Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 8

Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 8
8 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýkjiirirm formaður í lokaræðu á stofnfiindi Samfylkingar - Kveðst vera tilbúinn að taka við stj órnartaumunum Ég er fæddur. ALLT A EINUM STAÐ Hvergi meira úrval - hvergi betra ver5 bliicml Hrossadeildarnemar á Hólum keppa Skeifuverðlaun- in veitt í dag Víkingur Gunnarsson DAG er Skeifudagur Hólaskóla, þá fer fram lokahluti keppni nem- enda á hrossabraut skólans þar sem Morgunblaðið veitir hina eftirsóttu Morg- unblaðsskeifu fyrir bestan árangur í reiðmennsku og tamningu. Víkingur Gunn- arsson er deildarstjóri hrossabrautar Hólaskóla, hann var spurður hver væri saga þessarar keppni? „Morgunblaðsskeifan á sér áratugasögu, var fyrst veitt skömmu fyrir 1970. Verðlaunagripurinn er þó ekki alltaf skeifa þótt verð- launin heiti það, heldur eru alls konar gripir veittir í verðlaun." - Hvernig er keppnin skipulögð? „Það sem fram fer í dag er loka- hlutinn af keppni sem tekur tii prófa allan veturinn. Fjögur próf mynda í raun skeifukeppnina og stærsta prófið er í dag. Þá fara fram úrslit í keppni er metur til jafns gangtegundir hestins og ásetu og reiðmennsku knapans. Þama eru dæmdar fjórar gang- tegundir, fet, tölt, brokk og stökk, og vega þær allar jafnt.“ - En hvað skiptir sköpum þegar dæmt er um ásetu ogreiðmennsku knapans? „Þar þarf að koma til falleg áseta og fáguð reiðmennska sem skilar áferðarfallegri og afkasta- mikilli sýningu." - Hverjir eru helstu kostir góðs knapa? „Grundvallaratriði í því er að knapinn þekki vel atferli hesta, hann þarf að vera tæknilega fær, geta gefið hestinum ábendingar og þekkja svörun hestsins við þeim. Rnapi þarf að hafa gott jafnvægi og „afslappaða" ásetu. Hann þarf að gera kröfur til hestsins en vera þó alltaf sanngjarn." -Hvernig starfar hrossadeild Hólaskóla? „Starfið er þríþætt. Fyrirferð- armest er námið og þar er boðið frá og með næsta hausti upp á allt þriggja vetra nám í hrossarækt, reiðmennsku og reiðkennslu. Eftir fyrsta árið geta nemendur útskrif- ast sem hestafræðingar og leið- beinendur, eftir annað árið sem tamningamenn og eftir þriðja árið sem þjálfarar og reiðkennarar. Annar hluti starfsins eru rann- sóknir og þar hafa einkum verið í gangi verkefni sem tengjast heilsufari og velferð hrossa og frjósemi þeirra. En á döfinni eru verkefni í atferlisfræði, fóðurfræði og fleiru. Þriðji hluti starfsins er svo hrossarækt. Hér erum við að rækta hesta sem við getum svo nýtt inn í annað starf skólans, kennslu og rannsóknir." - Hvað eru margir nemendur í hrossadeild Hólaskóla núna? „Það eru 23 sem eru í skeifu- keppninni í ár. Þessir nemendur sem eru núna að útskrifast eru þeir síðustu sem taka hrossanámið við skólann á einu heilu ári. Hið nýja kerfi tekur svo gildi í haust sem fyrr kom fram. Þessir nem- endur sem ljúka prófi núna munu eftir prófið fara í verknám á tamn- ingastöðvar og hrossa- ræktarbýli vítt og breitt um landið.“ - Eru næg atvinnutækifæri fyr- ir þetta fólk sem frá ykkur kemur? „Já, það er bæði mikil eftirspum eftir tamningamönnum, leiðþein- endum og reiðkennurum, hér heima og erlendis. Fólk gerir sér kannski ekki ljósa grein fyrir hve íslenski hesturinn er orðinn al- ► Víkingur Gunnarsson fæddist 1963 á Dalvík. Hann lauk bú- fræðiprófi frá Hvanneyri árið 1982. Síðan tók hann stúdents- próf frá Tækniskólanum á Akur- eyri 1984 og prófi frá búvísinda- deild á Hvanneyri lauk hann 1987. Eftir það starfaði hann sem ráðunautur í Skagafirði og annars staðar á Norðurlandi, mest í hrossarækt og stundaði þá hlutakennslu við Hólaskóla. Eft- ir að hafa tekið masterspróf við háskólann Aberystwyth í Wales gerðist hann deildarsljóri hrossabrautar Hólaskóla. Kona Víkings er Guðrún Stefánsdóttir, kennari við Hólaskóla, og eiga þau eina dóttur, Sigriði Vöku. þjóðlegt fyrirbæri ef svo má segja. Ef allt er saman tekið er starfsemi tengd íslenska hestinum orðin stór iðnaður. Þar má nefna að það eru fleiri íslenskir hestar erlendis en hér á Islandi, þetta felur í sér hestasölu og að víða eru ræktend- ur, tamningamenn, reiðkennarar, hestaleigur og hestaferðir. Víða er einnig mótahald, sýningar og keppnir hér og þar, svo og fram- leiðsla og sala á reiðtygjum og ýmsum búnaði sem tengist notkun íslenska hestsins." - Koma erlendh• nemendur til náms í Hólaskóla ? „Já, um árabil hefur verulegur hluti nemenda verið erlendur, allt að helmingur man ég eftir einu sinni. Þessir útlendu nemendur koma einkum frá Þýskalandi og Norðurlöndunum. Við höfum þó haft nemendur frá ótal löndum. Hér er alfarið kennt á íslensku þannig að þessir krakkar sem koma hingað til náms hafa flest unnið hér á landi í hestamennsku og lært málið að nokkru áður en þeir hefja nám hér.“ - Er aðsókn að hrossadeild Hólaskóla góð aðjafnaði? „Já, aðsóknin hefur verið mjög góð á síðustu árum og því má ör- ugglega að einhverju leyti þakka stöðu og þróun námsins, en þróun- arvinnan er í nánum tengslum við atvinnugreinina. Haft er að leiðar- ljósi að menntunin hér skili fólki sem spjarar sig vel í faginu og það er besta auglýsingin fyrir námið. Við höfum á síð- ustu árum haft nána samvinnu við Félag tamningamanna og nemendur sem ljúka hér ákveðn- um prófgráðum geta gengið í fé- lagið með fullum réttindum. Hóla- skóli og Félag tamningamanna eru nú í skipulagsvinnu með aðilum á hinum Norðurlöndunum með það að markmiði að koma á samnor- rænu mennta- og prófgráðukerfi fyrir íslands-hestamennskuna. Starfsemi tengd ís- lenska hestin- um orðin stór iðnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.