Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 Hitaeiningar og hugarfar „Það vita svo sem flestir hvílíkir töfrar hafa verið fólgnir íþessum kúrum. Núna eru hins vegarkomnarfram nýstárlegar kenningar um það afhverju aukakílóin eru að sliga svo marga. * Isem allra stystu máli ganga þær út á það að aukakílóin séu ekki eingöngu vegna mataræðisins, heldurséuþað ekki síður áhyggjur og sektarkennd sem leggjast svo þungt á fólk í orðsins fyllstu merkingu. “ ÞAÐ er vel þekkt stað- reynd að meðal- fallþungiBanda- ríkjamanna er sá mesti meðal þjóða heims. Það er líka nokkuð út- breidd vitneskja að Banda- ríkjamenn hafa í nokkuð langan tíma átt í mjög sérkennilegu ást- ar/haturssambandi við mat þar sem þeir vilja helst ekki af honum vita á sama tíma og hvergi í ver- öldinni þekkist annað eins fram- boð af matvöru. Þetta samband hefur löngum verið skýrt með fall- VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen þunganum, vegna hans sé meirihluti þjóðarinnarí eilífri megrun, en undanfarið hafa risið kenningar þess eðlis að þessu sé akkúrat öfugt farið. Til staðfestingarþessum nýju kenn- ingum er litið til Frakka en það er líkast til ekki til sú þjóð sem elsk- ar matinn sinn heitar en franska þjóðin. Frakkar eru hins vegar langt frá því að vera eins frjáls- lega vaxnir og Bandaríkjamenn. Þeir síðamefndu eru svo sem langt frá því að vera eina þjóðin þar sem stríðið við aukakílóin virðist eilíft og nýir megrunarkúr- ar sem eiga það sameiginlegt að vera „hinn eini rétti,“ stinga upp kollinum viðstöðulaust. Einu sinni fólst töfralausnin í því að borða ekkert nema banana, svo átti helst ekkert að drekka nema hvítvín, seinna var grænmetissúpa elduð í risaskömmtun á sumum heimilum og hennar neytt eingöngu næstu vikumar, eftir það kom svo megr- unarduft hrært út í vatn sem var þambað í lítravís og svona má halda áfram út í hið óendanlega. Það vita svo sem flestir þvílíkir töfrar hafa verið fólgnir í þessum kúmm. Núna em hins vegar komnar fram nýstárlegar kenn- ingar um það af hverju aukakílóin em að sliga svo marga. í sem allra stystu máli ganga þær út á það að kílóin óvinsælu séu ekki eingöngu vegna mataræðisins, heldur séu það ekki síður áhyggjur og sekt- arkennd sem leggjast svo þungt á fólk í orðsins fyllstu merkingu. Þessi nýja kenning var skýrð í fréttaþættinum Dateline á banda- rísku sjónvarpsstöðinni NBC á dögunum. Þar var rifjað upp að Bandaríkjamenn hafa löngum furðað sig á því hvemig Frakkar geti mokað í sig sætum og feitum réttum daginn út og inn, en samt verið miklu grennri en stórþjóðin í vestri. Fréttamaður stöðvarinnar fór til Parísar og fjallaði um mat- argerð þarlendra. Hann dáðist að gæsalifrarpaté, girnilegu úrvali brauða og sætmetis, að ógleymdu franska rauðvíninu. „Maturinn er jafnglæsilegur og arkitektúrinn", sagði hann, „og veitir jafnmikinn unað og rómantískur göngutúr meðfram' Signubökkum að vori.“ Það sem heillar Banda- ríkjamenn nú orðið einna mest við Frakka og franska matargerð er það að þeir njóta þess að borða góðan mat án þess að telja hita- einingamar og ekki síst að þetta virðast þeir geta gert án þess að láta á sjá. Þetta þykir Banda- ríkjamönnum göldmm líkast. Bandaríkjamenn em margir hverjir með megmn á heilanum og virðast farnir að láta sektar- kenndina yfir þvi að láta undan freistingum eyðileggja fyrir sér alla ánægju af því að borða á meðan Frakkar vita fátt yndis- legra. Staðreyndin er svo sú að yfir 30% Bandaríkjamanna telj- ast of feitir en aðeins 8% Frakka og þrisvar sinnum fleiri Banda- ríkjamenn en Frakkar deyja ár- lega af völdum kransæðastíflu sem rekja má til mataræðis. Þetta er kallað „hin franska þver- sögn“ af bandarískum vísinda- mönnum sem era ekki einir um að nota þá nafngift. Það heíúr verið reynt að skýra þversögnina með tilvísan til gena, rauðvínsdrykkju Frakka og þess að þeir hljóti að stunda meiri lík- amsrækt. Og nú er sem sagt enn ein skýringin komin fram. Sú að Bandaríkjamenn séu svo upp- teknir af þeim áhrifum sem mat- urinn hafi á þá að þeir hreinlega hugsi sig feita, ef svo má að orði komast. Frakkar hins vegar upp- lifi það að borða sem áhugaverða reynslu. ,Á sama tíma og Banda- ríkjamenn borða eitthvað bragð- gott sem þeir njóta, em þeir með samviskubit yfir þeim áhrifúm sem fæðið á eftir að hafa á líkama þeirra,“ segir Paul Rozin, sálfræð- ingur við Pennsylvaníuháskóla og einn höfunda nýlegrar könnunar á mismunandi viðhorfi til matar milli landa. Hinum megin Atlantshafsins, í Frakklandi, hefur félagsfræðing- urinn Claude Fisehler stúderað frönsku þversögnina. Könnun sem hann átti hlut að leiddi m.a. í ljós að mun fleiri Bandaríkjamenn notuðu lýsingarorðið fitandi yfir ís á meðan fleiri Frakkar lýstu hon- um sem girnilegum. Eins kom í ijós að 26% Bandaríkjamanna virðist hugnast vel sú hugmynd að geta gleypt pillu í stað þess að þurfa að borða, á meðan aðeins 12% Frakka leist vel á hugmynd- ina. Þetta kemur fræðimönnunum ekki á óvart, enda haft á orði að margir Bandaríkjamenn taki því sem hverju öðm hundsbiti að þurfa að nærast og geri það helst á hlaupum. Það væri áhugavert að sjá svart á hvítu hvorri þjóðinni íslending- ar hallast að í viðhorfi sínu til mat- ar. Vonandi kippir okkur í franska kynið í stað þess að tileinka okkur hið sakbitna viðhorf Banda- ríkjamanna til matar, því hvað sem tengslunum við offituna líður virðist bara vera meira gaman hjá Frökkunum. Að minnsta kosti í kringum matmálstíma. MINNINGAR JORUNN JÓHANNSDÓTTIR + Jórunn Jóhanns- dóttir fæddist í Grafardal í Hval- fjarðarstrandar- hreppi 14. janúar 1909. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgamesi 2. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhann Símonarson, lengst af bóndi á Litlu-Fellsöxl í Skil- mannahreppi, f. 15. júlí 1881, d. 28. febr- úar 1969 og Þorkatla Gísladóttir, f. 30. maí 1878, d. 3. júní 1958. Systkini Jór- unnar em: 1) Aðalsteinn, f. 2. aprfl 1912 (látinn). 2) Snæbjörn, f. 22. júlí 1914 kennari, búsettur í Hafn- arfirði. 3) Sigurgeir, f. 18. júnf 1919 (látinn). Jórunn giftist 1. maí 1943 Sig- urði Kristni Þor- bjarnarsyni, f. 18. mars 1915, d. 5. des- ember 1988. Þau stunduðu búskap í Neðra-Nesi í Staf- holtstungum frá ár- inu 1945 allt þar til Sigurður lést árið 1988. Synir þeirra em: 1) Þorbjörn, f. 13. aprfl 1947, býr í Neðra-Nesi í Staf- holtstungum. 2) Þór- ir Gunnar, f. 27. des- ember 1949, eðlis- verkfræðingur, búsettur í Svíþjóð. Jórunn var siðustu níu árin til heimilis á Dvalarheimili aldraðra við Borgarbraut 65 í Borgarnesi. Utför Jómnnar fer fram frá Stafholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Á vordögum er burtkölluð Jómnn Jóhannsdóttir húsfreyja í Neðranesi í Stafholtstungum, rúmlega níræð að aldri. Undanfarið hafði heilsa hennar dvínað, sjónin daprast og kraftar hennar þorrið og hún því verið hvíld- inni fegin. En að baki átti hún langan starfsdag og hafði hvergi hlíft sér líkt og hennar kynslóð mátti búa við. Jómnn var grannvaxin og fíngerð kona en aldrei verkasmá. Um sex áratugir em síðan kynni okkar urðu er hún mægðist við fjöl- skylduna í Neðranesi. Þræðir þess liggja aftur fyrir seinustu aldamót er kynni tókust með mínu fólki og hjón- unum er þá bjuggu að Brúarreykj- um, þeim Sigríði og Halldóri og þeirra bömum. Þegar Þórdís, yngsta dóttirin giftist árið 1913 Þorbirni Sigurðssyni bónda í Neðranesi lágu gagnvegir þangað. Er tímar liðu lá leið mín þangað í sumardvöl; í borg- firsku samfélagi, menningarlegu umhverfi og við gróna búskapar- hætti átti ég nokkur sumur kringum 1940 á heimili vinafólksins. Konur í héraðinu vora félagslega virkar og uppúr 1930 var stofnað Samband borgfirskra kvenna er hafði ýmis uppbyggileg málefni á verkefnaskrá. Á vegum þess vom leiðbeinendur í garðrækt og í því hlutverki var Jómnn um skeið. Farið var á sveitaheimilin og kynntar nýj- ungar í matjurta- og blómarækt og þannig lá leið hennar fyrst í Neðra- nes. Eldri sonurinn á bænum og arf- taki búsins Sigurður Þorbjömsson og Jómnn felldu hugi saman, gengu í hjónaband og tóku við búsforráðum eftir lát föður hans árið 1942. Jórann bar með sér andblæ þess er hleypt hefur heimdraganum. Hún var bóndadóttir frá Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi, elst fjögurra syst- kina og einkadóttir. Æskuheimili hennar lá við þjóðbraut skammt ofan við kaupstaðinn Akranes þar sem hún sem unglingur dvaldist til fröm- unar hjá Guðrúnu Gísladóttur móð- ursystur sinni; ljósmóður staðarins í áratugi og heiðursborgara bæjarins. Síðar lá leið Jómnnar að skólasetr- inu Laugarvatni þar sem hún auk annars kynnti sér garðyrkju undir handleiðslu Ragnars Asgeirssonar garðyrkjumanns. Eftir það dvaldist hún nokkur ár í Reykjavík og stund- aði saumaskap og nam einnig orgel- leik. Jómnn var góðum gáfum gædd, hafði kynnt sér margt af bókum og bjó yfir fjölbreyttri verkkunnáttu og var jafnan úrræðagóð við lausnir mála. Natni hennar við dýr og gróð- ur og næmi á umhverfi og náttúmna var aðal hennar. Þau hjónin vom samhent og gest- risin. Til þeirra var ánægjulegt að koma, móttökur góðar og skemmti- legt að finna sig vera aufúsugest. Þau vom viðræðugóð, fróð um menn og málefni, fylgdust vel með atburð- um líðandi stundar og bjuggu að frá- sagnargáfu er jók gildi samvem- stunda með þeim. Bæði létu þau hjón sóknarkirkj- una í Stafholti njóta krafta sinna; hann sem meðhjálpari og hún efldi sönglíf með þátttöku í kirkjukóm- um. Jóranni og Sigurði varð auðið fjögurra sona og komust tveir þeir yngri til fullorðinsára og starfrækja nú bú á foðurleifð sinni Neðranesi. Eftir andlát Sigurðar bjó Jómnn áfram með tilstyrk sona sinna en líf hennar hafði misst nokkuð af lit sín- um er sálufélaginn og föranauturinn var ekki lengur við hlið hennar. Allra seinustu árin var hún við gott atlæti á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi. Jómnn hafði þann skemmtilega sið meðan heilsan leyfði að koma ár- lega í orlof í nokkra daga til Reykja- víkur. Hún var góður félagi sem ánægjulegt var að deila geði við, fara með á tónleika eða í heimsóknir til ættingja hennar og vina. Samræður vora fróðlegar og skemmtilegar og tíminn oft of fljótur að líða í samneyti við áhugavert merkisfólk. Meðan þrek hennar leyfði var hún iðulega upphafsmaður að löngum og ítarlegum símtölum í ró og næði þar sem hún naut þess að segja frá því sem á daga hennar hafði drifið og at- burðum af hennar æskuslóðum. Að sama skapi var mér eftirsjá í þessum góðu samræðum þegar orka hennar leyfði ekki meir. Mikill missir var þegar sjónin dvínaði svo að hún gat ekki náð að lesa eða fylgjast með fréttum eða uppbyggilegum þáttum í sjónvarpi. En lengi naut hún þess að hlýða á hljóðbækur frá Blindrabókasafni ís- lands. Góður vinur er genginn við fráfall Jómnnar Jóhannsdóttur. Börn mín tvö áttu þess kost að dveljast sumar- langt í Neðranesi um árabil og bund- ust líkt og ég og mér eldri vanda- menn vináttuböndum við fjölskyld- una í Neðranesi. Öll eigum við og okkar nánasta fólk ómetanlegar end- urminningar þaðan og úr hinu fagra og búsældarlega héraði. Megi hún vera kært kvödd með þökk fyrir löng og innihaldsrík kynni - nú er hún hverfur inn í vorið sem mér fannst jafnan að væri hennar tími. Björg Einarsdóttir. Kæra frænka, nú er komið að leið- arlokum. Ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og mun ég ávallt minnast þín með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning þin. Ég sendi þér kæra kveðju, núkomin erlífsinsnótt þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt Þótt svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er bj ört á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þótt þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ólöf Guðmundsdóttir. 3lómabó3ín C\av&s[\orn v/ T“ossvog ski ukj u0cw*«3 Símit 554 0500 GARÐH EIMAR UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 LBL Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa .ehf .is Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stasrsta útfararþjónusta landsins með þjönustu a||an %'í V sólarhringinn. \ i Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.