Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 83

Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 83 —" —™— '«L. FOLKI FRETTUM Bellatrix er á tónleikaferð um Bretland til að kynna nýja plötu Morgunblaðið/Ólafur Páll Gunnarsson Meðlimir Bcllatrix voru í miklu stuði fyrir tónleikana í Dingwalls. Morgunblaðið/Skarphéðinn Elíza söng og spilaði á fiðlu af mikilli innlifun. ÞAÐ ER orðið liðlega ár síð- an krakkamir í Bellatrix tóku saman pinkla sína og pjönkur og fluttust búferl- um til höfuðborgar tónlistarbransans Lundúna. Síðan þá hafa þau hægt en örugglega unnið að því að skapa sér nafn, sem er hægara sagt en gert, því samkeppnin er mikil í poppbransan- um. Það eina sem dugir er að spila og spila og spila svo meira, en það hefur Bellatrix einmitt verið að rembast við síðan hljómsveitin hélt utan. Fyr- ir nokkrum mánuðum drógu þau sig þó í hlé til að vinna nýtt efni og taka upp breiðskífu sem nú er tilbúin, hún hefur fengið nafnið „It’s AIl True“ og kemur út 22. maí. Endumærð með nýtt efni í farteskinu lagði sveitin upp í enn eina tónleikareisuna síð- asta mánudag og var byrjað í Bristol. Á þriðjudaginn var röðin komin að sjálfri höfuðborginni. Staðurinn var Dingwalls, lítill goðsagnakenndur klúbbur í hinu ofursvala og nafntog- aða Camden-hverfi. Bellatrix voru augljóslega komin í rétta gírinn þeg- ar blaðamaður hitti þau, spennt, galsafull og adrenalínflæðið í há- marki, tilbúin að rokka feitt. Það var auðséð að þau hafa gaman af því sem þau em að gera. Chumbawamba dáist að þeim „Nú liggur vel á mér,“ segir Elíza og vitnar í gömlu dægurfluguna, „það er alltaf gaman að spila. Ég var svo áköf að fara aftur af stað á tón- leikunum í Bristol að ég sleit streng í fiðlunni í fyrsta skipti síðan 1993!“ Elíza hlær með sjálfri sér og vætir kverkamar. Hún situr úti undir ber- um himni á yndislegu kvöldi og bíður þess að stíga á svið. Ásamt henni sitja við borðið og hvíla lúin bein hin- ir strengjaleikarar sveitarinnai-, þær Kidda og Anna. Fyrsta upphitunar- sveitin, Starlover með íslendinginn KGB innanborðs er í þessu að reyna að kveikja neistann. Bróðurpartur viðstaddra er hinsvegar ekki alveg tilbúinn til þess að skella sér innfyrir, sem gefur til kynna að Bellatrix sé aðalaðdráttarafl kvöldsins, sveitin sem liðið er mætt til að sjá. Þau em líka orðin sæmilega nafntoguð meðal tjallanna, prýða síður vikuritanna NME og Melody Maker nánast í hverri viku og í bransanum fer það orð af þeim að þau séu með allra vinnusömustu og tónleikaglöðustu böndum. „Það er gaman að heyra. Það þýðir heldui' ekkert að rífa sig upp með rótum og flytja frá vinum og fjölskyldu bara til þess að fara út í eitthvað mgl. En hver sagði þetta annars?“ spyr Elíza. Blaðamaður út- skýrir að þau í breska bandinu Chumbawamba hefðu sagt sér íyrr í vikunni að þeim íyndist hin íslensku Bellatrix vera á stanslausu spileríi úti um allt og að þau dáðust hrein- lega að dugnaði þeirra. „Sögðu þau það?! Frábært!,“ segir Kidda þakídát og snortin. „Við emm búin að túra mikið og pressan hefur verið okkur hliðholl," bætir Elíza við. Með sigaunablóð f æðum En hversvegna allur þessi hama- gangur; er löngunin eftir frægðinni Vinmisamir vík- ingar á vertíð Vertíðin er hafin hjá Bellatrix. Nýja platan, It's AIl True er tilbúin og tónleikaferðin til að kynna hana og fylgja henni úr hlaði nýhafín. Skarphéðinn Guðmundsson tók sér far með norðurlínu neðanjarðarlestar- kerfís Lundúnaborgar, stökk út í Camden Town og brá sér á íslenska tónleika. vom líka skringilega áberandi og ákafir. Viðstaddir vom á valdi ís- lensku fjörkálfanna um leið og fyrstu tónamir tóku að hljóma og gáfu til kynna að þeir þekktu vel mörg lag- anna með því að syngja og tralla með. Sveitin renndi ömgglega í gegnum lögin af væntanlegri plötu og létu þau vel í eyrum, sérstaklega þó „Always" og nýja smáskífulagið „Sweet Surr- ender“ sem kom út í Englandi fyrir tveimur vikum og hljómar nú alloft á Radio 1, vinsældastöð BBC. Það er einhver notaleg Kolrössulykt af þeim báðum. Sveitin hefur auðheyranlega öðlast reynslu af öllu spileríinu því hún hefur sjaldan verið þéttari. Góðri kvöldstund lauk með öðm kær- komnu afturhvarfi, gamla tónleika- uppáhaldinu fjömga „All Together Now“ úr smiðju Bítlanna og Bella- trix skemmtu sér konunglega yfir sprellinu. Hátíðin verður eitt stórt partý Landinn fær loksins tækifæri til þess að upplifa nýja og vanari Bella- trix á tónlistarhátíðinni í Reykjavík um hvítasunnuhelgina. Þau segjast vera rosalega spennt fyrir því að koma heim og vart geta beðið eftir að reyna nýja efnið á heimavelli á löngu tímabæm íslensku festivali. „Síðair — verður frábært að hitta alla vinina sem verða að spila þama með okk- ur,“ segir Kidda. „Þetta verður eitt allsherjar partý!“ svona mikil eða er þetta hara svona óstjórnlega gaman ? „Þetta er náttúr- lega vinnan okkar,“ segir Anna, „og við viljum standa okkur vel í henni.“ Þær taka undir að sveitin hafi í heiðri hinn sanna íslenska vinnuanda; akk- orðið, og því séu þau á nokkurs konar vertíð, sannir víkingar. „Ég held að maður þurfi Mka að hafa eitthvað síg- aunablóð í æðum til að þola allt þetta brölt,“ bætir Elíza við. Bellatrix er í þeirri stöðu í dag að nú loksins er boltinn farinn að rúlla og tónlistin orðin lifibrauð en ekki bara eitthvert hobbý með skólanum eða vinnunni. Þau em komin með „al- vöm“ fjögurra platna samning við óháða plötufyrirtækið Fierce Panda sem er á mála hjá alþjóðlega risanum Mushroom Records, en það fyrirtæki hýsir listamenn á borð við Garbage, Ásh og Muse. „Það er ólýsanlega þægilegt að geta einbeitt sér að tón- listinni og látið aðra um allt bransa- brasið. Þetta er alveg frábært lið sem snýst í kringum rassinn á okkur. Umboðsmaður okkar, Anna Hildur Hildibrandsdóttir hamast eins og brjálæðingur, plötufyrirtækið styður vel við bakið á okkur og hátt í fimm- tíu aðrir koma ineð einum eða öðmm hætti að nánast öllu batteríinu. Við fáum nú orðið bara dagskrá fyrir vik- una. Alveg ferlega ljúft,“ segir Elíza. ,Auðvitað em einfaldlega forréttindi að vera í þessari stöðu,“ segir Kidda, enn þakklát og snortin. Stappaðir stuðtónleikar Innan úr tónleikasalnum barst ómurinn frá Glitterbug, upphitunar- sveit Bellatrix á nýhafinni tónleika- ferð. Það þýðir að Bellatrix er næst á sviðið og stelpurnar þurfa að vinda sér í að gera sig klárar. Blaðamaður hvetur þær til dáða, kveður og geng- ur á óminn. Glysgjarnir og eldhressir glans- rokkamir í Glitterbug sveifluðu í gegnum lögin með mjaðmahnykki og andlitsmálningu að vopni. Þegar El- íza heilsaði vel volgum tónleikagest- um var orðið vel stappað í salnum. Eins og siður er á öllum góðum tón- leikum brassaðist slatti nær sviðinu, uppistaðan ungir indíkrakkar, leit- andi lærlingar og töff týpur. Eldri karlmenn, misjafnlega virðulegir, Nceturgalinn sími 587 6080 í kvöld leika hinir frábæru Ari Jónsson oq Úlffar Siqmarsson Breytinqa<ikeiðið <ikooao t nyju 1/odL Tilfinningalegt - andlegt - hugarfarslegt og einnig líkamlegt. Námskeiðið verður dagana 25. og 26. maí kl. 19.30 — 22.00. Ég hjálpa þér kannski ekki en þaá getur verið að þú finnir nýja leið til þess sjálf. Mundu! Dú ert ábyrg fyrir heilsunni og hamingjunni. Skráning: Fanný Jónmundsdóttir í s. 552 7755. Námskeið, einkatímar og ráðgjöf. ? Eruð þið búin að ákveða ykkur? O> r -nema hvað Upplýsingar á www.khi.is eða í síma 563 3833

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.