Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 52

Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ;> Sjálfsbjörg hættir úthlutun P-merkja 1. maí nk. SJALFSBJORG, landssamband fatlaðra hefur séð um úthlutun svokallaðra P-merlq'a, eða bifreiðastæðisskír- teina fyrir hreyfihaml- aða, frá árinu 1968. Sjálfsbjörg hefur frá upphafi borið allan kostnað af úthlutun merkjanna, nema kort- hafar hafa greitt fyrir plastspjaldið sjálft, sem lagt er við framrúðu bflsins. Upphaflega var það tiltölulega lítill hóp- ur félagsmanna Sjálfs- Sigurður bjargar sem gat fengið Einarsson úthlutað slíkum merkj- um en í áranna rás hefur sá hópur farið sístækkandi svo sem með hjarta-, asthma- og nýmasjúkling- um, eldri borgurum o.fl. Sem dæmi um þetta má nefna að fjöldi útgefinna P-merkja fimmtánfaldaðist á árumun 1968-1994. Einnig var það æ skýrara að óeðlilegt er í mörgum tilfellum að Sjálfsbjörg fjalli um umsóknir sinna eigin félagsmanna, sérstaklega þegar um vafaumsóknir er að ræða. I árslok 1994 þegar starfsmenn Sjálfsbjargar höfðu haft með hönd- um þessa úthlutun í um 26 ár var vinnan við hana orðin svo umfangs- mikil að samtökin sáu sig tilneydd að leita til dómsmálaráðuneytisins um að ráðuneytið eða aðrir opinberir að- ilar yfirtækju þessa úthlutun eða greiddu a.m.k. þann kostnað sem af henni hlytist. Samtökin voru mjög illa stödd fjárhagslega, m.a. vegna annarra aðgerða ríkis- valdsins nokkrum árum áður, sem höfðu skert tekjur Sjálfsbjargar um margar milljónir ár- lega. A þeim 5 árum sem liðin eru frá fyrsta fundi Sjálfsbjargar með þá- verandi dómsmálaráð- herra vegna þessa máls hafa margir fundir ver- ið haldnir með ráðherra dómsmála og starfs- mönnum ráðuneytisins, rituð ótal bréf og rætt við lögfræðinga og aðra starfsmenn ráðuneytis- ins í mörgum símtölum. Fyrri hluta árs 1996 var skipuð nefnd með fulltrúum ráðuneytisins, Sjálfs- bjargar, lögreglunnar og fleiri aðila til að útbúa vinnureglur um úthlutun merkjanna og skilaði hún tillögum sínum til ráðuneytisins eftir u.þ.b. hálfs árs vinnu. Þegar sýnt þótti síðar á árinu að frekari vinna ráðuneytis- ins að þessu máli léti bíða eftir sér til- kynnti Sjálfsbjörg ráðuneytinu að samtökin myndu einhliða hætta út- hlutun merkjanna hinn 1. september það ár. Gegn loforði ráðuneytisins um að breytingu á umferðarlögum og setningu reglugerðar um P-merki yrði hraðað, tók Sjálfsbjörg þó aftur við úthlutuninni tímabundið, seinna um haustið 1996. Eini árangurinn sem Sjálfsbjörg sá framanaf úr öllu þessu málavafstri var að loks vorið 1997 breytti þáver- andi dómsmálaráðherra umferðar- Eigum örfá stvkki í pessum fágaða stíl. Maghony Spesill Verð áður: Borð á hjólum Verð áðun 94.000.- Verð nú: 19.000.- -----------O Snyiti / skrifborð Verð áður: 38.000.' Verð nú: 18.000.- Sófaborð m/ marmaraplötu Verðáður: 38.000.- Verð nú: 15.000.- Skatthol Verð áður: 38.000.- Verð nú: 17.000.- EUROCARD I MasterCard. VÍSA wmsmmm Kommóða með 8 skúffum Verð áður: 39.000.- Verð nú: 19.000.- COLONY Vörur fyrir vandláta Síðumúla 34 (Homlð 6 SÍOumúla og Fetlsmúla) Sími 568 7500 863 2317-863 2319 P-merki Ekki er ljóst á þessari stundu hvernig úthlutun merkjanna verður hátt- að eftir 1. maí, segir Sig- urður Einarsson, en það er von okkar að engin óþægindi hljótist af þessari yfírfærslu. lögum á þann veg að honum varð heimilt að „setja reglugerð um bif- reiðastæðisskírteini hreyfihamlaða" eins og það var orðað. Enn liðu tæp tvö ár þar til að drög að reglugerð var send Sjálfsbjörg til umsagnar og skil- uðu samtökin skriflegri umsögn í upphafi árs 1999. Fundum, bréfa- skriftum og símtölum var þó haldið áfram að tilhlutan Sjálfsbjargar og m.a. var fundað með ráðuneytis- stjóra, lögfræðingi ráðuneytisins og fulltrúa Sambands íslenskra sveitar- félaga í aprfl á síðasta ári þar sem ræddur var sá möguleiki að Samband íslenskra sveitarfélaga tæki að sér úthlutunina. Fulltrúi sambandsins á þessum fundi taldi það af og frá, sér- staklega með vísan til kostnaðarins sem af þessu hlytist. Fulltrúar Sjálfsbjargar bentu þá á að fyrst Samband íslenskra sveitarfélaga ti'eysti sér ekki til að yfirtaka þessa úthlutun vegna kostnaðar, hlyti það að vera augljóst mál að samtök á borð við Sjálfsbjörg hefðu enga burði til að bera þennan kostnað ein. Kom þá fram sú hugmynd hjá ráðuneytis- mönnum að hægt væri að fela sýslu- mönnum úthlutun merkjanna. Rétt er að geta þess að þegar hér var kom- ið sögu voru að ganga í gildi reglur sem Evrópusambandið hafði sett um sameiginlegt útlit og gildistöku P- merkja í Evrópusambandinu og að- ildarlöndum EES, þ.m.t. á íslandi. Sl. haust þótti svo sambandsstjórn Sjálfsbjargar nóg komið af öllum þeim drætti sem orðið hafði í málinu og á fundi sínum í nóvember 1999 samþykkti stjómin eftirfarandi ákvörðun: Sambandsstjóm Sjálfsbjargar fel- ur formanni og framkvæmdastjóra að ganga á fund dómsmálaráðherra og fara fram á að vinnu ráðuneytisins við að fela sýslumönnum úthlutun P- merkja verði hraðað eins og kostur er. Jafnframt verði ráðhema til- kynnt, að hafi sýslumenn eða aðrir aðilai', sem ráðuneytið telur til þess hæfa, ekki yfirtekið þessa úthlutun hinn 1. maí árið 2000 muni Sjálfs- björg Isf. einhliða hætta úthlutun merkjanna. Ályktunin vai' send ráðu- neytinu og í desember sl. fóru for- maður og framkvæmdastjóri Sjálfs- bjargar, lsf. á fund núverandi dóms- málaráðherra til að ítreka þessa ákvörðun. Þegar þetta er ritað era rúmlega 3 mánuðir liðnir frá þeim fundi en ráðuneytið hefur enn ekki haft samband við Sjálfsbjörg til að fá upplýsingar um hvemig úthlutun merkjanna er háttað, um gagna- granninn sem notaður hefur verið til að halda utan um hana né annað sem að úthlutuninni lýtur. Hins vegar hafði undirritaður samband við lög- fræðing ráðuneytisins í febrúar sl. til að fullvissa sig um að verið væri að undirbúa yfirtöku á úthlutun merkj- anna þannig að umsækjendur yrðu fyrir sem minnstum óþægindum eftir 1. maí nk. Fengust þau svör að þessi vinna væri í fullum gangi og treystir Sjálfbjörg því að svo sé. Þar sem nú styttist óðum í að Sjálfsbjörg, lsf. hætti úthlutun þess- ara merkja, sem samtökin hafa alfar- ið séð um í 32 ár með öllum þeim til- kostnaði og starfsmannahaldi sem því hefur fylgt er rétt að gera núver- andi P-merkishöfum og þeim, sem í framtíðinni eiga eftir að sækja um P- merki, grein iýrir öllum málavöxtum. Af framansögðu er þó ekki ljóst á þessari stundu hvemig úthlutun merkjanna verður háttað eftir 1. maí en það er von starfsmanna og stjórn- ar Sjálfsbjargar að engin óþægindi hljótist af þessari yfirfærslu og að ráðuneytið eða þeir aðilar sem hún kýs til þess, taka á henni af myndar- skap. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra. Togveiðabann I FRAMHALDI af máli Svavars Guðna- sonar útgerðarmanns, sem hefur talið sig hafa rétt til jafns við aðra, og einnig hafa frjáls- ræði sem aðrir sam- kvæmt hinni íslensku stjómarskrá, til þess að veiða fisk í íslenskri landhelgi, þá finnst mér að nýgenginn hæstaréttardómur sé sorgleg mistök. Og óneitanlega kem- ur upp í hugann hvort rfldsstjómin og Alþingi Tryggvi hafi að einhverju leyti Helgason beitt sínum áhrifum til þess að sveigja dómstólinn til íylgis við hin meingölluðu fiskveiðilög, og dæma gegn Svavari Guðnasyni og þá jafnframt, sýnist mér, dæma and- stætt frelsisákvæðum íslensku stjómarskrár- innar. Þessi svokölluðu kvótalög, sem betur væra kölluð ólög, veita sumum rétt til fiski- veiða en aðrir eru úti- lokaðirj og allt þetta er réttlætt og gert með því fororði að verið sé að vernda fiskistofnana í sjónum. Þó má öllum vera ljóst að því meir sem botnvörpu- og togveið- ai’ hafa aukist undan- farna áratugi, þeim mun meir hefur fiskur- inn þorrið á miðunum. Ef ekki á að enda með algjöram ördauða á fiskislóðum, þá þarf, að mínu mati, að afnema með öllu hin Dómur Ef ekki á að enda með algjörum ördauða á fískislóðum, þá þarf, að mati Tryggva Helga- sonar, að afnema með öllu hin svokölluðu kvótalög og jafnframt að banna allar togveiðar. svokölluðu kvótalög og jafnframt að banna allar togveiðar, ef ekki í allri íslenskri landhelgi, þá í það minnsta á öllu svæðinu frá strönd að mörkum 100 sjómflna út frá grunnlínum. Höfundur er flugmaður, búsetturí Bandaríkjunum, STÓRSÝNING A TRESRIIÍÐAVÉLUAfl Stórsýning á trésmíðavélum og ýmsum öðrum vörum tengdum tréiðnaði verður haldin dagana 14.-16. apríl á Smiðjuvegi 1, Kópavogi á 1.100 fm sýningarsvæði, þar sem sýnt verður allt frá handverkfærum upp í tölvustýrðar vinnslustöðvar. Opnunartími verður sem hér segir: Föstudaginn 14. apríl frá kl. 13.00 - 18.00 ......... Laugardaginn 15. aprfl frá kl. 10.00 - 18.00 IflHi HEGAS ehf-> Sunnudaginn 16. apríl frá kl. 11.00 - 18.00 Smiðjuvegi 1, Allir áhugamenn um trésmíðar eru velkomnir I§1 s°567Ó001V0 9fáx 567 0032 V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.