Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 20
MORÍJUK’BLADU) 2d LAÖÖÁfeÓÁtilJR (j. ÍVIAÍ 2000 AKUREYRI Kór Akureyrarkirkju Kirkjustarf Vortónleikar KÓR Akurejrarkirkju heldur tónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 7. maí kl. 17. A efnisskránni eru verk eftir Jón Þórarinsson, Árna Thorsteins- son, Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Johannes Brahms, Anton Bruckn- er, Felix Mendelssohn, César Franck, Camille Saint Sáens, Maurice Duruflé og Charles Gounod. Einsöngvari með kórnum er Björg Þórhallsdóttir, sópr- an. Kári Þormar leikur á orgel. Sijórnandi er Björn Steinar Sólbergsson. KEA verðlaunar Þór fyrir góðan árangur Morgunblaðið/Kristján Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, markaðsstjóri KEA, afhendir Ágústi Guðmundssyni, þjálfara körfuknattleiksliða Þórs, bónusgreiðsl- ur í tilefni af góðum árangri á körfuknattleiksvellinum í vetur. I sóknarhug ER AUKIN HÁSKÓLAMENNTUN SVAR VIÐ ATGERVISFLÓTTA AF LANDSBYGGÐINNI? Hádegísverðarfundur með Sigríði Önnu Þórðardóttur, formanni menntamálanefndar Alþingis, og Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri, á Fiðlaranum, Skipagötu 14, Mmiðvikudaginn 10. maf frá kl. 12:00 til 13:00 • Hver er stefna stjórnvalda í uppbyggingu háskólanáms á landsbyggðinni? • Er fjarnám framtíðarlausn fyrir ungt fólk á landsbyggð- inni eða endurmenntun eða símenntun fyrir þá eldri? • Hvað þætti þarf að bæta til að stórauka námsframboð á háskólastigi? • Hvaða nýjar námsgreinar koma til greina við Háskólann á Akureyri? • Hvernig tengjum við best atvinnulíf og menntun? Petta, og ýmislegt fleira, munu Sigríður Anna og Þorsteinn fjalla um og svara spurningum fundarmanna. Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740 eða á netfangi benedikt@afe.is. KEA og íþróttafélögin Þór og KA hafa gert með sér samninga þar sem öflugt félagsstarf KA og Þórs nýtist KEA við margvísleg kynningarmál gegn ákveðnu mánaðarlegu fjár- framlagi fyrirtækisins. í samningun- um er jafnframt kveðið á um bónus- greiðslur til félaganna nái þau tilteknum árangri. Nýlega hefur körfuknattleiksdeild Þórs fengið afhentar tvær slíkar bón- usgreiðslur í tilefni af góðum árangri á körfuknattleiksvellinum í vetur. Annars vegar var um að ræða bónus fyrir þann árangur meistaraflokks karla að komast í átta liða úrslit Is- landsmótsins og hins vegar fyrir frá- bæran árangur unglingaflokks, sem varð bikarmeistari í sínum flokki. Ragnheiður Björk Guðmundsdótt- ir, markaðs- og kynningarstjóri Harður árekstur við Bugðusíðu HARÐUR árekstur varð milli tveggja bifreiða á gatnamótum Bugðusíðu og Austursíðu á Akureyri á fimmta tímanum á fimmtudag. Ekki þurfti að flytja neinn á slysa- deild vegna meiðsla en bifreiðarnar skemmdust talsvert og þurfti að flytja aðra þeirra á brott með krana- bifreið. Tildrög árekstursins voru þau að ökumaður annarrar bifreiðarinnar virti ekki biðskyldu á gatnamótunum með þeim afleiðingum bifreiðarnar lentu harkalega saman og kastaðist önnur þeirra á nálæga kyrrstæða bifreið og olli skemmdum á henni. ------f-4-*---- KEA, sagðist ánægð með reynsluna af samningunum sem stofnað var til haustið 1998 og endurnýjaðir árið 1999. KEA hefði átt mjög gott og árangursríkt samstarf við íþróttafé- lögin á félagssvæði sínu og samning- ar sem þessir undirstrikuðu vilja fé- lagsins til að slíkt mætti halda áfram. KEA hefði einnig stutt starfsemi fjölda annarra íþróttafélaga á starfs- svæði sínu. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14 á morgun, sunnudag. Kór Akureyrarkirkju syngur, ein- söngvari er Björg Þórhallsdóttir. Vortónleikar kórsins kl. 17 á morg- un í kirkjunni, Björg Þórhallsdótt- ir syngur, Kári Þormar leikur á orgei og Björn Steinar Sólbergs- son stjórnar. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag í Akureyrarkirkju. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili frá kl. 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta verður í kirkjunni ki. 11 á morgun, sunnudag. Barna- starf vetrarins kvatt og sumri heilsað. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að fjölmenna með börnunum. Barnakór Glerárkirkju syngur. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 20 um kvöldið. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 17 á sunnudag. Óskar Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir tala. Heimilasamband kl. 15 á mánudag, síðasti fundur fyrir sum- arfrí. Ingibjörg Imma talar. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Kirkjukvöld verður í Stærra-Ár- skógskirkju á sunnudagskvöld kl. 20.30. Ræðumenn verða Þorsteinn Pétursson lögreglumaður og Hjálmar Jónsson alþingismaður. Kór Stærra-Árskógskirkju syngur undir stjórn Arnórs Brynjars Vil- bergssonar organista. Að lokinni athöfn mun kirkjukórinn selja kaffiveitingar í Félagsheimilinu Árskógi. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning í kvöld kl. 20. Sunnudaga- skóli fjölskyldunnar á morgun, sunnudag, kl. 11.30. Kennsla úr Orði Guðs fyrir alla aldurshópa. G. Theodór Birgisson predikar. Létt- ur málsverður að samkomu lok- inni. Almenn vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag sem kvennamót- skonur sjá um. Fyrirbænaþjónusta og barnapössun. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morg- un, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. Sjonvarp Narðurfanm Atvinnuþróunarféiag Eyjaljarðar Tónleikar í Dalvíkur- kirkju RÓSA Kristín Baldursdóttir og Daníel Þorsteinsson halda tónleika í Dalvíkurkirkju á morgun, sunnudag- inn 7. maí, kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk eftir Purcell, Haydn, Brahms, Leonard Bemstein, spænska tónskáldið Xavier Montsalvatge og írsk þjóðlög. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Alþjdðlegt snjókrossmót haldið í Ólafsfírði í dag Nær 5.000 tonn- um af snjó ekið inn í miðbæinn TÍU vörubílar voru notaðir til að flytja snjó úr Múlanum inn í miðbæ Ólafsfjarðar í gærdag. Byrjað var snemma morgun og voru menn að fram á kvöld. AIls var áætlað að flytja á bilinu 4-5 þúsund tonn af snjó inn í bæinn, en hann var notaður til að útbúa braut fyrir alþjóðlegt snjókrossmót sem hefst í Ólafsfírði í dag, laugardag kl. 13. „Þetta hefur gengið býsna vel, við erum með tíu bíla í þessu verkefni og sækjum snjóinn upp í Múla, aðallega í stórt snjóflóð sem þar var. Snjó- troðarinn er notaður til að ýta því niður á veg en þar erum við með þrjár vélar til að moka á bílana,“ sagði Helgi Reynir Árnason formað- ur Vélsleðaklúbbs Ólafsfjarðar sem stendur að snjókrossmótinu ásamt Kappakstursklúbbi Akureyrar. Álls taka um 20 sleðamenn þátt í mótinu, frá Islandi, Rússlandi, Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.