Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HULDA BERNDSEN INGVARSDÓTTIR + Hulda Bcrndsen Ingvarsdóttir fæddist í Birtinga- holti í Vestraanna- eyjum 10. maí 1927. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skógar- bæ 28. apríl síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 5. maí. Elsku langamma. Við vitum að nú ertu komin upp til engl- anna. Og við munum sakna þín mikið. Þú varst alltaf svo góð við alla og passaðir upp á fólkið í kringum þig. Þegar við komum í heimsókn til þín á hjúkrunarheimil- ið í síðasta sinn, helgina áður en þú fórst, varstu sofandi. Við kíktum samt á þig og sendum þér fíngur- koss. Það var gott og við vitum að ef þú hefðir verið vakandi hefðirðu kysst okkur og knúsað. Þú hefðir líka lumað að okkur einhverju góð- gæti og boðið okkur að leika í dótinu sem þú hafðir sankað að þér. Þannig varstu. Hugs- aðir alltaf um aðra fyrst og svo langsíðast um sjálfa þig. Það er eitthvað sem við ætlum að læra af. Þó gleymir maður sér stundum og byrjar að hugsa bara um sjálfan sig. En það geta allir gert það. Þeir eru hinsvegar færri sem geta gefið af sér allt til enda. Eins og þú. Sem varðst göfugri eftir því sem þú veiktist meira. Hafðir áhyggjur af heilsu samsjúklinga þinna á hjúkrunarheimilinu þrátt fyrir að þú værir sjálf í hjólastól og hefðir í raun um nóg annað að hugsa. Þú hugsaðir vel og fallega um alla og það verður okkur ætíð innblástur til að verða að betri manneskjum. Saknaðarkveðjur, Gabríel Darri og Kristín Una. VALGERÐUR GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR + Valgerður Guð- rún Halldórs- dóttir fæddist í Garði í Mývatnssveit 20. apríl 1929. Hún lést á líknardeild Land- _> spitalans 25. apríl síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Dómkirkjunni 5. mai. Okkur langar til að minnast ömmu Val- gerðar í örfáum orð- um. Við vorum svo lánsöm að fá að búa í kjallaranum hjá Val- gerði og Kristjáni í fímm ár áður en við byggðum okkar eigið hús. Sambúðin gekk vel og Valgerður var dugleg að aðstoða okkur í heimilishaldinu með góðum leið- beiningum og ráðum. Það var óneitanlega mikill stuðningur að Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í ! formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. hafa hana á efri hæð- inni ef eitthvað kom upp sem leysa varð úr. Ekkert var betra en að fara upp í kaffi til Valgerðar og setj- ast aðeins út á verönd hjá henni og spjalla um heima og geima á góðum sumardögum eða að skiptast á upp- skriftum. Valgerður var alltaf til í að prufa eitthvað nýtt þegar kom að bakstri eða matargerð. Valgerður var hörkukvendi og allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert 100 prósent. Sem ungt foreldri með lítið heimili skamm- aðist maður sín oft fyrir húshaldið hjá sér þegar viðmiðið var heimili Valgerðar. Stór og mikill kostur við Valgerði var hversu hreinskipt- in hún var. Hún hikaði ekki við að segja sína meiningu og því vissi maður alltaf hvar maður stóð gagnvart henni. Valgerði var gott að eiga að og frábært að koma til hennar í kaffi eftir að við fluttum út. Tómasi, langömmubarninu hennar, leið alltaf vel á Otrateign- um og hans fyrsta verk í heim- sóknum þangað var að kíkja á efri hæðina á dótið sem hann vissi að þar var að finna. Að því loknu kíkti hann alltaf í ofninn inni í eldhúsi því þar lumaði Valgerður oft á ein- hverju góðgæti. Við eigum eftir að sakna þess að missa af þeim góða félagsskap sem amma Valgerður var en vitum að hún er án efa í góðum verkefnum þar efra. Takk fyrir samskiptin, þau voru okkur dýrmæt. Hafsteinn og Þóranna Skriðu, Kjalarnesi. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði. Jónas Ágúst Símonarson, Ásdís Símonardóttir, Bjarni Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. AÐALBJORG JÓNSDÓTTIR + Aðalbjörg Jóns- dóttir fæddist á Stóru-Okrum í Blönduhlið 28. júlí 1912. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 25. febrúar. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosieðavinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“áviðþá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur" er orðið sem best lýsir þér. (Teri Fernandez.) Elskuleg föðursystir mín er látin og söknuður minn er sár, því að í huga mínum var hún eisntök kona og tryggur vinur. Allt frá því að ég man eftir mér hefur Begga frænka skipað stóran sess í lífi mínu. Fyrst á barnsaldri, þegar foreldrar mínir fluttu til Rykjavíkur úr Skagafirði. Þá var ég á fjórða ári og við bjugg- um um tíma hjá föðurömmu minni og Unni og Jónasi börnum hennar í Fossvoginum. Þá bjó Begga með Stefáni manni sínum á Fossvogsbletti 40. Þau áttu þá synina Jón og Sigurjón og eignuðust svo dótturina Jóhönnu nokkru síðar. Svo flutt- um við í húsið okkar sem pabbi byggði og var spölkorn frá heim- ili þeirra. A leiðinni í skólann var sjö ára lítil písl hræðilega myrkfælin (þá voru ekki götuljós- in). Þá var gott að komast í hús hjá Beggu frænku og fá heitan kakóbolla og flatköku eða annað góðgæti sem hún hafði bakað og verða svo stóra frænda, Jóni syni hennar, samferða í skólann. Síðan flutti ég aftur í sveitina og um nokkurra ára skeið hittumst við frænkurnar ekki eins oft. En svo lá leið mín til Reykjavíkur á nýjan leik, fyrst til að vinna fyrir mér og svo stofnaði ég heimili mitt hér. Alltaf var heimili Beggu og Stefáns manns hennar, sem var sérstakt ljúfmenni, mér og fjölskyldu minni opið. Gest- risni þeirra var með eindæmum. Enginn skyldi fara svangur úr húsi þeirra. Begga var alveg sérstaklega myndarleg húsmóðir, eldaði meira að segja alls konar nýtísku mat, grillaði og hvaðeina, komin hátt á níræðisaldur. Hún bakaði flatbrauð og rúgbrauð og ekki var nóg með að maður yrði að borða þangað til mað- ur stóð á blístri, heldur varð maður að taka bita með sér heim líka. Fjölskyldan var Beggu frænku minni mjög mikilvæg. Hún átti góð börn og elskuleg barnabörn sem heimsóttu afa og ömmu oft, og ekki sjaldnar eftir að hún varð ein. Hún gat spjallað við þau eins og alla aðra af þeirri hreinskilni sem henni var svo eðlileg. Hún sagði alltaf mein- ingu sína og stóð fast á skoðunum sínum en var alltaf hress og kát og stutt í brosið. Heilsan var ekki alltaf góð en ævinlega reis hún upp að nýju og þá var hlaupið í búðina eða bæinn. Henni fannst gaman að ganga enda var hún alla tíð létt í spori og lífskrafturinn með eindæm- um. Minningarnar leita til mín. Eg sit í borðkróknum, hún er að bardúsa við eldhúsborðið og að spyrja um dætur mínar og barnabörn sem kölluðu hana ömmu, ég að spyrja um hennar barnabörn og lang- ömmubörn. Þá var nú margt spjall- að og mikið hlegið og leitað frétta af ættingjum og vinum. Frænka mín var sérstaklega ættrækin og hugs- aði raunar oftast meira um aðra en sjálfa sig. Þannig man ég hana síð- ustu árin, sem hún bjó með Sigur- jóni syni sínum, sem var henni stoð og stytta og gerði henni kleift að búa í húsinu sínu í Brautarlandinu allt til loka. Gott var að hún skyldi fá að fara í fullu starfi sem húsmóðir. Það hefði aldrei átt við hana að liggja í rúminu og vera upp á aðra komin. Megi góður Guð styrkja og hugga ástvini hennar. Með söknuði í hjarta kveð ég þig, frænka mín, og segi eins og Rósa litla, barnabarn mitt, sem er á fjórða ári: „Nú er Begga frænka dá- in, farin til Guðs og englanna og ég sé hana aldrei aftur, og það þykir mér svo leiðinlegt, því að mér þótti svo vænt um hana Beggu.“ Hvíl í friði. Þrúða. STURLA HJALTASON + Sturla Hjaltason fæddist á Rauf- arhöfn 10. desember 1940. Hann lést á Ak- ureyri 17. mars síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Rauf- arhafnarkirkju 25. mars. Hve sæl ó hve sæl er hve leikandi lund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund. Og dátt lék sér barnið um dagmálamund en dáið var og stirðnað um miðaftans stund. Svo örstutt er bil milli blíðu og éls og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds. Kæri bróðir! Þessi orð Matthías- ar virðast eiga vel við í þínu tilfelli. Ekki hafði mig órað fyrir því er við töluðum saman í síma fáeinum dögum fyrir andlát þitt að það yrðu okkar síðustu samskipti í þessari tilveru. Okkur fannst öll- um að þú hefðir yfirstigið veikindi þín frá 1995 nokkuð vel, en eins og máltækið segir „enginn ræður sín- um næturstað". Þá vissulega kom fráfall þitt yfir okkur öll eins og reiðarslag. Sturla var fæddur 10. desember 1940, sama mánaðardag og faðir okkar Hjalti. Hann var næstelstur ellefu systkina, barna Hjalta og Ollu á Hjaltabakka. Nú hefir fyrsta skarðið verið höggvið í systkinahópinn á Hjaltabakka, þau eiga eflaust eftir að verða fleiri ef að líkum lætur. I þá gömlu góðu daga þegar við vorum að alast upp viðgekkst það á Raufarhöfn að velflest heimili höfðu smábúskap, s.s. kýr, kindur og hænsni, enda mannmargt á mörgum heimilum. Það kom því snemma í hlut okkar eldri bræðr- anna að aðstoða við heyöflun, sækja kýr, moka flór og sinna hænsnum. Ekki lét Sturla sitt eftir liggja við þá iðju, enda meira heima en við hinir þar sem við vorum í sveit hjá Jón- asi frænda okkar á sumrin. Snemma kom í ljós að Sturla var mjög handlaginn, öll verkfæri, hamar, sög og hjólsveif, léku í höndum hans enda ávallt „yfirsmiður" ef reka þurfti saman kofa eða fleka til að sigla á Kottjörninni. Við vorum svo heppin að faðir okkar átti töluvert af verkfærum sem hann léði okkur ef vel var að farið. Sturla var alla tíð mjög heimakær og iðinn og hjálpsamur við móður okkar, enda urðu þau mjög sam- rýnd og góðir vinir alla tíð. Eftir að foreldrar okkar fíuttu til Reykjavíkur reyndist hann þeim sama hjálparhellan og fyrr. Eins og margir vita stóð æskuheimili okkar Hjaltabakki (hann hefur nú horfið af sjónarsviðinu) örfáa metra frá hinni fögru innsiglingu til Raufarhafnar. Það hefur senni- lega mótað lífsviðhorf okkar bræðra að sjá sökkhlaðin síldar- skipin sigla inn, enda urðum við allir sjómenn að aðalstarfi. Eins og títt var í þá daga var snemma farið að halda börnum til vinnu og gilti það ekki síður um okkur systkinin, enda nóg um störfin svo sem áður segir svo og vinnu á plönunum og í verksmiðjunni. Sturla tók að sjálf- sögðu þátt í þessu öllu eins og aðr- ir og var ávallt rómaður fyrir dugnað og samviskusemi. Upp úr fermingaraldri höfðu safnast í sjóð okkar Sturlu einhverjar krónur og var þeim strax varið í að komast yfir fley. Þar með var ísinn brotinn og samstarf okkar á sviði útgerðar hafið. Árið 1960 keyptum við sam- an stóran trillubát, „Gunnþór", sem við gerðum út í nokkur ár saman uns Sturla keypti minn hlut í bátnum og hefur haldið honum út fram á síðustu ár. Árið 1966 keypti Sturla lítið íbúðarhús hér á staðn- um og hóf um það leyti sambúð með konu sinni Katrínu Björns- dóttur. Seinna þegar fjölskyldan stækkaði byggði Sturla við húsið og naut við það aðstoðar Björns tengdaföður síns. Kom þá vel í ljós hversu hagur Sturla var og reynsl- an frá kofasmíðinni í gamla daga kom að góðum notum. Saman eignuðust þau Katrín börnin Snorra 1969 og Sóleyju 1974 auk þess sem Katrín átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi, þau Sævar, Við- ar og Eddu, sem Sturla gekk í föð- urstað. Ollu þessu góða fólki hefur Sturla reynst hinn besti drengur alla tíð. Þau sakna nú öll vinar í stað, en sú kemur tíð að sárin munu gróa. Árið 1985 varð Sturla fyrir því áfalli að missa eiginkonu sína Katrínu og var sár harmur kveðinn að eiginmanni og börnum, en Katrín hafði verið mikill sjúkl- ingur um langan tíma. Sá Sturla sjálfur um umönnun barnanna eft- ir það með aðstoð góðra vina. Fyr- ir allmörgum árum festu þeir feðg- ar saman kaup á nýjum vélbáti, „Sæunni", og gerðu út frá Raufar- höfn uns árið 1998 að þeir fluttu þá útgerð til Sandgerðis. Á síðast- liðnu ári festi Sturla kaup á íbúð í Hafnarfirði. Hann hafði þá kynnst ágætri konu, Gunni Jakobínu Gunnarsdóttur frá Akureyri. Sturla hafði ásamt sjómennskunni unnið að því að breyta og lagfæra íbúðina þegar kallið kom. Hann var staddur á heimili Gunnar þeg- ar það átti sér stað fyrirvaralaust. Kæri bróðir! Ég veit að ég mæli fyrir hönd okkar systkinanna og ótal margra fleiri vina þinna þegar ég segi að þín er sárt saknað, en eigi má sköpum renna. Eitt er víst, að eitt sinn skal hver deyja, það er eins víst og dagur fylgir nóttu. Ég er fullviss þess að á ströndinni handan „hafsins“ hafa ástvinir þín- ir sem farnir eru af þessu til- verusviði tekið á móti þér og þú munt eiga góða tilveru með þeim. Við hjónin þökkum þér sam- fylgdina og vináttu liðins tíma um leið og við biðjum góðan guð að leiða og styrkja alla eftirlifandi ástvini þína, börn, tengdabörn og afabörn, sem voru svo fjarska hænd að afa sínum og honum þótti svo vænt um. Guð blessi minningu þína. Þorgeir og Signý.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.