Morgunblaðið - 13.05.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 13.05.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Skógræktarfélag Eyfírðinga fagnar 70 ára afmæli sínu með margvíslegum hætti í vor og sumar Umsjón með 13 skógræktarsvæðum á 1.500 hekturum Andlát DRÖFN FRIÐFINN SDÓTTIR SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirð- inga heldur upp á 70 ára afmæli sitt um þessar mundir og verða ýmis tækifæri í vor og sumar notuð til að minnast þessara tímamóta í starf- semi félagsins. Félagið var stofnað á Akureyri 11. maí árið 1930 og var aðalhvatamaður að stofnun þess Jón Rögnvaldsson garðyrkjumaður. Fyrstu verkefni fé- lagsins snerust um að friða þær skógarleifar sem eftir voru í Eyja- firði að sögn Vignis Sveinssonar for- manns Skógræktarfélags Eyfirð- inga. Þannig var Garðsárreitur friðaður 1932, Vaglir á Þelamörk ár- ið 1934 og Leyningshólar árið 1936. Skógræktarfélagið átti því frum- kvæði að því að þeir birkiskógar sem eftir voru í Eyjafirði voru varðveitt- ir. I kjölfar þess hófst nýskógrækt á vegum félagsins og rekstur Gróðrar- stöðvar í Kjarna. Peningagjöfin skipti sköpum Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga sagði að peningagjöf Ólafs Thoroddsen bankastjóra í Landsbanka íslands hefði skipt sköpum um að hægt var að friða um- rædd svæði, en hann færði félaginu að gjöf tíu þúsund krónur árið 1936. Peningagjöf Ólafs átti líka sinn þátt í því að hægt var að gera samninga við landeigendur um skógrækt í Vaðla- reit, handan Akureyrar, en þar voru á þessum tíma melar og ógróið land, „örgrýtisholt" eins og Hallgrímur orðaði það, en þar fór fyrsta nytja- skógræktarverkefni félagsins fram. Sjálfboðaliðar á vegum félagsins reru gjarnan á bátum yfir fjörðinn á kvöldin og um helgar til þess að Morgunblaðið/Kristján Vignir Sveinsson, formaður sljómar Skógræktarfélags Eyja- fjarðar og Hallgrímur Indriða- son, framkvæmdastjóri þess, ræða málin undir fallegum al- askavíði f Kjarnaskógi. skógrækt á svæðinu en landið sem um ræðir er um 160 hektarar. Vignir sagði að félagið væri að leita að heppilegum löndum því áhugi væri fyrir hendi á því að taka aukið land til ræktunar. Verið er að skoða ýmsa valkosti í því sambandi. A vegum félagsins hefur alla tíð verið mikil fræðslu- og kynningar- starfsemi, boðið hefur verið upp á námskeið, fyrirlestra og gönguferðir um hin ýmsu skógræktarsvæði auk þess sem tekið er á móti hópum skólabarna og þeim kynnt starfsemi félagsins. Megintekjulind félagsins síðari ár hefur verið sala jólatrjáa og stefna forsvarsmenn félagsins að því að auka hlutdeild íslenskra trjáa í fram- tíðinni. Markvisst hefur verið unnið að ræktun þeirra undanfarin ár. Ásýnd Eyjafjarðar I tilefni 70 ára afmælis félagsins verður í dag, laugardag, haldinn há- tíðarfundur þar sem m.a. verða veitt- ar viðurkenningar til einstaklinga og íyrirtækja vegna skógræktar og þá verður haldin ráðstefna sem ber yf- irskriftina „Ásýnd Eyjafjarðar". Ætlunin er að horfa til framtíðar og segir Hallgrímur að bjart sé um að litast, en þrjú stór landshlutabundin skógræktarverkefni séu í gangi, Norðurlandsskógar, Vesturlands- skógar og Skjólskógar á Vestfjörð- um. „Það er í okkar anda að efla skóg- rækt í landinu og í raun má segja að framtíðarsýnin á þeim vettvangi sé rnögnuð," sagði hann. A ráðstefnunni fjalla Páll Skúla- son rektor Háskóla íslands, Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri Skóg- ræktar ríkisins og Arni Ólafsson skipulagsstjóri Akm-eyrarbæjar um skógrækt frá mismunandi sjónar- hornum. DRÖFN Friðfinnsdótt- ir grafíklistakona á Ak- ureyri er látin. Hún lést á fimmtudag, 11. maí. Hún var fædd 21. mars árið 1946, dóttir hjón- anna Sigríðar Kristínar Elíasdóttur og Frið- finns S. Arnasonar. Dröfn stundaði myndlistarnám við Handíða- og myndlista- skólann í Reykjavík 1963, Myndlistaskólann á Akureyri 1982-1986 og Lathi Art Institute í Finnlandi 1987-1988. Dröfn hélt margar einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga heima og víða erlendis. Hún hlaut ýmsar viðurkenningar, m.a. menn- ingarverðlaun finnska sjónvarpsins 1996 og heiðursviðurkenningu frá International Woodeut Trienal, Ban- ská Bystrica í Tékk- landi 1998. Hún var bæjarlistamaður á Ak- ureyri árið 1998. Dröfn var kunn grafíklistakona og sótti form og liti í list- sköpun sinni mikið í náttúruna, landið og nánasta umhverfi sem henni var mjög hug- leikið. Eiginmaður Drafnar var Guð- mundur Óskar Guðmundsson og eignuðust þau þrjár dætur og fimm barnabörn. Morgunblaðið/Kristj án Plöntusala er hafin hjá Skögræktarfélaginu í Kjarnaskégi og hefur fjöldi fólks lagt þangað leið sína í blíðviðr- inu sem ríkt hefur síðustu daga til að huga að sumarblómunum. Morgunblaðið/Kristján Vörusýning í íþróttahöllinni VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra opnaði vöru- og þjónustusýninguna Dag- legt líf á Akureyri síðdegis f gær. Ráðherra gekk sfðan um íþrótta- höllina og í Sjafnarbásnum var slegið á létta strengi. Með Valgerði á myndinni eru Örn Viðar Birgis- son, Geir Óskarsson og Kristinn Sigurharðarson. Áttatíu fyrirtæki og stofnanir sýna fram á sunnudag í 70 básum. planta tijám í Vaðlareitinn, sem nú er orðinn hinn myndarlegasti og er kallaður Vaðlaskógur. Skógræktarfélag Eyfirðinga hef- ur aðstöðu í Kjarnaskógi, útivistar- svæði Eyfirðinga en hann er mörg- um landsmönnum kunnur. Þar hófst skógrækt á vegum félagsins árið 1947, en stærsti hluti svæðisins var friðaður árið 1952 og tuttugu árum síðar var hann fullplantaður. Kjarna- skógur var formlega opnaður á hér- aðshátíð sem haldin var árið 1974 og var hann þá felldur inn í aðalskipulag Akureyrarbæjar, en bærinn hefur frá árinu 1972 kostað framkvæmdir við útivistarsvæðið. Lætur nú nærri að þar séu 50 teg- undir trjáa og runna og hæstu trén eru um 12 metrar á hæð, en ríkjandi trjátegundir í skóginum eru birki og lerki. Milljón plöntur framleiddar í ár Gróðarstöðin í Kjarna er nú mikil- vægur þáttur í starfsemi félagins að sögn Vignis en á tímbili lá nærri að hún yrði lögð niður. Endurreisnar- starf hófst þar árið 1976, en í fyrstu sá stöðin einungis um að anna eigin þörf félagsins. „A síðastu áratugum hefur myndast markaður fyrir trjá- plöntur meðal almennings og við stefnum að því að framleiða nú í ár eina milljón plantna, en við höfum aldrei áður náð að framleiða svo mik- ið.“ Skógræktarfélag Eyfirðinga hef- ur verið með starfsemi í öllum sveit- arfélögum sýslunnar nema Grímsey og nú hefur félagið umsjón með 13 skógræktarsvæðum í sýslunni og er flatarmál þeirra um 1.500 fermetrar. Þá sér félagið um tvö útivistarsvæði, Kjamaskóg sem fyrr segir og Há- nefsstaðaskóg í Dalvíkurbyggð. Félagsmenn rækta landið á Hálsi Félagið gerði samning við land- búnaðarráðuneytið árið 1993 um leigu á jörðinni Hálsi í Eyjafjarðar- sveit til 75 ára. Félagsmenn eiga þess kost að leigja spildur í landi jarðarinnar til skógræktar og er mikill áhugi á því að sögn þeirra Hallgríms og Vignis. Nú stunda 46 einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.