Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Livingstone varð að fá lögreglufylgd til að komast í gegnum mannþröngina eftir að ljóst var orðið, að hann hafði verið kjörinn borgarstjóri í London. Vildu margir fá að óska honum til hamingju með sigurinn. Riddari fólksins snýr aftur eftir 14 ár Fjórtán árum eftir að Margaret Thatcher lagði niður borgarstjórn í London, þar sem Ken Livingstone var í forsæti, sezt Livingstone nú aftur vlð stjórnvölinn í höfuðborginni og enn og aftur er for- sætisráðherra landsins það þvert um geð. En sigur Livingstones var ekki eina áfall Tony Blair í kosningunum á fímmtudaginn. Verkamannaflokkurinn tapaði 568 sveitarstjórnarmönnum og um leið var sigur Ihaldsflokksins upp á 593 sveitarstjórnarmenn nógu stór til þess að gefa flokknum viðspyrnu á landsvísu. Freysteinn Jóhannsson hefur fylgzt með kosningunum á Englandi. INS og ég ætlaði að segja, þegar ég var svo illa trufl- andstæðingar hans notuðu ummæli hans og pólitíska fortíð til að spyrða aður fyrir fjórtán árum. hann saman við óeirðimar í miðborg sagði Ken R. Livingstone í London 1. maí. Þetta bakslag hjá gær, þegar búið var að lýsa kjöri hans sem fyrsta borgarstjóra Lon- don. En þótt þessi orð hafi átt að vera gamansöm tilvísun til fortíðar- innar, fylgir öllu gamni nokkur al- vara. Og víst er að ekki var brúnin léttari á Tony Blair forsætisráðherra þegar úrslitin lágu fyrir en hún var á Margaret Thatcher, þegar Living- stone var að gera hana gráhærða með gagmýni sinni fyrir 14 árum. Thatcher gerði sér loks lítið íyrir og lagði stjórn Livingstones af og er ekki að efa, að innst inni öfundar Blair hana af því úrræði. Það er hins vegar nokkuð sem honum er fyrir- munað að gera. The Daily Telegraph spyr í for- ystugrein í gær, hvort formaður Verkamannaflokksins, hafi fyrstur slíkra greitt frambjóðanda flialds- manna atkvæði sitt. Tony Blair neit- aði að gefa upp hvem hann kaus í annað sæti og blaðið segir að í ljósi þess að Steve Norris hafi verið sá eini sem mögulega gat bundið endi á sigurgöngu Livingstone, þá sé spumingunni kastað fram. Sigur Livingstone, þótt ömggur væri, varð samt minni en virtist stefna í. Hann var oft sjálfum sér verstur í kosningabaráttunni með vanhugsuðum ummælum um menn og málefni og öflug barátta fjölmiðla og frambjóðenda gegn honum á lokasprettinum hefur svo gert út- slagið um það, að hann tapaði fylgi síðustu dagana. Sá hræðsluáróður, að hann væri einhvers konar gang- andi tímasprengja fyrir London hef- ur haft áhrif og útslagið gerði svo að Livingstone hefur fyrst og fremst komið Steve Norris til góða, en ár- angur hans kom á óvart sem og árangur íhaldsflokksins í kosningun- um til borgarráðs. Þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum var Livingstone með 667.877 atkvæði í fyrsta sæti, eða 38,11%. Steve Norris, frambjóðandi íhaldsflokksins fékk 464.434 at- kvæði í fyrsta sæti, eða 26,6%. Þegar slagurinn stóð svo bara á milli þeirra tveggja og atkvæði þeirra í annað sæti höfðu verið talin með stóð Liv- ingstone uppi með 776.427 atkvæði eða 68% og Norris 664.137 atkvæði eða 42%. Frank Dobson, frambjóð- anda Verkamannaflokksins, tókst að halda þriðja sætinu með 223.884 at- kvæði í fyrsta sæti og 12,78% og Sus- an Kramer, frambjóðandi Frjáls- lyndra, fékk 203.452 atkvæði í fyrsta sætieða 11,61%. Vinalegur og vígreifur Livingstone var ýmist vinalegur eða vígreifur í gær. Þegar sigur hans hafði verið staðfestur, kvaðst hann vilja setja punkt aftan við kosninga- átök, græða sárin og einbeita sér að því að skapa skilyrði fyrir sem breið- astri samstöðu um stjórn Lundúna- borgar og samstarfi við ríkisstjórn- ina. í sjónvarpsviðtali í gærmorgun gaf hann í skyn að hann væri til í við- ræður við ríkisstjórnina um málefni neðanjaðrarlestanna, þar sem hann og ríkisstjórnin eru á öndverðum meiði. Hann sagði ríkisstjómina verða að hlusta á vilja mikils meiri- hluta Lundúnabúa í málinu og sagði að ef ríkisstjómin væri svo heimsk að ætla að keyra fram vilja sinn með valdi, myndi hann leita til dómstóla til þess að reyna að rétta við hlut borgarbúa. Hann lýsti vilja sínum til þess að ná aftur sáttum við gamla flokkinn sinn og komast sem fyrst þar inn aftur. Hann sagði slæma út- reið flokksins á landsbyggðinni sýna að flokkurinn þyrfti á öllu sínu að halda til kosninganna á næsta ári. Ken Livingstone tapaði orrust- unni innan flokks síns. En nú hefur hann unnið stríðið. Forystumenn Verkamannaflokksins tóku mjög varlega í sáttahönd Livingstone í gær og hafa örugglega haft bæði augun á hinni, þeirri sem vendinum sveiflaði. Menn vom líka mjög vark- árir í ummælum sínum, en samvinna skal það heita, þar til annað kemur í ljós. Forsætisráðherrann var stadd- ur á írlandi í friðarviðræðum og sagði í gær, að sér dygði lítt að reyna að dylja skoðanh- sínar á Ken Liv- ingstone. Þær hefðu ekkert breyzt við borgarstjórakjörið. En álit hans væri liðin tíð. Lundúnabúar hefðu kveðið upp sinn dóm og það væri skylda sín að sjá til þess að hlutirnir gætu gengið fyrir London. Það væri aðalatriðið. Það liggur í loftinu, að menn muni fara sér ákaflega varlega meðan þeir em að sjá, hvemig landið liggur. Það er hins vegar erfitt að sjá fyrir sér hvemig svo ólíkir stjómmálamenn sem Ken Livingstone og Tony Blair geta unnið saman, sérstaklega þegar annar lítur á hinn sem hreina skelf- ingu! En Livingstone liggur á og flokknum reyndar líka, því það er rétt hjá Livingstone að úrslitin á fimmtudaginn og kosningar á næsta ári reka á eftir mönnum. Kosningarnar til borgarráðsins urðu svo rothöggið fyrir Verka- mannaflokkinn í London. Þar á bæ höfðu menn gert sér vonir um að verða stærsti flokkurinn og þar með ótvírætt forystuafl. Urslitin urðu hins vegar þau, að íhaldsmenn fengu flesta kjöma fulltrúa, en þegar upp- bótarsætum hafði verið deilt niður stóðu Verkamannaflokkurinn og íhaldsflokkurinn jafnir að vígi með 9 menn hvor, frjálslyndir fengu 4 full- trúa og græningjar 3. Þessi skipting mun öragglega reyna á borgarráðsfulltrúa og þess má geta að fyrir hópi Verkamanna- flokksins fer Trevor Philips, sem var meðframbjóðandi Frank Dobson. Talning atkvæða í kosningunum í London dróst vegna bilana í tölvum. Bæði stóð ryk þeim fyrir þrifum og svo höfðu mjög margir kjósendur skilað atkvæðaseðlunum annaðhvort samanbrotnum eða öfugum, en slík- um seðlum skiluðu vélamar frá sér og varð að setja þá í þær aftur. Á kjördag var gert ráð fyrir því að úr- slit gætu legið fyrir í fyrrinótt, en það var ekki fyrr en klukkan 12:20 í gær, að úrslit lágu fyrir í borgar- stjórakjörinu og talningin í kosning- unum til borgarráðsins tók enn lengri tíma. Margir kjósendur í London kvört- uðu yfir því að kosningamar hefðu verið flóknar, en þeir þurftu að greiða fjórfalt atkvæði, tvö til borg- arstjóra og tvö til borgarráðs. Verri útreið en von var á Það var Verkamannaflokknum lít- il huggun að líta út fyrir borgarmúr- ana. Ónnur eins úrslit í sveitar- stjómarkosningum hefur flokkurinn ekki fengið síðan 1987. Það er að vísu rétt, að hann sat í óveryu háum söðli eftir hrakfarir íhaldsmanna 1996, en samt varð útreiðin nú verri en menn höfðu búið sig undir. Fyrir kosningarnar höfðu menn talið, að tap á 350, jafnvel 400 sveit- arstjórnarmönnum væri það, sem Verkamannaflokkurinn mætti búast við, en hins vegar tapaði flokkurinn 568 fulltrúum og missti tökin á 15 sveitarstjórnum. Það tekur tíma að sleikja sárin eftir svona ófarir og því má alveg eins reikna með því að Tony Blair vilji vinna sem mestan tíma og fresti kosningunum á næsta ári fram á haustið. Ef litið er til at- kvæðamagns flokkanna úr þessum kosningum og það borið saman við síðustu alþingiskosningar, þá hefur Verkamannaflokkurinn^ nú 30% og hefur misst 10% yfir til íhaldsflokks- ins, sem fékk nú 37% atkvæða. En hlutimir em ekki svona einfaldir. Þrátt fyrir gott gengi íhaldsflokks- ins í kosningum að undanfömu hefur flokknum ekki tekizt að virkja það til sín á landsvísu. Það segir líka sína sögu, að kosningaþáttakan nú var aðeins um 30% að meðaltali, sem er talið hafa bitnað mest á Verka- mannaflokknum. Það er þó huggun að kjósendur hans sátu heima, en flykktu sér ekki um frambjóðendur stjórnarandstöðunnar öfugt við það sem gerðist 1966, þegar kjósendur ríkisstjórnarinnar flykktust á kjör- stað og studdu stjórnarandstöðu- flokkinn. Sigurreifir þrátt fyrir þingsætistap William Hague var sigurreifur, þegar í ljós kom að flokkur hans hafði unnið 593 fulltrúa. Þessi sigur er gott vegarnesti til baráttunnar fyrir næstu þingkosningar sagði hann. Ihaldsflokkurinn hefur nú unnið aftur flest sín gömlu vígi og reyndar gert strandhögg inn á lend- ur Verkamannaflokksins. Það varp- ar hins vegar skugga á þennan árangur, að Ihaldsflokkurinn tapaði sæti í aukakosningunum í Romsey, þar sem frambjóðandi frjálslyndra, Sandra Gidley, sigraði frambjóðanda Ihaldsflokksins með 19.571 atkvæði gegn 16.260 atkvæðum. Romsey hef- ur lengst af verið ömggt íhaldskjör- dæmi; meirihluti Michael heitins Colvin var 8.585 atkvæði. Tapið nú er tvímælalaust áfall, sérstaklega þar sem þetta vom einu kosningarn- ar til þingsins, og því má segja að þær hafi verið nokkurs konar próf- steinn á málflutning William Hague í kosningabaráttunni. Það hefur ör- ugglega glatt fylgismenn ríkisstjórn- arinnar að horfa upp á Ihaldsflokk- inn tapa sætinu og enginn hefur heyrzt gráta hörmulega útreið fram- bjóðanda Verkamannaflokksins, sem missti ótrúlega mörg atkvæði yfir til frjálslyndra! En þótt úrslitin í Romsey séu nokkur afturkippur fyrir Ihalds- flokkinn, munu íhaldsmenn ömgg- lega reyna að nota úrslitin í sveitar- stjómarkosningunum til liðs- safnaðar fyrir næstu þingkosningar. Ekki veitir af, því félagar í flokknum hafa aldrei verið færri og þrátt fyrir vaxandi gengi í kosningum síðasta árið eða svo hefur ekki tekizt að virkja það til fylgis við flokkinn á landsvísu. Eins og íhaldsmenn töl- uðu í gær er Ijóst, að þeir em stað- ráðnir í að láta kosningarnar á fimmtudaginn velta þeim bolta af stað. Árangurinn er tvímælalaust til þess fallinn. Formaður festir sig í sessi Sigur Frjálslynda flokksins í Romsey varð vatn á myllu flokksfor- mannsins, Charles Kennedy. Þrátt fyrir tap 21 sveitarstjórnarmanns fékk flokkurinn 28% atkvæðahlut- fall, sem er hans hæsta til þessa. Kennedy er nú talinn hafa sannað sig í formannsembættinu, en þar hefur hann alltaf staðið í skugga for- vera síns, Paddy Ashdown. Stríðsástand á Sri Lanka Colombo. AFP, AP. STJÓRNVÖLD á Sri Lanka hafa veitt hemum og lögreglunni aukin völd og hefur verið lýst yfir stríðs- ástandi vegna sóknar skæruliða Tamílsku tígranna gegn Jaffnaborg. Stjómarandstaðan í landinu heldur því hins vegar fram, að stjómin sé að taka sér alræðisvald með átökin við skæruliða að skálkaskjóli. Chandrika Kumaratunga, forseti Sri Lanka, kynnti lögin um stríðs- ástand í landinu í fyrradag en þau heimila hemum meðal annars að gera eignir manna og öll farartæki upptæk. Þau banna einnig verkföll og allar mótmælaaðgerðir. I skjóli lag- anna var auk þess komið á ritskoðun á fréttum erlendra blaðamanna en hún gildir nú þegar gagnvart inn- lendum fjölmiðlum. Talsmenn stjómarandstöðunnar mótmæltu lög- unum og sögðu, að þeim væri aðeins ætlað að afnema pólitískt frelsi í land- inu. Þá hafa ýmis alþjóðasamtök, t.d. Fréttamenn án landamæra, mótmælt ritskoðuninni. Stjómarherinn á Sri Lanka varð fyrir miklu áfalli er hann missti mikil- væga herstöð á Jaffnaskaga fyrir tæpum tveimur vikum og sækja skæruliðar nú að sjálfri Jaffnaborg. Stjómin lýsti því hins vegar yfir í gær, að Jaffnaborg yrði varin og hefði herinn þar gert gagnárás á skæmliða og hrakið þá frá mörgum stöðvum sínum. Jaswant Singh, utanríkisráðherra Indlands, hafnaði á miðvikudag ósk- um Sri Lankastjórnar um hemaðar- aðstoð en sagt er, að hún hafi m.a. átt að fela í sér, að indverski herinn að- stoðaði við brottflutning stjórnarher- manna frá Jaffnaborg, allt að 40.000 manns. Reiða sig á stuðning ísraela Sri Lankastjórnin tilkynnti í fyrra- dag, að hún ætlaði að taka upp stjórn- málasamband við Israel, og þykir víst, að Israelar muni laun henni það í einhveiju, ekki síst með hernaðarað- stoð. ísraelsk stjómvöld hafa fagnað stjómmálasambandinu og ætla að senda nefnd manna til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.