Morgunblaðið - 13.05.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 13.05.2000, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 4T STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OFLUGT KIRKJUSTARF ÞRÁTT fyrir að margt keppi um tíma og athygli fólks í nútímasamfélagi sækja tuttugu þúsund manns að jafnaði kirkju í viku hverri í Reykjavíkurprófastsdæmi. Guðmundur Þorsteinsson, prófastur Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra, sagði í Morgunblaðinu fyrir skömmu að auk- in aðsókn að kirkjum borgarinnar væri til marks um að aukin fjölbreytni í starfi kirkjunnar mælist vel fyrir meðal fólks. „Kirkjan hefur fengið nýtt hlutverk í hugum fólks og þróun seinni ára bendir til þess að hún sé í æ meira mæli farin að taka við félagsstarfi fólks á öllum aldri.“ Kirkjan hefur einnig reynt að sinna þörfum einstakra hópa, er ella kynnu að verða útundan, s.s. nýbúa, heyrn- leysingja og aldraðra, með fjölgun sérþjónustupresta. Einnig hefur verið reynt að fjölga sérhæfðum guðsþjónust- um og færa þær jafnvel út fyrir kirkjuna sem og að nýta sér möguleika Netsins í auknum mæli. Það er ánægjulegt að sjá að kirkjan leggur áherslu á að þróast í takt við tímann og koma til móts við breyttar kröf- ur og þarfir fólks. Allt er breytingum háð og vissulega er hætta á því að þær stofnanir samfélagsins, sem ekki sinna nauðsynlegu þróunarstarfí missi smám saman tengslin við hinn almenna borgara. Það á við um kirkjuna ekki síður en aðrar stofnanir í einhverjum mæli. Kirkjan byggist á göml- um grunni og hlýtur í eðli sínu að vera íhaldssöm. Boðskap- ur hennar er almennur og óháður tímans tönn. Þess vegna á kristin trú jafnmikið erindi til okkar nú á dögum og við kristnitökuna fyrir þúsund árum. Framsetning kristinnar trúar og að einhverju leyti túlkun hefur hins vegar ávallt verið í þróun og tekið breytingum. Þótt boðskapurinn sé sá sami hlýtur kirkjan líkt og aðrir að nýta sér nýja möguleika og nýja tækni til að koma sér á framfæri. Þannig viðheldur hún hlutverki sínu sem lifandi hluti af lífi fólks. Þróttmikið starf kirkjunnar um þessar mundir bendir til að henni sé að takast það. NORSKT NASL OG ÍSLENSK HROSS FLESTIR ættu eflaust erfítt með að fínna bein tengsl á milli norskra kartöfluflagna og smurosta og íslenskra hrossa. Það breytir hins vegar ekki því að íslensk og norsk stjórnvöld hafa gert með sér samkomulag um „gagnkvæma ívilnandi tollkvóta“ þar sem þessi fyrirbæri koma við sögu. Með samkomulagi á borð við þetta er hins vegar verið að grípa inn í neyslu landsmanna á óviðeigandi hátt. Væntanlega þýðir þetta að norskt nasl og norskir smurostar beri lægri tolla en nasl og smurostar frá ríkjum, sem ekki hafa gert sam- komulag við ísland um „gagnkvæma ívilnandi tollkvóta“ til að greiða nasli sínu eða ostum leið að íslenskum neytendum. Hvað með þá sem kjósa fremur aðrar vörur, segjum sænskar kartöflulögur og franska osta? Eiga þeir að greiða hærra gjald til ríkisins heldur en þeir neytendur sem velja norsku vörum- ar til að auðveldara verði að flytja hross tU Noregs? Það er ekki síður erfítt að koma auga á réttlætið í slíkum ráðstöfunum en tengslin á mUli naslsins og hrossanna. VATNAJÖKULL - ÞJÓÐGARÐUR SIV Friðleifsdóttur umhverfísráðherra var falið á síðasta ári að láta kanna möguleika á stofnun nýs þjóðgarðs um Vatnajökul. Ráðherra skipaði starfshóp, sem nú hefur skilað skýrslu um málið og kemst að þeirri niðurstöðu, að þjóðgarð- urinn miðist við jökuljaðarinn eingöngu, auk Skaftafellsþjóð- garðs. Siv Friðleifsdóttir sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið nú í vikunni: „Ég tel mjög spennandi kost að stofna þjóðgarð á Vatnajökli, að því gefnu að í ljós komi að jökullinn sé allur í rík- iseigu eða samkomulag náist um eignarhald á honum. Það væri hugsanlega hægt í framtíðinni að stækka þennan þjóð- garð með því að bæta jaðarsvæðum eins og Lakagígum og Kverkfjöllum við þennan stóra þjóðgarð. Það er framtíðarsýn sem mér fínnst mjög áhugavert að skoða en við einbeitum okk- ur núna að Vatnajökli.“ Það er ástæða til að fylgja hugmyndum umhverfisráðherra um jaðarsvæðin eftir. Sum þeirra eru með fegurstu stöðum á Islandi. Þett dagskrá seinni dag heimsóknar forseta Póllands, Aleksander Kwasniewski Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, ræðir við pólsku forsetahjónin í Vinalundi. Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands gróðursetur tré í Vinalundi, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfísráðuneytis- ins og Jolanta Kwasniewska forsetafrú fylgjast með. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jolanta Kwasniewska, forsetafrú Póllands, heilsast fyrir utan Valhöll á Þingvöllum, en forsetar landanna, þeir Aleksander Kwasniewska og Ólaf- ur Ragnar Grímsson fylgjast með. DAGSKRÁ opinberrar heim- sóknar Aleksanders Kwasni- ewski var þétt í gær. Um morguninn heimsótti hann Granda hf. og strax eft- ir það átti hann fund með Davíð Oddssyni forsætis- Forsetahjónin snæddu hádegisverð í Valhöll ráðherra í Ráðherrabústaðn- um. Áður en pólski forsetinn hélt ásamt eiginkonu sinni til Þingvalla þar sem þau, ásamt forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, borðuðu hádegis- verð. heimsótti hann Lista- safn íslands og plantaði tijám í Vinalundi. Eftir há- degisverð í Valhöll og eftir að forsetahjónunum hafði verið kynnt saga Þingvalla var haldið í heimsókn til Nesjavalla. Þaðan var haldið til Reykjavíkur og síðdegis flutti Kwasniewski siðan fyr- irlestur í Háskólabíói. Forsetahjónin héldu á brott frá Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið í gær og þar með lauk tveggja daga opinberri heimsókn forseta Póllands til íslands. „Byltingar- kennd þróun“ í átt að 21. öldinni Skýrsla um frekara mat á umhverfisáhrifum kísilgúrsnáms í Mývatni lögð fram Kísiliðjan vill náma- leyfi til 30 ára á tveim- ur svæðum í Syðriflóa Morgunblaðið/Kristján Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit, með skýrsluna um frekara mat á umhverfisáhrifum kísilgúrvinnslu úr Mý- vatni sem kynnt var í gær. Kísilvinnsla við Mývatn lllv \ Ytri fíoi vTleynihlíð t^Reykjahlíð / Kísíliðjan '7$. ^ v7°- Svæði það f Ytriflóa sem yjj námaleyfi | Kísiliðjunnar ■ Vogar nær nú til 'Geiteyjarströnd Frekara mat á umhverfis- áhrifum verður framkvæmt vegna hugsanlegra kísilgúr- námuvinnslusvæða 1 og 2 °Sor j// Heimild: Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum ALEKSANDER Kwasni- ewski, forseti Póllands, hélt í gær fyrirlestur í Háskóla- bíói í boði rektors Háskóla íslands undir yfírskriftinni Pólland á þröskuldi 21. aldarinnar. I fyrirlestrin- um sagði Kwasniewski frá framtíðar- horfum í Póllandi, fyrirhugaðri aðild að Evrópusambandinu og reynslunni af aðild landsins að Atlantshafsbanda- laginu og kom fram í máli forsetans að mikilvægt væri að bandamenn líkt og ísland og Pólland, evrópskar bræðra- þjóðir, miðuðu að því að auka skilning og þekkingu milli sín og annarra og taka höndum saman við að mæta mál- efnum nýrrar aldar. „Til að öðlast skilning á Póllandi samtímans er nauðsynlegt að skyggn- ast aftur til fimmta áratugarins þegar stórveldin skiptu álfunni upp í áhrifa- svæði. Eftir heimsstyrjöldina síðari var Pólland nánast rjúkandi rúst og lenti innan áhrifasvæðis Sovétríkj- anna sem um fjögurra áratuga skeið ákvarðaði efnahagsh'f landsins og póli- tíska stöðu þess innan álfunnar. En það eyddi þó ekki aldalöngum tengsl- um þjóðarinnar við aðra hluta álfunn- ar. Undir niðri hélt sjálfstæði þjóðar- sálarinnar velli og viðhélt hefðum og menningu vestrænna ríkja. Þjóðin var ekki brotin á bak aftur í kalda stríðinu og jámtjaldið hélt ekki aftur af henni. Það er því engin tilviljun að af öllum fyrrum austantjaldsríkjum þá er frelsi og lýðræði gert hæst undir höfði í Póllandi." Kwasniewski sagði að með tilkomu Samstöðu á níunda áratugn- um hafi verið ljóst að lýðræðisvonir þjóðarinnar gátu ekki verið á bak brotnar. Þessar vonir hafi gert það að verkum að fall járntjaldsins hafi farið friðsamlega fram og þjóðfélagsleg um- ALEKSANDER Kwasni- ewski, forseti Póllands, átti fund með Davíð Odds- syni forsætiráðherra í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun. Þeir ræddu m.a. um samskipti land- anna á nokkuð breiðum grundvelli, samstarfið í NATO og hugsanlega inngöngu Póllands í Evrópusam- bandið. Kwasniewski sagði að fundurinn hefði verið mjög gagnlegur og tók Davíð Oddsson undir þau orð. „Við ræddum um mögulega inn- göngu Póllands í Evrópusambandið og þau vandamál sem það getur haft í för með sér, en það er von mín að við fáum inngöngu fyrir árið 2003,“ sagði Kwasniewski. „Við ræddum um sam- skipti þjóðanna og það hvernig unnt væri að þróa þau frekar, en þar eru skipti Póllands síðasta áratug aldar- innar því oft verið nefnd „byltingar- kennd þróun“. Síðan þá hafi umfangsmikil endur- skipulagning farið fram með markaðs- væðingu efnahagslífsins og almennri lýðræðisvæðingu ríkisstofnana. ,Á af- ar stuttum tíma hefur pólskt samfélag gjörbreyst og hafið sig frá stigi ófull- burða lands sem einkenndist af óða- verðbólgu og efnahagsþrengingum til eins þess atkvæðamesta í Evrópu samtímans. Vöxtur í efnahagsh'fi hefur verið stöðugur sem við þökkum að- haldssamri efnahagsstjóm.“ Dró Kwasniewski þó ekki dul á að undan- farinn áratugur hefur á ýmsan hátt verið erfiður fyrir þjóðina. Pdlveijar hafa miklu að miðla Forsetinn sagði að Pólverjar mættu vera stoltir af árangri sínum í utanrík- ismálum. Landið væri staðsett í hjarta Evrópu þar sem menningaráhrif og viðskipti finna sér farveg og hefðu ýmsir möguleikar fyrir hendi og þá sérstaklega í sjávarútvegi, en einnig í landbúnaði, ferðamannaþjónustu og viðskiptum almennt." Kwasniewski sagðist hafa rætt um málefni NATO við forsætisráðherr- ann, en hann sagði að það, þegar Pólland gekk í NATO fyrir rúmu ári, hefði verið sögulegur viðburður fyrir þjóðina. „í fyrsta skipti í sögunni erum við aðili að jafnsterku bandalagi og NATO og í fyrsta skipti í þúsund ára sögu Póllands er það í bandalagi með Þýskalandi. NATO hefur mjög mikil- vægu hlutverki að gegna í Evrópu og það er minn skilningur að bandalagið muni beita sér fyrir því að standa vörð um lýðræði, mannréttindi, frelsi og frið í álfunni," sagði Kwasniewski. Davíð sagði að auk þess að ræða pólsk stjórnvöld gert sér far um að efla tengsl sín við evrópskar þjóðir í vest- ur- og austurvegi með það að mark- miði að gera Mið- og Austur-Evrópu að svæði stöðugleika og friðar. í þessu tilliti hefðu Pólverjar miklu að miðla. Kwasniewski sagði að Pólveijar litu fullir eftirvæntingar til framtíðarinnar eftir þrengingar síðustu aldar. „Við höfum staðist raunir tímans og okkur famast vel. Við erum þeirrar skoðunar að fyrir Pólland og Evrópu alla, sé 21. öldin öld tækifæra." Sagði Kwasniewski að Pólverjar gætu mætt kröfum nýrrar aldar og hefðu í því skyni fjárfest mikið í endur- bótum á menntakerfi þjóðarinnar. Hnattvæðing og aukin samkeppni þjóða á milli skapi tækifæri en jafn- framt þyrfti að gæta að því að fara ekki offari, „efla ber visku og réttlæti þjóða í milli og þetta eru spurningar sem Pólland, Island og önnur ríki ættu að svara á sameiginlegum grundvelli." Pólland varð aðili að Atlantshafs- um hugsanlega inngöngu Póllands í Evrópusambandið og varnar- og ör- yggismál í Evrópu hefðu þeir rætt um stöðuna í Rússlandi og möguleikana í samskiptum Islands og Póllands. Pólsk stjórnvöld reyna að selja 32 togara „Samskipti landanna hafa hingað til verið mjög góð,“ sagði Davíð. „Ef Pólland nær að rétta sig við efnahags- lega þá eru mjög miklir möguleikar fyrir okkur íslendinga þar t.d. í að sækja þangað ferðamenn." Davíð sagði að Kwasniewski hefði rætt nokkuð um samvinnu í sjávar- útvegi. „Hann nefndi sérstaklega að nú væru 32 togarar í eigu stjórnvalda sem þau væru að reyna að selja til einkaaðila og voru að velta því fyrir bandalaginu fyrir um ári og sagði for- setinn reynslu þess tíma afar mikil- væga. Landið hafi gerst aðili að bandalaginu á erfiðum tímum í sögu þess, átökin á Balkanskaga hafi verið yfirvofandi og skömmu eftir inngöngu Póllands hafi bandalagið hafið hemað- araðgerðir sínar gegn Júgóslavíu. Kwasniewski sagði að Pólland hafi staðið með aðgerðum bandamanna sinna ekki síst í ljósi þess að þjóðernis- hreinsanir þær sem heimsbyggðin hafi orðið vitni að á Balkanskaga snertu þjóð sína djúpt. Pólland hafi ekki farið varhluta af slíkum ógnum á öldinni og er atburðirnir á svæðinu urðu mönnum ljósir hafi það ýft upp gömul sár þjóðarinnar sem man fullvel aðgerðir nasista í landinu í heimsstyrj- öldinni síðari. „Við þekkjum vel afleið- ingar þess er stjórnmál og þvílík hug- myndafræði sameinast," sagði Kwasnieski. Pólland bíður nú aðildar að.Evrópu- sambandinu og er markmið stjóm- sér hvort íslenskir aðilar gætu komið inn í dæmið og keypt einhver skip. Einnig velti hann því fyrir sér hvort íslendingar, með sína þekkingu, hefðu áhuga á að koma inn í rekstur á valda að innan þriggja ára verði ríkið fullur aðili að sambandinu. Lagði for- setinn á það áherslu að spurningin um aðild sneri aðeins að hálfu leyti að Póllandi sjálfu. Hinn hluti málsins væri afstaða sambandsins til þess hve- nær og hvemig stækkun þess fari íram. ,Áríð 1992 undirrituðum við sam- starfssamning við Evrópusambandið með það að markmiði að gerast fullir aðilar að sambandinu innan skamms tíma. í dag er meginmarkmið okkar að vera reiðubúnir í árslok 2002 þannig að af aðild landsins geti orðið 2003.“ Sagðist hann vera margoft spurður að því hvort þetta sé raunhæf framtíðar- sýn og kvað hann svo vera. ,Árið 2003, eftir fjórtán ára þrotlausa vinnu í átt að umbótum sem kostað hefur mikið erfiði og miklar fórnir, mun Pólland gerast aðili að sambandinu. Þetta er langur tími ef horft er til undirbúnings annarra þjóða fyrir aðild, t.d. Spánar og Portúgals. Við höfum nýtt tímann vel og auk þess notið aðstoðar félaga okkar innan álfunnar." í þessu sam- hengi sagði Kwasniewski að um aðild- ina og þær breytingar sem til þyrftu, ríkti full samstaða meðal allra stjórn- málaafla landsins. „Hinn hluti málsins snýr hins vegar að Evrópusambandinu sjálfu, þ.e. hve- nær ný aðildarríki verði samþykkt. Þar eð stækkun sambandsins sem slík hefur þegar verið ákveðin er spurning- in eingöngu um það hvenær hún fer fram, á hvaða hraða og hve mörg ríki verði tekin inn í sambandið. Ákvarðan- ir í þessa veru snúast í raun um eðli Evrópusambandsins," og í ljósi reynsl- unnar og sögu sambandsins taldi Kwasniewski það fullvíst að Pólland verði aðili innan skamms. fiskverksmiðjum í Póllandi, en þeir þurfa að gera breytingar á rekstri þeirra þar sem aðeins um 40 af 400 verksmiðjum uppfylla nútímareglu- gerðir.“ Forystumenn Kísiliðj- unnar við Mývatn kynntu í gær skýrslu um frekara mat á umhverfísáhrífum vegna kísilgúrvinnslu úr Mývatni. Margrét Þóra Þórsdóttir sat blaða- mannafund á Akureyri þar sem fram kom að fyrirtækið fer fram á leyfí til vinnslu á tveimur nýjum svæðum í Syðri- flóa til 30 ára. NYTT umhverfismat á áhrif- um kísilgúrvinnslu úr Mý- vatni bendir til þess að starfsemi Kísiliðjunnar hafi ekki neikvæð áhrif á lífríki vatns- ins og því sé ekkert því til fyrirstöðu að hefja vinnslu kísilgúrs úr Syðriflóa Mývatns. Núverandi námaleyfi Kísil- iðjunnar rennur út árið 2010, en fyrir- sjáanlegt er að vinnsla stöðvist árið 2020, þar sem kísilgúr er á þrotum á þeim svæðum sem námavinnsluleyfið nær til. Frummat á umhverfisáhrifum kísil- gúrvinnslu úr Mývatni var lagt fram í ágúst á síðasta ári og var það byggt á áratuga rannsóknum á vatninu. Sú skýrsla var úrskurðuð í frekara mat og var skýrslan sem kynnt var í gær unn- in til að fullnægja skilyrðum skipulags- stjóra ríldsins. Skýrslan, sem unnin var af Hönnun hf. verkfræðistofu, er því síðasta skrefið í ferli sem staðið hefur í á þriðja ár, en vinna við frummatsskÁ'sluna hófst árið 1997. „Við erum ánægð með þessa skýrslu og teljum að okkar málflutningur sé traustur. Við förum því fram á að fá leyfi til vinnslu á tveimur nýjum svæð- um í Syðriflóa til 30 ára, skemmra leyfí er óviðunandi," sagði Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri Ksil- iðjunnar. „Við teljum að með öllum þeim gögnum sem fyrir liggja sé nú hægt að taka ákvörðun um framtíð Kísiliðjunnar." Gunnar Öm kynnti efni skýrslunnar á fundi á Akureyri í gær, en hún liggur frammi til kynningar til 16. júní næst- komandi og gefst kostur á að gera við hana athugasemdir fram að þeim tíma. Gert er ráð fyrir að úrskurður skipu- lagsstjóra um umhverfismatið liggi fyrir í síðasta lagi 7. júlí. Fram kemur í skýrslunni að íslensk- ar rannsóknir sem gerðar voru á ný- liðnum vetri og endanlegt mat á um- hverfisáhrifum kísilgúrvinnslu úr Mývatni leiði í ljós að hverfandi líkur séu á að kísilgúrvinnsla úr Syðriflóa hafí neikvæð áhrif á lífríki vatnsins og er það í takt við niðurstöðu alþjóðlegs matshóps sem ríkisstjómin fékk til að fara yfir fyrirliggjandi rannsóknir á vatninu með það fyrir augum að fá óháð utanaðkomandi mat. Áætlað að svæðin dugi í rúm 30 ár Óráðlegt er talið að halda áfram vinnslu í Ytriflóa og hafa forsvars- menn Ksiliðjunnar því fallið frá því að víkka út námasvæðið í Ytriflóa. Þeir hafa óskað eftir því að fá leyfi til vinnslu á tveimur svæðum í Bolum á Syðriflóa, en þau samsvara um 4% af flataiTnáli flóans. Áætlað er að svæðin á Bolum dugi til 32 ára vinnslu og fara forráðamenn Kísiliðjunnar fram á að leyfi fáist til vinnslu þar til 30 ára, ann- að sé óviðunandi. Gunnar Örn sagði að leggja þyrfti í mikinn kostnað, en vemlegar fjár- festingar þarf bæði til að fara inn á ný svæði og eins til endurnýjunar í verksmiðjunni sem að hluta til er búin 35 ára gömlum tækjum. Áætlað er að kostnaður geti numið á bilinu 100 til 200 milljónir króna og sagði Gunnar Örn að ekki yrði lagt út í slík- ar fjárfestingar nema tryggt yrði að fyrirtækið gæti byggt á þeim til fram- tíðar. Áhrif utan námasvæðanna hafa að- allega valdið vísindamönnum áhyggj- um, en þau era til komin vegna set- flutninga ofan í námasvæðin og myndun rofsvæða utan þeirra. I skýrslunni era lagðar fram nýjar rann- sóknir á setflutningum og setkjarna- rannsóknum í vatninu og kemur þar fram að aukning í setflutningum inn á námasvæðin umfram það sem á sér stað við náttúraleg skilyrði eru um 2% þess sets sem af náttúralegum ástæð- um er á ferð í vatninu hverju sinni. Sú ályktun er þvi dregin að ekki sé að vænta meiriháttar breytinga á rof- svæðum í vatninu þegar til lengri tíma er litið þar sem vatnið muni alltaf leita að nýju jafnvægisástandi. Setflutningar hafa ekki áhrif á Laxá né lífríki hennar Setflutningareikningar leiða einnig í ljós að fyrirhuguð vinnsla í Syðriflóa muni hvorki hafa áhrif á setflutninga niður Laxá né á lífríki árinnar. Þá er einnig talið ólíklegt að kísilgúrvinnslan hafi áhrif á afkomu fugla og litlar líkur era taldar á að fæðuskilyrði bleikju og urriða versni. Loks kemur fram í skýrslunni að rask vegna nýrra fram- kvæmda sem ráðast þarf í vegna nýs vinnslusvæðis muni verða lítið og að unnið sé að úrbótum í frárennslismál- um verksmiðjunnar í samvinnu við Hollustuvernd. Hreiðar Karlsson stjórnarformaður Ksiliðjunnar sagði kísilgúrinn auðlind sem óhyggilegt væri að nýta ekki áfram, nú þegar ljóst væri að ekki yrði hægt að tengja sveiflur í lífríki Mý- vatns við starfsemi verksmiðjunnar. „Ég held að öllum hljóti að vera létt við þessa niðurstöðu, nú er hægt að eyða óvissu um byggð í Mývatnssveit," sagði Hreiðar. 40 milljóna króna kostnaður við umhverfismat Sigurjón Benediktsson stjómar- maður benti á að fyrirtækið hefði lagt út í um 40 milljóna króna kostnað vegna umhverfismatsins og það væra einungis traust fyrirtæki sem stæð«| undir slíkum kostnaði. Hann nefndi að fyrirtækið væri langt frá höfuðstöðvum vísindasamfé- lagsins, en það hefði nánast lagt Ksil- iðjuna í einelti. Benti hann á að íjöldi fyrirtækja í námunda við þetta samfé- lag hefði ekki þurft að ganga í gegnum álíka ferli og Ksiliðjan. Taldi Siguijón að vísindasamfélagið hefði farið offaiý gagnvart fyrirtækinu. Fundur forseta Póllands og forsætisráðherra Ræddu um samvinnu í sjávarútvegi Morgunblaðið/Ásdís Aleksander Kwasniewski, forseti Pdllands og Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra Islands, ræddu um samskipti ríkjanna á breiðum grundvelli á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum i gær. Á fundinum voru einnig Barbara Tuge-Erecimska, varautanríkisráðherra Pdllands, Stanislaw Czartoryski, sendiherra Pdllands á Islandi og Ólafur Davíðsson, ráðuneytissljdri í for- sætisráðuneytinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.