Morgunblaðið - 13.05.2000, Side 16

Morgunblaðið - 13.05.2000, Side 16
16 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Skógræktarfélag Eyfírðinga fagnar 70 ára afmæli sínu með margvíslegum hætti í vor og sumar Umsjón með 13 skógræktarsvæðum á 1.500 hekturum Andlát DRÖFN FRIÐFINN SDÓTTIR SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirð- inga heldur upp á 70 ára afmæli sitt um þessar mundir og verða ýmis tækifæri í vor og sumar notuð til að minnast þessara tímamóta í starf- semi félagsins. Félagið var stofnað á Akureyri 11. maí árið 1930 og var aðalhvatamaður að stofnun þess Jón Rögnvaldsson garðyrkjumaður. Fyrstu verkefni fé- lagsins snerust um að friða þær skógarleifar sem eftir voru í Eyja- firði að sögn Vignis Sveinssonar for- manns Skógræktarfélags Eyfirð- inga. Þannig var Garðsárreitur friðaður 1932, Vaglir á Þelamörk ár- ið 1934 og Leyningshólar árið 1936. Skógræktarfélagið átti því frum- kvæði að því að þeir birkiskógar sem eftir voru í Eyjafirði voru varðveitt- ir. I kjölfar þess hófst nýskógrækt á vegum félagsins og rekstur Gróðrar- stöðvar í Kjarna. Peningagjöfin skipti sköpum Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga sagði að peningagjöf Ólafs Thoroddsen bankastjóra í Landsbanka íslands hefði skipt sköpum um að hægt var að friða um- rædd svæði, en hann færði félaginu að gjöf tíu þúsund krónur árið 1936. Peningagjöf Ólafs átti líka sinn þátt í því að hægt var að gera samninga við landeigendur um skógrækt í Vaðla- reit, handan Akureyrar, en þar voru á þessum tíma melar og ógróið land, „örgrýtisholt" eins og Hallgrímur orðaði það, en þar fór fyrsta nytja- skógræktarverkefni félagsins fram. Sjálfboðaliðar á vegum félagsins reru gjarnan á bátum yfir fjörðinn á kvöldin og um helgar til þess að Morgunblaðið/Kristján Vignir Sveinsson, formaður sljómar Skógræktarfélags Eyja- fjarðar og Hallgrímur Indriða- son, framkvæmdastjóri þess, ræða málin undir fallegum al- askavíði f Kjarnaskógi. skógrækt á svæðinu en landið sem um ræðir er um 160 hektarar. Vignir sagði að félagið væri að leita að heppilegum löndum því áhugi væri fyrir hendi á því að taka aukið land til ræktunar. Verið er að skoða ýmsa valkosti í því sambandi. A vegum félagsins hefur alla tíð verið mikil fræðslu- og kynningar- starfsemi, boðið hefur verið upp á námskeið, fyrirlestra og gönguferðir um hin ýmsu skógræktarsvæði auk þess sem tekið er á móti hópum skólabarna og þeim kynnt starfsemi félagsins. Megintekjulind félagsins síðari ár hefur verið sala jólatrjáa og stefna forsvarsmenn félagsins að því að auka hlutdeild íslenskra trjáa í fram- tíðinni. Markvisst hefur verið unnið að ræktun þeirra undanfarin ár. Ásýnd Eyjafjarðar I tilefni 70 ára afmælis félagsins verður í dag, laugardag, haldinn há- tíðarfundur þar sem m.a. verða veitt- ar viðurkenningar til einstaklinga og íyrirtækja vegna skógræktar og þá verður haldin ráðstefna sem ber yf- irskriftina „Ásýnd Eyjafjarðar". Ætlunin er að horfa til framtíðar og segir Hallgrímur að bjart sé um að litast, en þrjú stór landshlutabundin skógræktarverkefni séu í gangi, Norðurlandsskógar, Vesturlands- skógar og Skjólskógar á Vestfjörð- um. „Það er í okkar anda að efla skóg- rækt í landinu og í raun má segja að framtíðarsýnin á þeim vettvangi sé rnögnuð," sagði hann. A ráðstefnunni fjalla Páll Skúla- son rektor Háskóla íslands, Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri Skóg- ræktar ríkisins og Arni Ólafsson skipulagsstjóri Akm-eyrarbæjar um skógrækt frá mismunandi sjónar- hornum. DRÖFN Friðfinnsdótt- ir grafíklistakona á Ak- ureyri er látin. Hún lést á fimmtudag, 11. maí. Hún var fædd 21. mars árið 1946, dóttir hjón- anna Sigríðar Kristínar Elíasdóttur og Frið- finns S. Arnasonar. Dröfn stundaði myndlistarnám við Handíða- og myndlista- skólann í Reykjavík 1963, Myndlistaskólann á Akureyri 1982-1986 og Lathi Art Institute í Finnlandi 1987-1988. Dröfn hélt margar einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga heima og víða erlendis. Hún hlaut ýmsar viðurkenningar, m.a. menn- ingarverðlaun finnska sjónvarpsins 1996 og heiðursviðurkenningu frá International Woodeut Trienal, Ban- ská Bystrica í Tékk- landi 1998. Hún var bæjarlistamaður á Ak- ureyri árið 1998. Dröfn var kunn grafíklistakona og sótti form og liti í list- sköpun sinni mikið í náttúruna, landið og nánasta umhverfi sem henni var mjög hug- leikið. Eiginmaður Drafnar var Guð- mundur Óskar Guðmundsson og eignuðust þau þrjár dætur og fimm barnabörn. Morgunblaðið/Kristj án Plöntusala er hafin hjá Skögræktarfélaginu í Kjarnaskégi og hefur fjöldi fólks lagt þangað leið sína í blíðviðr- inu sem ríkt hefur síðustu daga til að huga að sumarblómunum. Morgunblaðið/Kristján Vörusýning í íþróttahöllinni VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra opnaði vöru- og þjónustusýninguna Dag- legt líf á Akureyri síðdegis f gær. Ráðherra gekk sfðan um íþrótta- höllina og í Sjafnarbásnum var slegið á létta strengi. Með Valgerði á myndinni eru Örn Viðar Birgis- son, Geir Óskarsson og Kristinn Sigurharðarson. Áttatíu fyrirtæki og stofnanir sýna fram á sunnudag í 70 básum. planta tijám í Vaðlareitinn, sem nú er orðinn hinn myndarlegasti og er kallaður Vaðlaskógur. Skógræktarfélag Eyfirðinga hef- ur aðstöðu í Kjarnaskógi, útivistar- svæði Eyfirðinga en hann er mörg- um landsmönnum kunnur. Þar hófst skógrækt á vegum félagsins árið 1947, en stærsti hluti svæðisins var friðaður árið 1952 og tuttugu árum síðar var hann fullplantaður. Kjarna- skógur var formlega opnaður á hér- aðshátíð sem haldin var árið 1974 og var hann þá felldur inn í aðalskipulag Akureyrarbæjar, en bærinn hefur frá árinu 1972 kostað framkvæmdir við útivistarsvæðið. Lætur nú nærri að þar séu 50 teg- undir trjáa og runna og hæstu trén eru um 12 metrar á hæð, en ríkjandi trjátegundir í skóginum eru birki og lerki. Milljón plöntur framleiddar í ár Gróðarstöðin í Kjarna er nú mikil- vægur þáttur í starfsemi félagins að sögn Vignis en á tímbili lá nærri að hún yrði lögð niður. Endurreisnar- starf hófst þar árið 1976, en í fyrstu sá stöðin einungis um að anna eigin þörf félagsins. „A síðastu áratugum hefur myndast markaður fyrir trjá- plöntur meðal almennings og við stefnum að því að framleiða nú í ár eina milljón plantna, en við höfum aldrei áður náð að framleiða svo mik- ið.“ Skógræktarfélag Eyfirðinga hef- ur verið með starfsemi í öllum sveit- arfélögum sýslunnar nema Grímsey og nú hefur félagið umsjón með 13 skógræktarsvæðum í sýslunni og er flatarmál þeirra um 1.500 fermetrar. Þá sér félagið um tvö útivistarsvæði, Kjamaskóg sem fyrr segir og Há- nefsstaðaskóg í Dalvíkurbyggð. Félagsmenn rækta landið á Hálsi Félagið gerði samning við land- búnaðarráðuneytið árið 1993 um leigu á jörðinni Hálsi í Eyjafjarðar- sveit til 75 ára. Félagsmenn eiga þess kost að leigja spildur í landi jarðarinnar til skógræktar og er mikill áhugi á því að sögn þeirra Hallgríms og Vignis. Nú stunda 46 einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.