Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 54
54 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
+ Snjólaug Hlíf
Baldvinsdóttir
fæddist á Stóra-Eyr-
arlandi á Akureyri
21. nóvember 1912.
Hún lést á Hraunbúð-
um í Vestmannaeyj-
um 3. maí síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Baldvin
Benediktsson, f. 3.
september 1883, d. 6.
nóvember 1958, og
*■ Kristín Guðmunds-
dóttir, f. 28. júlí 1879,
d. 6.júní 1964. Syst-
kini Snjólaugar voru:
Súsanna, Björg og Friðný. Hálf-
systkini hennar voru: Guðmunda,
Olafur og Finnur Guðmundar-
börn. Eru þau öll látin nema Björg
sem býr á Akureyri.
Snjólaug giftist 19. desember
1931 Baldvin Gunnlaugi Sigur-
bjömssyni, skipstjóra frá Sauða-
neskoti í Svarfaðardal, f. 9. júlí
1906, d. 2. maí 1970. Foreldrar
hans voru Sigurbjörn Friðriksson
og Lilja Friðfinnsdóttir bæði úr
Svarfaðardal.
Snjólaug og Baldvin eignuðust
t fjögur böra: 1) Erla, f. 30. október
1931. Hennar maki var Kristján
Gíslason og þeirra böra eru: Gísli,
Baldvin Kristján, Páll, Snjólaug
og Finnur. 2) Unnur Gígja, f. 22.
mars 1933, maki Magnús Bjarna-
son. Þeirra böm eru: Snjólaug
Snjólaug tengdamóðir mín lést að
Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 3.
maí sl. 87 ára gömul eftir harða og
stranga baráttu við erfíðan sjúkdóm.
Æðruleysi hennar og dugnaður var
aðdáunarverður. Hún vissi að hverju
stefndi en einlæg trú hennar og full-
vissa um hvað biði hennar gerði hana
rólega og sátta við hlutskipti sitt.
Snjólaug fæddist og ólst upp á
Stóra-Eyrarlandi á Akureyri í faðmi
stórrar fjölskyldu. Af orðum hennar
mátti skilja, að oft hafi verið þröngt í
búi en dugnaður og samheldni for-
eldra hennar og systkina hafi fleytt
þeim áfram. Sem dæmi má nefna, að
sem ungar stúlkur hafi þær Súsanna
og Snjólaug verið sendar út í Hrísey,
þar sem þær unnu við beitningar á
sumarvertíðum.
Eitt aðaleinkenni þessarar fjöl-
skyldu var glaðværð og mikill tón-
listaráhugi. I þessum síðasta torfbæ
á Akureyri var mikið sungið og leikið
-á ótal hljóðfæri, svo sem fiðlu,
mandólín og harmonikku. Á seinni
árum voru það virkilega Ijúfar
Ásta ( látin), Mar-
grét Lilja og Bjarni
Ólafur. 3) Guðbjörn
Gísli, f. 30. maí 1937,
d. 31. ágúst 1976,
maki Guðbjörg Þor-
geirsdóttir. Þeirra
börn eru: Þorgeir,
Baldvin og Hólm-
fríður María. 4)
Baldvin Sigurbjöra,
f. 24. júní 1947, maki
Anna Scheving.
Þeirra böra eru: Sig-
uijón og Baldvin
Gunnlaugur.
Sambýlismaður
Snjólaugar seinni ár var Björa
Kristjánsson, f. 4. desember 1911,
d. 21. júlí 1996.
Snjólaug og Baldvin bjuggu á
Akureyri til ársins 1954, þá er þau
flytja til Reykjavíkur og sfðan
Hafnarfjarðar, en til Vestmanna-
eyja fluttust þau árið 1969. Fyrstu
árin eftir að þau fluttu frá Akur-
eyri starfaði Snjólaug hjá Bæjar-
útgerð Hafnarfjarðar lengst af
sem verkstjóri. Árið 1967 hóf hún
störf hjá Sölumiðstöð Hraðfrysti-
húsanna á eftirlitsdeild og vann
þar til sjötfu og tveggja ára ald-
urs. Síðustu árin dvaldi Snjólaug á
Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.
Utför Snjólaugar verður gerð
frá Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
stundir, þegar Snjólaug dró fram
harmonikkuna og spilaði uppáhalds
lögin sín. Var sem hún sjálf upphefð-
ist í æðra veldi og útgeislun hennar
lyfti okkur með.
Það var svo árið 1931 að þau
Snjólaug og Baldvin rugluðu saman
reytum sínum. Lengst af bjuggu þau
að Munkaþverárstræti 8 eða fram til
1954. Á þessum árum fæddust börn-
in og uxu úr grasi. Baldvin var þá
skipstjóri og skip þau, sem hann var
kenndur við voru Liv, Bris og Auður.
Ég kem inn í fjölskylduna tvítugur
að aldri en þá eru þau flutt suður til
Reykjavíkur. Þá strax fann ég fyrir
þessari miklu væntumþykju og
hlýju, sem mér hefur alla tíð fundist
vera eitt aðal einkenni Snjólaugar.
Hjartahlýja hennar og ástúð um-
vafði fjölskylduna og var hún ávallt
tilbúin að rétta hjálparhönd og miðla
öðrum af því sem hún átti.
Nú þegar Snjólaug er farin langar
mig að þakka henni allt það sem hún
var fjölskyldu minni. Vil ég sérstak-
lega minnast áranna 1972 og 1973,
MINNINGAR
þegar hún tók að sér húsmóðurhlut-
verk á heimili mínu, þá er kona mín
fór til framhaldsnáms í Noregi.
Starfaði Snjólaug þá hér í Eyjum
sem eftirlitsmaður Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna og sinnti hún
heimilinu meðfram starfi sínu. Man
ég sérstaklega að þegar ég hrósaði
henni kunni hún ekki alveg að meta
það, því þá fannst henni að það gæti
verið á kostnað dótturinnar.
Minnisstæð eru mér árin sem við
byggðum sumarbústaðinn í Vatna-
skógi. Snjólaug hreifst með af áhuga
okkar og var með á fullu. Gaf hún
okkur hinum ekkert eftir þó hún
stæði á sjötugu. Allt frá fyrstu
skóflustungu og þar til inn var flutt.
Alltaf var hún nálæg og rétti okkur
hjálparhönd. Fyrir hugskotssjónum
mínum er myndin af þeim mæðgum,
þar sem þær voru með hlífar fyrir
vitum að koma síðustu einangrunar-
mottunum fyrir. Glampandi sólskin
og hiti var úti og þær kófsveittar inni
í mollunni. Meðan á byggingunni
stóð var hún farin að huga að gróðr-
inum, kaupa ný tré, planta þeim,
klippa og saga kalvið burt í gamla
skóginum. Fylgdist hún vel með
plöntunum sínum og í hvert skipti,
sem komið var í skóginn byrjaði hún
á því að ganga til þeirra og heilsa
uppá þær. Sérstaklega var það eitt
rauðgreni sem hún hélt uppá. Var
það aðeins um 30 cm hátt, þegar hún
plantaði því en var komið á þriðja
metra er hún sá það síðast. Komst
Snjólaug ekki með okkur á síðasta
sumri og er við komum í skóginn um
vorið var rauðgrenið hennar allt orð-
ið gult og litlaust. Veturinn hafði
unnið á því.
í nokkur ár unnum við Snjólaug á
sama vinnustað, Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna. Var henni sérstak-
lega annt um þennan vinnustað og
eignaðist hún marga góða samstarfs-
menn, sem hún mat mikils og urðu
góðir vinir hennar. Starfaði hún á
eftirlitsdeild og fór á milli frystihúsa,
íylgdist með og leiðbeindi. Var
humarinn hennar sérgrein og var
vorið og sumarið mikill annatími og
hennar vertíð. Var hún einstaklega
dugleg og vann starf sitt af vand-
virkni og natni enda var henni vel
treyst bæði af yfirmönnum hennar
og framleiðendum.
Síðustu árin dvaldi Snjólaug að
Hraunbúðum með góðum vini sínum,
Birni Kristjánssyni. Studdu þau
hvort annað síðustu spor ævigöng-
unnar. Dætrum hans og fjölskyldum
viljum við þakka tryggð þeirra við
Snjólaugu þá er hún var orðin ein og
ganga hennar þrautameiri. Starfs-
fólki Hraunbúða viljum við einnig
færa sérstakar þakkir. Henni leið
þar vel enda var vel að henni hlúð.
Snjólaug mín, hafðu þökk fyrir
allt.
Magnús Bjamason.
Ein lítíl minning úr barnæsku
minni á sinn sérstaka stað í hjarta
mínu, stað er geymir það sem fallegt
er og gott. Á stjömubjörtu kvöldi,
rétt fyrir jól, gekk Snjólaug amma
með mér niður í bæ til að njóta jóla-
Ijósanna, sjá jólaskrautið hjá Axel Ó.
og kaupa litla gjöf handa Margréti
systur. Þar sem við gengum hönd í
hönd þurftum við ekki að segja
margt, nærveran við hvort annað og
stemmningin sögðu allt og gáfu okk-
ur allt. Er við gengum heim á leið,
framhjá Landaldrkju, leit ég upp í
heiðan himininn upplýstan af stjöm-
um og norðurljósum. Svo fallegt var
þetta að ég gat engan veginn litið af
þessu sjónarspili, hélt fastar um
hönd ömmu og fann hjá henni öryggi
og hlýju. Er ég leit loks til hennar þá
horfði hún á mig eilítíð sposk á svip-
inn og mér fannst eins og hún skildi
tilfinningar mínar og hugsanir, skildi
og fyndi líka fegurðina.
Það þarf oft ekki mikið til að
gleðja barn og fanga huga þess, en
oft reynist fullorðnum það erfitt að
skilja bamið, að gefa af sér og þiggja
allt það sem barnið hefur að gefa.
Snjóka amma skildi mann alltaf og
hafði lausnir á öllu. Hún gat með
hlýju sinni og alúð látið stærstu
hindranir skreppa saman og verða
að engu. Er hún breiddi yfir mann
sængina og bað með manni bænim-
ar, fann maður væntumþykju er
leiddi mann inn í draumaheiminn.
Ef maður var dapur og leitaði til
ömmu þá hreif hún mann með sér yf-
ir í stundir gleði og birtu. Hún sagði
sögur sem kveiktu skilninginn á öllu
er maður átti og kunni áður ekki
þakklæti fyrir. Sumar af þessum
sögum man ég enn. Þær opnuðu nýj-
an heim og kveiktu með mér skilning
á því að lífsgæðin og öryggið vom
ekki sjálfgefin. Sögumar vom saga
hennar, sagðar af hóværð en stolti.
Hún gaf með þeim hluta af æsku
hennar, sem oft hefur í fátækt verið
erfið og ströng, en i minningu henn-
ar þó umvafin hlýju. Ef sögurnar
dugðu ekki til að losa mann úr dep-
urðinni þá var lokaúrræðið að leika
litla dillandi lagstúfa af innlifun og
hæfileikum á munnhörpuna og hún
færði manni þá hluta af gleðinni er
bjó með henni.
Ég veit er ég lít til baka, að ég á
ömmu að þakka svo óskaplega
margt. Hún gaf mér margar af mín-
um kæmstu minningum. Hún lifir
með mér í þessum minningum sem
gjafmild og elskandi og er ég sé and-
lit hennar fyrir mér þá sé ég ástúð
þess er gat læknað öll sár, hennar
eigin sár á meðan gleymd. Svo gaf
hún öllum er hún elskaði. Er ég kom
að rúminu hennar og við kvöddumst
í hinsta sinn þá sá ég í augum hennar
og fann í faðmlagi hennar sömu hlýj-
una og öryggið og er við gengum
saman heim um kvöldið góða
forðum, og við þökkuðum hvort öðm,
án orða, fyrir allt.
Hún er huggun i sorginni sem
maður ber, vissan um það að amma
var sátt við að fá að fara til þeirra er
biðu hennar, Snjólaugar Ástu systur,
er beið við rúmið hennar og allra
þeirra er hún áttí í minningum sín-
um. Eins er hún huggun vissan að
hún vaki ætíð yfir bömunum mínum,
eins og hún vakti yfir mér.
Bjarni Ólafur.
Frá því að ég man eftir mér var
hún Snjólaug amma einn af föstu
punktunum í tilveranni. Hún var
stór hluti af bemsku minni og til
hennar gat ég alltaf leitað. Þá brást
það ekki að með góðu ráðunum og
nýbökuðu lummunum fylgdi stór
skammtur af blíðu og hlýju. Glettnin
var heldur aldrei langt undan, henni
tókst alltaf að reka leiðindin á braut.
Núna hefur hún kvatt og þá
streyma fram minningar, góðar minn-
ingar. Þó að við vissum báðar hvert
stefndi og að ekki var um aðrar leiðir
að ræða, var samt svo ótrúlega erfitt
að kveðjast. Við vorum að ljúka kafla í
lífinu sem tengdist svo mörgu góðu.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
hana fyrir ömmu og fengið að kynn-
ast henni svona vel. Ég er líka þakk-
lát fyrir að sonur minn fékk tækifæri
til að kynnast henni, en á milli þeirra
myndaðist alveg einstakt samband.
Amma hafði ómælda bliðu og þolin-
mæði til að gefa bæði bömum og
dýram enda hændust þau að henni.
Það lýsir ömmu í raun og vera
ágætlega að hún heilsaði okkur
aldrei eða kvaddi með aðeins einum
kossi, hún hafði þá alltaf tvo.
Ég veit að henni ömmu minni h'ður
vel núna og að hún er komin við hlið
bónda síns.
Guð geymi þau.
Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá,
að lokkar oss himins sólarbrá,
og húmið hlýtur að dvína,
er hrynjandi geislar skína.
Vor sál er svo rík af trausti og trú,
að trauðla mun bregðast huggun sú.
Þó ævin sem elding þjóti,
Guðs eilífð blasir oss móti.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegn um dauðann sjást.
- Vér hverfúm og höldum víðar,
en hittumst þó aftur - síðar.
(Jóhamies úrKötlum.)
Margrét Lilja.
Elsku langamma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt
Þig umvefji blessun og bænir
égbiðaðþúsofirrótt
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfm úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er Ijós sem lifir
oglýsirum ókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Þegar ég hugsa um þig kemur
fyrst upp í hugann hvað þú varst allt-
af fin og vel til höfð. Alveg var sama
hvenær ég hitti þig, það var alltaf
eins og þú værir að fara í veislu eða á
ball. Eg hef svo oft verið spurð að því
hvort þú sért öragglega langamma
mín, því alltaf varstu svo ungleg og
sæt.
Ég man, þegar ég var lítil. Þá þótti
mér alltaf svo gaman að heimsækja
þig því þú áttir svo mikið af óvenju-
legum og skemmtilegum hlutum.
T.d. var fataskápurinn þinn enginn
venjulegur skápur heldur eins konar
tjald með rennilás í staðinn fyrir
hurðir. Alltaf fékk ég eitthvað gott í
munninn og aldrei fór maður frá þér
öðravísi en að vera með eitthvað góð-
gæti í munninum og varabirgðir í
vasanum
Ég vildi óska að þú gætir verið
lengur hjá okkur og við fengið lengri
tíma með þér. En ég veit að þú varst
orðin þreytt og fegin að fá að sofna.
Ég vildi líka óska þess að þú hefðir
getað verið hjá mér þegar ég útskrif-
ast sem stúdent eftir viku, en ég veit
að þú verður hjá mér sem engill og
vakir yfir okkur öllum. Ég skal svo
sannarlega sjá til þess að litla dóttir
mín hún Kamilla Rún fái að vita hvað
hún átti yndislega langalangömmu
og ég er fegin því að það era til
myndir af okkur öllum saman sem
við getum yljað okkur við.
Elsku langamma. Nú er komið að
kveðjustund. Ég bið góðan Guð að
vaka yfir Erlu ömmu, Gígju, Mugg,
Badda, Önnu, ömmubömunum þín-
um og okkur öllum sem söknum þín
svo ógnarmikið.
Sofðu vært og rótt, elsku lang-
amma. Ég elska þig og sakna þín
sárt, þú ert í huga mér og hjarta.
Þín langömmustelpa,
Lóa.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTÓFER GUÐMUNDUR ÁRNASON,
Hnitbjörgum,
Blönduósi,
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi
miðvikudaginn 10. maí.
Þorbjörg Jóninna Pálsdóttir,
Sigrún Kristófersdóttir, Skarphéðinn H. Einarsson,
Anna Kristrún Sigmarsdóttir, Unnsteinn Ingi Júlíusson,
Jón Kristófersson, Ólöf Birna Björnsdóttir
og langafabörn.
+
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
ÞÓRBÖRG E. MAGNÚSDÓTTIR KVARAN
frá Sæbóli,
Aðalvfk,
J lést á heimili sínu, Aðalstræti 8, fimmtudaginn
11. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jón Kvaran,
Hrafnhildur Eik Kvaran Egilson, Björn N. Egilson,
Gunnar Ó. Kvaran, Sigríður Þorvaldsdóttir Kvaran,
Bergþóra Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
KARL KRISTINN
KRISTJÁNSSON
+ Karl Kristinn Kristjánsson
fæddist á Akranesi 17. febr-
úar 1979. Hann lést af slysförum
10. apríl sfðastliðinn og fór útför
hans fram frá Akraneskirkju 19.
apríl.
Elsku Kalli.
Ég man hve við skemmtum okkur
er við voram börn. Ég gat varla beð-
ið eftir að hitta þig, þegar ég kom
upp á Skaga eða þú til Reykjavíkur,
svo er þú fórst, þá hlupum við Björg
veifandi á eftir bílnum þínum eins
hratt og lengi og við gátum. Þetta
vora skemmtilegustu stundir mínar
sem bam.
Ég tók glaður eftir því hve vel þú
mannaðist síðastliðið ár. Stælamir,
sem við strákar höfum, vora að
hverfa, og eftir stóð sjálfstæður
maður, lifandi og glaður.
Að þér er mikill missir, og þín er
sárt saknað af mörgum.
Ég vona að þér líði vel þar sem þú
ert, það er erfiðara að sætta sig við
að deyja ungur.
Megi Guð gefa þér frið, og þeim
sem eftir sitja og syrgja.
Þú gafst mér mikla gleði. Ég er
innilega þakklátur fyrir að hafa verið
vinur þinn.
Þinn frændi,
Jón Þór Ólafsson.
SNJÓLA UG HLÍF
BALDVINSDÓTTIR