Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 53
MINNINGAR
+ Elvar Samuel
Höjgaard fædd-
ist í Vestmannaeyj-
um 9. febrúar 1960.
Hann lést 5. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Ellý Sús-
anna Höjgaard, f.
20.11. 1926 og Frið-
rik Guðmundur Höj-
gaard, f. 24.8. 1926,
d.3.10.1995.
Elvar kvæntist
Vigdísi Agnarsdótt-
ur, f. 4.10. 1968.
Börn þeirra eru
Friðrik ÓIi, f. 18.8.
1990, og Ellý Agnes, f. 7.12.1993.
Elvar var kennari að mennt og
vann einnig sem slökkviliðsstjóri
á Vopnafirði. Hann starfaði mikið
fyrir Bindindisfélag ökumanna.
Útför Elvars fer fram frá
Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Frá félögum í BFÖ
Við félagar í Bindindisfélagi öku-
manna viljum þakka þær góðu og
gjöfulu stundir sem við höfum fengið
að upplifa með vini okkar Elvari.
Elvar var mikill áhugamaður um
umferðarmál og bætta umferðar-
menningu og á þeim forsendum
fengum við hann til liðs við okkur.
Hann sýndi strax hvað í honum bjó
og var fenginn m.a. í að hafa umsjón
með viðamiklu sumarstarfi BFÖ,
Ökuleikninni, sem haldin er um land
allt. Hann var metnaðarfullur og það
skilaði sér í vönduðum og faglegum
vinnubrögðum.
Starf Elvars hefur án efa skilað
sér í bættri hegðun margra öku-
manna og á þann hátt hefur hann
leitt til þess að margir hafi sloppið
við hörmulegar afleiðingar umferð-
arslysa.
Elvar var með háleitar hugsjónir
og sífellt með nýjar og ferskar hug-
myndir í starfinu. A þann hátt verk-
aði hann sem vítamínsprauta á starf
BFÖ.
En við samstarfsfélagar hans nut-
um hans jákvæðu persónu langt um-
fram félagsstarfið, því hann var vin-
ur í raun. Alltaf var hann tilbúinn til
að rétta hjálparhönd ef svo bar við.
Við viljum færa aðstandendum
okkar dýpstu samúðarkveðjur um
leið og við þökkum fyrir að hafa mátt
njóta krafta hans og leiðsagnar á
liðnum árum.
F.h. stjórnar Bindindisfélags öku-
manna,
Einar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri.
Kæri vinur, upp í hugann koma
margar minningar þegar ég hugsa
um árin sem liðin eru síðan við
kynntumst. Fyrsta minningin sem
ég man eftir er frá því við vorum
saman í því að skipuleggja og fram-
kvæma grillhátíð íslenskra ung-
templara á Barónsstígnum fyrir
rúmum tíu árum. Ég sé þig ennþá
fyrir mér í reykjarmekkinum við úti-
grillið með bros á vör og brandara á
takteinum. í þá daga varstu fu-
llfrískur en fljótlega eftir þetta
fórstu að kenna þér meina þinna sem
urðu til þess að þú kvaddir þetta
jarðlíf fimmta maí sl.
Það má með sanni
segja að þeir séu ríkir
sem eiga vini eins og
stendur á plattanum
sem þú gafst okkur
fjölskyldunni fyrir
tveimur árum. Við vor-
um svo sannalega rík
að eiga þig fyrir vin.
Þegar ég var ófrísk að
Böðvari 1992-1993
fékk ég þig til að smíða
vöggu fyrir mig sem
hægt væri að hengja
upp í loft, því plássið á
heimilinu var ekki svo
mikið. Þú sagðir við
mig að það væri nú ekki mikið mál og
spurðir hvort þú mættir ekki nota
hana sem lokaverkefni þitt í smíða-
deild Kennaraháskólans, en þar
varstu í námi þá. Settumst við niður
og fórum að teikna og spekúlera í
sameiningu og alltaf er ég jafnstolt
yfir vöggunni, sem fær nú í þriðja
skipti að hanga yfir hjónarúminu í
sumar þegar litli engillinn fæðist.
Þegar leið að vorsýningu á hlutum
nemenda í smíðavalinu bauðstu mér
svo í Skipholtið og sýndir mér allt
sem þar var að gerast. Voru það
fyrstu kynni mín af leyndardómum
Kennaraháskóla íslands.
Sumarið 1996 var eftirminnilegt í
marga staði. Það sumar fórum við
saman til Majorka með ki-akkana
okkar, þú með Friðrik Óla og Ellý
Agnesi og við með Böðvar og Magn-
ús. Eins og gefur að skilja með fjóra
prakkara á aldrinum tveggja til sex
ára var mikið brallað í þeirri ferð. Þá
þegar áttir þú erfitt með að ferðast
um en reyndir hvað þú gast að láta
það ekki hafa áhrif á hvað var gert,
þrjóskan hélt þér gangandi. Það var
hamingjusamur maður sem kom
heim eftir þrjár vikm- eftir velheppn-
að, en ei-fitt ferðalag.
Fyrir þitt tilstilli og smitandi
áhuga sem geislaði frá þér hóf ég svo
nám í Kennaraháskólanum haustið
1996 og byrjaði í smíðavali ári
seinna. Ekki vantaði það að þú varst
alltaf boðinn og búinn að koma í
deildina og hjálpa mér eftir bestu
getu þó svo veikindi þín væru orðin
það alvarleg að þú áttir í vandræðum
með að komast milli hæða, það var
ekkert sem stoppaði þig ef þú ætlað-
ir þér eitthvað. Þá þegar varstu
búinn að ákveða að þar sem þú værir
búinn að koma mér inn í Kennara-
háskólann ætlaðir þú að bíða eftir
mér með útskrift þína og skrifa með
mér lokaritgerð. Það tókst síðasta
vor og stoltur tókstu á móti prófskír-
teini þínu í Háskólabíói 5. júní sl.
keyrandi í hjólastólnum þínum upp á
sviðið. Gleðin skein úr andliti þínu en
athöfnin tók ansi mikið af kröftum
þínum. Síðasta ár hefur svo verið
erfitt hjá þér, því kraftar þínir hafa
verið jafnt og þétt að fjara út, þrátt
fyrir þrjósku og að lítill uppgjafar-
tónn heyrðist frá þér.
Elsku vinur, nú kveðjum við þig
með þökkum fyrir gleðina sem þú
veittir í líf okkar. Ungarnir þínir
tveir eiga erfitt um þessar mundir en
vissu þó að hverju stefndi, því þótt
þau séu ung að árum er hugsun
þeirra eldri en árin segja til um, enda
hafa þau gengið í gegnum ýmislegt
með þér í veikindum þínum. Elsku
Ellý, það er erfitt fyrir þig að horfa á
eftir einkasyninum í gröfina en það
hefur líka verið erfitt fyrir þig að
horfa upp á veikindi hans núna síð-
asta ár. Við verðum að trúa því að
honum líði betur núna. Fíi og Óli í
Götu hafa tekið vel á móti honum og
eru þeir eflaust saman þrír að kanna
nýja staðinn. Elvar stendur nú uppi
á skýi í englahernum og fylgist með
okkur úr fjarska. Við sendum öllum
hans ástvinum okkar hlýjustu sam-
úðarkveðjur.
Arndís Hilmarsdóttir
og fjölskylda.
Veturinn 1992 komum við fjögur
pör saman í Hraunbænum og stofn-
uðum matarklúbb. Aðaldriffjöðrin í
þeim félagsskap var Elvar, sem hafði
mikla ást á góðum mat og matargerð
eins og hinir meðlimh' klúbbsins. Við
hittumst nokkuð reglulega fyrsta ár-
ið en dampurinn datt úr félagsskap-
num þegar aðaldriffjöðrin fluttist á
Vopnafjörð veturinn 1994. Við
reyndum þó að hittast eins og föng
voru á eftir flutningana en. erfitt var
að koma því við þannig að allir gætu
mætt. Það var þó föst venja hjá okk-
ur að hittast að minnsta kosti á bind-
indismótinu í Galtalæk og grilla þar
saman fína máltíð.
Þegar við hittumst var reglan yfir-
leitt sú að við skiptumst á um að sjá
um matinn, þ.e. annars vegar karl-
arnir og hins vegar konurnar. Svo
var aðalmálið á næsta fundi að
trompa matargerð hins kynsins. Eft-
irminnilegasti fundur okkar var ef-
laust þegar við hittumst í Heiðmörk-
inni sumarið 1995 og grilluðum þar
saman. Þá vildi þannig til að Elvar
og Vigdís voru í bænum og því
ástæða til að gleðjast saman. Við
hittumst innarlega í Heiðmörkinni á
sólríkum degi og settum þar upp
tjaldvagninn fyrir yngstu kynslóðina
og tókum til við að grilla. Var veislan
tíðindalaus þar til kom að eftirréttin-
um, þ.e. því sem fylgdi með eftirrétt-
inum. Rjómi átti að vera með þessum
eftirrétti og tekin var með forláta
rjómasprauta sem gekk fyrir gasi.
Það sem hins vegar gleymdist heima
var gúmíþéttihringur sem átti að
koma í veg fyrir að rjóminn færi
taumlaust úr sprautunni þegar gas-
inu var sprautað inn. Elvar dó nú
ekki ráðalaus og taldi það nú ekki
vera hindrun í því að njóta góðs eftir-
réttar með rjóma og hélt bara fast
utan um samskeytin meðan verið var
að sprauta gasinu inn, taldi samt
nauðsynlegt að vera með allt annað
tilbúið svo gasið hyrfi nú ekki fljótt.
Það var eins og við manninn mælt að
þegar gasið var komið inn fór fljót-
lega að fjúka út um allar grundir
hvítur freyðandi vökvi. Upphófst
mikið hláturskast allra viðstaddra og
erfitt var að koma eftirréttinum nið-
ur. Það sem var þó meira vandamál
var að við skömmuðumst okkar svo
fyrir meðferðina á náttúrunni og
drifum okkur því að klára og koma
okkur í burtu áður en við yrðum rek-
in í burtu. Þessi ferð hefur lengi ver-
ið í minnum höfð í hópnum og alltaf
kemur þessi grillferð upp í hugann
þegar við hugsum hvert til annars.
Nú er komið að því, kæri vinur, að
við kveðjum þig hinstu kveðju. Þessi
veikindi þín hafa verið þér erfið núna
síðustu ár, en þó hugsaðir þú alltaf til
hópsins þegar þú ski-appst til
Reykjavíkur þér til lækninga hvern-
ig sem ástand þitt var. Öllum aðstan-
dendum þínum sendum við hugheil-
ar samúðarkveðjur og þá
sérstaklega Ellý mömmu þinni og
börnunum þínum tveimur, þeim
Friðriki Óla og Ellý Agnesi.
Matarklúbburinn „Ut á gaddinn",
Amdís og Guðmundur,
Þórdís og Alfreð,
Álfheiður og Amar Þór.
ELVAR SAMUEL
HÖJGAARD
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Bróðir minn,
PÉTUR SIGURÐSSON,
Skeggsstöðum,
Svartárdal,
Austur-Húnavatnssýslu,
lést fimmtudaginn 11. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ósk Sigurðardóttir.
GUÐRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Guðríður Guð-
mundsdóttir
fæddist í Saurbæ á
Kjalarnesi 10. októ-
ber 1899. Hún lést á
dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi 22.
apríl síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Akranes-
kirkju 4. maí.
Elsku amma Guðríð-
ur, ég veit að þú ert á
góðum stað núna en
það er með söknuði
sem ég kveð þig, en
minningin um þig verður alltaf til
staðar.
Ég minnist þess sérstaklega
hversu mikill dugnaðarforkur þú
varst og dáist kannski meira að því í
dag heldur en hérna áður fyrr á
yngri árunum, þú hugsaðir alltaf vel
um það að nóg væri til að borða og að
öllum liði vel sem í kringum þig voru.
Það er mér ennþá í fersku minni
þegar þú hamaðist í rabbabaranum
og kartöflunum af þvílíkri elju og
dugnaði og það eru ekki ýkja mörg
árin síðan ég sá þig
arka uppí holt með
tvær vatnsfötur fyrir
lambærnar.
Ég tel mig mjög
lánsama manneskju að
hafa fengið að verja
mínum æskuárum í
þinni nálægð, þú
kenndir mér að meta
lífið á réttan hátt, þú
hugsaðir alltaf og talað-
ir vel um alla og verður
það mér ætíð sem inn^
blástur til að verðá
betri manneskja, fyrir
það er ég þakklát.
Það var alltaf gott að koma í heim-
sókn til þín, alltaf varstu jákvæð en
sagðir samt alltaf þína meiningu ef
þér var eitthvað misboðið.
Það var líka mjög skemmtilegt að
fá að vera með þér á hundrað ára
afmælinu þínu s.l. haust og verður
það síðasta minningin um þig í safnið
sem ég mun geyma vel og lengi.
En elsku amma, nú kveð ég þig í
síðasta sinn.
Hafðu þökk fyrir allt.
Helga Sigurðardóttir.
+
Ástkær faðir okkar,
HARALDUR HANNESSON
skipstjóri
frá Fagurlyst,
Vestmannaeyjum,
andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtu-
daginn 11. maí.
Unnur Haraldsdóttir,
Ásta Haraldsdóttir,
Hannes Haraldsson,
Sigurbjörg Haraldsdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA ÁSTMARSDÓTTIR,
Einarsnesi 38,
lést á Sjúkrahúsi Selfoss miðvikudaginn
10. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR INGIBJARGAR
STEFÁNSDÓTTUR,
Smárahlíð 16c,
Akureyri.
Gunnar Pálmarsson,
synir, tengdadætur og barnabörn.
+
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
REYNIS SIGURÞÓRSSONAR,
Funalind 7,
Kópavogi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kolbrún Ármannsdóttir,
Þór Reynisson, Svala Pálsdóttir,
Jens Reynisson,
Hallveig Hilmarsdóttir, Ingimundur Sigurpálsson,
Birna Hilmarsdóttir Hasan, Samir Amin Hasan,
Tómas Hilmarsson, Valgerður Halldórsdóttir
og barnabörn.