Morgunblaðið - 14.04.2000, Síða 58
58 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Reiðvegabæt-
ur í Grímsnesi
og Tungum
HELDUR miðar á leið í gerð reið-
vega víða um land þótt verkefnin séu
yfrin á þeim vettvangi. Eru verkefn-
in að stórum hluta veglagning með-
fram akvegum og sumum hverjum
- fjölfömum. Á félagssvæði Loga í
Biskupstungum er nú unnið að reið-
vegagerð meðfram Biskupstungna-
braut frá Bræðratunguafleggjara og
upp að Heiði við Biskupstungna-
braut. Formaður Loga, Kristján
Kristjánsson, sagði að þetta væri
annar tveggja spotta sem fyrirhugað
væri að leggja á þessu ári. Hinn
spottinn væri meðfram vegarkaflan-
um frá Brúará að Skálholti. Hann
sagði ástand í reiðvegamálum í Bisk-
upstungum vægast sagt slæmt.
Þama væri mikil umferð allt suma-
rið, fjöldi þéttbýlisbúa sé með reið-
hesta í hagagöngu á sumrin í Tung-
unum og þá sé ótalinn sá mikli fjöldi
sem fer þarna um á leið upp á há-
• lendið. Segir Kristján að upphaflega
hafi þeir fjármunir sem varið er í
þessa tvo spotta átt að fara í reið-
vegalagningu frá Geysi að Gullfossi
sem sé mjög slæmur bæði fyrir um-
ferð bíla og hesta en þar sem fyrir-
hugað sé að endurgera þann veg og
breikka hafi verið ákveðið að fresta
því. Þá sagði hann mjög brýnt að
leggja reiðveg meðfram veginum frá
Brúará við Efri-Reyki að Andalæk
við Úthh'ð.
Fyrir skömmu var lagður reiðveg-
ur meðfram þjóðveginum frá Búr-
fellsafleggjara í Grímsnesi að Borg
og þurfti þá að ryðja brautina gegn-
um snjóklamma sem lá meðfram ak-
veginum í reiðvegastæðinu sjálfu.
Var síðan ekið rauðamöl í snjógöng-
in.
Að sögn Bjarna Þorkelssonar á
Þóroddsstöðum í Laugardalshreppi
fer ástand í reiðvegamálum á félags-
svæði hestamannafélagsins Trausta,
sem nær yfir Grímsnes, Laugardal,
Grafning og Þingvallasveit, heldur
batnandi þótt óunnin verkefni séu
mörg.
„Þetta er mjög víðfeðmt svæði og
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Sigurður B. Sigurðsson, sem vinnur hjá Ketilbimi ehf., notaði góða veðrið í vikunni til að keyra í reiðveginn
meðfram Biskupstungnabraut.
gríðarlega fjölfarið á vorin og sumr-
in. Flestir vestanheiðamenn sem eru
með hross í Árnes- eða Rangárvalla-
sýslum fara þarna um á vorin þegar
þeir sleppa hrossum sínum í haga og
segja má að þarna sé stöðug umferð
ríðandi manna allt sumarið. Er þar
bæði um að ræða hestafólk í styttri
ferðum um byggð og svo hópum á
leið í hálendisferðir með stóra
rekstra. Þörfin á góðum og öruggum
reiðvegum á félagssvæðinu er því
mikil,“ sagði Bjarni.
Þessi reiðvegagerð er í báðum til-
vikum fjármögnuð með framlagi úr
reiðvegasjóði Landssambands
hestamannafélaga og með framlagi
frá sveitarfélögum.
MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson
Blæja og Egill
mætt suður
Svartur fer til
Danmerkur í haust
foT., .eJsf ‘vi
1'- ■: ■lí'wjr
MorgunblaðiðA'aldimar Krsitinsson
Auk frábærs árangurs í kynbótíisýningum hefur Svartur frá Unalæk
staðið sig með prýði í gæðingakeppni og er meðfylgjandi mynd frá þvi
hann tók þátt í keppni hjá Fáki. Knapi er Þórður Þorgeirsson.
ÍSLANDSMEISTARARNIR í tölti,
Egill Þórarinsson og Blæja frá Hól-
um, eru mætt suður til þátttöku í af-
mælissýningu FT í Reiðhöllinni f
Víðidal. Blæja er að komast í sitt
besta form þótt Egill segi þau eiga
nokkur tromp uppi í erminni sem
verða dregin fram þegar þau reyna
að veija titilinn á íslandsmótinu í
Melgerðismelum í sumar.
STÓÐHESTURINN Svartur frá
Unalæk hefur verið seldur dönskum
hrossaræktanda, Nils Österby og ís-
lenskum námsmanni, Ómari Péturs-
syni. Sá danski hóf hrossarækt fýrir
fáum árum og hefur Ómar séð um
þjálfun hrossa hans og aðstoðað á
ýmsa lund. Seljandi hestsins er Odd-
ur Bjömsson bóndi á Unalæk, en
kaupverðið fæst ekki uppgefið. Þess
má geta að eftir landsmótið 1994
voru boðnar sex milljónir króna í
klárinn en því boði var þá hafnað.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um er söluverðið talsvert lægra en
þetta tilboð.
Svartur á sér glæstan feril að baki
allt frá því hann kom fyrst fram á
stóðhestastöðinni í Gunnarsholti
1992 fjögurra vetra gamall. Þá hlaut
hann 8,16 í aðaleinkunn, 8,18 fyrir
sköpulag og 8,14 fyrir hæfileika.
Stóð hann þar efstur og einnig árið
eftir á sama stað en þá hafði hann
bætt heldur í hæfileikana og var
kominn með 8,70 og sömu sköpulag-
seinkunn og árið áður. Hlaut hann
meðal annars 9,0 fyrir skeið, stökk
og vilja og 8,5 fyrir tölt og brokk,
geðslag og fegurð í reið. Á landsmóti
1994 bætti hann enn um betur og fór
í 8,90 fyrir hæfileika og hafði þá
hækkað sig í 10 fyrir skeið, 9,5 fyrir
vilja og 9,0 fyrir fegurð í reið en
lækkaði í 98,0 fyrir tölt. Stóð hann
þar annar í röð stóðhesta sex vetra
og eldri. Það vekur athygli að Svart-
ur hefur haldið sömu einkunn fyrir
sköpulag, 8,18, í þau fjögur skipti
sem hann kom fyrir dóm.
Svartur er undan Kjarval frá
Sauðárkróki og Fiðlu frá Snartar-
stöðum en hún var undan Ófeigi 818
frá Hvanneyri. Svartur var sýndur
með afkvæmum á landsmóti á Mel-
gerðismelum 1998 og hlaut þá fyrstu
verðlaun fyrir afkvæmi. Hann þykir
gefa falleg afkvæmi enda sjálfur vel
gerður. Skeiðið er hans aðal, bæði
hvað hann sjálfan varðar og svo gef-
ur hann gott skeið í ríkum mæli.
Einn sona hans Númi frá Þórodds-
stöðum hefur meðal annars hlorið 10
fýrir skeið og einn sona hans, Erpur
Snær frá Efstadal, hefur hlotið 9,5
fyrir skeið. Hann þykir gefa frekar
hreingeng hross en helst er fundið
að fótaburði í afkvæmum hans.
Gengið hefur verið frá kaupunum
en klárinn verður afhentur nýjum
eigendum 1. maí n.k. Hann mun
hinsvegar ekki fara utan fýrr en í
september og er stefnt með hann í a-
flokk gæðinga á landsmóti. Það verð-
ur þó aðeins gert ef núverandi þjálf-
ari Trausti Þór Guðmundsson telur
hann eiga möguleika á góðu sæti á
landsmóti og er þá væntanlega verið
að tala um eitt af toppsætunum.
Ekki er ljóst hjá hvaða hestamanna-
félagi hann verður sýndur til að
hljóta brautargengi inn á landsmótið
en Ómar Pétursson, annar eigenda
hestsins, mun ver félagi í Faxa í
Borgarfirði. Svartur verður í hús-
notkun samhliða þjálfun hjá Trausta
í Kirkjuferjuhjáleigu í Ólfusi, þá
væntanlega fram að landsmóti ef allt
gengur eftir sem að er stefnt. Eftir
landsmót verður hann í girðingu í
Hrunamannahreppi en fer svo utan
að því loknu.
nSTUflD
Fermingargjafir
Fermingartilboð
Hnakkar, beisli, skóreiðbuxur
með GSM-vösum
Munið vinsælu gjafakortin
Póstsendum
Simi 568 4240
FREMSTIR FYRIR GÆÐI