Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 30

Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 30
30 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ §ig|l Sími: 5511520, fax: 55! 8100 *■ ÚRVERINU í Faxafem 12. laugardögum frá 10:00 - 14:00, verið flutt og sameinuð versluninni Sími: 588 6600, fax: 588 6510. METAÐSÓKN var að sjávarút- vegssýningunni, sem haldin var í Brussel í Belgíu í vikunni. Um 10.000 manns sóttu sýninguna í fyrra en að sögn mótshaldara fjölgaði þeim verulega í ár. ís- lenskir framleiðendur hafa heldur aldrei verið fleiri á sýningunni í Brussel en nú, en hún er sú stærsta sem tengist sjávarútvegi í heiminum og sú besta sem haldin hefur verið í Brussel, að sögn Ivars Pálssonar hjá Sameinuðum útílytjendum. Sýnendur voru tæplega 1.000 frá 72 löndum. Sýningarsvæðið var um 14.000 fermetrar en á fjórða tug ís- lenskra fyrirtækja var í bás sem Utflutningsráð Islands skipulagði á rúmlega 500 fermetra gólffleti. Auk þess voru SH, SÍF og Bakka- vör með eigin bása en Nýsköpun- arsjóður styrkti þátttöku íslensku fyrirtækjanna. Talið er að 300 til 400 fulltrúar íslenskra fyrirtækja hafi sótt sýn- inguna að þessu sinni en hópur framleiðenda frá íslandi var stærri en nokkru sinni fyrr. Fleiri frá Asíu Að sögn sýningarhaldara var nú meira um fyrirtæki frá Asíu en verið hefur áður á sýningunni og endurspeglaði sýningin að mörgu leyti breytt umhverfi í sölu sjáv- arafurða. Eftir því sem næst verður kom- ist var almenn ánægja með sýning- una og greinilegt að hana sækja fyrst og fremst fulltrúar fyrir- tækja sem eru markvisst í við- skiptahugleiðingum. Mikil ánægja var með sjávarútvegssýninguna sem haldin var í Brussel í vikunni og vöktu íslensku fyrirtækin athygli. Sameinaðir útflytjendur eiga um fjórðung í Sindrabergi á Isafirði sem framleiðir fryst sushi og voru fyrirtækin saman á bás á svæði Utflutningsráðs. Ivar Pálsson sér um útflutning á neytendavörum hjá Sameinuðum útflytjendum og var yfir sig ánægður með sýning- una. „Þetta tókst alveg frábær- lega,“ sagði hann. „Eg hef verið á þessari sýningu í Brussel frá upp- hafi og þessi var sú langbesta." ívar sagði áberandi að ekki að- eins hefðu innkaupastjórar stór- fyrirtækja í Evrópu sótt sýninguna heldur forstjórarnir sjálfir og hefði áhugi þeirra haft mikið að segja. „Þeir mættu til að hitta hver ann- an en ekki síður til að sjá hvað er að gerast og kynna sér málin.“ Sindraberg hóf framleiðslu á frystu sushi í vetur og var fram- leiðslan og markaðssetningin mið- uð við sýninguna í Brussel, að sögn ívars. „Áætlunin gekk eftir, innan- landsmarkaðurinn tók vörunni vel og við fengum tækifæri til að bæta það sem þurfti með erlendan markað í huga. Tæknilega er erfið- ast að frysta hrísgrjónin en við höfum náð þeirri tækni og varan vakti óneitanlega athygli. Meira að segja sýndu Asíumenn okkur mik- inn áhuga og vildu selja okkur hrá- efni.“ Að sögn ívars tókst öll kynning vel en ekkert er ákveðið með samninga. „Það á eftir að vinna úr þessu og úrvinnslan er gífurlega mikilvæg en ekkert er frágengið. Hins vegar vöktum við meiri at- hygli en áður og það á eftir að koma í ljós hvað það þýðir.“ ívar sagði að almennt hefðu ís- lendingarnir verið mjög ánægðir með sýninguna. „Það hafði mikið að segja að íslandsbásinn var á mjög góðum stað og í alfaraleið." Vfkingnr AK í Smugunni Rannsókna- skipin hafa ekki enn fundið sild NORSK-íslenska sfldin hefrn- ekki enn fundist en þrjú rannsóknaskip auk nokkurra fiskiskipa eru við leit á stóru svæði milli íslands, Færeyja og Noregs. Víkingur AK kom norður í Smug- una nálægt norsku landhelginni í fyrrinótt en hafði ekki séð neina sfld um miðjan dag í gær frekar en aðrir á miðunum. „Það hefur ekkert fund- ist,“ sagði Viðar Karlsson, skipstjóri á Vfldngi, við Morgunblaðið. „Það hefur ekkert sést af viti. Tvö leitar- skip fóru hérna yfir í liðinni viku og Árni Friðriksson er nýbyrjaður í færeysku lögsögunni en það eina sem hefur fundist er síld á mjög miklu dýpi sem nýtist engum.“ Viðar segir að þetta sé ekki venjulegt ástand því áður hafi sfldin sést á þessum tíma þó hún hafi ekki veiðst fyrr en síðar. „Samt er hita- stigið ósköp vænt hérna og allt í lagi með allar aðstæður. Hins vegar er aldrei að vita hvað þessi síld gerir. Þess vegna gæti hún farið hérna norður eftir og látið ekki sjá sig en ástæðulaust er að vera að hugsa um það, enn sem komið er.“ Norskt og hollenskt rannsókna- skip hafa verið að leita saman í Smugunni en til stendur að haf- rannsóknaskipið Árni Friðriksson og færeyskt rannsóknaskip kanni vesturhluta svæðisins. Viðar sagði að færeyska skipið hefði reyndar bilað og væri því ekki byrjað. „Björg Jónsdóttir er skammt frá okkur og Jóna Eðvalds á útleið,“ sagði hann. „En það er ekkert að sjá. Héma hafa verið norsk skip án árangurs og færeysk skip hættu í gær en dönsk skip eru héma norð- ar. Svona er ástandið núna en ekki er um annað að gera en sjá til og ástæðulaust að örvænta." I heimsókn í Færeyjum VARÐSKIPIÐ Ægir var í kurteisis- heimsókn í Færeyjum í vikunni að lokinni björgunaræfingu með Fær- eyingum og Dönum á mánudag. Islendingar, Danir og Færeying- ar hafa verið með sameiginlegar björgunai- og leitaræfingar á vorin og að þessu sinni vora þær á svæði mitt á milli íslands og Færeyja. í kjölfarið var haldið til Færeyja þar sem rætt var um framgang æfing- anna. Töluvert langt er síðan íslenskt varðskip hefur komið til Færeyja en skipherra á Ægi er Kristján Þ. Jónsson. Sjávarútvegssýningin í Brussel sú stærsta sem tengist sjávarútvegi í heiminum Besta sýning’in í Brussel til þessa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.