Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 62
62 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Alþjóðlegur fjöl-
skyldudagur Sam-
einuðu þjóðanna
SAMEINUÐU þjóð-
imar ákváðu að tileinka
fjölskyldunni sérstakan
dag, 15. maí 2000, til að
vekja athygli á mikil-
vægi ýmissa mála er
ií^ngjast henni sem og
mikilvægi fjölskyld-
unnar sjálfrar í samfé-
lögum þjóða heimsins.
I tilefni dagsins hef-
ur Fjölskylduráð meðal
annars lagt áherslu á
mikilvægi þess að fjöl-
skyldur eigi sér sam-
verustundir þar sem
ungir jafnt sem aldnir
geta talað saman og
hlustað hver á annan. Nauðsynlegt er
að foreldrar gefi sér tíma í því annríki
er fylgir nútímalífsháttum til að eiga
ánægjulegar stundir, ekki eingöngu
með bömum sínum heldur einnig eig-
in foreldrum.
-tv Fjölskylduráð hefur farið þess á
leit við sveitarstjómir landsins að
þær stuðli að því að fólk gefi sér tíma
til að verja með fjölskyldum sínum á
alþjóðadegi fjölskyldunnar og hafa
mörg sveitarfélög tilkynnt ráðinu um
þátttöku. Pað verður víða boðið frítt í
sund eða söfn eða jafnvel farið í
gönguferðir á fjölskyldudaginn. Við
hvetjum fjölskyldur til að notfæra sér
þá möguleika sem er að finna í sinni
heimabyggð, til ánægjulegra sam-
vista.
Islensk stjómvöld hafa unnið mark-
••»Hsst að málaflokknum allt frá árinu
1995 og má þar helst nefna stofnun
Fjölskylduráðs, fjölskylduvænni hús-
næðisstefnu, lengingu fæðingarorlofs
og jöfnun réttar mæðra og feðra til
töku þess, foreldraorlof, lög um bann
við uppsögnum vegna fjölskyldu-
ábyrgðar og ný jafnréttislög.
Fjölskylduráð
Sérstakt Fjölskylduráð var sett á
laggimar með þingsályktun um mót-
un opinberrar fjölskyldustefnu og að-
gerðir til að styrkja stöðu fjölskyld-
unnar sem samþykkt var á Alþingi
13. maí 1997. Félags-
málaráðherra skipaði
fjölskylduráð í ársbyij-
un 1998. Hlutverk ráðs-
ins er m.a. að vinna að
gerð opinberrar fjöl-
skyldustefnu stjóm-
valda sem ætlað er að
hafa það að markmiði
að efla fjölskylduna í
nútímaþjóðfélagi. Fjöl-
skylduráð stefnir að því
að ljúka drögum að fjöl-
skyldustefnu síðla sum-
ars 2000. Fjölskylduráð
hefur einnig staðið íyrir
fundum og ráðstefnum
en mótun fjölskyldu-
stefnu fyrir stjórnvöld er viðamesta
verkefni ráðsins.
Fjölskyldan
Fjölskylduráð hefur
farið þessáleitvið
sveitarstjórnir landsins,
segir Drífa Sigfúsdótt-
ir, að þær stuðli að því
að fólk gefi sér tíma til
að verja með fjölskyld-
um sínum á alþjóðadegi
fjölskyldunnar.
Málefni fjölskyldunnar falla eink-
um í verkahring sveitarfélaganna.
Því ákvað Fjölskylduráð að kanna
hvemig sveitarstjómir víðs vegar um
landið hafa unnið að málaflokknum
auk þess að heyra hugmyndir þeirra
um fjölmörg atriði er honum tengj-
ast. Fjölskylduráð stóð því fyrir gerð
spumingakönnunar meðal sveitarfé-
laga. Tæp 70% sveitarfélaga tóku
þátt í könnuninni sem telst vera mjög
góð svöron og er úrvinnsla gagna
komin langt á veg. Greinilegt er að
mikill áhugi er á meðal sveitarfélag-
anna um málefni fjölskyldunnar og
jafnframt er hugur í mönnum um að
sveitarfélögin móti sína eigin fjöl-
skyldustefnu.
Könnunin var þrískipt. I fyrsta lagi
fjallaði hún um fjölskyldustefnu al-
mennt þar sem sérstaklega var kann-
að hvort sveitarfélögin hefðu þegar
hafist handa við mótun fjölskyldu-
stefnu. Einungis eitt sveitarfélag
hafði þegar mótað slíka stefnu en hjá
flestum var sú vinna hafm eða í und-
irbúningi. Annar hluti könnunarinn-
ar var um fjölskylduna og atvinnu-
lífið. Var meðal annars spmt hvort
sveitarfélögin hafi gripið til aðgerða
til að auðvelda starfsmönnum þeirra
að samræma fjölskyldu- og atvinnu-
líf. Mörg sveitarfélaganna eru með-
vituð um mikilvægi þessarar sam-
ræmingar en fjölmörg sveitarfélög
bjóða starfsfólki sínu upp á sveigjan-
legan vinnutíma auk þess sem boðið
var upp á sveigjanlegan vistunartíma
fyrir börn á leikskólum. Þá kom íram
að meirihluti sveitarfélaganna sem
svaraði könnunni niðurgreiðir vistun-
argjöld á leikskólum fyrir böm ein-
stæðra foreldra. Að síðustu var kann-
að hvemig sveitarfélög standa að
forvörnum og fræðslu í málefnum
fjölskyldunnar en þar var ekki ein-
göngu átt við forvamir gegn mis-
notkun á vímuefnum. Þar kom fram
að sveitarfélög leggja áherslu á ýmiss
konar forvamarstarf, svo sem áfengi,
reykingar, slysavamir en eitt sveitar-
félag býður upp á undirbúning iyrir
hjónaband. Þá veitir meirihluti sveit-
arfélaganna íbúum sínum ráðgjafar-
þjónustu í málefnum fjölskyldunnar,
svo sem með viðtalstímum, bækling-
um og ýmiss konar fræðslufundum.
Niðurstöður könnunarinnar verða
gerð ítarleg skil síðar Fjölskylduráð
hvetur fjölskyldur til að finna tíma til
samverostunda og einnig að veita
börnum og ungmennum sem ero í
prófum sérstaka umhyggju.
Höfundur er formaður Fjölskyldu-
ráðs.
Drífa Sigfúsdóttir
ZE
O
73
SOFI
Wi
Áklæðið er með Teflon húð ^
þrifin leikur einn
Þessi sófi kostar 185.000#-
Fáanlegur í 6 litum
Flöskugrænn Rauðbrúnn Ljósbrúnn Mosagrænt Gulur
mrn
BÆJARUND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI: 554 6300 FAX: 554 6303
Ilomnia-
paradís
SÚ TILHNEIGING
að setjast í sæti dóm-
ara, aðskilja réttu og
röngu og kenna við trú
er lífseigur fjandi. Öld-
um saman var upplýs-
ingu fórnað fyrir fá-
fræði og lýðréttindum
fyrir forréttindi. Nú-
tímafólk dregur and-
ann léttar og fagnar því
að vera uppi nú en ekki
þá. Það er þó ekki fyrr
en á nýliðinni öld að
stakkaskipti hafa orðið.
Hugtökin einstæð móð-
ir, óvígð sambúð, skiln-
aðarbörn og pabba-
helgi, sem flestum þykja nú
sjálfsögð og viðurkennd, voru illa
séð eigi alls fyrir löngu og sum með
öllu óþekkt. Nú hefur fordæmingin
hins vegar breyst í viðurkenningu og
siðferði þessara hluta þykir sjálfsagt
og óátalið.
Trúvilla?
Einn er þó sá hópur sem enn berst
í bökkum og það eru samkynhneigð-
ir. Framvarp um takmarkað ættleið-
ingarleyfi þessa hóps skekur nú
siðapostula unnvörpum og frelsingja
sem þrátt fyrir umburðar- og kær-
leiksboðskap Biblíunnar stökkva til
og telja umrætt mál atlögu að sið-
ferði landsmanna og ávísun á
hommaparadís.
Þá er mér spurn. Hvað gerir frels-
ingi sem kemst að því á efsta degi að
hommaparadís sé líka í paradís?
Snýr hann þá nefi sínu til helvítis?
Eða ero frelsingjar svo fyrirkallaðir
að vita örlög meðbræðra sinna í
dómsal Drottins? Ero hlið himnarík-
is þá alfarið lukt samkynhneigðum
nema þeir geri iðron og yfirbót, snúi
sér 180 gráður? Af hverju erom við
að burðast með einhvern guð þegar
nóg er af staðgenglum hér á jörðu
niðri?
Það er raunalegt, með hina helgu
bók að leiðarljósi, að klófesta ekki
það megininntak hennar að dæma
ekki heldur vera dæmdur. Sá sem
tekur sér siðferðilegt dómsvald yfir
öðra fólki ber rneiri keim af trúvillu
og ofsókn en ást á kærleiksboðskap
Jesú Krists. Hefði skaparinn ætlað
okkur að túlka Biblíuna orð frá orði
hefði hann tæpast sett í okkur heila.
Hvað er siðferði?
Sumir telja siðferði þjóðar sem
leyfir ættleiðingar samkynhneigðra
ábótavant. Ég tel þessu öfugt farið,
siðferði þjóðar sem ekki leyfir sam-
kynhneigðum að ættleiða er ábóta-
vant. Líka siðferði þjóðar sem úthýs-
ir fólki úr bænahúsum sínum,
samkynhneigðir lufsast til borgar-
dómara meðan barnafíklar og eitur-
lyfjabarónar gumast í guðshúsum.
Mótsögnin er augljós, siðferði þjóðar
hlýtur að liggja í sömu lýðréttindum
öllum til handa, engu öðro. Að draga
út einn hóp, selja sjálfum sér sjálf-
dæmi og varna honum réttar sem
allir telja sjálfsagðan er eina atlagan
að siðferði í þessu máli og ólíkinda-
legt að nokkur hafi á því áhuga og
dug.
Rannsóknir sýna....
Til era fræ sem draga fram í dags-
ljósið kannanir á ættleiðingarútkom-
um samkynhneigðra og eiga að sýna
fram á vanhæfni þessa hóps sem for-
sjáraðila. Sé siðferðis-
fötlun samkyn-
hneigðra slík að óhæfir
séu sem uppalendur
eiga viðkomendur þá
ekki að greiða lægri
skatta eða vera öryrkj-
ar? Flogaveiki gefur
örorkm-étt, ætti við-
varandi heilabilun eins
og siðferðisfötlun þá
ekki að gefa slíkt hið
sama?
Alltént flagga frels-
ingjar bréfkornum
sem bendla börn í um-
sjá samkynhneigðra
við samkynhneigð og
einelti. Sú fullyrðing að böm sem al-
ast upp hjá foreldram af sama kyni
eigi meiri líkur á sömu kennd er frat-
yfirlýsing á alla uppalendur þar eð
yfirgnæfandi hluti samkynhneigðra
Samkynhneigð
*
I stað ofsókna og
útskúfunar ættum við,
segir Lýður Arnason,
að biðja þetta fólk
afsökunar á seinagangi
vorum og bjóða það vel-
komið í samfélag okkar.
kemur frá „eðlilega“ samsettum
heimilum. Einelti er vissulega vax-
andi vandamál en að tengja það sér-
staklega ættleiddum börnum sam-
kynhneigðra er að fara fram yfir
síðasta söludag.
Forðumst því alhæfingar, enda
sýna rannsóknir oftar en ekki ein-
göngu vilja þess sem þær gerir, höf-
um það hugfast.
Sköpunarverk
almættisins
I sköpunarverki almættisins er
samkynhneigð staðreynd hvort sem
fólki líkar betur eða verr. Hvort
þessar kenndir séu meðfæddar, um-
hverfisáhrif eða hvorttveggja gildir
einu. Þetta fólk hefur hímt í skápum
öldum saman og margir húka þar
enn. I stað ofsókna og útskúfunar
ættum við, þessi eðlilegu og full-
komnu, að biðja þetta fólk afsökunar
á seinagangi vorum og bjóða það vel-
komið í samfélag okkar.
Annað í sköpunarverki almættis-
ins era ofstækismenn og afturhalds-
seggir. Þeir illvígustu koma fram í
nafni Drottins og ekki gott um að
segja hvort áráttan sé meðfædd,
áunnin eða hvort tveggja. Þetta fólk
hefur haldið öðrom í skápum öldum
saman og byrgt þeim sýn, sefað með
himnaríki, hótað með helvíti. í stað
ótta og virðingar ættum við, þessi
upplýstu, að létta ábyrgðinni af
þessum sjálfskipuðu skápapostulum,
biðjast afsökunar á seinagangi vor-
um og bjóða þá velkomna í samfélag
okkar þar sem siðferði snýst fyrst og
síðast um sömu lýðréttindi öllum til
handa, afturhaldsseggjum, ofstækis-
mönnum, trúvillingum, kynvilling-
um og öllum villingum öðrom hvaða
nöfnum sem þeir kunna að nefnast.
Höfundur er læknir á Flateyri.
Lýður Ámason
www.m bl.i is