Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 54

Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 I UMRÆÐAN 10-30% afsláttur af öllum orðabókum SKRIFBORÐS- STÓLL 11.300.- 45% 1.990,- VERÐ ÁÐUR 3.630.. PARKER FRONTIER PENNASETT 1.870,- VERBÁÐUR2.875~ Pennasett, til í mörgum litum. PARKER JOTTER PENNASETT Hnattvæðing eða náttúru- verndar(ný) rómantík? Einkennist umræða um umhverfismál af nýrómantískri þjóð- emishyggju? Það full- yrðir forstjóri Lands- virkjunar, Friðrik Sophusson, sbr. frétt Morgunblaðsins þann 8. apríl sl., af samráðs- fundi Landsvirkjunar. Ennfremur hefur blaðið eftir honum að samkvæmt þessari hyggju taki náttúran á sig ósnertanlegan helgiblæ og hvatti hann þá „...sem falið hefur verið að nýta auðlindir landsins..." til að gera sér grein fyrir því hvað byggi að baki þessum sjónarmiðum. Þetta kallar á andsvör. Er það nýrómantísk þjóðernisstefna sem valdið hefur því að Norsk Hydro og íslenskir fjárfestar hafa hafnað þeirri röð virkjana sem liggja átti til gmndvallar uppbyggingu álvers á Reyðarfirði? Tvímælalaust ekki. Ástæðan er miklu fremur sú að Norsk Hydro - sem var eini fjár- festirinn sem undirritaði Hall- ormsstaðaryfirlýsinguna frá júní í fyrra - taldi það hvorki boðlegt né verjandi að taka þátt í að eyði- leggja Eyjabakka án þess að fram hefði farið lögformlegt mat á um- hverfísáhrifum. Stefna fyrirtækis- ins hefur ávallt verið að reisa mun stærra álver á Reyðarfirði og hefði Eyjabökkum verið sökkt í beinni útsendingu með tilheyrandi fréttum alþjóðlegra fjölmiðla um ónógan og vondan undirbúning íslenskra stjómvalda hefði það getað stefnt stækkun álversins í hættu. Það fer til dæmis enginn í grafgötur með það að skýrsla Landsvirkjunar um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar var flausturslega unnin og lét mörgum spumingum ósvarað. Það sem Friðrik Sophusson og aðrir þeir sem meta nýtingu fall- vatna í terawöttum verða að skilja er að hnattvæðing umhverfismála skiptir nú sköpum. Fjölþjóðleg fyr- irtæki á borð við Norsk Hydro geta ekki gert eitthvað á íslandi sem það getur ekki varið heima fyrir eða á alþjóðlegum vettvangi. For- stjóri Norsk Hydro, Egil Myk- lebust, er nú formaður Internation- al Council for Sustainable Develop- ment, sem er eins konar umhverfismálavettvangur fjölþjóð- legra fyrirtækja. Sú stefna stjóm- valda að sökkva afar mikilvægu landsvæði á íslandi, rómuðu fyrir fegurð, og það án þess að fram hafi farið lögformlegt og faglegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er andstætt þeim vinnureglum, sem Norsk Hydro hefur heitið að hafa í heiðri. Mat á umhverfisáhrifum og var- úðarreglan vom tvær meginsam- þykktir Ríó-ráðstefnunnar 1992 og hin síðari liggur til gmndvallar hinni fyrri. Þessar grundvallarregl- ur þykja með mikilvægustu áfong- um í alþjóðlegum umhverfisrétti og hafa verið lögfestar á íslandi með undirritun EES-samningsins. Mál- flutningur þeirra sem börðust fyrir lögbundnu mati á umhverfisáhrif- um Fljótsdalsvirkjunar byggði því á alþjóðahyggju og alþjóðlega við- urkenndum vinnubrögðum. Ef Friðrik Sophusson tæki sig til og læsi það sem ritstjóm Morgunblaðsins hefur skrifað til stuðnings kröfunni um lögform- legt mat, myndi hann ekki finna skírskotanir til nýrómantískrar þjóðernishyggju. Hið sama gildir um mál- flutning Náttúru- vemdarsamtaka Is- lands og annarra frjálsra félagasamtaka um það mál. Það undirstrikar enn alþjóðleika þess- arar umræðu að ís- lenskir náttúravernd- arsinnar hafa notið óskoraðs stuðnings alþjóðlegra samtaka á borð við WWF (World Wide Fund for Nature) og hinna norsku Norges naturvemforbund. Ekki má heldur gleyma þeim þætti sem snýr að losun gróðurhúsaloft- tegunda frá stóriðju og skuldbind- Umhverfismál Umræða um Fljóts- dalsvirkjun og Eyja- bakka hefur breytt nátt- úruverndarumræðu hér á landi í þá veru, að mati Árna Finnssonar, að hún miðast æ meira við alþjóðlegar samþykktir og reglur. ingum íslands gagnvart Ramma- samningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Fái ísland ekki þær undanþágur sem beðið er um verða fjárfestar í álveri á Reyðar- firði að gera ráð fyrir umtalsverð- um kostnaði vegna kaupa á losun- arkvótum á alþjóðlegum markaði. Landsvirkjun leitar nú einnig út fyrir landsteinana og hefur um- hverfisstjóri Landsvirkjunar lýst þeirri ætlun fyrirtækisins að fá skandinavísk ráðgjafarfyrirtæki til að aðstoða við gerð umhverfismats- skýrslu fyrir Kárahnúkavirkjun. Nú á að vanda sig og þá reynist al- þjóðleg skírskotun blátt áfram nauðsynleg. Einnig fyrir Lands- virkjun. Umræða um Fljótsdalsvirkjun og Eyjabakka hefur breytt náttúm- verndammræðu hér á landi. Hún er ekki lengur íslensk, hvað þá ný- rómantísk þjóðemishyggja. Um- ræðan miðast æ meira við alþjóð- legar samþykktir og reglur. Skiptir þá engu máli þótt sumir brýni stjórnvöld og fyrirtæki til að standa sig vel í umhverfismálum til að auka hróður landsins. Það er ekki hreinleiki þjóðarinnar sem er met- inn í ósnortinni náttúru, heldur möguleikar hennar til að komast af í heimi sem ógnað er af hnattræn- um loftslagsbreytingum, mengun sjávar, ósoneyðingu og stöðugum ágangi mannsins á ósnortna nátt- úru. í þeim efnum er alþjóðleg samvinna lykilatriði. Höfundur er ístjóm Náttúruvemd- nrsamtakn Islands. Árni Finnsson Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is ALL.TAf= e/TTHVAÐ NÝTl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.