Morgunblaðið - 13.05.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 13.05.2000, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 ' FRÉTTIR Vill láta reyna á rétt- arstöðu sjóflutninga Morgunblaðið/Jón Svavarsson Pajero og Fabia frumsýndir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Hafnarsambands sveitarfélaga sem samþykkt var samhljóða á fundi í Þorlákshöfn 28. apríl sl.: „I ljósi ákvörðunar Samskipa um að hætta strandflutningum og auka þess í stað landflutninga tel- ur stjórn Hafnasambands sveitar- félaga nauðsynlegt að kanna til hlítar samkeppnisstöðu sjóflutn- inga gagnvart landflutningum. Sú ^þróun sem átt hefur sér stað hér á landi, þar sem sjóflutningar hafa sífellt látið undan fyrir landflutn- ingum, er á skjön við það sem nú á sér stað í löndunum í kringum okkur. Þar eru stjórnvöld að leita leiða til að auka sjóflutninga á kostnað landflutninga og eru meg- inrökin þau að sjóflutningar séu æskilegir frá umhverfissjónarmiði, þeir dragi úr sliti á samgöngu- mannvirkjum, leiði til fækkunar slysa í umferðinni og séu þjóð- hagslega hagkvæmir. Hér á landi er samfélagslegur kostnaður landflutninga í ríkum Hlíf vill bæta kjör öryrkja og ellilífeyris- þega AÐALFUNDUR Verkalýðsfélags- ins Hlífar, haldinn 27. apríl sl., álykt- aði eftirfarandi: „Bætt kjör öryrkja er mál sem verkalýðshreyfingin verður að hafa jmeiri afskipti af og beintengja betur sinni eigin kjarabaráttu. Hún á stanslaust að knýja á stjórnvöld um lagfæringar á bágum kjörum þessa fólks, bæði með þrýstingi við gerð kjarasamninga og stöðugum áróðri þess í milli. Takmarkið á að vera að kjör öryrkja séu ekki lakari en verkafólks sem félögin semja fyrir. Sama gildir um stóran hóp aldraðra, en mikill fjöldi þeirra hefur einungis opinberan lífeyri til framfærslu auk takmarkaðs framlags úr eigin lífeyr- issjóði. Þetta fólk er tekjulega engu betur sett en öryrkjamir þannig að tryggja verður því einnig mannsæm- andi lágmarkslaun. Því leggur fundurinn til: Að opin- ^ ber elli- og örorkulífeyrir verði aldrei 'lægrí en almennur launataxti verka- fólks og fylgi launaþróun í landinu; að frítekjumark hækki verulega; að elli- og örorkubótaþegar fái árlega desembergreiðslu og orlofsuppbót eins og verkafólk fær samkvæmt kjarasamningi við atvinnurekendur." Gjaldskrár- lækkun hjá Sorpu STJÓRN Sorpu hefur ákveðið að breyta gjaldskrá fyrir flokkað . timbur frá og með 15. maí 2000 samanber eftirfarandi: Timbur, litað og blandað, 2,92 kr. á kg án VSK, timbur, ólitað, 1,95 kr. á kg án VSK. „Astæða þessarar breytingar er auknar gæðakröfur frá hendi ísl. járnblendifélagisns hf. á Grundar- tanga sem hefur til þessa getað not- að allt timbur sem til Sorpu hefur borist. Vegna breyttrar framleiðslu á Grundartanga verður verksmiðj- an að tryggja að magn „titans“ í af- urð sinni sé innan vissra marka og hefur komið í ljós að ef timburkurl •jfrá Sorpu er notað óflokkað er ínagn „titans" of hátt en „titan“ er að finna í allri ljósri málningu. Með því að flokka litað timbur frá ólituðu er talið víst að íslenska járnblendiverksmiðjan hf. geti haldið áfram að nota íslenskt tim- burkurl sem eitt af hráfefnum í sína framleiðslu,“ segir í fréttatilkynn- j^ngu frá Sorpu. mæli greiddur niður af almennum bifreiðaeigendum en slíkt hlýtur óhjákvæmilega að skekkja sam- keppnisstöðu sjóflutninga gagn- vart landflutningum. Ennfremur má benda á að hafn- ir landsins hafa lagt í miklar fjár- festingar til að búa sem best að sjóflutningum bæði í hafnarmann- virkjum og í aðstöðu á landi. Þess- ar fjárfestingar eru að miklu leyti nýttar af landflutningsaðilum þótt þeir greiði engin gjöld fyrir eins og ef um sjóflutninga væri að ræða. Stjórn Hafnasambandsins telur að hér sé um mikla óheilla- þróun að ræða sem þar að auki byggi á ójafnræði flutningsmáta. Stjórnin samþykkir því að leita leiða til að vinna að leiðréttingum í þessu máli. Hafnasamband sveitarfélaga mun því í kjölfar þessarar sam- þykktar láta reyna á réttarstöðu sjóflutninga gagnvart landflutn- ingum, ekki síst m.t.t. samkeppnis- laga.“ OPIP hús verður hjá söludeild BM Vallá í Fornalund sunnudaginn 14. maf, kl. 13-17. Söludeild BM Vallá sem opnuð var formlega s.l. sumar var nýlega tilnefnd af hálfu byggingarnefndar Reykjavíkur- borgar fyrir framúrskarandi hönnun og fagleg vinnubrögð. Hönnuðir söludeildar voru Jón Þór Þorvaldsson arkitekt og Óm- ar Sigurbergsson húsgagna- og innanhússarkitekt, verkfræði- hönnun var í höndum Gústafs Víf- ilssonar og Vífils Oddssonar. Gestum gefst á sunnudag kost- ur á að kynna sér óvenjulega notkun steinsteypu f hönnun sölu- deildarinnar. Landslagsarkitekt- SKÁTAFÉLÖGIN í Grafarvogi bjóða nú í áttunda sinn upp á sum- arstarf fyrir krakka á aldrinum 7- 12 ára. Um er að ræða viku eða tveggja vikna námskeið þar sem fjölbreytt dagskrá ræður ríkjum alla daga kl. 10-16. Boðið er upp á gæslu frá kl. 8 á morgnana og til kl. 17. Verðið er frá 3.250 kr. fyrir vik- una og gæsla er þá innifalin. Unglingum á aldrinum 12-15 ára verður í sumar í samstarfi við flug- skóla Flugmódelfélagsins Þyts boð- ið upp á flugnám á stórum fjar- stýrðum flugmódelum og módelþyrlum. Flugkennsla fer fram á tveggja brauta flugvelli Þyts í Kapelluhrauni og farið verður í heimsókn í flugturninn í Reykjavík og til Landhelgisgæslunnar. HEKLA hf. frumsýnir nýjan Mitsu- bishi Pajero jeppa um helgina og Fabia, nýjan fólksbíl frá Skoda. Sýningin er opin í dag, laugardag, frá kl. 12-17 og á morgun frá kl. 13- 17. Pajero er með nýju útliti en hér er um þriðju kynslóð hans að ræða og er hann gjörbreyttur. Pajero býðst nú með V6 GDI bensínvél og arnir Þuríður Ragna Stefánsdótt- ir og Björn Jóhannsson verða á staðnum og veita gestum ráðgjöf og upplýsingar um skipulag garða. Gunnar Þór Ólafsson verk- efnisstjóri og byggingatæknifræð- ingur mun kynna bygginga- ráðgjöf BM Vallár fyrir þá sem eru að byggja eða breyta. Gestum gefst kostur á að sjá fjölbreytt úrval af nýjum vörum í Fornalundi og fá ókeypis eintak af 120 síðna handbók um vörur og þjónustu BM Vallá. Opið verður frá kl. 13 - 17 sunnudag og eru allir velkomnir. Söludeild BM Vallá í Fornalundi er staðsett við Breiðhöfða 3. Boðið verður upp á fjalla- og jök- laævintýri í eina viku 10.-23. júlí fyrir 12-15 ára unglinga þar sem gengið verður um þekktar slóðir á Suðurlandi og gist í tvær nætur uppi á jökli. I ágúst verður síðan vikunámskeið fyrir sama hóp þar sem áhersla er lögð á útilíf, skátun og félagsskap. Þar verður m.a. þjálfun í: undirbúningi fyrir útileg- ur, rötun, ferðamennsku, skyndi- hjálp, klettaklifri, siglingu o.fl. Námskeiðinu lýkur með ferð þar sem gist verður í tjöldum yfir heila helgi. Innifalið er ferðir, námskeiðs- mappa og grillveisla í útilegunni. Skráning á öll námskeiðin er út maí í Gufunesbæ og eftir það í skátamiðstöðinni við Logafold 106, Grafarvogi. 3,2 lítra dísilvél. Verðið er frá tæp- um 3,4 milljónum og uppí tæpar 4,5 milljónir. I Fabia er að finna örygg- is- og þægindabúnað sem til þessa hefur yfirleitt aðeins verið fáanleg- ur í stærri og dýrari bflum, segir m.a. í frétt frá umboðinu. Fabia er boðinn í tveimur gerðum og kostar sú ódýrari rúma milljón en dýrari 1.149 þúsund krónur. Ráðstefna um stam TALÞJÁLFUN Reykjavíkur og Fé- lag talkennara og talmeinafræðinga í samvinnu við Málbjörgu, félag um stam bjóða 17. maí upp á fræðsludag á Radisson SAS Hótel Sögu í Skála á 2. hæð. Fyrirlesarar eru mjög þekkt- ir á sínu sviði. Dr. Roger Ingham er sálfræðing- ur og hefur síðastliðin 30 ár fengist við rannsóknir á stami og skrifað fjölda greina og nokkrar bækur um þetta efni. Dr. Ingham er einn virt- asti vísindamaður heimsins á þessu sviði. Hann gerir grein fyrir nýlegum rannsóknum á heilastarfsemi og tali með tilliti til stams en slíkar rann- sóknir hafa verið meginviðfangsefni hans síðastliðin 10 ár. Dr. Janis Ing- ham er talmeinafræðingur og vai-a- forseti samtaka bandarískra tal- meinafræðinga (ASHA). Hún hefur þróað þjálfunaraðferðir til að takast á við stam hjá ungum bömum sem hún gerir grein fyrir. Margt bendir til þess að stam sé ættgengt og fjalla síðustu íyrirlestrarnir um það. Dr. Susan Felsenfeld hefur athugað ætt- gengi stams í nokkur ár og skrifað um það fjölda greina. Dr. Edurardo Orias er líffræðingur og fjallar hann um hvernig hugsanlega megi stað- setja stam innan erfðamengisins. Hægt er að skrá sig á netfang Tal- þjálfunar Reykjavíkur. Skráningar- gjald er 5.000 kr. og greiðist við inn- gang. Þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega. Þriðji áfangi Krýsuvíkur- göngu ÞRIÐJI og síðasti áfangi í raðgöngu til Krýsuvíkur á vegum Umhverfis- og útivistarfélags Hafnarfjarðar og Ferðafélags íslands verður farinn sunnudaginn 14. maí. Lagt er af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13, kom- ið við í Mörkinni 6 og hægt að slást í hópinn við Kirkjugarðinn í Hafnar- firði. Ekið verður að Seltúni í Krýsuvík þar sem síðasti áfangi endaði. Farið verður frá Seltúni upp á Sveifluháls- inn við Hatt áleiðis að Amarvatni. Þar verður fylgt gamalli leið sem lá eftir Sveifluhálsi að Krýsuvíkurhverfi und- ir Bæjarfelli. Leiðinni er fylgt að fjall- inu Hettu og farið sniðhallt upp Hettustíg, síðan yfir Sveifluskarð í áttina að Rauðhól þar sem leiðin ligg- ur niður af hálsinum. Þá er gengið áleiðis að rústum Litla-Nýjabæjar í áttina að Krýsuvíkurkirkju undir Bæjarfelli þar sem göngunni lýkur. Gangan tekur um 3 klst og farar- stjóri er Jónatan Garðarsson. Heimildar- myndin Her- veldi Japana brotið á bak aftur SIÐASTA kvikmyndasýningin í bíó- sal MIR, Vatnsstíg 10, á þessu vori verður sunnudaginn 14. maí ki. 15. Þá verður sýnd rússneska heimildar- kvikmyndin Herveldi Japana brotið á bak aftur. Mynd þessi var gerð í Moskvu skömmu eftir stríðslok 1945 og vora leikstjórar Aiexander Zarkhi og Iosif Heifits en þeir vora í hópi kunnustu kvikmyndagerðarmanna Sovétríkjanna á fjórða og sjötta ára- tugnum. I kvikmyndinni er fjallað um hem- aðarstefnu Japana, hernaðarappeldi og uppbyggingu herveldis þeirra á fyrri hluta tuttugustu aldar, herferðir og ógnarverk í hernumdum löndum og ósigrur þeirra í síðari heimsstyrj- öldinni. Eining era rakin söguleg at- riði um rússnesk-japanska stríðið á fyrstu áram aldarinnar, innrás Jap- ana í Sovétríkin í borgarastríðinu, árásum á sovéskar stöðvar í Asíu 1937-1939 og herferðir inn í Mansjúr- íu, Kína og fleiri lönd. Kvikmyndin hlaut Stalín-verðlaunin árið 1946 en eintakið sem sýnt er í MIR er endur- útgáfa frá 1985. Skýringar á ensku. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni sem og ljósmynda- og svartlist- arsýningu í MIR í tilefni stríðslok- anna er öllum heimiil og ókeypis. Aðalfundur SAMFOK AÐALFUNDUR SAMFOK, sam- bands foreldrafélaga og foreldraráða í grannskólum Reykjavíkur, verður haldinn þriðjudaginn 16. maí. Fund- urinn verður í Háteigsskóla og hefst kl. 20. Á undan venjulegum aðalfundar- störfum hefur Ursúla Ingvarsdóttir, hagfræðingur, framsögu um ma- stersritgerð sína „Þjóðhagsleg hag- kvæmni lengi-a skólaárs í grann- skóla“. Mun hún, að því loknu, svara spurningum fundarmanna. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum, öðram málum og kaffi- hléi, mun Þórann Hafstein, fulltrúi menntamálaráðuneytisins, taka til máls. Hún mun leitast við að svara spumingunni: „Hvað þarf til að leng- ing skólaársins geti átt sér stað?“ Fyrir hönd Reykjavíkurborgar mun Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi og formaður fræðsluráðs, varpa Ijósi á hvað þarf til að lengja skólaárið í grannskólum Reykjavíkur. „Fjölmargir foreldrar hafa velt því fyrir sér af hveiju skólaárið í grann- skólum Reykjavíkur sé ekki lengra en raunin er. Sé miðað við nágranna- löndin, sem við gjarnan berum okkur saman við, era kennsludagar færri og skólaárið styttra á íslandi. Þar sem eitt af hlutverkum SAMFOK er að stuðla að lifandi umræðu um skólamál var ákveðið að taka mál þetta til umfjöllunar á aðalfundi sam- bandsins," segir í fréttatilkynningu. Vörupokar til styrktar mannrækt og menningu OLÍUFÉLAGIÐ hf. ESSO hefur hafið sölu á vörapokum sínum á þjónustustöðvum ESSO um allt land. Hver poki kostar 10 krónur. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til menningar- og mannræktarmála. Mannræktarsjóður Olíufélagsins hf. var stofnaður árið 1996 í tilefni af 50 ára afmæli félagsins það ár. Hlut- verk sjóðsins er að styrkja mann- rækt og menningu á Islandi. Tvisvar sinnum hefur verið úthlutað úr sjóðnum og í lok þessa árs verður út- hlutað í þriðja sinn. Auglýst verður eftir styrktarbeiðnum þegar nær dregur úthlutun. Söldudeildin í Fornalundi. Opið hús í söludeild BM Vallár í Fornalundi Sumarstarf fyrir börn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.