Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Meðganga Tengsl reykinga og hegðunar. Börn Vondir draumar oftast eðlilegir. Lyf Nýttlyfgegn „ofursýklunum". Læknisfræði Eyrnamergur er öflug sýklavörn. Samtök skoskra atvinnuknattspyrnumanna Leikmenn skrái höfuðmeiðsl Reuters Höggið sem höfuðið verður fyrir þegar bolti er skallaður getur jafn- ast á við högg frá góðum áhugaboxara. Associated Press Meinlausar martraðir New York. Reuters. Fyrrverandi knatt- spyrnumenn kveð- ast hafa orðið fyrir varanlegum skaða af því að skalla fót- bolta KNATTSPYRNUMÖNNUM hef- ur verið ráðlagt að skrá þau höfuðmeiðsl sem þeir verða fyr- ir, eftir að í ljós kom að þau geta valdið vandamálum síðar á æfinni. Samtök skoskra atvinnu- knattspyrnumanna hvöttu til þessa er fjöiskyldur tveggja fyrrverandi knattspyrnustjarna undirbjuggu málshöfðun vegna meintra meiðsla þeirra af völd- um þess að hafa skallað bolta. Knattspyrnumennirnir tveir, Billy McPhail og Jock Weir, voru á hátindi ferils síns á fimmta og sjötta áratugnum. McPhail er nú alzheimersjúkl- ingur og Weir er haldinn elli- glöpum, að því er breska ríkis- útvarpið, BBC, greindi frá. Verkfræðingar við Glasgow- háskóla hafa greint frá því, að hámarkskraftur sem höfuð knattspyrnumanns þyrfti að taka við þegar hann skallaði eldri gerð fótbolta gæti numið allt að hálfu tonni. Samsvarandi tala þegar um nýja gerð bolta er að ræða er um það bil helm- ingi lægri. Dr. Ron Thomson sagði að engu að síður væri um að ræða meiri kraft en góður áhuga- hnefaleikamaður gæti framkall- að með höggi. Ef þetta endur- tæki sig oft á meðallöngum knattspyrnuferli mætti búast við að skaði hlytist af. Graham Teasdale, prófessor við taugavísindadeild háskólans, sagði að þótt knattspyrnumenn yrðu að gera sér grein fyrir þeirri hættu sem fylgdi íþrótt- inni vildi hann ekki gera of mik- ið úr áhættunni við að skalla venjulegan bolta. ÞEGAR börn kvarta yfir sífelldum martröðum eða vakna upp af skelfilegum draumum verður for- eldrum þeirra um og ó. En sam- kvæmt nýlegri skýrslu er börnum eðlilegt að dreyma slíka drauma og þeir benda sjaldnast til veikinda eða tilfinningavandamála. „Tuttugu til þrjátíu og níu prós- ent bama á aldrinum fimm til tólf ára fá matröð,“ skrifar dr. J.F. Pagel, við læknadeild Háskólans í Colorado í Bandaríkjunum. „Öfugt við það sem almennt er talið benda tíðar martraðir ekki til sálrænna kvilla.“ Pagel er sérfræðingur í rann- sóknum á svefntruflunum, og segir hann tvenns konar „vonda drauma“ oft valda foreldrum barna ótta, martraðir og næturógnir. Martraðir eru skýrir, skelfilegir draumar sem oftast vekja barnið. Þetta kemur yfirleitt fyrir í djúp- svefni, oft snemma á morgnana. Næturógnir koma oftast fyrir snemma á svefntímanum og lýsa sér sem ofsahræðsla og mikill ótti og það getur verið erfitt að vekja barnið. Eitt til fjögur prósent barna verða fyrir næturógnum og eru þær algengastar á aldrinum fjögurra til tólf ára. Sjaldnast bendir þetta til þess að barnið sé undir tilfinningalegu álagi, að því er fram kemur í skýrslu Pagels í læknaritinu American Family Physician. Hann segir að það geti verið gott að ræða þetta við heimilislækni, en yfirleitt þurfi ekki að gefa nein lyf. Þessar svefntruflanir hverfi yfir- leitt með aldrinum. Skýrslu Pagels fylgja leiðbeiningar til foreldra, þar sem bent er á að ef martraðir hafi áhrif á daglegt líf barns sé rétt að hafa samband við lækni. Þá sé rétt að gæta barna sem verða fyrir næturógnum því þau geti dottið fram úr rúminu eða gengið í svefni. Hvað gerir eyrnamergur? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spuming: Hvað veldur því að myndun eymamergjar stöðvast? Hversu nauðsynlegt er að losna við eymamerg og er hugsanlegt að þess háttar úrgangsefni safnist í slíkum tilfellum saman annars staðar í lík- amanum? Geta sár í eymm hindrað íramleiðslu eymamergjar? Hveijar em orsakir þess að myndun eyma- mergjar stöðvast og getur það haft áhrif á heiisu viðkomandi? Svar: Eymamergur er eðlilegur og nauðsynlegur. Hann er brúnn og vaxkenndur og er myndaður af sér- stökum kirtlum í þeim þriðjungi hlustarinnar sem er næstur opinu. Húðin sem þekur hlustina að innan vex á þann hátt að hún flytur eyma- merginn stöðugt út úr ytra eyranu. Sýklavörn Eymamergurinn er dálítið súr sem gerir það að verkum að hann hindr- ar vöxt ýmissa sýkla. Eymamerg- urinn ver hlustina og hljóðhimnuna í botni hennar íyrir sýkingum. Til em rannsóknir sem sýna að ef eyma- mergur er fjarlægður jafnóðum og hann myndast eykst vöxtur bakter- ía í hlustinni svo og tíðni sýkinga. Það er talsvert breytilegt milli einstaklinga hversu mikið myndast af eyrnamerg; sumir mynda svo h'tið að eyrnamergur nær aldrei að safn- ast fyrir en aðrir svo mikið að hreinsa þarf hlustina á nokkurra mánaða fresti. Með aldrinum verður eymamergurinn þykkari og þurrari og meiri hætta er á að hann safnist fyrir og loki hlustinni. Venjulegir þvottar og böð em oftast nægjanleg til að hreinsa eymamerginn hæfi- lega mikið burtu. Eymapinnar með bómull em í lagi ef þeir em notaðir mjög varlega og ekki stungið langt inn í hlustina heldur einungis notað- ir til að hreinsa opið. Aldrei má stinga neinu langt inn í hlustina vegna hættu á að skadda hljóðhimn- una eða ýta eymamerg inn að hljóð- himnu. Þeir sem fá hellu fyrir eyra og skerta heym eftir að fara í bað eiga ekki að reyna að hreinsa hlustina sjálfir heldur fara til læknis. Áður fyrr var hlustin hreinsuð í slíkum tilvikum með því að sprauta volgu vatni inn í hana en það er sjaldan gert nú orðið vegna smávegis hættu á að skemma hljóðhimnuna. Flestir læknar nota þá aðferð að draga eymamergstappann út með lítilli töng eða krók, stundum eftir að hann hefur verið mýktur upp með vökva. Það er nánast óþekkt að myndun eymamergjar stöðvist en svo getur virst hjá fólki sem fer mikið í böð eða sund og notar mikla sápu þann- ig að eymamergurinn hreinsast burtu jafnóðum og hann myndast. Eymamergur er ekki úrgangsefni heldur gagnlegur hluti af vömum líkamans gegn sýklum. • Á NETINU: Nálgast má skrif Magnúsar Jóhannssonar um lækn- isfræðileg efni á heimasíðu hans á Netinu. Slóðin er: http://www.hi.is/ —magjoh/ Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeirn liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða súnbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspumir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar:elmag@hotmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.