einum
smellinum, Við eigum samleið, sem
eins og fyrri lögin var sungið af smit-
andi fjöri með aðstoð á píanó og fiðlu.
Kvennakór Reykjavíkur gaf í þessu
létta en skemmtilega prógrammi vís-
bendingu um væntanlega sigra í
viðameiri verkum, og verður mynd-
arskapur hans með boðuðu kóramóti
efalítið hérlendri kórmennt drífandi
hvatning til frekari dáða á næstunni.
Ríkarður Ö. Pálsson
--------------------
Nýjar bækur
• VÆNGJAÐ myrkur er eftir Willi-
am Heinesen með myndskreyting-
um eftir færeyska listamanninn
Edward Fuglp. Bókin er gefin út í
tilefni af því að öld er liðin frá fæð-
ingu Heinesens og kemur hún út
samtímis í Færeyjum, Danmörku og
á íslandi.
Þetta er ein af hinum kunnustu
smásögum skáldsins sem á seinni ár-
um skoðaði heiminn gjarnan með
augum barnsins sem verður sjálft að
sigrast á hinu óþekkta. Hér segir frá
Antoníu og Litla-bróður sem era á
heimleið frá ströndinni þegar
myrkrið skellur á og ímyndunaraflið
tekur völdin. Börnin hafa líka heyrt
um ýmsar dularvættir; huldufólk,
dverga og álfkonur, sem fara á kreik
þegar dimma tekur, verar sem bæði
ógna þeim og vekja kitlandi spennu.
Sagan er í þýðingu Hannesar Sig-
fússonar og birtist fyrst í smásagna-
safninu í töfrabirtu.
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er 40 bls., prentuð í Dan-
mörku. Verð: 1.880 kr.