Morgunblaðið - 13.05.2000, Side 22

Morgunblaðið - 13.05.2000, Side 22
22 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Náttúrustofa Norðurlands vestra formlega opnuð Sauðárkróki - Á síðastliðnum fímm árum hafa verið opnaðar fjórar Náttúrufræðistofur, hin fyrsta í Neskaupstað fyrir Aust- urland árið 1995, en síðar voru stofur opnaðar í Vestmennaeyjum fyrir Suðurland, í Bolungarvík fyrir Vestfirði og í Stykkishólmi fyrir Vesturland. Þriðjudaginn 9. maí var Náttúrustofa Norður- lands vestra opnuð á Sauðár- króki. Rekstur Náttúrustofunnar er sameiginlegt verkefni ríkisins annars vegar en sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps hinsvegar. Fjölmargir gestir voru við- staddir opnunina sem hófst með því að Pétur Pétursson stjórnar- formaður ávarpaði gesti og bauð þá vclkomna en síðan klippti Siv Friðieifsdóttir umhverfísráðherra á borða og lýsti stofuna formlega tekna til starfa. Dr. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur var ráðinn for- stöðumaður Náttúrustofunnar og tók hann til starfa í byrjun febr- úar á þessu ári en þá var að mestu lokið endurgerð gamla Barnaskólans við Kirkjutorg en þar er Náttúrustofa til húsa. í ávarpi sínu lýsti Þorsteinn ánægju sinni með að vera kominn til starfa við þessa stofnun og lýsi hann húsakosti stofunnar og þakkaði öllum sem að því komu að endurgera þetta gamla hús svo glæsilega sem raun bæri vitni. Spanna yfír flest svið náttúruvísinda Þá skýrði Þorsteinn frá starf- semi stofunnar en hún spannar yfir flest svið náttúruvísinda á Islandi þó sérsvið viðkomandi forstöðumanns afmarkaði alltaf á einhvern hátt starfsemina. Hann gerði grein fyrir lögum um starf- semi Náttúrustofa og sagði að í reglugerð um starfsemi NNV væri kveðið á um: „Að stunda vís- indalegar rannsóknir á náttúru Norðurlands vestra. Að safna gögnum og varðveita heimiidir um náttúrufar og stuðla að al- mennum náttúrurannsóknum og skal einkum lögð áhersla á Norð- urland vestra og sérstöðu nátt- úrufars á þeim slóðum. Þá skyldi stuðlað að landnýtingu, náttúru- vernd og fræðslu um umhverfís- Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Fjölmargir gestir voru viðstaddir opnun Náttúrustofu Norðurlands vestra. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Náttúrustofan er staðsett í gamla Barnaskólanum við Kirkjutorg. mál, fyrir almenning, fyrirtæki og skóla á svæðinu og hafa náið samstarf við aðrar stofnanir sem vinna að sömu málum." Til máls tóku og færðu stofunni gjafír þeir Kristinn J. Albertsson, forstöðumaður Náttúrufræði- stofnunar íslands á Akureyri, og Árni Höskuldsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands í Vestmannaeyjum, og að lokum sr. Gísli Gunnarsson, forseti sveitar- stjórnar Skagafjarðar. Dr. Þor- steinn þakkaði góðar gjafir og góðar óskir og bauð gestum að skoða húsnæði stofnunarinnar og þiggja veitingar. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Fyrstu heiðursfélagar Verkalýðsfélags Norðfirðinga, Sigfínnur Karls- son og Valgerður Ólafsdóttir. Verkalýðsfélag Norðfirðinga Fyrstu heiðursfélagarnir Neskaupstað - Á hátíðarfundi 1. maí sl. voru Sigfinnur Karlsson og eigin- kona hans Valgerður Ólafsdóttir gerð að fyrstu heiðursfélögum Verkalýðs- félags Norðfirðinga. Sigfinnur hóf snemma afskipti af verkalýðsmálum eða árið 1942 er hann var kosinn formaður Vélstjóra- félagsins Gerpis í Neskaupstað. Það má segja að frá þeim tíma og fram til ársins 1994 hafi Sigfinnur óslitið starfað að verkalýðsmálum og þá allt- af í forystusveitinni. Hann sat í stjóm Verkalýðsfélags Norðfirðinga í 41 ár, þar af formaður í 25 ár. Þá sat hann lengi í stjóm Alþýðusambands Aust- urlands og var forseti þess í 17 ár. Sigfinnur var í stjóm Verkamanna- sambands íslands í 23 ár og átti einn- ig lengi sæti í framkvæmdastjóm þess. Þá var hann fyrsti formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasam- bandsins. Sigfinnur sat í stjóm og framkvæmdastjóm Sjómannasam- bands íslands í um 20 ár. Þá má geta þess að Sigfinnur beitti sér mjög fyr- ir byggingu orlofshúsa verkalýðsfé- laga á Austurlandi, á Einarsstöðum. Valgerður, eiginkona Sigfinns, hef- ur staðið þétt við hlið manns síns í baráttunni gegnum árin eða eins og Sigfinnur sagði á góðri stund fyrir nokkmm árum, að í öllu þessu verka- lýðsstarfi hefði oft gefið hressilega á bátinn en að Valgerður hefði ávallt verið til staðar til að ausa. Unnið að úrvinnslu viðar í Fljótsdal Geitagerði - Síðastliðinn vetur hef- ur allmikið verið unnið við grisjun og úrvinnslu viðar á þeim bæjum í Fljótsdal þar sem hafin var rækt- un nytjaskóga upp úr 1970, sam- kvæmt samningi Skógræktar rík- isins og nokkurra bænda um svo- kallaða Fljótsdalsáætlun. Sú áætlun var síðar sameinuð Héraðs- skógum, skógræktarverkefni sem hófst fyrir einum áratug. Upp úr 1950 vaknaði nokkur áhugi bænda á Héraði á frekari trjárækt, sem hafði verið stunduð í venjulegum heimilisgörðum. Voru þá gróðursettir stærri lundir á nokkrum bæjum. Má þar nefna fremstu bæina í Fellahreppi, Hrafnsgerði og Skeggjastaði, og Hrafnkelsstaði og Geitagerði í Fljótsdal. Þessi ræktun gaf góðar vonir og hefur vafalaust greitt götu þeirrar ræktunar nytjaskóga á bændabýlum sem síðar kom til með Fljótsdalsáætlun og Héraðs- skógum. Heimafengið parket Héraðsskógar sjá um árlega grisjun þessara nytjaskóga og vinnslu efnis. í Fljótsdal hefur skapast af þessu vinna um átta til tíu manna í alls tvo mánuði í vetur. í Geitagerði hófst grisjun í nóvem- ber á ræktunarsvæðinu frá 1952 - Morgunblaðið/Guttormur V. Pormar Unnið í borðvið í Geitagerði. Helgi Bragason og Friðrik Ingólfsson við flettisögina. 1960. Þar var fellt nokkuð af sitka- greni og flett í borðvið en einnig lerki sem unnið er í parket og staura. Á þessum tíma var einnig grisjað á Húsum og Brekku en í mars og apríl var grisjað stórt svæði í skóginum á Víðivöllum og unnið í staura, parket og borðvið. Allir staurar úr grisjun vetrarins í Fljótsdal voru unnir á Víðivöllum, yddaðir og birktir, og fengust um 3000 staurar. Umsjón með því verki hafði Helgi Bragason frá Droplaugarstöðum. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur annar bænd- anna á Víðivöllum, Þórarinn Rögn- valdsson, unnið og lagt parket á öll gólf í nýsmíðuðu húsi sínu úr heimafengnu efni. I snjóbfl á Heklutopp Hægt að skoða ummerki gossins Hellu - Nú geta einstaklingar og hópar farið með snjóbíl á Heklutopp en þar uppi er enn vetur, sem skartar sínu fegursta með stórfenglegum sjóndeildarhring af þessu tignarlega eldfjalli. Það er fyrirtækið Toppferðir á Hellu sem býður upp á ferðir þessar, sem reyndar þarf að skipuleggja með tilliti til veðurs og skyggnis, en útsýni í góðu veðri af þessu tæplega 1.500 metra háa eldfjalli er einstaklega fagurt til allra átta. Þá gefst ágætt tækifæri til að skoða og komast að hinum nýju eldstöðvum og virða fyrir sér hraunrennslið og nýja gíga sem mynduðust í gosinu sl. vetur. Yfirleitt er farið af Dómadalsleið inn í Skjól- Það geta allir komist á Heklutopp í snjóbíl Toppferða á Hellu. kvíar og upp fjallið að norðanverðu og þarf þar að aka yfir nýtt hraun til að komast á toppinn. Töluverður hiti kraumar undir niðri og rýkur enn úr hrauninu á nokkrum stöðum. Að sögn Erlings Gíslasonar, bíl- stjóra og eiganda snjóbílsins, er einn- ig hægt að panta bfiinn í ýmsar sér- ferðir upp á jökla og aðra staði sem ekki er hægt að komast öðruvísi á, en töluvert hefur verið um slíkar sér- ferðir í vetur. „Það má reikna með að hægt verði að komast á Heklu í snjó- bflnum út maímánuð eða jafnvel lengur, það fer allt eftir veðurfari og hitastigi, en vera má að ég bjóði upp á jöklaferðir einnig í sumar, það fer allt eftir viðtökum markaðarins," sagði Erlingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.