Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 31 AP Malasíubúi athugar um tölvupóst sinn á netkaffihúsi í Kuala Lumpur í gær. Astarveiran hefur breiðst út um allan hinn netvædda heim. Að minnsta kosti fimm afbrigði „ástarveirunnar“ komu fram í gær Illskeyttari en áður þekkt- ar veirur Skýrsla IISS um horfur í alþjóðamálum Ottast versnandi samskipti Evrðpu og Bandaríkjanna London. AFP. HÆTTA er á að samskipti Banda- ríkjanna og Evrópu, bæði á sviði við- skipta og vamarmála, muni versna í framtíðinnni, samkvæmt mati virtr- ar breskrar rannsóknarstofnunar sem fjallar um öryggismál. I nýbirtri ársskýrslu International Institute for Strategic Studies (IISS) er því haldið fram að viðleitni Evrópuríkja til að þróa sjálfstæða öryggis- og varnarmálastefnu og áætlanir Bandaríkjanna um að setja upp öfl- ugt gagneldflaugakerfi ógni sam- skiptum yfir Atlantshafið. Fram kemur að flest evrópsk ríki, þ.e. fyrir utan Bretland, séu andvíg því að Bandaríkin setji upp gagneldflauga- kerfi og telji það að óþörfu bjóða heim hættunni á nýju vígbúnaðar- kapphlaupi í heiminum. Að sama skapi hafi Bandaríkin „þungar áhyggjur" af þróun sameiginlegu ör- yggis- og varnarmálastefnunnar inn- an ESB. Tekið er fram að sá mikli munur sem nú er á hernaðarmætti Bandaríkjanna og Evrópuríkjanna geti valdið sundrungu innan Atlants- hafsbandalagsins (NATO). Lýðræði áfram óburðugt í Rússlandi í skýrslunni er einnig fjallað um þróun mála í Indónesíu, hættuna af átökum milli Indlands og Pakistans og þróun mála í Rússlandi. Samkvæmt skýrslunni mun Rúss- land í náinni framtíð liggja einhvers staðar mitt á milli Tyrklands og Egyptalands hvað varðar eðli lýð- ræðis í landinu. „Svo virðist sem í Rússlandi sé að þróast stjórnarfar sem kalla má „stýrt“ lýðræði, líkt og finna má í mörgum fyrrverandi so- vét-lýðveldum,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar láta í ljós efasemd- ir um að nýir valdhafar muni upp- ræta spillingu í rússnesku samfélagi en margt í því sambandi muni velta á „heilindum, kjarki og áræðni“ Pútíns forseta. Dregið er í efa að hugsanleg aukin áhrif leyniþjónustunnar í stjórnartíð Pútíns, sem er fyrrver- andi yfirmaður rússnesku leyniþjón- ustunnar, muni hafa skaðleg áhrif á tengsl Rússlands við önnur ríki. Það er mat skýrsluhöfunda að þró- un þjóðarréttar og aukið vægi diplómatískra lausna í samskiptum þjóða hafi breytt hefðbundnum skilningi á fullveldi ríkja. Ríki geti ekki lengur skýlt sér bak við þá reglu að fullveldi þeirra komi í veg fyrir íhlutun í innanríkismál. Reglur al- þjóðlegs mannúðarréttar hafi styrkst og alþjóðasamfélagið sé nú í auknum mæli reiðubúið að skipta sér af því ef þeim reglum sé ógnað eða þær brotnar. Skýrsluhöfundar slá því föstu að fullveldi ríkja geti þann- ig ekki lengur varið þau gegn íhlutun ef um er að ræða pyntingar, þjóðar- morð eða þjóðernishreinsanir. Pinochet-málið táknrænt Bent er á afskipti Bandaríkjanna af ástandi á Haiti og í Sómalíu og íhlutun Sameinuðu þjóðanna í Bosn- íu og á Austur-Tímor. Tekið er fram að NATO hafi ekki haft heimild Sam- Kjartan Júhannsson, framkvæmda- stjúri EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrúpu, á tali við fyrirrennara sinn, Austurríkismanninn Georg Reisch. einuðu þjóðanna til aðgerða í Kosovo síðastliðið vor en slík heimild hafi í reyndinni verið tryggð eftir á. Vakin er athygli á því að yfirleitt sé það vandasamt verk að tryggja að þeir sem gerast brotlegir við alþjóða- lög fái makleg málagjöld. Höfundar skýrslunnar telja að þess verði langt að bíða að Alþjóðlegi sakadómurinn (International Criminal Court - ICC) verði starfhæfur. Akveðið var að setja dómstólinn á laggirnar árið 1998 en Bandai'íkin og Kína hafa neitað að undirrita stofnskrá hans. Skýrsluhöfundar telja að hand- taka Pinochets, fyrrverandi einræð- isherra í Chile, hafi staðfest hve eðli þjóðarréttar hefur breyst á undan- förnum árum. Þó svo að hann hafi síðar verið látinn laus telja höfund- arnir að málið endurspegli „ánægju- lega útvíkkun þeiiTar hugmyndar að í mannúðlegum heimi skuli enginn vera álitinn æðri lögunum". EFTA fagnaði í gær 40 ára afmæli sínu í Genf í Sviss en aðildarríki þess eru nú Ijögur en voru sjö við stofnun samtakanna 1960. Reuters EFTA40 ára Washington, Manila. AP, AFP, The Washington Post. AÐ MINNSTA kosti fimm ný mis- munandi afbrigði „ástarveirunnar" sk. komu fram í gær og ollu tjóni á tölvubúnaði víða um heim. Eitt af- brigðið berst með viðhengi sem ber nafnið „very funny“ og mun þó vart verða til að vekja hlátur hjá þeim sem freistast til að opna skjalið. Annað afbrigði kemur með netbréfi þar sem tölvunotanda er tilkynnt um að færð hafi verið tiltekin fjár- upphæð út af kreditkortareikningi hans sem greiðsla fyrir gjafir í til- efni af mæðradeginum. Notandan- um er sagt að opna viðhengi með bréfinu og þegar hann gerir það verður veiran virk. Þetta síðar- nefnda afbrigði er sagt hafa mun skaðlegri verkun en önnur afbrigði þar sem hún eyðileggur fleiri teg- undir gagna en önnur. Nú þegar hafa verið hönnuð veir- uvarnaforrit sem verja eiga tölvur gegn ástarveirunni en hermt er að þau dugi ekki gegn nýjum afbrigð- um hennar. Veirurnar dreifa sér á Outlook-póstforritinu og Explorer- netvafranum, hvort tveggja hug- búnaður sem framleiddur er af fyr- irtækinu Microsoft. Einnig dreifir veiran sér gegnum hugbúnað sem notaður er til að starfrækja sk. spjallrásir á Netinu. Grunur beinist að Filippseyjum Ýmislegt þykir benda til þess að veiran hafi borist úr tölvu sem stað- sett sé á Filippseyjum. I kóða veir- unnar er að finna netfang sem vist- að er hjá netþjónustufyrirtæki á Filippseyjum en ekki er vitað hver eigandi þess er. Orðin „Manila, Fil- ippseyjar" eru rituð í kóða veirunn- ar og óburðug setning á ensku sem útleggst á íslensku „ég hata fara í skóla“. Einnig hefur það beint athygli manna að Filippseyjum að upp- runalega ástarveiran var útbúin á þann veg að tölvur sem smituðust tengdust tiltekinni vefsíðu á Filippseyjum. Með hjálp hugbún- aðar af vefsíðunni var leitað að lykilorðum tölvunotenda af ýmsu tagi og þau send á netfang sem vistað var í vefþjóni netþjónustu- fyrirtækis á Filippseyjum, Access- Net. Skæðari en áður þekktir ormar Útbreiðsla ástarveirunnar og af- brigða hennar er sögð vera sú hrað- asta sem um getur í sögu illkynja tölvusendinga. Veirurnar dreifa sér með þeim hætti að þegar notandi hefur opnað netbréf sem inniheldur einhverja þeirra, sendir tölva hans sjálfkrafa svipað bréf til allra skráðra netpóstfanga í tölvunni. Veiran veldur skemmdum á hug- búnaði tölvunnar, m.a. svokölluðum MP3-skjölum, sem vista tónlistar- hljóðritanir, og JPEG margmiðlun- arskjölum. Einnig vinnur veiran skemmdir á ljósmyndum sem vist- aðar eru á hörðum diski tölvunnar. Sérfræðingar segja að ástarveir- an sé mun skæðari en áður þekkt afbrigði af sk. „tölvuormum". Tölvuormar dreifa sér með svipuð- um hætti og ástarveiran en valda ekki eiginlegum skaða á hugbúnaði. A síðasta ári angraði tölvuormur- inn Melissa marga tölvunotendur en skemmdi ekki skjöl á sama hátt og ástarveiran. Alltaf skrefi framar Bobcatdagar-----------Bobcatdagar HJÁVÉLUM & ÞJÓNUSTU HF. AÐ JÁRNHÁLSI 2 Hinir Arlegu Bobcatdagar verða í húsakynnum VÉLA & ÞJÓNUSTU HF. AÐ JÁRNHÁLSI 2, FÖSTUDAGINN 5 MAÍ FRÁ KL. 15 - 19 OG LAUGARDAGINN 6 MAÍ FRÁ KL. 12 - 17. Sýnum allt það nýjasta frá Bobcat m.a. BoBCAT T 3093S SKOTBÓMULYFTARA. BOBCAT 864 MOKSTURSVÉL Á BELTUM. BOBCAT 322 „MINl“ GRÖFU MEÐ BREIKKANLEGUM UNDIRVAGNI. BOBCAT 331E ÞRIGGJA TONNA BELTAGRÖFU MEÐ SKOTBÓMU. BOBCAT 751, 763H, 773 MEÐ NÝJU ÚTLITI. SÝNUM EINNIG ÚRVAL FYLGIHLUTA. Allir VIÐSKIPTAVINIR Véla 8í Þjónustu hf. og aðrir ÁHUGASAMIR VINNUVÉLAEIGENDUR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR. VELAR& ÞJéNUSTAnF ^bobcot' Þekktir fyrir þjónustu Járnhálsi 2 ■ 110 Reykjavík ■ Sími: 5-800-200 • Fax: 5-800-220 ■ www.vdar.ii ósEYRI IA ■ 603 ÁKUREYRl ■ SÍMI: 461-4040 ■ FaX: 461-4044 ÞjÓNUSTA í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.