Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 70
I aKJAJaVÍTJöflOM MORGUNBLAÐIÐ CT OOOS ÍAM .8 ÍITJOACIRAOTJAJ 70 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 BREF ITL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ljóska Tónlistarævin- týnð a Frá Sigurði Demetz Franzsyni: KOMIÐ ER sumar og brátt verður veturinn fjarlæg minning, þegar menn með skóflur þurftu að moka snjó frá dyrum mínum við Fossagötu svo ég kæmist leiðar minnar. Farf- uglarnir koma í hópum og kveða sín ljóð - og mannfólkið í borginni er að því leyti eins og fuglarnir, að geta krunkað sig saman á hvern tónlistar- viðburðinn á fætur öðrum. Slíkt og þvílíkt er framboðið orðið í Reykja- vík að fari maður til hægri missir maður af einhverju til vinstri. Þessu hefði ég ekki þorað að spá, þegar ég fluttist til landsins fyrir fjórum ára- tugum, þótt jafnvel þá væri ýmislegt fleira gert á tónlistarsviðinu en dans- aður konga og sungið í fímmundum. Tónlistarlíf stendur með miklum blóma og framfarirnar eru sannar- lega miklar. Eg er ekki bara að tala um sígilda tónlist. Þótt gamall sé eins og á grönum má sjá er mér vel kunnugt um þá miklu þróun sem orðið hefur í poppinu og rokkinu líka og sé að Islendingar skipa sér í fremstu röð. Maður, sem helgað hefur meiri- hluta ævi sinnar tónlistarkennslu, gleðst yfir að hafa átt dálítinn þátt í þessu ævintýri, það er líkast því að sjá þéttvaxinn skóg hefja sig hátt; skóg sem maður tók þátt í að gróð- ursetja endur fyrir löngu. Og enn spretta upp tré. Mér eru ofarlega í huga tvennir vortónleikar tónlistarskóla, sem ég sótti og leyfi mér að minnast á í stuttu máli. Nem- endur Nýja tónlistarskólans, þar sem ég starfaði við söngkennslu áð- ur, réðust í uppfærslu á óperunni Dí- dó og Eneas eftir Henry Purcell. Það var falleg sýning og fagmannleg, skemmtilegir búningar og góð leik- stjórn. Skólahljómsveitin skilaði sínu prýðisvel undir stjóm Ólivers Kent- ish. Bjarkey Sigurðardóttir söng hlutverk Dídóar vel og Lindita Ótt- Islandi arsson vakti athygli mína í hlutverki Belindu, efnilegar söngkonur báðar tvær. Ég flyt Sigrúnu Björnsdóttur skólastjóra og kennurum skólans mínar bestu þakkir fyrir skemmtun- ina með óskum um framhald á vel- gengninni. Óperuiðja Tónlistarskólans í Kópavogi flutti gamanóperumar Batnandi byttu er best að lifa og Dómarinn táldregni eftir Gluck í Salnum. Leikmynd var skemmtileg og haganlega útbúin, úr píanóinu tókst að laða heila hljómsveit og leik- urinn var fjörlegur og snurðulaus. Flutningur allur var vel æfður og mátti heyra góðar raddir, en ég held að ekki sé á neinn hallað þótt ég nefni Oddnýju Sigurðardóttur mes- sósópran sérstaklega. Hún á eftir að gera garðinn frægan ákveði hún að leggja út á söngvarabrautina. Það vona ég svo sannarlega að hún geri, því að ég sat alveg dáleiddur undir söng hennar. Hulda Jónsdóttir sópr- an er líka bráðgott efni. Anna Júl- íana Sveinsdóttir má vera stoltur kennari af þessari frammistöðu að dæma. Allir, sem hönd lögðu á plóginn, kennarar, nemendur og fyrirtæki og stofnanir sem styrktu verkefnin með fjárframlögum, eiga heiður skilinn. Iðkun íþrótta er holl og góð og sjálfsagt er að styrkja íþróttastarf- semi af megni. En tónlistin á slíka styrki jafnvel skilið og ætti að fá stærri sneið af kökunni en raun ber vitni. Það er ekki nóg að reisa tónl- istarhús, það verður að hlúa að tónl- istarflutningnum líka. Ég vona bara að ég lifi að komast á fyrstu tónleik- ana í nýju tónlistarhúsi. Hvað sem því líður mun ég ekki láta mitt eftir liggja í lófatakinu, hvort sem ég fæ sæti Uppi - eða Niðri! SIGURÐUR DEMETZ FRANZSON, söngkennari. Hver verður hlutur mæðra Ferdinand Smáfólk HERE'5 THE UiORLP UJAR I FLVIN6 ACE IN HI5 50PWITH CAMEL Z00MIN6 THR0U6H THE AIR UI6H OVER FRANCE... EVERTTHIN6 TAU6HT TO HIM IN TRAININ6 5UDPENLT COME5 6ACK.. Hér svífur flugás úr fyrri heimstyrjöldinni á fararskjóta sínum hátt yfir Frakklandi. All sem hann lærði í undirbúningsþjálfuninni rifjast upp. í framtíðinni? Frá Rannveigu Tryggvadóttur: SVEINN Kjartansson barnalæknir sagðist í morgunþætti Stöðvar 2 fyr- ir skömmu ráð- leggja nýbökuð- um mæðrum að hafa börn sín á brjósti í a.m.k. sex mánuði. Lengur ef hægt væri. „Svona upp að einu ári?“ var spurt. „Já“, svaraði læknir- inn. Hann sagði brjóstamjólk ávallt vera besta kostinn. Kona mun vera eitt til tvö ár að ná sér eftir barnsburð. Hvað liggur á að ýta henni út á vinnumarkaðinn? Sóun og eyðslusemi virðast vera orðin þjóðareinkenni og mönnum virðist þykja meira um vert að sýna stúlkurnar okkar á alþjóðavettvangi en að meta það við þær að þær skili þjóðinni þremur, fjórum börnum sem er nauðsynlegt vilji þjóðin lifa áfram í landinu. Móðurhlutverkið er dásamlegt og öfund lítils hóps karla í garð mæðra má ekki verða til þess að alþingismönnum sé annara um að stinga dúsu upp í þá en að sýna þann manndóm að meta móðurhlutverkið að verðleikum. Framtíð þjóðarinnar veltur á því. Það er örugg leið til upprætingar á íslendingum að etja konunum stanslaust til keppni við karla um hálaunastörf. Launið þeim heldur maklega fyrir að sinna hinu bráðnauðsynlega móðurhlutverki. Ofursnáðar voru karlar til sveita kallaðir sem öttu konunum sínum til útiverka en kusu sjálfum sér innist- örf. Ég legg til að karlar í „Jafnrétt- isnefnd karla“ stytti nafnið á félagi sínu í „Ofursnáðanefnd“. Það væri réttnefni og frábært nýyrði. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.