Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 49 Þessi vinátta sem byrjaði þegar við vorum börn helst enn. Það er alltaf eitthvað sérstakt við vináttu sem byrjar í bamæsku. Ég hefi alltaf litið á Hjört sem einskonar bróður minn. Hann lánaði mér skautana sína þegar hann fór inn á kvöldin, á sumrin hjólið sitt. Allt sem hann átti var okkur systkinunum falt. Hann var alltaf kallaður tU þegar eitthvað þurfti að gera, eins og á haustin að moka kol- um inn í kolastíuna, sem var ekkert skemmtiverk. Ég minnist gönguferða okkar systkinanna á vorin um bryggjumar, þegar allsstaðar var snjór nema á þeim, þær urðu íyrst auðar, sigling- anna um fjörðinn á trillunni Vil- hjálms, sem Óli bróðir hafði á sunnu- dögum, og á kvöldin gegn því að passa vélina, útUeganna í Kambalá- um og Skátaskála, sjóferðar sem við Hjörtur fómm á árabát út að bauju til að fiska í soðið en hann varð svo sjó- veikur að ég varð að fara með hann í land, við Dísa að kenna bræðmm okkar að dansa í suðurstofunni heima hjá þeim. Ekki varð nú lífið leiðin- legi’a efth að F 103 kom til sögunnar. Margar ferðirnar vom farnar á hon- um og alltaf var Hjörtur boðinn og búinn til að keyra mann hvert sem maður þurfti að fara. Að lokum, kæri vinur, þakka ég þér fyrir að líta alltaf til mömmu og hjálpa henni eftir að við systkinin vomm farin að heiman og aldrei gleymi ég því þegar þið bræður kom- uð að jarðarför Ola og með ykkur var Gerhard Schmidt, sem lék á trompet- ið „Blessuð sértu sveitin mín“. Það lýsti best væntumþykju ykkar til hans. Elsku Greta, Sveinn, íris Eva, Dísa, Gulli, ættingjar og vinir. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa. Þín vinkona, Helga Torfadóttir. Fregnin um andlát Hjartar, fyrr- verandi vinnufélaga okkar, kom ekki alveg á óvart, við vissum að hann var búinn að vera mikið veikur um tíma og að við öllu mátti búast, en einhvem veginn er það nú alltaf svo að við slík- ar fregnir setur okkur hljóð og minn- ingamar sem tengjast hinum látna streyma fram í hugskotið. Hjörtur var búinn að vinna hjá Landssíma ís- lands á Loftskeytastöðinni í Siglu- firði í um 50 ár þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Við félag- arnir urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að lúta handleiðslu hans þegar við hófum störf á sama stað upp úr 1970. Að njóta tilsagnar hans á þessum tíma var okkar lán því hann hafði alla tíð tamið sér mjög nákvæm og öragg vinnubrögð við fjarskiptastörfin og höfum við notið góðs af leiðsögn hans æ síðan við okkar störf. Þegar við lítum til baka koma upp minningar bæði í starfi og leik, minn- ingar um ferðalögin um landið með starfsfélögunum á símstöðinni sem áður var frekar stór vinnustaður á mælikvarða bæjarins þá. Þá var oft glatt á hjalla og símasögurnar og brandararnir fengu líf í frásögn á milli vinnufélaganna. Hjörtur var af- skaplega dagfarsprúður og rólegur maður í öllu fasi en gat verið hrókur alls fagnaðar ef svo stóð á, og í þess- um ferðum okkar starfsfélaganna kom sú hliðin gjaman upp. Hjörtur var mjög víðlesinn maður og fróður um sögu okkar bæði til sjávar og sveita, hann gjörþekkti útgerðarsögu Norðlendinga og kom það okkur hin- um mjög oft til góða við störf okkar á loftskeytastöðinni. Það gefur auga- leið að á svo löngum starfsferli sem Hjartar hafa komið upp margskonar tilvik, gleðileg sem raunaleg, og kom þá oft berlega í ljós að hann var til- finningaríkur maður, þó að hann bæri það ekki á torg. Þegar á þurfti að halda var alltaf hægt að reiða sig á að Hjörtur var til staðar til halds og trausts, til að miðla til okkar úr sínum mikla reynslubanka. Við leiðarlok er okkur efst í huga þakklæti fyrir stuðning, leiðsögn og samveru á liðnum áram. Við biðjum algóðan Guð að blessa minningu góðs drengs og kærs vinar og sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Margrétai', Sveins og írisar. Bjarni, Þórhallur og Bergþór. SVAVAR KRISTINSSON + Svavar Kristins- son fæddist í Reykjavík 29. febr- úar 1936. Hann lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 26. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jóna Ein- arsdóttir, f. 13. jan- úar 1907, d. 19. ágúst 1962, og Kristinn Jónsson, f. 19. júní 1903, d. 27. október 1997. Systk- ini Svavars voru: 1) Einar, f. 12.12.1938. Kona hans Þórunn Ólafsdóttir, f. 19.9. 1939, d. 4.9. 1990. Þau eiga eina dóttur. 2) Anna Helga, f. 11.8. 1944 gift Knúti Scheving, f. 14.6. 1945. Þau eiga þrjú börn. Svavar kvæntist 23.6. 1961 Jónu Helgadóttur frá Árbæ í Holtum, f. 19.9. 1942. Fósturfor- Það er margt sem flýgur upp í hugann þegar kveðja þarf mann eins og Svavar Kristinsson. Mér finnst eins og ég hafi alltaf þekkt hann. Mín fyrsta minning um Svavar var þegar ég var lítil stelpa og var að alast upp í Landeyjum og kom í gamla kaupfélagið sem kallað er, en þar starfaði hann innanbúðar hjá kaupfélaginu Þór ásamt eigin- konu sinni Jónu Helgadóttur. Svo Uðu árin og ég fullorðnaðist og þá hagaði því þannig til að ég fluttist að Hellu 1985 og hóf störf við verslun Kf. Þór. Þá starfaði Svavar á skrif- stofunni og Jóna í versluninni sem hún og gerir enn undh nafni KÁ. Svavar var hægur maður í eðli sínu, dagfarsprúður, trúr og traustur öll- um þeim sem að honum stóðu, nota- legur en ákaflega fastur fyrir ef eitt- hvað var. Það var svo gott að hafa hann nálægt sér. Svavar var fyrst og fremst fjölskyldumaður en hana bar hann allra mest fyrir brjósti, að hlúa að henni sem best sem hann gat gaf honum mest. Þetta fann ég mjög fljótt eftir að við Þórhallur sonur hans hófum búskap saman, betri tengdaföður var ekki hægt að eiga. Svavar var mikill áhugamaður um garðrækt enda bar garðurinn hans þess merki, alltaf vel snyrtur og fínn svo eftir því var tekið. Mér fannst það lýsa honum vel nú um páska- helgina þegar hann hafði orð á því við Jónu að hann vonaðist til að veðrið færi að verða betra svo að hann gæti komist út og á páskadag komst hann stundarkom út með klippurnar og gat byrjað. Þar með vora vorverkin hafin og það hefur honum liðið vel með. Bókabúð rak Svavar undir sínu nafni í rúman áratug enda bók- hneigður mjög og undi sér vel við lestur góðra bóka. Hann var vel að sér um menn, málefni og sögu. Mað- ur kom aldrei að tómum kofanum hjá honum þegar spurt var um eitthvað. Síðustu þijú æviárin starfaði Svavar hjá Reykjagarði og varð ég þess að- njótandi að vinna með honum þar. Þar vai’ oft verið að glettast og gant- ast og sá ég oft bros lýsa upp andlitið enda var hann með létt skap og sá broslegu hliðarnar á hlutunum. Svavar var baráttumaður mikill. Það sá ég hvað best þegar hann veiktist fyrir tveimur áram. Það var ekkert gefið eftir og enginn vafi var á því að hann ætlaði sér að sigrast á veikind- um sínum og hafa betur en lífsbók hans hefur verið orðin fullskrifuð. Það er stórt skarð sem myndast í okkar litlu fjölskyldu þegar við þurf- um að sjá á eftir Svavari, einkum hjá Sigurveigu sonardóttur hans sem þótti svo afar vænt um afa sinn og Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskiiegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mb!.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tiimæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfiiega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. eldrar hennar voru Þórhildur Sigurðar- dóttir, f. 17.7. 1901, d. 10.7. 1972, og Jón Jónsson, f. 6.6. 1901, d. 16.9. 1978. Sonur Jónu og Svavars er Þórhall- ur Jón, f. 13.12. 1960, kvæntur Agn- esi Ólöfu Thoraren- sen, f. 5.10. 1966, dóttir hennar er Vigdís Finnboga- dóttir, f. 17.6. 1983, fyrir á Þórhallur dótturina Sigur- veigu, f. 18.6. 1986, móðir henn- ar er Ásta Pótursdóttir, f. 10.4. 1967. Svavar starfaði lengst af sem verslunarmaður. Útfór Svavars fer fram frá Oddakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. hann bar hag hennar og veiferð svo mjög fyrir brjósti. Kæra Jóna, missir þinn er mikill, megi Guð styrkja þig í sorg þinni og söknuði. Elsku tengdapabbi, hafðu hjartans þakkir fyrir allt og megi Guðs blessun hvíla yfir þér. Vertu hér yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginniyfirminni. Þín tengdadóttir Lóa. Afi minn Svavar er farinn í ferðina sem við förum öll í að lokum. Mér finnst það skrítin tilhugsun að afi sé ekki lengur til staðar. Hann var alltaf svo traustur, hógvær og góður. Ver- öldin hefur sannarlega breyst við fráfall hans. Ég minnist margra ferða okkar saman um Suðurland og nágrenni Hellu þar sem afi minn átti heima. Sérstakar vora veiðiferðirnar og ferðhnar austur til eggjatínslu. Þá vora jafnan bæði amma og Siggi með í för. Á haustin var farið til berja og þá gat það hent að afi minn gleymdi sér í unaði náttúrunnar og reikaði eitthvað út í móa í burtu frá ferðafélögum sínum. Stundum þurfti jafnvel að fara að leita hans en þá birtist hann ávallt og hafði gaman af þvarginu í okkur hinum. Ég held að þessar ferðir hafi einnig verið afa mínum mikils virði því sjaldan sindr- uðu augu hans jafn fallega og þegar hann var úti í náttúranni og naut hennar með ástvinum sínum. En nú er afi minn farinn í sína hinstu för og við eigum öll eftir að sakna hans en enginn hefur misst eins mikið og amma sem hefur deilt kjöram með honum í svo mörg ár. Elsku amma mín! Guð styrki þig í sorg þinni. Sigurveig Þórhallsdóttir. í dag verður jarðsunginn frá Oddakirkju á Rangárvöllum, mágur minn, Svavar Kristinsson, Þrúðvangi 24 Hellu. Hann var fæddur í Reykja- vík, 29. febrúar 1936. Svavari kynntist ég fyrst, er ég flutti að Hellu 1963 og hóf störf hjá Kaupfélaginu Þór, en Svavar var þar starfsmaður. Fljótt komu eiginleikar hans í ljós en hann var dagfarsprúð- ur maður, rólegur í fasi og traustur félagi sem einnig gat verið með gamansemi á lofti. Þessa eiginleika kunnu viðskiptavinir kaupfélagsins vel að meta, enda var Svavar vel lið- inn í starfi hjá kaupfélaginu og síðar arftaka þess. Samskipti við Svavar urðu rneiri eftir að ég kynntist systur hans, en góður samgangur er á milli heimil- anna og komu þá fleiri góðir eigin- leikar hans í Ijós. Hann hafði gaman af lestri góðra bóka af ýmsu tagi auk þess sem hann fylgdist með fréttum og frásögnum í blöðum eða Ijósvaka- íjölmiðlum. Ferðalög innanlands, stutt eða löng, með fjölskyldu sinni og/eða vinum vora honum hin besta skemmtun. Svavar var minnugur á menn og málefni er vora í brenni- depli líðandi stundar og hafði ríka frásagnagáfu. Það kom sér vel fyrir þá sem ferðuðust með honum eða þar sem leiðir lágu saman. Svavai' þekkti vel örnefni og staðarheiti og gat miðlað af þeirri þekkingu sinni til þeirra sem ekki vissu. Oft á tíðum gat hann komið með sögur og sagnir tengdar stöðum sem ekið var hjá eða þar sem áð var. Áhugamál Svavars vora mörg. Hann hafði gaman af dýram, var í hestamennsku á árum áður, auk þess sem hann átti nokkrar kindur sér til gamans í mörg ár. Um- hirða kringum skepnurnar skapaði útiveru og heyskap sem hann naut vel. Hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Skyggnis á Hellu þar sem hann var virkur félagi um árabil. Þá hafði hann gaman af að spila bridge og var einn af þeim sem létu það áhugamál sitt ekki hopa fyrir nýjum áhugamálum sem hent hefur marga. Það var einmitt í ferðalagi er- lendis þar sem Svavar var með spila- félögum sínum í skemmti- og keppn- isferð að hann kenndi sér fyrst þess meins er hann lést úr 26. apríl sl. Þá hafði hann gaman af að dunda við garðrækt en garðurinn við heim- ili hans ber þess glöggt merki. Eins og áður sagði hafði Svavar gaman af bókum og þegar verslun staðarins hætti bókasölu setti hann á fót bóka- búð sem hann rak til dánardægurs með aðalstarfi sínu hjá Reykjagarði þar sem hann starfaði síðustu árin. Svavar unni fjölskyldu sinni, með hana sér við hlið kunni hann best við sig. Þar átti hann góða bakhjarla sem studdu hann og styrktu í veik- indum hans. Með þessum fátæklegu orðum, þakka ég og fjölskylda mín Svavari fyrir samfylgdina og allar góðar stundir og kveðjum hann hinstu kveðju. Elsku Jóna, Sigurveig, Þór- hallur og Lóa, missir ykkar er mikill. Megi algóður Guð gefa ykkur styrk tO framtíðar. Blessuð sé minning hans. Af eilífðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir, vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir, ogupphiminnfegri, enaugasér, mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Knútur Scheving og fjölskylda. Um páskana bragðum við Sólveig konan mín okkur austur í Rangár- þing. Það var í nógu að snúast en þrátt fyrir það gáfum við okkur tíma til að líta við hjá Svavari og Jónu á Hellu. Okkm- var boðið upp á kaffi og gómsætar heimatilbúnar kökur. Þau hjón vora hress og glöð að vanda og ég lét mér ekki detta í hug að þetta væri síðasta skiptið sem við Svavar töluðum saman. Hann hafði að vísu Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast tveimur virkum dögum á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. átt við slæman sjúkdóm að stríða en leit vel út þannig að fráfall hans kom mér á óvart. Það mun hafa verið árið 1946 þeg- ar við Svavar hittumst fyrst. Faðir hans Kristinn Jónsson, í daglegu tali,- nefndur Kristinn á Brúarlandi, flutti ~ búslóð föður míns frá Litlu-Tungu að Heiðarbrún. Notaði hann til þess vörabíl sinn og fór tvær eða þrjár ferðir. Síðar kynntumst við Svavar nánar þegar við stunduðum nám á Héraðs- skólanum á Skógum undir Eyjafjöll- um. Ekki var mikil fyrirferð í Svav- ari en hann stundaði nám sitt vel og betur en margh aðrir. Vorið 1956 tókum við Svavar bíl- próf á Hvolsvelli. Ég mætti til prófs- ins nokkuð óstyrkur enda hafði ég haft hundleiðinlegan ökukennara •— sem skammaði mig meir en ástæða var til. Svavar hughreysti mig og sagði að bílaeftirlitsmaðurinn sem raunverulega var prófdómari væri ljúfmenni og allt mundi ganga vel. Nokkra eftir þetta eignaðist Svav- ar sinn fyrsta bíl sem var grænn Skóda fólksbíll. Ég átti þá eftir að sjá hann á akstri á Árbæjarbrautinni fram hjá Heiðarbrún. I eitt skipti stansaði hann og sagði glettnislega: „Það er bara andskoti mikið af fal- legum og skemmtilegum stelpum uppi í Árbæjarhverfi.“ Jú, það var rétt. Hann átti í framhaldi af því eftir að kynnast stúlku þarna, Jónu Matt- hildi Helgadóttir, sem síðar varð kona hans. Við Svavai' unnum á tímabili sam-' an í byggingai-vinnu á Hellu. Þá var verið að reisa nýtt verslunarhús hjá Kaupfélaginu Þór í stað húss sem hafði brannið. Nýja húsið varð síðan vinnustaður hans í fleiri ár. Hann starfaði þar fyrst sem lagermaður en síðar verslunarstjóri. Þegar rekstri var hætt þai-na vann hann hjá versl- uninni Þríhyrningi við skrifstofu- störf. Síðustu misserin vann hann hjá sláturhúsi Reykjagarðs. Svavar rak einnig á tímabili bókabúð þannig að hann hafði í mörgu að snúast. ■* Hann var víðlesinn og fróður um marga hluti, einkum er snertu stjórnmál. Við hann var þá gaman að spjalla og gilti þá einu hvort um- ræðuefnið var stjórnsýsla á lands- vísu eða bara sveitarstjórnarmál í Rangárvallahreppi. Hann var maður hógvær í orðum en gat vel svarað fyrir sig með sterkum rökum og líkt- ist þá nokkuð Kristni föður sínum og frænda Ingólfi Jónssyni. Gegnum tíðina kom ég oft til þeirra Svavars og Jónu. Þar var tölu- verður gestagangur enda gestum vel tekið og oft viðhöfð gamanyrði og glens. Stundum fékk ég gistingu hjá þeim þegar varla hefði verið hægt að,_ fá húsaskjól annars staðar. Hafði eitt sinn orð á því að nú væri ég búinn að koma þar æði oft. Svavar leit þá upp frá kaffibollanum og sagði: „Þú ert alltaf velkominn til okkar, Éyjólfur minn.“ Með kveðju til aðstandenda, Eyjólfur Guðmundsson frá Heiðarbrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.