Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 1

Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 109. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nefnd falið að úthluta jörðum hvítra bænda í Zimbabwe Mugabe krefst þess að of- beldinu linni • • Oflugur jarðskjálfti í Chile Santiago. Reuters. ÖFLUGUR landskjálfti reið yfir Atacama-eyðimörkina í Chile og norðurhluta Argentínu í gærkvöld og varð að minnsta kosti einum manni að bana. Skjálftinn mældist 7 stig á Richt- ers-kvarða að sögn bandarískra jarðskjálftafræðinga. Rafmagns- og símastaurar brotnuðu í skjálftanum og vegir lokuðust. Framkvæmdastjóri Almanna- varnaskrifstofu Chile sagði að náma- maður í Atacama-eyðimörkinni hefði beðið bana. Margar stórar kopar- námur eru í eyðimörkinni en þær munu ekki hafa orðið fyrir miklu tjóni samkvæmt fyrstu fréttum. Harare. Reuters, AFP. ROBERT Mugabe, forseti Zim- babwe, skipaði í gær landtökumönn- um að láta af ofbeldisverkum á bú- jörðum hvítra bænda og for- dæmdi ofbeldið í fyrsta sinn. Hann tilkynnti enn- fremur að komið hefði verið á fót nefnd sem ætti að úthluta blökku- mönnum jörðum Robert hvítu bændanna. Mugabe Forsetinn tók fram að landtökumennirnir færu ekki af býlunum íyrr en úthlutunin hæfist. Mugabe skýrði frá þessu eftir fund með fulltrúum 4.500 hvítra bænda og blökkumanna sem hafa lagt undir sig hundruð bújarða og orðið að minnsta kosti 19 manns að bana. Bretar greiði bændunum bætur fyrir jarðirnar Mugabe sagði að stjórn Zimbabwe myndi greiða bændunum fyrir jarða- bætur en ekki fyrir jarðirnar sjálfar, enda hefði þeim verið stolið af blökkumönnum á nýlendutímanum. „Ekki verður greitt fyrir jarðirnar sjálfar fyrr en nýlenduherrarnir fyrrverandi leggja til fjármuni." Stjóm Bretlands hefur boðist til að veita allt að 44 milljónir punda, andvirði 5 milljarða króna, í bætur handa bændunum. Hún hefur hins vegar sett það skilyrði að ofbeldinu linni og jarðnæðislausir blökkumenn í sveitunum fái jarðimar en ekki ráð- herrar og embættismenn. Nýja nefndin verður skipuð em- bættismönnum, landtökumönnum og hvítum bændum. Mugabe sagði að nefndin ætti að hefja úthlutunina „innan skamms “ og kvaðst ætla að staðfesta breytta stjómarskrá, sem heimilar stjóminni að taka jarðimar eignarnámi, í næstu viku. Aðalsamningamaður samtaka hvítu bændanna kvaðst vera ánægð- ur með jarðanefndina. Leiðtogi landtökumannanna, Chenjerai Hunzvi, hvatti einnig til þess að ofbeldinu linnti en bætti við að það gæti hafist á ný ef jarðnæðis- úthlutunin hæfist ekki innan tveggja til þriggja vikna. Mugabe hefur ekki viljað for- dæma ofbeldið fyrr en nú og hafði ítrekað lýst yfir stuðningi við jarð- nám blökkumannanna sem em flest- ir í stjómarflokknum, ZANU-PF. Páfa fagnað í Fatima HUNDRUÐ þúsunda manna fögn- uðu Jóhannesi Páli páfa II þegar hann kom til bæjarins Fatima í Portúgal síðdegis í gær. Páfi var fluttur með þyrlu frá Lissabon og lenti hún á íþrdttavelli í Fatima þar sem María mey birtist þremur börnum árið 1917. Páfi hyggst syngja messu í bænum í dag og lýsa þeim úrskurði sínum að tvö bam- anna séu komin í samfélag hinna blessuðu. Er það oft undanfari þess að fdlk sé tekið í dýrlingatölu. ■ Lýsir börnin/32 Afríku- ríkjum boðin ódýr alnæmislyf Höfðaborg. AP, AFP. STJÓRN Suður-Afríku fapiaði í gær tilkynningu fimm alþjóðlegra lyfjafyrirtækja um að þau myndu lækka verð á alnæmislyfjum í Afríku, sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. Talið er að um 10% íbúa Suður- Afríku hafi sýkst af HIV-veirunm og ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún hafi ekki ráð á því að bjóða sjúk- lingunum viðurkennd lyf. Akvörðun lyfjafyrirtækjanna fimm er sögð vera árangur þriggja vikna samningaviðræðna þeh-ra við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Á bak við tilboðið standa fyrirtækin Boehr- inger Ingelheim, Bristol-Myers Squibb, Glaxo Wellcome, Merck & Co. og F. Hoffmann-La Roche. Samkvæmt henni verður alnæmis- lyfið Comvibir fáanlegt fyrir jafn- virði um 154 íslenskra króna á dag, í stað rúmlega 1.200 króna, sem er verð þess í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þessa miklu verðlækkun mun aðeins lítill hluti Afríkubúa hafa efni á að kaupa lyfið. Einn stærsti vand- inn er sagður vera sá að þróað heil- brigðiskerfi og vel búin sjúkrahús eru nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að stjórna lyfjagjöf til fjölda sjúklinga. Sagt er að þau ríki sem njóta munu afsláttarins geti ekki nýtt sér tilboðið sem skyldi vegna vanþróunar. Áf þeim 33,6 milljónum manna sem taldar eru smitaðar af alnæmi búa um 70% í Afríku sunnan Sahara. MORGUNBLAÐIÐ13. MAI 2000 690900 090000 Stjórn Indónesíu friðmælist við aðskilnaðarsinna í Aceh Samið um þriggja mánaða vopnahlé Lögreglan berst við námsmenn í Jakarta Genf. Reuters, AP. FULLTRÚAR Indónesíustjórnar og skæruliða sem berjast fyrir sjálf- stæði Aceh-héraðs undirrituðu í gær samning um þriggja mánaða vopna- hlé með það að markmiði að binda enda á tveggja áratuga átök í hérað- inu. Samningnum var fagnað af beggja hálfu sem mikilvægu skrefi í átt að friði. Skæruliðarnir sögðust þó ætla að halda áfram aðskilnaðarbar- áttunni og stjórnin í Jakarta sagði að ekki kæmi til greina að veita Aceh sjálfstæði. Samningurinn var undirritaður í Genf eftir leynilegar viðræður. Hann kveður á um að vopnahléið taki gildi 2. júní og verði endurskoðað með reglulegu millibili. Abdurrahman Wahid, forseti Indónesíu, ítrekaði að stjórnin myndi ekki verða við kröfu skærulið- anna um sjálfstæði Aceh. Wahid hyggst veita héraðinu aukna sjálf- stjórn í von um að það sefi Aceh-búa og aðskilnaðarsinna í öðrum héruð- um landsins. Margir Indónesar óttast að vopna- hléssamningurinn leiði til upplausn- ar Indónesíu, fjórða fjölmennasta lands heims. Aðskilnaður Aceh yrði mikið efnahagslegt áfall fyrir landið því í héraðinu er mikil gasvinnsla og einnig olía, gull og silfur. Hassan Wirajuda, sendiherra Indónesíu, sem undirritaði samning- inn fyrir hönd stjórnarinnar, sagði að ekki kæmi til greina að flytja Námsmenn kveikja í mynd af Suharto, fyrrverandi forseta Indúnesíu, á mútmælafundi við heimili hans í Jakarta í gær. Þeir kröfðust þess að Suharto yrði súttur til saka fyrir spillingu. indónesískar hersveitir úr héraðinu. Óvíst er hvort vopnahléið haldist og hvort yfirmenn hersins og leiðtogar skæruliðanna hafi taumhald á mönn- um sínum. Hermennirnir þykja óag- aðir og mikil óeining er meðal skæruliðanna. Átök við heimili Suhartos Til átaka kom í Jakarta í gær þegar hundruð námsmanna söfnuð- ust saman við heimili Suhartos, fyrrverandi forseta, í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því hann neydd- ist til að segja af sér vegna mót- mæla tugþúsunda námsmanna. Námsmennirnir köstuðu bensín- sprengjum og grjóti á lögreglumenn, sem svöruðu með því að beita tára- gasi. Námsmennirnir kveiktu einnig í bílum og ómannaðri lögregluvarð- stöð. Sjónarvottar sögðu að nokkrir hefðu særst í átökunum, þeirra á meðal tveir lögreglumenn, og sjö námsmenn hefðu verið handteknir. Suharto var bannað að ferðast út fyrir höfuðborgina í síðasta mánuði meðan ríkissaksóknari landsins rannsakar ásakanir um að hann hafi gerst sekur um spillingu og misnotað vald sitt á 32 ára valdatíma sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.