Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 13 MALSTOFUR A STOFNFUNDISAMFYLKINGAR „Nútímamenn- ing er borgar- menning“ Á MÁLSTOFU um byggðamál hóf Stefán Jón Hafstein umræðuna með erindi sem hann nefndi Jaðar- byggðastefnan er röng. Ekki verja byggðirnar heldur mannlífið Hann lýsti þeirri skoðun sinni að markmiðið væri ekki lengur að verja byggðir landsins heldur mannlífið í landinu. „Landsbyggð- in er ekki til sem félagsleg, pólitísk eða menningarleg heild.Við eigum að tala um líf, ekki byggðir. Það er sjálfsblekking að tala eins og hrun hafi ekki þegar átt sér stað á lands- byggðinni. Það er aðeins raunhæft að tala um þrjú svæði utan höfuð- borgarsvæðisins á landinu sem líf- vænleg; ísafjörð, Eyjfjarðarsvæð- ið og Egilsstaði. Við eigum að hjálpa þeim svæðum á lappirnar sem geta staðið í þær. Það er sjálfsblekking að tala um vaxtar- möguleika á landsbyggðinni, þar eru í besta falli til staðar varnar- möguleikar," sagði Stefán Jón Hafstein. Fleiri verkefni til sveitarfélaganna Gísli Sverrir Árnason forseti bæjarstjórnar í Homafjarðarbæ nefndi erindi sitt Efling sveitar- stjómarstigsins er besta byggð- astefnan. Hann hóf mál sitt á því að rekja þróun búsetu á Hornafjarð- arsvæðinu og sagði að á síðustu tveimur áram hefði íbúum í fyrsta sinn á öldinni fækkað í Homafirði. „Það er ekki laust við að örvænt- ingartónn heyrist strax í samfélag- inu okkar en flestir era á því að snúa vörn í sókn.“ Gísli tiltók fjög- ur atriði sem væru mikilvæg til að tryggja hag íbúa utan höfuðborg- arsvæðisins. „I íyrsta lagi þarf að færa enn fleiri verkefni frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna og halda áfram sameiningu þeirra svo þau verði færri og stærri. í öðra lagi þarf að efla menntun á framhalds- og háskólastigi. í þriðja lagi þarf að kynda undir framkvæði heima- manna í stað þess að drepa það nið- ur. í fjórða lagi þarf að veita öllum byggðarlögum landsins tækifæri til að dafna. og leyfa landsbyggð- inni að njóta sannmælis." Stríð á hendur vinnu- brögðum fjöhniðla Ingibjörg Hafstað bæjarfulltrúi í Skagafirði beindi máli sínu að hlutverki fjölmiðla. og sagði van- þekkingu og rangar áherslur í fréttaflutningi af landsbyggðinni hafa miklu meiri áhrif en fólk gerði sér grein fyrir. dags daglega. „Við þurfum að segja vinnubrögðum fjölmiðlanna stríð á hendur og vera kröfuharðari við þá, einkum sjón- varpið. Allt landið utan Reykja- nesskagans heitir „útá landi“. Þar era samgöngur erfiðar og stijálar, veður válynd, eldgos, snjóflóð og jarðskjálftar ævinlega yfirvofandi. Við þurfum að snúa þessu hugar- fari við og það sem vel er gert þyk- ir ekki eins fréttnæmt." Fyrir hvað lifum við? Páll Skúlason rektor Háskóla íslands flutti síðastur erindi þar sem hann varpaði fram spuming- unni Fyrir hvað lifum við? „Nú- tímamenning er borgarmenning og sú menning sem þrífst á lands- byggðinni sækir allt sitt til borgar- menningarinnar. Þetta er einkenni á nútímasamfélögum. í borgunum er hið skapandi afl, þar er kraftur- inn og framkvæðið. Við þurfum hins vegar að tengja betur mann- lífið á landsbyggðinni við lífið í borginni. Þýðing landsins í huga þjóðarinnar hefur einnig breyst. í hugum margra er strjálbýlið leik- svæði, í hugum annarra er það orkuver. Heimur okkar er borgar- heimur. Það stríðir hins vegar gegn hagsmunum þjóðarinnai’ að tala um tvær þjóðir í landinu, hér er aðeins ein þjóð,“ sagði Páll. Auðlindir o g al- mannahagsmunir ÁGÚST Einarsson, prófessor og nýkjörinn formaður framkvæmda- stjórnar Samfylkingar, stýrði mál- stofu um sjávarútvegs- og umhverf- ismál, náttúravemd og orkumál. Eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni verði staðfest Svanfríður I. Jónasdóttir, þing- maður, ræddi um pólitískt mat við nýtingu sjávarafurða. Hún sagði að eignarhald auðlinda og afnotaréttur skipti miklu máli og fiskistofnarnir væra sameign þjóðarinnar sam- kvæmt lögum. Ýmsar aðrar auðlind- ir væra í forsjá og vörslu ríkisins eins og hálendið eða þjóðlendurnar, hafsbotninn, orkuhndir og auðlindir í jörðu þótt meginreglan væri að eignaréttur væri hjá landeigendum. Það væri vont að ríkið væri skráð- ur eigandi mikilvægra auðlinda sem ættu að vera ævarandi eign íslensku þjóðarinnar eins og það væri orðað í lögunum um Þingvelli. Hægt væri að ganga frá eignarhaldi á sameiginleg- um auðlindum eins og til dæmis væri gert í Bandaríkjunum, þar sem ýms- ar sameiginlegar auðlindir væru í þjóðareign, að stjórnarskrárbinda nýjan eignarrétt, þjóðareign, sem bæði gæti markað afnotarétt sam- eiginlegra auðlinda og komið í veg fyrir að misvitur stjórnvöld seldu varanlega það sem við vildum að ís- lendingar framtíðarinnar erfðu. Svanfríður sagði að greiða þyrfti fyrir aðgang að auðlindinni og ef menn vildu í alvöra tala um fiskveiði- stjórnunarkerfið þyrfti fýrst að leysa deiluna um úthlutun veiðiréttarins. „Aðalatriðið er hinsvegar það að eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni sé staðfest, aðgangurinn byggður á jafnræði og að almannahagur sé tek- inn fram fyrir sérhagsmuni," sagði Svanfríður. Guðmundur Páll Ólafsson, rithöf- undur og náttúrufræðingur, fjallaði um samband umhverfismála við aðra þætti þjóðlífsins og sagðist ekki gera greinarmun á náttúraauði og mannauði. Hann sagði að ein for- senda skynsamra ákvarðana í nýt- ingu náttúrunnar byggðist á grunn- rannsóknum - að þekkja og skilja náttúrana, en þær hefðu ávallt verið Styrkja þarf ís- lenskt menntakerfí ÁHERSLA á mikilvægi menntun- ar kom skýrt fram í máli allra frummælendanna í málstofu sem bar yfirskriftina: Hvernig breytum við Islandi í þekkingarþjóðfélag? Þeir töldu allir þörf á að styrkja íslenskt menntakerfi ætti það að geta mætt kröfum næstu ára. Framsöguerindi fluttu Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Há- skóla íslands, Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, sem sæti á í stúd- entaráði Háskóla íslands. Ingjaldur Hannibalsson fjallaði um það í erindi sínu hvaða framtíð við vildum á íslandi. Hann lagði áherslu á að miklu skipti að Is- lendingar ykju hlut hátækniiðnað- ar til þess að bæta samkeppnis- stöðu sína á alþjóðavísu. Menntakerfinu þarf að breyta hratt Verðmætasköpun er að breytast í heiminum, að mati Ingjalds. Draga mun úr vægi framleiðslu og vægi þjónustu aukast. Þekking skipti því æ meira máli. í þessu samhengi lýsti Ingjaldur áhyggj- um sínum af því hve fáir íslend- ingar lykju prófi í raunvísindum og tungumálum, en þá menntun telur hann afar mikilvæga í þeirri þróun sem fyrir höndum er. Ingjaldur benti á að íslenskt menntakerfi hefði aldrei staðið í fremstu röð í menntamálum. Kerf- ið megi hins vegar bæta mjög en breytingar þurfi að gerast hratt ef menntakerfið eigi að geta mætt kröfum framtíðarinnar. Þekking ræður þátttöku Halldór Grönvold velti því fyrir sér í framsögu sinni hverjir muni taka þátt í þekkingarsamfélaginu. Halldór telur að góð grunnmennt- un og símenntunn verði lykillinn að þátttöku einstaklingsins í þekk- ingarsamfélaginu. Halldór vék að goðsögninni um hina menntuðu þjóð og varaði við henni. Hann sagði staðreyndina vera þá að hið íslenska mennta- kerfi þyrfti að gera mun betur. Halldór telur mikilvægt að treysta þekkingargrundvöll þjóð- arinnar, í því sambandi sé brýnast að efla kennslu í íslensku, stærð- fræði, tölvufærni og tungumálum. Halldór er raunar þeirrar skoðun- ar að á Islandi ætti að ala upp tvi- tyngda þjóð, sem tali bæði ís- lensku og ensku, en hann telur Morgunblaðið/Þorkell Svanfríður Jónasdóttir og Ágúst Einarsson á málstofu um auðlindir. sveltar á kostnað hagnýtra rann- sókna, græðginnar. Lengi hafi póli- tískt ofurkapp verið lagt á orkurann- sóknir og orkunýtingu á kostnað alls annars sem gæti reynst gæfulegt fyrir samfélagið. í raun hefði orku- frekjan skaðað möguleika þjóðarinn- ar, komið í veg fyrir þróun atvinnu- greina og stíflað uppsprettu mannauðsins. í máli Guðmundar kom fram að eyðileggingarslóð uppistöðulóna næði langt í sjó fram og gæti haft al- varleg áhrif á auðlindir okkar í sjón- um. Uppistöðulón hindraðu náttúra- legar sveiflur, lagskiptingu sjávar og næringarsturtuna sem nauðsynleg væri lífinu í sjónum. Afleiðingamar gætu orðið alvarlegar ef virkjað væri áfram í blindni. Hér ættu sjómenn, útvegsmenn ogþjóðin öll gríðarlegra hagsmuna að gæta - að virkjanir risu ekki. Miklar skipulagsbreytingar í orkumálum framundan Friðrik Már Baldursson, rann- sóknaprófessor, talaði um skipulag orkumála en gat þess að hann væri ekki í Samfylkingunni og um væri að ræða eigin skoðanir. Hann sagði að framundan væru miklar breytingar á skipulagi orkumála, annars vegar vegna innlendrar þróunar og hins vegar væra skipulagsbreytingar samningsbundnar vegna aðildar ís- lands að Evrópska efnahagssvæðinu og tilskipunar ESB frá 1996 um raf- orkumarkaðinn en íslendingar hefðu frest fram á mitt ár 2002 til að festa ákvæði tilskipunarinnar í lög. Markmið tilskipunarinnar væri að mynda sameiginlegan „innri mark- að“ fyrir raforku í ESB líkt og með aðrar vörur og þjónustu og vegna til- skipunarinnar yrði markaðsbúskap komið á í ríkjum ESB innan skamms. Hann sagði að tilskipunin tryggði samt ekki samkeppni á ís- landi því staða Landsvirkjunar væri það sterk. Hann taldi eðlilegt að ný fyrirtæki yrðu stofnuð um sölu raf- orku til stóriðju og stefna ætti að því að losa hið opinbera út úr orkugeir- anum á næstu. Beitarstjórnun nauðsynleg Ingvi Þorsteinsson, náttúrafræð- ingur, ræddi um gróðurvernd sem hluta umhverfismála. Hann sagði ís- lendinga sitja uppi með manngerða eyðimörk en gróður- og jarðvegs- þekja hefði minnkað úr 60 til 70 þús. ferkm í 20 til 30 þús. ferkm. Tap landgæða hefði orðið margfalt meira ef ekki hefðu komið til landgræðslu- aðgerðir en þær hefðu verið alltof takmarkaðar. Fyrst og fremst vegna fjárskorts og eins vegna þess að ekki hefði náðst samstaða um stjórnun beitar og hóflega landnýtingu. Hann sagði að á miðhálendi ís- lands dygði ekkert annað en alger friðun fyrir beit til að stöðva upp- blástur og stuðla að sjálfgræðslu. mikið upp á skorta að enskukunn- átta þjóðarinnar sé fullnægjandi. Þá telur Halldór ástæðu til að efla sértaklega tækni- og sérþekkingu Islendinga, sem og samskipta- hæfni. Halldór segir að tryggja þurfi jafnrétti til náms á forsendum ein- staklinganna sjálfra, meðal annars í formi betri aðgangs að símenntun og með uppbyggingu endur- og eftirmenntunar. Þannig ættu allir að geta tekið þátt í þekkingar- samfélaginu. Meiri fjárinuni í menntun Þorvarður Tjörvi Ólafsson nefndi erindi sitt: Auðurinn býr í fólkinu sjálfu. Hann lagði þunga áherslu á að menntun ætti að vera fyrir alla og fagnaði tilkomu fjar- náms í því sambandi, það veitti mörgum aðgang að námi sem ekki hefðu hafthann fyrir. Þorvarður Tjörvi telur þörf á að stjórnvöld verji miklu meiri fjár- munum til menntunar og benti í framsögu sinni á að fiskur án menntunar væri lítils virði, mennt- un gæti hins vegar verið mikils virði án þess að tengja þyrfti hana við sjávarútveg. Hreinlætis- clasar tækjal Yandaður Gustavsberg sturtuklefi fyrir sumarbústaðinn Kr. 36.900. íó.é9a HÚSASMIÐJAN Slmi 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.