Morgunblaðið - 13.05.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 13.05.2000, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ ± 72 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 UMRÆÐAN Er munntóbakið tímasprengja? FIMMTUDAGINN 11. maí skrif- aði Víðir Ragnarsson grein hér í blaðið þar sem hann hélt því m.a. fram að sænska munntóbakið („snúsið") sé að mestu hættulaust. Því miður er þetta ekki rétt. Bæði vegna þess að þær fáu rannsóknir sem þó eru til sýna annað, en eins hitt, að ennþá er svo stutt síðan menn fóru að rannsaka langtíma- áhrif „hreinnar snúsnotkunar“ (snúsarar sem aldrei hafa notað ann- að tóbak) að ekki er búist við mark- tækum niðurstöðum úr þeim rann- sóknum fyrr en eftir 2010. Þangað til er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og muna að það er ekki svo ýkja langt síðan skoðanabræður Víðis héldu fram skaðleysi reykinga á grundvelli ónægra vísindalegra sannana. Krabbamein Staðreyndin er sú að sænska „snúsið“ inniheldur mörg þekkt eit- urefni sem vitað er að geta valdið krabbameini m.a. nitrosaminer og geislavirkt polonium, en því miður verðum við ennþá að bíða í rúmlega 10 ár eftir vísindalegum niðurstöðum á krabbameinsvaldandi áhrifum „snús“-notk- unar. Það er því allt eins víst að „snúsið" sé tímasprengja sem eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Þó tíðni munnholskrabba sé ekki hærri í Svíþjóð en víða annarstaðar segir það ekkert um „snúsið“ sem slíkt nema tekið sé tillit til áhrifa reykinganna, en reykingar valda krabbameini í munnholi eins og allir vita. Ennþá hefur slík rannsókn ekki verið gerð sem uppfyllir ströngustu kröfur faraldsfræðilegra rann- sókna. Enginn hefur heldur rannsakað áhrif „snús“-notkunar á krabbamein í maga, nýr- um, þvagfænim og brisi. Hjarta- og æðasjúkdómar Þær fáu langtíma- rannsóknir sem fyrir liggja sýna að samband er milli „snús“-notkunar og þekktra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Því miður eru þessar rannsóknir háðar þeim annmörkum að þær inni- halda fáa hreina „snúsara" sem gerir það að verkum að erfítt er að fá fram tölfi-æðilega marktækar niðurstöður enn sem komið er. Þær niðurstöður Ásgeir R Helgason > Pvott&stvé Alltafferskt ii Snús Staðreyndin er sú, segir Asgeir R. Helgason, að sænska „snúsið“ inni- heldur mörg þekkt eiturefni sem vitað er að geta valdið krabbameini. sem þó er unnt að fá fram í dag gefa sterka vísbendingu um að „snúsar- ar“ séu í meiri hættu á að þróa hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem aldrei hafa notað tóbak. Sænskur „meðalsnúsari" innbyrðir daglega álíka mikið nikótín og sá sem reykir 20-30 sígarettm- á dag. Þetta leiðir til gífurlegs aukaálags á hjartað og æðakerfið, svo það ætti ekki að koma neinum á óvart ef langtímarann- sóknir eiga eftir að leiða í ljós að „snúsið" auki dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma. En það sama gildir um þetta og krabbameinið að sann- leikurinn mun ekki endanlega liggja á borðinu fyrr en eftir nokkur ár. Að snúsa eða reykja? Það er rétt hjá Víði að samkvæmt því sem við vitum best í dag er „snús- ið“ ekki eins hættulegt og reykingar. En þetta segir e.t.v. meira um stöðu rannsóknanna en raunverulega skaðsemi. Þó segir mér svo hugur að reykingar séu talsvert hættulegri. Það eru þó bara fordómar sem byggjast meira á vonum en visku enda langt í land að sannleikurinn um „snúsið“ liggi á borðinu. í Sví- þjóð hafa margir hætt að reykja á undanfömum árum og skipt yfir í „snús“. Þótt það sé ennþá óvíst hve mikið menn vinna heilsufarslega á þessu er engum blöðum um það að fletta að „snúsarinn" er umhverfisvænni fyrir andrúmsloft félaga sinna en reyk- ingamaðurinn. Snús sem nikótínlyf? Það er alls ekki hægt að mæla með „snúsi“ sem nikótínlyfi eins og Víðir reynir að gera í sinni grein. Þeir sem nota nikótínlyf á réttan hátt fá í sig u.þ.b. 10-15 mg af nikótíni á dag. Meðal-„snúsari“ fær í sig margfalt meira magn eða sem nemur allt að 30 sígarettum á dag. Hver „snús“- biti inniheldur jafnmikið nikótín og2 sterkar sígarettur. Staðreyndin er sú að „snús“ er það tóbaksform sem inniheldur hlutfallslega mest af nikó- tíni. Það er því líklega meira vanabind- andi en reykingar. Reynsla frá „Sluta-röka linjen“ (sambærilegt við „Ráðgjöf í reykbindindi - grænt númer“ á íslandi) í Svíþjóð er líka sú að erfiðara er fyrir „snúsara“ að hætta að „snúsa“ en reykingamann að hætta að reykja. Markmiðið með nikótínlyfjameðferð er að losa sjúk- linginn við áralanga fíkn. „Snúsið“ hefur þveröfug áhrif. Höfundur er doktor í læknavfsindum og starfar á samfélagslækningadeild i Stokkhólmi. ÞUMALÍNA fyrir mæður og börn Pósthússtræti 13 s. 5512136 pappírstætarar SKmi'STOll A'ÖIU'K J. flSTVfllDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavik, Simi 533 3535 Örugg framleiðsla Margar stærðir Leiðandi merki Þýsk gæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.