Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 43

Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 43 Lúðrasveit Hafnar- fjarðar 50 ára Hugljúfir tón- ar í hálfa öld LÚÐRASVEIT Hafnarfjarðar fagn- ar hálfrar aldar afmæli sínu á morg- un, laugardag, kl. 15, með afmælis- tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þá verður opnuð þar sýning á ýmsum sögulegum munum úr safni lúðra- ’ sveitarinnar sem gefa innsýn í 50 ára sögu sveitarinnar. Efnisskrá tónleik- anna skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn samanstendur af tónlist úr tónleikaskrám liðinna ára. Má þar nefna gamla slagara eins og Alte Kameraden, Old timer march, Herzog von Braunschweig og Afmæl- ismars. I tveimur þessara slagara stíga gamlir félagar lúðrasveitarinn- ar á svið. Eftir hlé leikur sveitin t.d. syrpu af ' kunnum lögum Frank Sinatra, Corté- ge de Bacchus úr „Sylvia-baliet", Sóló fyrir klarinett og hljómsveit og Fanf- are 2000, sem er óður til nýrrar aldar. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar er Stefán Omar Jakobsson. Myndlistarsýn- ing í bókasafni f BÓKASAFNI Mosfellsbæjar verð- ur opnuð sýning á myndum Guð- rúnar Hannesdóttur í dag, föstu- dag. Myndirnar á sýningunni eru úr fjórurn af þeim sex bókum sem hún hefur myndskreytt. Guðrún lagði stund á listasögu við háskólann í Lundi 1968-70 og lauk prófi í bókasafnsfræði frá Há- skóla íslands 1979. Hún hefur sótt myndlistarnámskeið, en er að öðru leyti sjálfmenntuð í myndlist. Hún starfaði á bókasöfnum Landakotsspitala, Myndlistar- og handíðaskóla fslands og Listasafns íslands árin 1979-94. Frá 1994 hefur Guðrún unnið við ritstörf og myndskreytingar bóka fyrir böm. Risinn þjófótti og skyr- fjallið, sem hún myndskreytti, hlaut bamabókaverðlaun IBBY árið 1996. Árið 1997 kom út eftir hana bókin ÍSagan af skessunni sem leiddist. Hún var valin á heiðurslista IBBY á al- þjóðaráðstefnu í Delhi árið 1998 Hún hefur víða haldið sýningar, bæði hér heima og erlendis. Sýningin í Bókasafni Mosfells- bæjar er sölusýning og stendur til 10. mai. Nýjar bækur í )• RADDIR dagsins er sjöunda ljóðasafnið en jafnframt fjórtánda bókin sem Erlendur Jónsson sendir frá sér. Þetta er safn átján ljóða ogljóðaflokka. Bókin skiptist í þrjá aðalkafla. Svipir liðinnar aldar heitir hinn fyrsti. Þar er leit- Iast við að greina hughrifin undir yfirborði hvers- dagsleikans og daglega lífsins eins og það kemur fyrir sjónir við aldahvörf. Pokabuxur og rúðóttir sokkar heitir annar kaflinn og bygg- ist á endurminningum höfundar, einkum frá bernskuárum. Kaflaheit- ið skírskotar til tískunnar á fjórða áratugnum sem var ekki aðeins tími Íátaka og sviptinga í þjóðlifinu heldur líka framfara, frumlegra hugsjóna, nýrra tækifæra og afar glæsilegrar sköpunar í bókmenntum og listum. Upp af kyrrlátu sveitasamfélagi var að spretta ólgandi þéttbýli sem átti sér fáar hefðir og óráðna framtíð í háskalegum en jafnframt spennandi heimi. Skáldatal nefnist svo síðasti kafl- inn, ortur í minningu listamanna sem settu svip á öldina, auk tveggja ljóða um fyiri tíma skáld. Utgefandi er Bókaútgáfan Smára- gil. Raddir dagsins er 64 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Ars Fennica-verðlaunin Finnskir fjölmiðl- ar fjalla um Hrein Friðfínnsson Helsinki. Morgunblaðið. GREINAR um Hrein Friðfinnsson myndlistarmann sem í fyrradag hlaut finnsku Ars Fennica-verðlaun- in, fylltu í gær menningardálka finnskra fjölmiðla. Verðlaunin, sem nema 200 þúsund finnskum mörk- um, um 2,5 milljónum íslenskra króna, voru nú veitt í tíunda sinn og eru veglegustu myndlistarverðlaun Norðurlanda. Finnskir fjölmiðlar fjalla einkum um tengsl Hreins við allt sem íslenskt er og nefna einnig auðugt íslenskt menningarlíf. Athyglin á hinu smásæja og einfalda í Helsingin Sanomat er sagt frá að hugmyndin hafi í fyrstu verið að deila verðlaununum milli tveggja listamanna. Því hafi Jean-Christoph Ammann, safnstjóri Nútímalista- safnsins í Köln, hafnað, en Ammann sá um val verðlaunaþegans í ár. í hans huga hafi ekki annað komið til greina en að veita einum listamanni verðlaunin og þá Hreini. Blaðið vitnar í orð Ammanns um verk Hreins, sem hann segir vera ljóðræn og bera keim af náttúruíyr- irbærum eins og Ijósi, vindi, stein- um, kristöllum, þyngdaraflinu, en um leið séu þau mörkuð tilfinning- um. Um verk Hreins segir ennfrem- ur að þau einkennist af athyglinni á hinu smásæja og einfalda og því sé erfitt að hafa um þau mörg orð. í frásögninni af afhendingu verð- launanna er haft á orði hve Hreinn hafi komið fram af mikilli hógværð og hafí aðeins þakkað fyrir sig með nokkrum vel völdum orðum, en ekki notað tækifærið til að halda ræðu. Island og íslendingar fá sinn skerf af þeirri athygli, sem verkum Hreins er sýnd. Sjálfur segir Hreinn að hann hafi enn sterk tengsl við Island. Þar sem hann komi oft til íslands hafí hann í raun aldrei alveg tilfinning- una af því að hafa flutt og það hindri hann í að þjást af heimþrá. Listalífinu á íslandi eru gerð skil, um leið og rifjuð er upp SUM-kyns- lóðin, aðrir félagar Hreins þaðan, eins og Kristján og Sigurður Guð- mundsson og áhrif þessarar kynslóð- ar. Hreinn hefur einnig nefnt við blaðamanninn hve yngsta kynslóð ís- lenskra listamanna sé áhugaverð og mikið að gerast í listum þar. Óm af því hafa Helsinki-búar fengið að kynnast, því hér hafa margir íslensk- ir listamenn sýnt undanfama mán- uði. íslenska myndskáldið í Huvudstadsbladet eru það einn- ig hinir ljóðrænu eiginleikar Hreins sem fangað hafa athyglina. Sagt er frá uppruna Hreins og námi hans í Amsterdam, þátttöku hans í SÚM og hvernig margir af nánustu starfs- bræðmm hans heima og heiman hafi átt þátt í að þróa hugmyndalistina undanfama áratugi og þar með sett sterkan svip á samtímalistir. Þrátt fyrir að vera brottfluttur segist Hreinn bera íslenska náttúra innra með sér, sem hann síðan gerir skil á sinn sérstaka hátt. Rakið er hvernig verk hans snúist oft um tím- ann, um náttúraöflin eins og vind og sól, en líka um þjóðsögur, goðsagnir og aðrar bókmenntir, auk drauma. Blaðið rekur einnig forsendur Amm- anns fyrir valinu á Hreini og löng kynni þeirra tveggja. Auk ritaðra miðla gerðu finnskar sjónvarpsstöðvar Hreini góð skil og sama var með útvarpsstöðvar. Eftir tvær einkasýningar og þátttöku hans í samsýningum í Finnlandi er Hreinn þegar kunnugur finnskum listunnendum. Hluti af verðlaunun- um nú er síðan að haldin verður yfir- litssýning á verkum Hreins, fyrst í Turku og síðan í Hameenlinna, smá- bæ skammt frá Helsinki. Einnig verður gefin út bók um verk Hreins. Aðrir listamenn, sem vora til- nefndir í ár til Ars Fennica-verð- launanna vora Georg Guðni frá ís- landi, Kirsten Ortwed og Balder Olrik frá Danmörku, Bárd Brevik og Arne Malmdal frá Noregi, Erik Dietman frá Svíþjóð og Finnamir Harry Kivijárvi og Jaakko Sievánen. Á kauptorg.is er stöðugt uppboS í gangi alla daga. Hvort sem þig vantar ísskáp, bíl, bamarúm eSa tölvu, gfek eða þarft að losna við sófa, reiShjól, hljómtæki eSa . bækur, farSu þá inn á kauptorg.is - og ,#• ^(gíS|. kauptu eSa seldu. Fínn sími SEM AUÐVELT ER AÐ SKILJA • Styður 900 og 1800 GSM kerfin • Skiptanlegt spjafd sem umlykur skjáinn • Lengd: 112 mm • Þyngd: 105 gr • Gagnaflutningur • Minnissiður • Dagatal • Áminning • Skeiðklukka • Reiknivél • Vekjaraklukka með „snooze" • RF tengi á loftneti 19.980 kr, Léttkaup 7.980 kr. Auk 1000 kr. á mánuði í 12 mánuðl sem færast á sfmreikninginn. Benefon Twin er einstakur sími. Auk þess að vera nettur og búinn öllum helstu tæknilegum eiginleikum hefur BenefonTwin íslenskar valmyndir. (wvefverslun is FÆST 1 VERSLUNUM SÍMANS S fMINN-GSM FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA TWIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.