Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ i/IKll m LAUGARDAGUR 6. MAI 2000 39 Reykingar á meðgöngu Verri hegðun New York. Reuters Health. NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsóknar benda til þess, að kon- ur sem reykja á með- göngu séu líklegri til að eignast börn sem koma til með að eiga við hegðunarvanda að etja. Er þetta í sam- ræmi við niðurstöður fyrri rannsókna sem sýnt höfðu fram á tengsl á milli reykinga á meðgöngu og trufl- andi og jafnvel glæp- samlegrar hegðunar barnsins er fram líða stundir. I ljósi þessara nið- urstaðna leituðu dr. Judith Brook og sam- starfsmenn hennar, við Mount Sinai-lækna- skólann í New York, eftir tengslum milli reykinga móður á meðgöngu og nei- kvæðrar hegðunar barnanna, sem þær eignuðust, þegar þau voru orðin tveggja ára. Niðurstöðurnar birtust í aprílhefti Archives of Pediatrics a nd Adolescent Medicine. Bein tengsl fundust á milli þess hversu neikvæð hegðun barnanna var og þess hversu mikið móðirin hafði reykt á með- göngunni. Því meira sem móðir- in hafði reykt, þeim mun verri Associated Press Sifellt fleiri vísbendingar koma fram um skaðsemi reykinga á meðgöngu. voru skapvonskuköst, hugsunar- laus hegðun og fífldirfska barns- ins. Eldri mæður áttu yfírleitt erfiðari börn. Aftur á mót virtist skapgerð móðurinnar, hjúskap- arstaða, lyfjanotkun og önnur einkenni ekki hafa nein áhrif á slæma hegðun barnsins. Nýtt sýklalyf Washington. AP. BANDARÍSK yfirvöld hafa veitt samþykki sitt fyrir nýju sýklalyfi, sem heitir Zyvox, og er sagt fyrsta, fullkomlega nýja gerðin af slíkum lyfjum sem komið hefur fram í 35 ár. Hægt er að nota lyfið gegn venjulegri lungnabólgu og húðsýkingum auk nokkurra tegunda klasahnettlu- sýkinga, en mestar vonir eru bundn- ar við notkun þess gegn hinum al- ræmda iðrakeðjusýkli, sem getur verið banvænn og hefrn’ hingað til staðið af sér öflugasta sýklalyfið, van- kómýsin (sjá grein). Reyndar eru sífellt fleiri sýklar að verða ónæmir fyrir vankómýsini, og eru þess dæmi að fólk 'hafi látist af völdum sýkinga sem áður var hægt Úr Islensku lyfjabókinni Vancocin Innihaldsefni: Vankómýeín. Lyfjaform: Hylki: 125 eða 250 mg. Innrennslisstofn: Hvert hettuglas inniheldur 500 mg eða 1 g þurrefnis. Notkun: Vancocin er sýklalyf sem notað er gegn sýkingum þar sem hættuminni lyf, svo sem penicillin, koma ekki að gagni. Innrennslislyfið er gefið í æð og er notað við hættulegum sýkingum, m.a. í kviðar- holi. Lyfið má ekki gefa í vöðva. Þegar notuð eru hylki verkar lyfíð staðbundið í melt- ingarfærum en berst nánast ekk- ert út í blóðið. Hylkin eru aðal- lega notuð við slæmum sýkingum í ristli, m.a. af völdum bakteríu sem heitir Clostridium difficile. Skammtar: Gjöf í æð: Algengir skammtar fyrir fullorðna: 500 mg fjórum sinnum eða 1 g tvisvar á sólarhring. Algengir skammtar handa börnum: 40 mg fyrir hvert kg líkamsþyngdar á sólarhring, skipt í 2-4 skammta. Hylki: full- orðnir og börn: 125-500 mg 4 sinnum á sólarhring í u.þ.b. 5 daga. Þeir sem eru með skerta nýrnastarfsemi fá minni skammta. Aukaverkanir: i \ Dæmi eru um ofnæmi f KTA t.d. kláða og útbrot, ennfremur skjálfta eða hækkaðan líka- mshita. Æðabólgur á stungustað eru al- gengai'. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki er að um áhrif lyfsins á fóstur og skal því gæta varúðar í notkun þess á meðgöngutíma. Ekki er vitað hvort lyfið skilst út i brjóstamjólk, því skal ráðfæra sig við lækni um notkun þess meðan barn er á brjósti. Samheitalyf: Vancomycin Abbott, Vancomycin Dumex. Afgreiðsla: 30 hylki í þynnu- pakkningu. Innrennslisstofn: 1 hettuglas í pakkningu, 500 mg eða 1 g í hverju. Netinu: w'ww.netdoktor.is vit- Getnaðarvarnarpillur fyrir karla Medical News Today. GETNAÐARVARNARPDLLA fyr- ir karla væri af hinu góða að mati beggja kynja og konur myndu treysta því að makar þeirra tækju hana inn, ef marka má niðurstöður tveggja fjölþjóðlegra við- horfskannana. Kannanirnar náðu til tæplega 4.000 karla og kvenna og tveir þriðju karlanna sögðust myndu taka inn getnaðar- vamapillur ef þær væru fáanlegar. Svör kvenna komu meira á óvart: 75% hvítra og kínverskra kvenna töldu að makar þeirra myndu vilja taka inn pillumar en aðeins 40% svartra kvenna. „Þetta er fyrsta könnunin á við- horfiim kvenna til þess að makar þeirri noti hormónagetnaðarvöm fyrir karla,“ sagði David Baird, prófessor við Edinborgar-háskóla, einn vísindamannanna sem önnuð- ust þessar kannanir. Baird benti á að kannanir hefðu áður sýnt að karlar væm tilbúnir að nota getn- aðarvamapillur. Hins vegar hafa komið fram efasemdir um að kon- ur telji sig geta treyst því að karl- mennimir taki inn pilluraar. „Yið töldum mikilvægt að komast að þvi hvort svo væri,“ sagði Baird. Kannanimar vom gerðar í fjór- um borgum, Edinborg, Höfðaborg, Hong Kong og Shanghai. Fram kom einnig að rúmlega 80% kvennanna töldu getnaðar- vamapillur fyrir karla af hinu góða. Aðeins 2% allra kvennanna sögðust ekki geta treyst því að makar þeirra tækju pillumar inn. Baird sagði að slíkar kannanir gætu orðið til þess að lyfjafyrir- tæki flýttu þróun getnaðar- varnapillu fyrir karla. Associated Press Ymislegt hefur verið gert í gegnum tíðina til að auðvelda konum notkun getnaðarvamarpillunnar. Hér sést t.a.m. hylki undir Iyfið sem dulbúið er sem förðunarbox. Hvaða ráð ætli standi karlmönnum til boða þegar pilla til notkunar fyrir þá kemur á markaðinn? að ráða við. í tilraunum sem gerðar voru á 145 sjúklingum með iðrakeðjusýkingu, sem stóð af sér vankómýsin, læknuðust 67% sjúkl- inganna þegar þeir tóku Zyvox. Kom þetta fram í tilkynningu frá banda- ríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu. Síðastliðið haust veitti eftirlitið samþykki sitt fyrir öðru sýklalyfi, Synercid, til notkunar þegar vankó- mýsin bregst. Er það blanda af tveim eldri lyfjum, sem lítið höfðu verið not- uð. Zyvox er aftur á móti alveg nýtt lyf. Sérfræðingar segja að bæði lyfín séu mikilvæg vopn í baráttunni við al- varlega sjúkdóma, en nota verði þau sparlega því að sýklamir muni þróast og með tímanum standa þau af sér. V Ö R U H Ú S Nýtt í Tekk-Vöruhúsi Mikið úrval af amerískum gæðasófum. WM V ■ I '< 4' Kringlunni • Sími: 581 4400 Bæjarlind 14-16 • Slmi: 564 4400 Opiö laugard. 10-16- Sunnud. 13-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.