Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 13: MAÍ 200Ó m---------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkur- flugvöllur VATNASKIL eru að verða í við- horfí Islendinga til skipulags borga. Menn virðast loks vera að skilja, eft- ir að borgarmyndun hefur staðið yfir hér á landi í rúma öld, að það gilda önnur lögmál um byggð í borg en sveit. Þegar landsmenn byrjuðu að flykkjast á mölina vildu þeir færa sveitalífið með sér, eiga kartöfíugarð við húsið og helst kýr og kindur. - J'etta er liðin tíð, en í Reykjavík stendur eftir gisin byggð, sem gerir hana að einni dreifbyggðustu borg veraldarinnar. Skipting borgarinnar í sveitarfélög skapar samkeppni um að koma upp mörgum miðbæjar- svæðum, sem eykurenn á sóunina. Milli byggðarlaga eru svæði sem eru hvorki sveit né þéttbýli og virðast oft ekkert hlutverk hafa. Það er mik- il sóun fólgin í að þenja borgina út í stað þess að nýta þessi svæði til að þétta byggðina. Fleiri og fleiri eru farnir að skilja að byggðarmál á íslandi snúast ekki bara um að halda byggð úti á landi, heldur snúast þau miklu frekar um að halda Islandi í byggð. Það er lúx- • •fys að þurfa ekki berjast við fólks- og atgervisflótta úr landi. Margar aðr- ar ástæður geta verið fyrir óbyggð- um svæðum innan borgarinnar en pólitísk skipting svæðisins í sveitar- félög og rómantískar hugmyndir um að halda í sveitalíf þar. Mikilvægasta atriðið er Reykjavíkurflugvöllur, sem er sem fleinn í holdi margra þeirra sem aðhyllast hugmyndir um þéttingu byggðar. Á nýlegu málþingi Samtaka um SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTUR í LESTAR SERVANT PLÖTUR SALERNISHÓLF BAÐPILJUR ELDSHÚSBORÐPLÖTUR Á LAGER-NORSK HÁGÆÐAVARA onirHrLUlui ÉJ3 ELDÍ Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100 betri byggð voru flutt fróðleg og gagnleg erindi um þessi mál. Þar kom glögglega fram að borgin yrði að vera samkeppnisfær við aðrar borgir heimsins, til að geta haldið áfram að dafna. Þeir straumar sem þar mátti greina í máli manna eru mikilvægir. Þó var hængur á mál- flutningnum. Dregin var upp ófögur mynd af afstöðu landsbyggðar til Reykjavíkur. Rætt var um hvernig fólk þar, með samgönguráðheira í broddi fylkingar, reyndi lejmt og Samgöngur Skipulag byggðar á Is- landi er í ógöngum, seg- ir Halldór Árnason, sem telur að stærstu mistökin í byggða- stefnunni séu að reyna að halda öllu landinu í byggð. ljóst að hindra skynsamlega þróun Reykjavíkur. Ráða mátti af máli manna að hvatir þessa fólks réðust af tvennu. í fyrsta lagi af eigingirni; landsbyggðarmenn heimtuðu að flugvöllurinn væri inni í miðri borg, svo ferðalög væru þeim sem þægi- legust og í öðru lagi af því að þeim þætti að lífsgæði borgarbúa mættu ekki verða of mikil, því það tældi menn úti á landi til að flytja til Reykjavíkur. Mörgum þeim er til máls tóku virtist hulið, að þeir sjálfir lögðu, þegar talið barst að flugvellinum, mál sitt upp út frá afar eigingjörnum sjónarmiðum. Margir höfðu þar sömu grunnhyggnu sjónarmiðin gagnvart landsbyggðinni og þeir ásökuðu aðra um að hafa gagnvart borginni. Kom það bæði fram í því Smiðjuvegi 9 • S. 564 1475 HÚSNÆÐi FYRIR GALLERI Galleri i8 leitar að ca. 100m2 húsnæði til ieigu eóa kaups í mioborginni. Allar upplýsingar veita Sverrir eða Steíán Hrafn hjá Eignamiðlun í síma 588 9090. IMGÓLFSSTRÆÍI S 101 REYKJAVÍK ICELANO SÍM! / T£L / fAX 35 4 551 3666 i8f IIN.IS WWW.i8.IS að flugvöllurinn skyldi burt án þess að gefa gaum að hvaða vandamál það skapar í þróun þjóð- félagsins og í að allur ávinningur af að þétta byggðina var heimfærð- ur upp á brottflutning flugvallarins. Menn haga máli sínu þannig, þrátt fyrir að verulegan ávinn- ing megi hafa af þéttingu byggðar í borginni þótt flugvallarsvæðið verðj ekki tekið undir byggð. I máli eins kom fram að kannski væri of þröngt að horfa eingöngu til skipulags borgarinnar. Við margar ákvarðanir þar um þyrfti að líta til landsskipulags. Þarna er hreyft afar mikilvægu sjónarmiði. Akvarðanir um flugvöllinn verður að taka með tilliti til þess hvað er hagkvæmt fyrir landið í heild, ekki bara hluta þess. Ef flugvöllurinn verður aflagður skapast vandamál og óhagræði fyrir stóran hluta landsmanna og áhrifin á þróun þjóðfélagsins verða mikil. Það verður annaðhvort að finna viðun- andi lausn á því vandamáli áður en flugvöllurinn verður fluttur, eða finna þá hagsmuni léttvæga, sem fel- ast í því að flugvöllur sé á núverandi stað, í samanburði við þá hagsmuni sem felast í því að nýta þetta dýr- mæta land undir byggð. Hafa verður í huga, að Reykjavíkurflugvöllur er frábærlega staðsettur, öryggi er mikið og lokanir fátíðar. Þetta ásamt nálægð við stjórn- sýsluna gera hann gífurlega verðmæt- an. Ekki hafa komið fram haldbærar hug- myndir um flutning starfseminnar annað en til Keflavíkur. Sameining flugvall- anna skapar veruleg vandamál og óhag- ræði í rekstri þjóðfé- lagsins, sem finna verður lausn á, áður en ákvörðun um flutning verður tek- in, en hefur einnig vissa kosti sem ekki má líta framhjá. Reykjavík er höfuðborg og henni ber rík skylda til að veita lands- mönnum öllum, hvar sem þeir búa, góða þjónustu. Borgarbúar verða eins og aðrir sem í viðskiptum standa að kappkosta að veita við- skiptavinum sínum sem besta þjón- ustu. Þeir geta ekki bara fleytt rjóm- ann ofan af heldur verða að taka það súra með því sæta. Borgarbúar, sem aðrir, verða að læra að líta á landið sem heild, en horfa ekki eingöngu á mál af hlaðinu heima hjá sér. Skipu- lag byggðar á íslandi er í ógöngum. Við brjótumst ekki út úr þeim nema horfa til skipulags landsins sem einnar heildar. Þar verður að horfa til hlutverks Reykjavíkurflugvallar í þróun íslensks samfélags. Stærstu mistökin í byggðastefnunni voru að reyna að halda öllu landinu í byggð. Menn höfðu ekki pólitískt þrek til að velja og hafna. Það varð til þess að miklu fjármagni var sóað í að halda dauðvona byggðum við lýði, í stað þess að velja fá lífvænleg svæði, styrkja þau með öflugri grunngerð, þannig að þar sköpuðust skilyrði til borgarmyndunar. Síðan átti það að ráðast hvernig svæðin í kring þróuð- ust. Akureyrarsvæðið er eitt þeirra svæða, sem að mínu mati átti að velja. Mið-Austurland annað. Að eyða milljörðum króna í vonlausa baráttu við að halda Siglufirði í byggð, sem er og verður ekkert ann- að en útkjálki, er dæmt til að mistak- ast. Lokaorð Hér er hvatt til þess að núverandi byggðastefna verði aflögð og í stað þess verði horft á þróun íslensks samfélags í samhengi við þróun ann- ars staðar í heiminum. I stað þess, að Reykvíkingar annarsvegar og landsbyggðarmenn hinsvegar líti hvorir um sig á málin af hlaðinu heima hjá sér, verði horft á málið í stærra samhengi og ákvarðanir um skipulag byggðar og samgangna verði teknar út frá því sjónarmiði að gera íslenskt samfélag samkeppnis- hæft í samfélagi þjóðanna. Marka mætti upphaf nýrrar hugsunar í þessum efnum með því að gera land- ið allt að einu kjördæmi. Höfundur er efna- og hagfræðingur, býr /Reykjavík og er mikill notandi fl ugsamgangna. Halldór Árnason ÍSLENSKT MAL HELGI Arnlaugsson skipa- smiður sendir mér vinsamlegt og gamansamt bréf, þó í fullri alvöru um vöndun móðurmáls- ins. Eg leyfi mér að birta bréfið að slepptum kveðjuorðum, en get þess til gamans að kennari sem var frægur fyrir að mistala sig, sagði að á tilteknum tíma hefðu verið „fjölmennir ösku- haugai' í Svíþjóð". Tekur svo Helgi til máls: „Agæti Gísli Jónsson! Það hefur verið ánægjulegt og lærdómsríkt að fylgjast með þættinum þínum Islenskt mál í Morgunblaðinu, þar hafa komið fram margar góðar ábendingar um málfar og meðferð íslensk- unnar. Mér hefur fundist það mikill kostur hve íslenskan er gegn- sæ, því finnst mér það ekki gott þegar farið er að nota orð í öf- ugri merkingu. Má þar fyrst nefna orðið stórkostlegt. Eins og orðið ber með sér felur það í sér að eitthvað mikið gott eða jákvætt hafi átt sér stað. Nú er því miður orðið allt of algengt að sagt sé og ritað t.d. „stórkostlegt“ slys, „stórkost- legt“ tjón, „stórkostlegur" elds- voði, „stórkostlegur" bruni, „stórkostleg“ óvissa - svo nokk- ur dæmi séu nefnd um meðferð þessa orðs. í heitu pottunum í sundlaug- unum er rabbað saman um margvísleg mál, þar heyrir maður fullorðið fólk tala um að það sé „rosalega“ gott veður - sem er nú ekki gott málfar því rosi merkir annað en gott veð- ur. Þá heyrir maður stundum fullorðið fólk segja frá ein- hverju ánægjulegu, að þarna hafí verið „ógeðslega“ gaman, eða að eitthvað hafi verið „ógeðslega“ gaman, eða að eitt- hvað hafi verið „ógeðslega“ fal- legt. Ég er alltaf undrandi að heyra fullorðið fólk tala þannig, unglingar nota stundum slíkt orðalag en sem betur fer eldist það oftastaf þeim. Eitt skipti sem oftar var ég í sundlaugunum og var að Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.057. þáttur þurrka mér í útibúningsaðstöð- unni er þangað kemur hópur af drengjum, sennilega af barna- heimili eða úr yngstu bekkjum grunnskóla. Þeim fylgdu ungir menn sem áttu að passa að allt gengi eðlilega og leiðbeina drengjunum. Þeir áminntu drengina um að „slökkva“ á vatninu eða að „slökkva" ekki á vatninu ef einhverjir áttu eftir að baða sig, þeir töluðu ekki um að skrúfa fyrir vatnið heldur að slökkva á því. Þetta er nú ekki málfar til fyrirmyndar fyrir ungu drengina. Að lokum tvö dæmi úr við- talsþáttum í útvarpi og sjón- varpi: I morgunfréttum 31. jan. var rætt í útvarpi við mann, sem hafði eitthvað með útflutning hrossa að gera; rætt var um ex- em sem íslensk hross fengju af völdum flugu, er þau væru flutt út til Þýskalands, að mig minn- ir. Viðmælandinn sagði að hægt væri að segja að ca. 40-50% hrossanna sýktust af þessu ex- emi, en þar sem flugan væri mjög „fjölmenn“ þar gæti tala sýktra hrossa komist upp í 90%. Þegar fréttamenn ræddu við íþróttamenn í sjónvarpinu í beinni útsendingu frá ÍR-frjáls- íþróttamóti töluðu fréttamenn- irnir m.a. um að Jón Arnar hefði krúnurakað sig, eða snoð- að höfuðið alveg svo ekki sæist eitt einasta hár, þá sagði annar fréttamaðurinn „að sér fyndist þessi „hárgreiðsla“ fara Jóni vel“. Ég hefi þessi orð ekki fleiri en allt eru þetta atriði sem betur mættu fara. Þakka enn fyrir góða þætti.“ Umsjónarmaður flytur H.A. bestu þakkir fyrir þetta góða bréf. ★ Vonandi er ekki of seint að bjarga orðinu tekjur, en það þarf að bregðast hart við. Orðið innkoma æðir yfir okkur, en það er auðvitað enska. Jóhann S. Hannesson, einhver orð- snjallasti maður sem ég hef fyr- ir hitt, þýðir enska orðið income einvörðungu með tekjur. Hann gefur ekki „innkoma" sem ann- an kost að velja um. En annað þótti mér vænt um nú um páskana. Lágkúrusögnin „að skíða" heyrðist ekki í fjöl- miðlum. Því meir sem fólk fór á skíði, og því meir sem talað var um skíðalönd og skíðaferðir, þeim mun sjaldnar heyrðist lág- kúran. Bryndís Hólm á Stöð II fær sérstakar þakkir fyrir það, hvernig hún sniðgekk lágkúr- una, þegar hún var með skíða- pistil að kvöldi annars dags páska. Sjá svo þátt 1.053. ★ Asólfur austan kvað: Frú Astrós var alltaf að tapa, í ástmannagljúfrum að hrapa; átti Aðalberg skálk, síðan afgamlan jálk og giftist loks górilluapa. ★ Ekki vita menn glöggt hvern- ig skýra skuli mannsnafnið Ivar. Til eru þeir sem halda að þetta sé hliðarmynd við Ingvar, sbr. rússnesku Igor, en hér er ekki tekið undir það. Við skul- um heldur hugsa okkur að nafn- ið hafi í fyrndinni verið annað- hvort *Iva-hariR eða *Iva-harjaR og hefði merkt bogaskytta. Yr er bogi. Enn er sú tilgáta að ívar sé skylt ívi=sækonungur. Verður nið- urstaðan sú, að Ivar sé her- manns- eða víkingaheiti. Hér á landi hafa alla tíð þó nokkrir menn borið ívars-nafn, í flestum eldri manntölum á bil- inu 60-80, þó fleiri sem hafa borið lægri töluna. Lengi fram eftir öldum var nafnið algeng- ast sunnanlands og suðvestan. Nú í seinni tíð hefur það verið í mikilli sókn og eru nú um 500 í þjóðskránni. Hlymrekur handan kvað: Mælir Pétur með kálkvist í kollinum: „Ég kemst niðrað botni í sollinum; alltafégset ný íslandsmet, og nú heiti ég Pétur á Pollinum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.