Morgunblaðið - 13.05.2000, Side 40

Morgunblaðið - 13.05.2000, Side 40
40 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR sögu þjóðar Kóngur og ráðherra á leið yfirlækinn. Friðrik áttundi Danakonungur og Hannes Hafstein ráðherra koma til Reykjavíkur eftir að hafa riðið um Suðurland og allt að Geysi sumarið 1907.1 tilefni að konungskomunni voru fluttir hingað flosklæddir hestvagnar en þegar til kom vildi kóngur frekar riða en aka. Ljósmyndari óþekktur. Myndadeild Þjóðminjasafns Islands. Á Stöð 2 er nú unnið að framleiðslu 10 þátta ---------------7-------------------------- raðar um sögu Islands á 20. öld og er þetta stærsta einstaka verkefni sem Stöð 2 hefur ráðist í. Hávar Sigurjónsson ræddi við Jón ---7-------------------------------------- Arsæl Þórðarson, aðalhöfund þáttanna. JÓN ÁRSÆLL er handritshöfund- ur og umsjónarmaður en meðfram- leiðandi þáttanna er kvikmyndafyr- irtækið Hugsjón undir stjóm Bjöms Brynjólfs Bjömssonar. Ásamt Jóni Ársæli hafa sagnfræðinemar á loka- ári, þau Karólína Stefánsdóttir og Ágúst Hauksson, unnið að undir- búningi þáttanna. Kvikmyndatöku- maður er Guðmundur Bjartmarsson og klipping er í höndum Sigurðar Snæbergs Jónssonar en um tónlist sér Jónatan Garðarsson. Einn þáttur um hvern áratug Myndefnið er að sögn Jóns Ár- sæls fengið úr ýmsum áttum og hef- ur ýmislegt óvænt komið í ljós í leit þeirra að nýju og áður ósýndu efni. „Við skiptum þáttunum niður á hvern áratug aldarinnar. Þetta á að vera saga fólksins í landinu; hin op- inbera saga er höfð til hliðsjónar en fyrst og fremst er áherslan lögð á að fólkið sjálft lýsi reynslu sinni og hvernig atburðir sögunnar snertu það sjálft,“ segir Jón Arsæll. „Við höfum farið um allt land og tekið viðtöl við fjölda manns og sér- staklega höfum við lagt áherslu á að ræða við þá sem eldri em og muna tímana tvenna; í minni þessa fólks er fjársjóður sem okkur er skylt að varðveita. Elstur viðmælendanna er Helgi Símonarson bóndi og kennari á Fjalli í Svarfaðardal sem er fædd- ur árið 1895, en hann man allt aftur til aldamótanna 1900 og er bráð- skemmtilegur. Hann man til dæmis vel eftir kirkjurokinu mikla árið 1900 þegar þrjár kirkjur fuku eða skekktust þar nyrðra sama daginn. Við höfum á vissan hátt forðast sér- fræðingana í beinum viðtölum en nýtum okkur hinsvegar þekkingu þeirra óspart við undirbúning og vinnslu þáttanna. Meðal þeirra sem lagt hafa okkur lið em Guðmundur Hálfdanarson, Guðjón Friðriksson, Eggert Þór Bemharðsson, Þórann Valdimarsdóttir og Þór Whitehead. Við reynum að gera sem flestu skil og vinnuheiti þessara þátta er „brot úr sögu þjóðar“.“ Gersemar í geymslum landans „Auðvitað verða sögu heillar aldar ekki gerð ítarleg skil í svona þáttum og vinnan er að miklu leyti fólgin í að velja og hafna. Að velja sér sjón- arhom,“ segir Jón Ársæll. „Við höf- um lagt gríðarlega áherslu á að finna myndir og myndefni sem ekki hefur áður sést, bæði í eigu einstak- linga og stofnana. Við höfum skoðað allar kvikmyndir sem vitað er um og notum talsvert af því efni en einnig hefur leit okkar dregið fram áður óþekktar kvikmyndir, t.d. kvikmynd frá fyrsta áratug aldarinnar um líf og starf franskra sjómanna hér við land. Þarna má sjá handbrögð þeirra til sjós og einnig kemur franski spítalinn í Reykjavík við sögu, en þetta er eina kvikmyndin sem til er af honum og starfsfólki hans að því er best er vitað. Önnur kvikmynd kom í leitirnar í Lundún- um sem sýnir norska hvalfangara á Hesteyri við Hesteyrarfjörð árin 1910-11. Þetta em hvomtveggja óm- etanlegar heimildir og um leið með fyrstu kyikmyndum sem varðveist hafa frá íslandi." Jón Ársæll kveðst sannfærður um að ýmsar gersemar á kvikmyndaíilm- um leynist í fórum fólks sem það viti ekki af og hann biður alla sem vilja og nenna að leita af sér allan gmn um slíkt í geymslum, kjöllumm eða á háaloftum þessa lands. „Ahar slíkar myndir hafa heimildargildi. Þær sýna tíðaranda og lífsstfl þess tíma og þess fólks sem þar birtist. Það er líka rétt að benda fólki á að hægt er að fela Kvikmyndasafni íslands slíkar íilmur til varðveislu án þess að sýningarrétt- Borgin sem einu sinni var óhrjálegt þorp. Myndin er tekin fyrir heil- brigðisyfirvöld í Reykjavík af Sigurði Norðdahl á því herrans ári 1948 og sýnir húsin þar sem nú er Hlemmtorg í Reykjavík. Myndadeild Þjóðminjasafns íslands. „Gerðu eins og ég,“ gæti ljós- myndarinn Óli Páll verið að segja fyrirsætunni þegar þessi mynd er tekin einhvern tímann á sjöunda áratugnum. Stíllinn er rúllukragapeysa og ákaflega stutt pils. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. urinn sé framseldur. Fólk getur alfar- ið ráðið því hvort öðmm sé veittur að- gangur að filmunum, en þar era þær þó best geymdar." Óður til fyrri kynslóða Að sögn Jóns Ársæls er þetta eitt viðamesta verkefni sem Stöð 2 hefur ráðist í. „Það er auðvitað mjög lofs- vert að fyrirtækið hafi ákveðið að gera þetta og jafnframt ákveðið að ekkert skyldi til sparað svo verkið mætti takast sem best. Þetta er risa- stórt verkefni sem auðvelt er að kikna undan en við megum ekki láta það draga úr okkur kjarkinn til góðra verka. Við emm að kveðja mestu átaka- og breytingatíma í sögu lands og þjóðar. Enn er á lífl fólk sem hefur upplifað allar þessar breytingar, það lærði að synda í mó- gröfum og átti margt hvert varla í sig eða á. Samt hefur það fært okkur upp í hendurnar eitt ríkasta samfé- lag heimsins. Á vissan hátt er þetta óður til þeirra kynslóða sem byggðu upp ísland í dag.“ Framsetning þáttanna er að sögn Jóns Ársæls með eins konar fréttasniði. „Hver þáttur byrjar með örlítilli heimsýn þar sem helstu atburðir úti í hinum stóra heimi á þeim áratug eru raktir. Síð- Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók þessa einstöku mynd eftir jarðskjálftana á Dalvík árið 1934. Fjölskyld- urnar urðu að flýja hús sín í skjálftunum og hafast við úti á berangri. Gamli maðurinn sem liggur í kör er Óskar Rögnvaldsson, afi Magnúsar Ingimarssonar hljóðfæraleikara og strákarnir með sixpensarana em Bjarki Elías- son yfirlögregluþjónn og Ottó Jónsson menntaskólakennari. an beinum við kastljósinu að ís- landi og að því hvað við vorum að bauka hér úti við ysta haf á þeim tíma. Hvernig fólk hugsaði, vann, elskaði, gladdist og syrgði. Við höf- um átt gott samstarf við fréttastofu BBC um aðgang að myndefni utan úr heimi. Við tökum svo fyrir at- burði hvers áratugar og höfum upp á fólkinu sem upplifði þá, fólkinu sem var í eldlínunni á hverjum tíma, hinn almenna mann. Þetta er því ekki eingöngu saga fyrirmanna og höfðingja eins og oft vill verða. Auðvitað hefur margsinnis þyrmt yfir mann meðan á undirbúningi hefur staðið og ég hef hugsað, Guð minn góður. Hvað hef ég kallað yfir mig! En það stafar af því að efniviðurinn er óþrjótandi og sög- urnar eru svo margar. Á það ber að líta sem kost en ekki löst. Og aldrei verður öll sagan sögð. Við leitumst við að segja söguna ekki aðeins með kvikmyndum heldur einnig með ljósmyndum og höfum átt gott samstarf við ljósmyndasöfn víða á landinu þó ljósmyndasafn Þjóð- minjasafnsins hafi reynst okkur drýgst.“ Bók í bígerð með haustinu Jón Ársæll segir að ef vel takist til megi hugsa sér að þættirnir nýt- ist sem ítarefni við sögukennslú í grunnskólum. Þá er í undirbúningi bókaútgáfa í tengslum við þættina þar sem 20. öldinni verða gerð skil í máli og ekki síst myndum. Hér er um að ræða risaverkefni sem er samvinna Stöðvar tvö, Páls Braga Kristjónssonar og Nýja bókafélags- ins, en nánar verður skýrt frá því síðar. „Markmið okkar er þó ekki aðeins að fræða heldur líka að skemmta áhorfendum okkar. Við emm ekki að segja rykfallna sögu heldur sögu sem er fersk og lifandi. Vonandi tekur sig upp gamalt bros hjá einhverjum þegar horft er á þættina." Aðspurður um hvenær áhorfendur megi vænta þess að sjá þættina segir Jón Ársæll að fyrsti þátturinn verði á dagskrá í haust „við fyrstu snjóa og síðan vikulega fram að aldamótum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.