Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 6

Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 6
6 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 M0RGUN3LAÐIÐ FRÉTTIR Fjórir leiðangrar enn úti á norðurheimskautsísnum Pósturinn styrkir göngri nemenda Steypudælur Nýjar steypudælur spara þér tíma og peninga. Kynntu þér öfluga steypuþjónustu á www.bmvalla.is BM-VALLÁ Söludeild í Fornalundi Brciðhöfða 3 • Sími 585 5050 STEYPU ÞJÓNUSTA www.bmvalla.is Tveir norðurpólsleið- angrar í vandræðum Bréfið enn á leiðinni í pósti TVEIR norðurpólsleiðangar, ann- ar tveggja manna, breskur leiðang- ur og eins manns skoskur standa frammi fyrir miklum vandamálum úti ísnum vegna birgðaþrots. Bret- amir, sem eru á 88. breiddargráðu eru nánast matarlausir og eiga enn eftir um 200 km á pólinn. Ekki hef- ur verið gengið frá því hvernig að- stoð við þá verður háttað. Skotinn er einnig að verða birgðalaus en stuðningsaðilar hafa ekki úr nægu fjármagni að spila til að senda honum aukabirgðir með flugvél. Verður hann því sóttur áð- ur en hann kemst á pólinn. Miklar skóviðgerðir hjá Norðmönnunum Norðmennirnir Rune Gjeldnes og Torry Larsen eru á leið suður til Ward Hunt-eyju frá norður- pólnum. Þeir gengu á pólinn frá Síberíu og hafa notið ísreksins, sem var Haraldi mjög óhagstætt. Norðmennirnir kvarta smávegis undan færinu og geta þess á heimasíðu sinni að skór sinir séu orðnir lélegir. Sólarnir hafa brotnað og hafa þeir varið mikl- um tíma í viðgerðir á þeim. Þeir fara í meginatriðum eins að við viðgerðirnar og Haraldur og Ingþór á sínum tíma, sauma þá saman með fallhlífaþræði. Norð- mennirnir eru á svipuðum slóðum og Bretarnir en hvorugur leið- angur hefur getið hins í skýrslum Þá er tveggja manna franskur leiðangur rétt á undan Norðmönn- unum, sem keppir að sama marki, að komast óstuddur yfir Norður- íshafið að Ward Hunt-eyju. Engum leiðangri hefur tekist það enn sem komið er þótt níu leiðangrar hafi reynt það. Heimasiða norska Ieiðangursins er http://www.go2nordpolen.nu og heimasíða þess franska er http://www.polenord.ft-val- ence.net. 178 vettl- ingapör í samkeppni VETTLINGASAMKEPPNI stendur nú yfir hjá ullarvinnsl- unni í Þingborg í Árborg. Öll- um var frjálst að senda inn vettlinga í samkeppnina og bár- ust alls 178 pör hvaðanæva að á landinu. Alda Sigurðardóttir, hjá Þingborg, segir að vettlingar hafi borist af öllum gerðum, langmest ullarvettlingar. Vettl- ingarnir eru allir prjónaðir af konum og þátttakendur voru alls um 120. Alda segir að borist hafi vettlingar sem eigi rætur að rekja langt aftur í tímann en sömuleiðis afar nútíma- og framúrstefnulegir vettlingar. Ullarvinnsla hefur verið rek- in í Þingborg um níu ára skeið og þar er vél sem kembir ull, sú eina sinnar tegundar á landinu. Hún er sérsmíðuð fyrir ís- lensku ullina sem hefur lengri hár en önnur ull. Verðlaunaafhending verður í dag og verða allir vettlingarnir þá til sýnis. I sumar verður úr- val úr samkeppninni til sýnis en opið er í Þingborg alla daga frá kl. 13-18 frá og með 1. júní en á fimmtudögum frá kl. 14-18 út maímánuð. BRÉFIÐ sem grunnskólanem- ar sendu frá Vopnafirði á fimmtudag til Egilsstaða er ennþá á leiðinni og er ekki vænt- anlegt þangað fyrr en á mánu- dag. Nemend- umir gerðu sér hins vegar lítið íyrir sama dag- inn og gengu með samskonar bréf frá Vopnafirði til Egilsstaða. Þau lögðu af stað klukkan níu um morguninn og voru komin til Egilsstaða klukkan 11 um kvöldið. Með þessum hætti vildu þau vekja athygli á lélegum póstsamgöngum frá Vopnafirði til Egilsstaða, auk þess sem að þau söfnuðu 150.000 krónum í áheit sem renna í ferðasjóð til Danmerkurfarar. Einar Þor- steinsson, forstjóri íslandspósts hf., segir að sér þyki þetta skemmtilegt framtak hjá krökkunum og að fyrir- tækið hafi ákveðið að styrkja þessa póstgöngu nemendanna um 50 þús- und krónur. Varðandi það hversu lengi póstur- inn er að skila sér þama á milli segir Einar að það snúist fyrst og fremst um samgöngukerfið á þessum slóð- um. Tengingin á milli Vopnafjarðar og yfir á Austurland sé afar tak- Morgunblaðið/Sigurður Vopnfirðingarnir gengu rösk- lega til Egilsstaða. mörkuð og skapi í raun þessa merkilegu stöðu á milli þessara tveggja byggðar- laga. „Við höfum ekki heilsárs- tengingu þarna beint á milli. Það má segja að Vopnafjörður sé hluti af Norður- landi í okkar kerfi og fer póst- urinn því nánast hringinn í kring- um landið í mörg- um tilfellum. Flutningakerfið okkar er þannig upp byggt að við flytjum á hverri nóttu frá Reykjavík og austur á Hérað og í hina áttina líka. Á sama hátt förum við á hverri nóttu frá Reykjavík og norður. Þegar komnar verða örugg- ar heilsársamgöngur þarna yfir öræfin munum við að öllum líkindum fara hringinn um landið á hverri nóttu og þá náum við heildarteng- ingu á milli allra staða.“ Hann segist ekki sjá fyrir sér að þama verði grundvallarbreyting á fyrr en að vegasamgöngur verði orðnar öruggar heilsárssamgöngur. „Síðan er það nú svo að magn bréfa á milli Vopnafjarðar og Eg- ilsstaða er ákaflega lítið, þetta er auðvitað eitt og eitt bréf þegar upp er staðið. En það breytir ekki því að þjónustan þarf að vera fyrir hendi.“ Lágmarksaldur til áfengiskaupa verði óbreyttur og bflpróf verði miðað við 18 ár Lækkun gæti fjölgað dauðaslysum í umferðinni NEFND á vegum dómsmálaráð- herra hefur lagt til að lágmarksaldur til áfengiskaupa verði óbreyttur og að endurskoðað verði að hækka öku- leyfisaldur úr 17 í 18 ár. Þá leggur nefndin til að leyfilegt áfengismagn í blóði 17-20 ára ökumanna verði lækkað í 0 prómill. í skýrslu nefnd- arinnar segir jafnframt að verði ákveðið að gera tilraun með að lækka áfengiskaupaaldur eigi það einungis að gilda um léttvín og bjór og Ijóst sé að samhliða þurfi að stór- auka forvarnir, eftirlit og löggæslu. Dómsmálaráðherra setti nefndina á laggirnar í janúar 1999 og var verkefni hennar að kanna hvort að æskilegt væri að breyta lágmarks- aldri til áfengiskaupa hér á landi og skilgreina kosti þess og galla. Einnig var nefndinni falið að meta hvort að rétt væri að skoða samhliða slíkri breytingu að færa aldur ökuleyfis úr 17 í 18 ár og lækka leyfilegt áfengis- magn í blóði 17-20 ára ökumanna. Að mati nefndarinnar eru ríkjandi lög um áfengiskaupaaldur í landinu ekki virt og að ýmis rök séu bæði með og á móti lækkun þessara ald- urstakmarkana. Helstu rökin með lækkun eru þau að ungmenni verða sjálfráða við 18 ára aldur, lægri ald- ur væri í meira samræmi við ná- grannaþjóðir, núverandi aldursmörk væru ekki virt og að ósamræmi væri í aldurstakmörkum að vínveitinga- húsum og til áfengiskaupa. Einnig benti nefndin á að há ald- ursmörk geri áfengi eftirsóknar- verðara, að takmarkað aðgengi og hátt verðlag áfengis geti leitt til neyslu ólöglegra vímuefna og að sumum foreldrum þyki erfitt að neita börnum sínum um áfengi eftir 18 ára aldur. Rökin gegn lækkun eru þau helst að áform um að lækka aldurinn sé ekki í samræmi við stefnumótun rík- isstjórnarinnar frá 1996 og aðilar sem sinna forvörnum hafa unnið eft- ir síðan. Þá segir í skýrslu nefndar- innar að reynsla annarra þjóða sé ekki góð og reynsla Bandaríkja- manna af lækkun áfengiskaupaald- urs hafi verið slæm og leitt til þess að hann hafi verðið hækkaður aftur. I því sambandi er sérstaklega bent á að dauðaslysum í umferðinni hafi fjölgað áþreifanlega eftir að ald- urinn var lækkaður og að með lækk- un áfengiskaupaaldurs úr 20 árum í 18 megi búast við fjölgun alvarlegra umferðarslysa af völdum ungi-a ölvaðra ökumanna. Ökuleyfisaldur verði hækkaður úr 17 í 18 ár Þá telur nefndin að lækkun ald- urstakmarka til áfengiskaupa geti haft í för með sér að enn yngri ald- urshópar eigi greiðari aðgang að áfengi, unglingar byrji ennþá fyrr að drekka og að vandamál tengd drykkju verði ennþá meiri. Auk þess megi áætla að lækkun áfengiskaupa- aldurs geti leitt til aukinna sjálfsvíga ungs fólks. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum um breytingu á áfengiskaupaaldri og ölvunarakstri sýna sterka íylgni á milli lægri ald- urs og fjölgunar slysa. Upp úr 1970 lækkuðu mörg fylki í Bandaríkjun- um lágmarksaldurinn úr 21 ári í 18, 19 eða 20 ár, en eftir að sýnt þótti að lægri aldur ylli fleiri slysum sem tengja mætti aukinni ölvun 18-20 ára ökumanna voru aldursmörkin hækk- uð á nýjan leik og árið 1988 höfðu öll ríkin lögleitt 21 árs áfengiskaupaald- ur. Niðurstöður rannsókna sýna síðan að hærri lágmarksaldur til áfengis- kaupa leiddi til þess að slysum fækk- aði verulega. Telur nefndin að mikil- vægt sé að reyna eftir föngum að stemma stigu við alvarlegum afleið- ingum ölvunaraksturs og að ástæða sé til að endurskoða ökuleyfisaldur- inn þar sem flest slys verða af völd- um ungra óreyndra ökumanna. Sam- kvæmt því eigi að skoða að hækka ökuleyfisaldur úr 17 árum í 18 ár. I skýrslu nefndarinnar segir að unglingadrykkja hafi ávallt verið mikið vandamál á Islandi, og ástæð- an sé að unglingar hafi nákvæmlega sömu drykkjusiði og fullorðnir. Nauðsynlegt að breyta drykkjumynstri íslendinga „Áfengisdrykkjan miðast við það að drekka sig mjög ölvaðan á sem skemmstum tíma með tilheyrandi af- leiðingum. Nauðsynlegt er að breyta þessu á einhvern hátt svo að ungt fólk umgangist áfengi á annan hátt en nú tíðkast.“ Nefndin telur útilokað að takast megi að koma aftur á áfengisbanni til að leysa vandann í eitt skipti fyrir öll. Vandamálið hljóti hins vegar að fel- ast í því hvemig megi breyta drykkjuvenjum þjóðarinnar í líkingu við það sem gerist í öðrum löndum, þar sem ölvun er mun minni þrátt fyrir að heildameysla sé þar talsvert meiri. „Reynsla okkar af breytingum í frjálsræðisátt á áfengislöggjöfinni hefur ekki verið sú að þær leiði til aukinna áfengisvandamála. Bjórinn hafði ekki þær ógnvekjandi afleið- ingar sem spáð hafði verið og neysl- an jókst ekki eins mikið og spáð hafði verið fyrir um. Því má hugleiða hvort að ein leið til að breyta drykkju- mynstri íslendinga til hins betra sé að stjórna neyslunni á þann veg að meira sé drakkið af bjór og léttvín- um en minna af sterku áfengi." Með hliðsjón af þessu telur nefnd- in forsvaranlegt að gerð verði tilraun með að lækka áfengiskaupaaldur úr 20 í 18 ár sem gildi aðeins um léttvín og bjór, en ljóst sé að samhliða þurfi að stórauka forvamir, eftirlit og lög- gæslu. ;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.