Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FORYSTA SAMFYLKINGAR ÞAÐ er áfangi fyrir Samfylkinguna að stofnfundur hennar sem formlegs stjórnmálaflokks hefur komið saman og að ný forysta með formlegt umboð trúnaðar- manna hins nýja flokks hefur verið kjörin. En jafnframt er ljóst að við val á forystu flokksins hefur þess verið gætt að fulltrúar þeirra fjögurra stjórnmála- afla, sem standa að stofnun hins formlega stjórnmála- flokks,gegni lykilstöðum. Það eina, sem getur skekkt þá mynd, er kosning sem fram mun fara í dag um ritara flokksins. Færi svo að fyrrverandi trúnaðarmaður Kvennalistans næði ekki kjöri í það embætti hefur ekki tekizt að velja forystu sem endurspeglar allar þær stjórn- málahreyfingar sem að flokksstofnuninni standa. Kjör Óssurar Skarphéðinssonar sem formanns Sam- fylkingarinnar kemur ekki á óvart eftir atburðarás síð- ustu mánaða. Þar er á ferð stjórnmálamaður með víðtæka stjórnmálareynslu að baki. Ossur Skarphéðinsson hefur bæði starfað í Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki og að auki verið ritstjóri tveggja dagblaða, Þjóðviljans og Dagblaðs- ins Vísis. Sú víðtæka reynsla mun áreiðanlega koma sér vel fyrir nýkjörinn formann á næstu mánuðum og misser- um þegar miklar kröfur verða til hans gerðar. Það kom heldur ekki á óvart að Margrét Frímannsdótt- ir var kjörin varaformaður flokksins. Það var að sjálf- sögðu nauðsynlegt samkvæmt þessari vinnureglu, úr því formaður kom úr Alþýðuflokki að varaformaður kæmi frá Alþýðubandalagi. Með vali Ágústar Einarssonar til for- manns framkvæmdastjórnar hefur þeim sem stóðu að stofnun Þjóðvaka verið tryggður ákveðinn sess í for- ystusveitinni. Það á svo eftir að koma í ljós hvort kvenna- listakonur verða sáttar við sinn hlut eftir kosningu ritara flokksins. Styrkleiki þessarar nýkjörnu forystu Samfylkingarinn- ar er sá að þarna eru gamalreyndir stjórnmálamenn á ferð. Veikleikinn er með sama hætti að hér er ekki sleginn nýr tónn með vali á nýju fólki. Þess vegna verða þau orð Össurar Skarphéðinssonar í ræðu við upphaf stofnfundar- ins ekki ýkja sannfærandi, að Samfylkingin sé „hið nýja afl í íslenzkum stjórnmálum 21. aldar.“ ESB ÁTAKAMÁLIÐ Ef marka má ræðu Össurar Skarphéðinssonar, er úrslit í formannskjöri höfðu verið kynnt á stofnfundi Samfylk- ingarinnar og drög að stjórnmálaályktun flokksins, sem birt voru í heild í Morgunblaðinu í gær, má gera ráð fyrir að spumingin um aðild að ESB verði átakamálið í íslenzkum stjómmálum af hálfu Samfylkingarinnar á næstu misserum. Hvorki ræða formannsins né drög að stjómmálaályktun gefa vísbendingu um að hinn nýi flokkur ætli að marka sér þá sér- stöðu í öðrum málaflokkum að leitt geti til vemlegra átaka. I ræðu sinni sagði Össur Skarphéðinsson m.a. um aðild að ESB: „Við gemm okkur grein fyrir því að staða EES-samnings- ins, sem var ótvírætt framfaraskref, er óðum að veikjast. Evrópusambandið er að breytast og stækka og atburðarásin getur leitt til þess að þjóðin standi frammi iýrir því að gera upp hug sinn um aðild. Það getum við ekki nema Ijóst sé um hvað við viljum semja. Ég tel því að næsta skref í þessum málum sé að hefja skipulega vinnu við að skilgreina samn- ingsmarkmið íslendinga í hugsanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Um þau markmið þarf að ríkja meiri- hlutasamstaða meðal þjóðarinnar." Þetta eru athyglisverð orð og verða ekki skilin á annan veg en þann að hinn nýi formaður ætli að hefja það starf á vett- vangi Samiylkingarinnar að „skilgreina samningsmarkmið íslendinga“. Alla vega er ljóst að það verkefni er ekki á dag- skrá núverandi ríkisstjómar. Af þessum orðum er nærtækt að draga þá ályktun að þau skilgreindu samningsmarkmið verði eitt helzta kosningamál Samfylkingarinnar í næstu kosningum. Það er í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja að einn stjómmálaflokkanna taki sér þetta verkefni fyrir hendur og efni til umræðna um Evrópumálin með þeim hætti. Hitt er alveg ljóst, ef tekið er mið af nýútkominni skýrslu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um Evrópusambandið, að það verður erfítt ef ekki ómögulegt að færa efnisleg rök fyrir þeirri niðurstöðu að íslendingar eigi að sækja um aðild að ESB að óbreyttri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Og samkvæmt skýrslunni em slíkar breytingar ekki á dag- skrá. Össur Skarphéðinsson kjörinn fyrsti formaður Samfy Einstaklingsfr félagshyggja ei FJOLMENNT var á stofn- fundi Samfylkingarinnar sem hófst kl. 10 í gær- morgun með hátíðlegri athöfn í Borgarleikhús- inu. Þar fluttu m.a. Glenda Jackson þingmaður Verkamannaflokksins í Bretlandi og Ole Stavad, varaformaður danska Jafnaðarmannaflokksins, stutt ávörp. Glenda Jackson lagði í ræðu sinni áherslu á vii'kt lýðræði og sígild meg- inatriði jafnaðarstefnunnar. Sagði hún að stjórnmálaflokkar gleymdu því stundum að lýðræðið byggðist óhjá- kvæmilega á því að þeir hlustuðu vel á sjónarmið og vilja kjósenda. Sagði hún að grundvallarsjónarmið jafnað- arstefnunnar sem byggðist á félags- legu réttlæti, mannréttindum, frelsi og jafnrétti væru í fullu gildi þrátt fyr- ir breytingar sem væru að eiga sér stað í umheiminum en gagnrýndi blinda einstaklings- og mai'kaðs- hyggju. Óskaði hún Samfylkingunni velfarnaðar og lokaorð hennar voru: ,,Guð blessi nýja barnið.“ Nokkrar kveðjur og hamingjuóskir bárust inn á fundinn, m.a. frá Gerhard Schroeder, kanslara Þýskalands og formanni þýska Jafnaðarmanna- flokksins. Össur hlaut 76,4% atkvæða Hápunktur fundarins í gær var svo þegar úrslit í formannskjörinu voru kynnt um kl. 11. Kosningarétt höfðu 10.191 en alls bárust 4.574 atkvæða- seðlar í póstatkvæðagreiðslunni um formann eða 45% atkvæða þeirra sem rétt höfðu til þátttöku. 173 atkvæði bárust með ófullnægjandi hætti og voru því ekki talin með skv. ákvörðun kjörstjómar. Auðir og ógildir seðlar voru 82. Úrslit urðu þau að Össur Skarphéðinsson hlaut 3.363 atkvæði eða 76,4% og Tryggvi Harðarson 956 eða 21,7%. Þegar úrslit lágu fyrir kvaddi Tryggvi sér hljóðs og hvatti fundar- menn að fylkja sér að baki hinum nýkjörna formanni. „Það var mín bjargfasta trú að það væri Samfylk- ingunni til góðs að það færi fram kjör um fyrsta formann Samfylkingarinn- ar,“ sagði hann. Forgangsverkefni að berjast gegn græðgi og tillitsleysi Þessu næst flutti nýkjörinn formað- ur Össur Skarphéðinsson ræðu. „Við höfum endurskipulagt okkur og end- umýjað hugmyndagrundvöll okkar og það er þess vegna sem landsmenn geta treyst getu okkar og kjarki við að endumýja þjóðfélagið líka. Við teljum að það sé brýn þörf á að jafna leikinn í samfélaginu og við emm tilbúin til þess að veita ríkisstjórn forystu. Við eram tilbúin til þess hvenær sem er að taka við stjórnartaumunum, hvort heldur er á þessu kjörtímabili eða eft- ir næstu kosningar. Kæru flokks- systkin. Ég lýsi yfir að af minni hálfu þá hefst kosningastarfið strax í dag,“ sagði Össur m.a. í ræðu sinni. Össur sagði að grannboðskapur hinnar endurnýjuðu jafnaðarstefnu væri nútímaleg velferðarskipan sem tryggði sérhverjum tækifæri til að lifa fullu lífi í leit sinni að hamingju. „Kjörorðin um frelsi, jafnrétti og bræðralag fela af okkar hálfu í sér bindandi Ioforð um að þegar við tök- um við landsstjórninni þá verði það forgangsverkefni að berjast gegn græðgi og tillitsleysi, að koma þeim til hjálpar sem eiga undir högg að sækja. Það verður okkar hlutverk, sem eram komin saman í þessum sal, að gæða stjórnmálin siðferðilegu inntaki, sem þau skortir svo mjög í dag,“ sagði Óssur. Hann fjallaði einnig um alþjóða- væðinguna og sagði að ný staða krefð- ist nýrra pólitískra svara. Byltingin sem kennd væri við upplýsinga- og Fulltrúar á stofnfundi Samfylkingarinnar klöppuðu Össuri Skarphéðinssyni honum færður blómvöndur þegar úrslit í formannskjörin Össur Skarphéðinsson, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu vlð setningu stofnfundar Samfylkingarinnar í gær að Samfylkingin væri tilbúin til þess að veita rík- isstjórn forystu hvort heldur væri á þessu kjörtímabili eða eftir næstu kosningar. Össur sagði að gjald fyrir auðlindanýtingu ætti m.a. að nýta til að lækka tekjuskatt launafólks og lagði hann áherslu á varfærni og aðgát varð- andi hugsanlega aðild að ESB. Ómar Friðr- iksson fylgdist með stofnfundinum í gær. þekkingarsamfélagið hefði nú gert mannauðinn að hinu ráðandi fram- leiðsluafli. Verða að hafa hóf á græðgi sinni á Qármálamarkaðinum „Sú tíð er liðin að hinar upprenn- andi kynslóðir í landinu séu synir ogt dætur verkamanna, bænda og sjó- manna. Þorri launafólks í landinu vinnur í dag við hverskonar þjónust- ustörf og huglæga iðju. Þeim fjölgar stöðugt sem starfa sjálfstætt og til- heyra ekki vel skilgreindum atvinnu- hópum. Þessi þróun kallar á breytt skipulag á vinnumarkaði og hún kall- ar líka á önnur viðmið í stjórnmála- starfi, hún kallar á önnur vinnubrögð af okkar hálfu. Markaðskerfið er orðið ráðandi skipulagsfoi-m í öllu atvinnu- lífi og það gegnir sínu hlutverki oft ágætlega við dreifingu, verðlagningu og sköpun auðlegðar. Markaðskerfið hneigist hins vegar eitt og sér til þess að skapa meiri ójöfnuð en við viljum búa við og það getur óheft valdið hin- um mestu hörmungum. í mannlegu félagi getur markaðurinn verið lipur og góður þjónn, en hann er skelfilegur húsbóndi," sagði Össur. Hann vék einnig að hlutverki fjár- magnsmarkaðarins sem þrátt fyrir að gegna mikilvægu hlutverki skapaði einnig nýjan ójöfnuð á íslandi að sögn hans. „Sú aðstaða sem fjármagnsöflin hafa í góðæri undanfarinna ára haft til þess að hlaða upp fjármagni kallar á aukna samfélagsábyrgð af þeirra hálfu líka. Þau verða í vaxandi mæli að skila sínu aftur til þess samfélags sem skóp þeim auðinn. í háþróaðri kapít- alisma en hér ríkir er það alsiða að fyrirtæki og auðmenn leggja ríflega fram til menningar, líknarstarfs og framfaramála. Þeir sem gera út á fjár- málamarkaði verða að hafa hóf á græðgi sinni. Þeir verða að starfa inn- an ramma samfélagsins sem elur þá. Þeir geta ekki leyft sér að skilja sig úr lögum við venjulega íslendinga," sagði hann. I ræðu sinni vék Össur einnig að markaðshagkerfinu sem hann sagði að væri nútímaumgjörð þjóðlífsins en jafnrétti og menntun væra lykilþættir við að tryggja félagslegt réttlæti. „Við viljum ekki markaðssamfélag þar sem peningaleg viðmið era hin helgu vé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.