Morgunblaðið - 13.05.2000, Side 78

Morgunblaðið - 13.05.2000, Side 78
78 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UPPLýSANDI, j^RDÓMS- RIKIR OS ABYRSIR. . PAÐ ER OKKAR FAS ln-——ífs OS NÆST A DASSKRA ER„HEIMSINS LJOTASTA FÓLK" Smáfólk I TRIEP TO élVE TME REP BAROM A BlRTMPAY CAKE, ANP ME 5M0T IT FULL OF M0LE5... JE RE6RETTE 8EAUCOUP.. POM'T BE 5AP, FLYIN6 ACE... YOU UJERE VERY 8KAVE, ANP YOU MAPE MIM LOOK F00LI5H. Ég rcyndi að færa Rauða barðninum afmælisköku, en hann bara skaut fullt af götum á hana. Je regrette beaucoup. Vertu ekki hryggur, flugás. Þú varst mjög hugrakkur og nú lítur hans hlið ekki mjög vel út. TOUT VA BIEN! SOMEPAY THEY LJILL LAU6M AMP 5AY, ,lME 5M0T POWN EI6MTY PLAME5 ANP ONE BlRTHPAY CAKE í" Tout va bien. Einhvern tíma munum við hlægja og segja, „Hann skau niður 80 flugvélar og eina afmælisköku". BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Mótmæli stj órnley singj a Frá Sigurði Harðarsyni: í Morgunblaðinu þann 19. apríl síð- astliðinn er m.a. grein um mót- mælaaðgerðir hinna ýmsu hópa á götum Washing- ton gegn Alþjóða Gjaldeyrissjóðn- um og AJþjóða- bankanum. Þar er komið inn á aðgerðir sam- taka stjómleys- ingja sem kalla sig „Svarta kass- ann“ og skrifað í þá átt að sá hóp- ur telji sig vera að bjarga heimin- um og beiti til þess aðferðum eins og að kasta öllu lauslegu um göt- urnar og ýta til bflum. Þessi hugmynd í greininni um samtökin „Svarta kassann" held ég að stafi af misskilningi viðkomandi blaðamanns á fyrirbæri innan hreyfinga stjórnleysingja sem kall- að er „the black block“ (ekki „black box“) og er ákveðið skipulag innan mótmælaaðgerða stjórnleysingja. Þá er ákveðinn hluti þeirra sem ætla að taka þátt í þeim mótmæl- um, sem verið er að skipuleggja hverju sinni, sem klæðir sig upp í svart og setur upp grímur sem hylja höfuðið og andlitið, því ein af baráttuaðferðum lögreglunnar gegn mótmælendum er að ná and- litum þeirra á filmu. Þessi hluti þátttakenda í mótmælaaðgerðun- um er með þessu að lýsa sig reiðu- búinn til að berjast af hörku fyrir málstað sínum og nota jafnvel til þess aðferðir sem gætu leitt til handtöku og ákæru. Einhver stjórnleysingi sagði jafn margar útgáfur vera til af líffspeki og heimspeki stjórnleysingja og stjórnleysingjar eru margir. Fólk- ið, sem verður áberandi vegna skemmdarverka í mótmælaaðgerð- um, eins og þeim í Washington og í Seattle-mótmælunum við fundar- staði Alþjóða viðskiptastofnunar- innar, er að fá útrás fyrir reiði sína. Reiði þeirra beinist að fjár- mála- og viðskiptafyrirtækjum sem stunda viðskipti, sem eru siðlaus þegar horft er til fjárhagslegs (ó) jafnvægis í heiminum. Deilt er á þessi skemmdarverk innan hópa stjórnleysingja þar sem viðkom- andi fjármálarisar komi ekki til með að finna fyrir nokkrum brotn- um rúðum en séu gerðir að fórnar- lömbum í augum almennings með dyggri aðstoð fjölmiðla sinna, með- an allir stjórnleysingjar eru stimpl- aðir sem fólk í lélegu andlegu jafn- vægi. Það eru miklu fleiri stjórnleysingjar til en þeir sem slást við lögregluna á götum úti en þeim er bara ekki hampað í fjöl- miðlum því mikið af því fólki hefur frá mörgum góðum hlutum að segja og ef lífsspeki þeirra kæmist óbrengluð til skila gæti hún fengið nokkuð góðan hljómgrunn meðal almennings. Fjölmiðlum er al- mennt stjórnað af aðilum sem myndu ekki hagnast á því að al- menningur færi að gera hlutina fyrir sig sjálft og hvort annað og því eru stjórnleysingjar með góðar fréttir ekki „prime-time“ efni. Það er þó nokkuð víst að allir stjórnleysingjar eru sammála um að það er ekkert á því að græða að setjast niður og bíða eftir því að „lýðræðislega" kjörnir forsetar komi með lausnir á málunum. Þeirra lausnir koma alltaf til með að þjóna hagsmunum þeirra þrýsti- hópa sem hafa stærstan höfuðstól- inn. Þessvegna eru stjórnleysingj- ar og fleira gott fólk að æsa sig á götum úti, þetta eru þrýstihóparn- ir, sem hafa enga peninga, trúa ekki ó peninga og eru því ekki í að- stöðu til að leggja orð í belg í fund- arsölunum. Þeirra barátta fer fram á götunum og meðal fólksins. SIGURÐUR HARÐARSON, Reynimel 38, Reykjavík. Fordómar gegn ásatrúarfólki Pamela Cecchi: HÉR í Bandaríkjunum hafa okkur borist til eyma sögur af gífurlegum fordómum gegn frændum okkar, ásatrúarmönnum á Islandi. Við ása- trúarmenn erum almennt friðsamt fólk en höfum mikla trú á réttlæti og stöndum jafnan saman. Það sem nú er að eiga sér stað á íslandi minnir á þá hræðilegu að- skilnaðarstefnu og afneitun mann- réttinda sem Bandaríkjamenn höfðu eitt sinn uppi gagnvart sumum íbú- um Bandaríkjanna, af því að þeir voru öðruvísi. Það er mín von að þjóð ykkar geti haft í hávegum a.m.k fjórar hinna níu dyggða og sýnt af sér gestrisni, hugrekki, drengskap og heiðarleika. Að minnsta kosti þann heiðarleika að gangast við að fordómar ríki á ís- landi gegn trúarskoðunum fólks. Þetta er gert með því að neita frið- samlegum hópi fólks um að safnast saman vegna helgiathafna og styðja þess í stað trúarsöfnuð sem hefur í gegnum söguna sýnt sig vera bæði herskáan og grimman í samskiptum sinum við aðra trúarhópa. Kannski er kominn tími á að end- urorða Biblíuna einu sinni enn svo hún endurspegli núverandi viðhorf. í stað þess að segja einfaldlega: „elsk- aðu náunga þinn“, þá væri e.t.v. meira viðeigandi fyrir íslendinga að segja: „elskaðu náunga þinn, svo framarlega sem hann trúir á sama guð og þú!“ PAMELA CECCHI, 14336 Linck, Marion, Illinois. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.