Morgunblaðið - 14.04.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 14.04.2000, Qupperneq 62
62 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Hundalíf Ferdinand Smáfólk Fyrirgefðu, en það er svo erfitt að slá þá beint á þig. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329 Það er ekki alltaf best að standa á rétti sínum. Stundum er betra að gefa forgang sinn en að lenda í alvarlegu óhappi. Ferð þú varlega um gatnamót? Frá ungum ökumönnum í ökuskóla Sjóvár-Almennra: VIÐ ERUM tveir hópar sem sóttu umferðarskóla Sjóvár-Almennra fyr- ir unga ökumenn í mars. Við veltum fyrir okkur mikilvægum þætti er snertir öryggi okkar í umferðinni. Akstri um gatnamót. Við vitum að stór hluti umferðaróhappa verður þegar forgangsreglur eru ekki virtar á gatnamótum. Því viljum við benda ykkur, kæru jafnaldrar, á nokkur at- riði sem skipt geta sköpum við akstur um gatnamót. Þegar við nálgumst gatnamót verðum við að draga úr hraða. Vera á varðbergi og athuga hver eigi for- gang. Er það hægri reglan eða bið- eða stöðvunarskylda sem á við á gatnamótunum framundan. Eða eru það umferðarljósin sem segja til um forganginn. Þegar á gatnamótin er komið er bara að taka það rólega, gefa stefnu- Ijós tímanlega ef við ætlum að beygja. En munum þá eftir þeim gangandi og hjólandi sem við verðum að víkja fyrir. Ef við ætlum í vinstri beygju þurfum við að vera vakandi fyrir bflum á móti. Munum að bíll sem á móti kemur, nálgast hratt, kannske um 50-70 metra meðan við erum að aka yfir. Því verðum við að sýna var- úð og vera vakandi. Á sumum gatnamótum er ekki auðvelt að sjá umferð sem kemur frá vinstri eða hægri og þá er enn nauð- synlegra að fara varlega. Þetta á ekki síður við þótt við eigum „forganginn". Ef lögregla er við umferðarsjóm eru það bendingar hennar sem gilda. Þá gilda ekki lengur umferðarljósin eða bið- og stöðvunarskyldumerkin. Við fengum umferðarmerkin á námskeiðinu og hvetjum þig til að verða þér úti um slflct. Það er nauð- synlegt að rifja þau reglulega upp. Farðu varlega, þú ert mikilvæg(ur). Með kveðju frá ungum ökumönn- um í ökuskóla Sjóvá-Almennra í Vestmannaeyjum og í Reykjavík í mars. EINAR GUÐMUNDSSON, for- vamafulltrúi Sjóvár-AJmennra. Góðir kennarar Frá Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur: HARALDUR Óli Haraldsson spyr í bréfi til Morgunblaðsins 12. aprfl sl. hvemig hægt sé að flokka alla kenn- ara sem góða kennara. Spurningin kemur í kjölfar umræðna um að tengja laun grunnskólakennara við árangur í starfi. Auðvitað er alhæfing hjá mér að halda því fram að allir kennarar séu góðir kennarar og spyrja má hvemig góður kennari sé. Er það kennari sem „gefur“ góðar einkunnir? Eða kennari sem er góður við nemendur sína? Ef til vill kennari sem heldur uppi aga og er strangur? Hugsanlega kennari sem kennir mik- ið og hefur marga nemendur og af- kastar þannig miklu? Eða aðeins þeir sem uppfylla allt þetta? Dæmin sýna hve erfitt er að koma á einhverju mælikerfi um frammistöðu kennara. Hvað sem öðm líður hefur mennt- un grunnskólakennara aukist á und- anfomum árum. Stöðugt em gerðar meiri kröfur til kennara um símenn- tun. Það er rangt að halda því fram að allir kennarar séu á sömu launum því launakerfi þeirra er þannig hátt- að að því menntaðri sem þeir em þeim mun hærri em launin. Hins vegar er þetta kerfi gallað að mörgu leyti og ég vona að samnings- aðilar beri gæfu til að endurskoða það og færa til betri vegar. Til að hækka um launaflokk verður kennari að sækja allt að 20 þriggja daga nám- skeið en námskeið sem standa skem- ur en þrjá daga gefa engin stig. Ég vísa því á bug að kennarar með kennsluréttindi séu „fúskarar". Ef kennari brýtur af sér í starfi gilda um það ákveðnar reglur og viðurlög. Stuðli kennari að einelti er það mjög alvarlegt mál og á skólastjóri að taka á slíku máli eins og lög og reglur kveða á um. Skiptar skoðanir em um hvort yf- irleitt sé hægt að tengja laun gmnn- skólakennara við árangur í starfi, ef til vill vegna þess að við eram ekki sammála um hvað eigi að leggja til grandvallar. Ef laun kennara em góð stuðla þau að því að gera kennara- starfið eftirsóknarvert. Ég vona að um það séum við Haraldur sammála. En fleira skiptir máli svo sem ánægja í starfi og jákvætt starfsumhverfi. Flestir hafa skoðun á málefnum gmnnskólans og við fognum mál- efnalegri og uppbyggilegri umræðu um skólastarfið. GUÐRÚN EBBA ÓLAFSDÓTTIR, formaður Félags gmnnskólakennara í Kennarasambandi Islands. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.