Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 84
84 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
■«
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
íslendingar á Kvikmyndahátíðinni í Cannes
Fara Deneuve
og Judy Davis
í Skrímslið?
>»
Islenskum kvikmyndum er sýndur meiri
áhugi en áður í Cannes, Skrímsli Harleys er
að bólgna upp, Danir kunna ekki að meta
tónlist. Pétur Blöndal ræðir við Þorfínn
--7-----------------------
Omarsson og Friðrik Þór Friðriksson.
BLAÐAMAÐUR situr á veitinga-
stað við ströndina með afmælis-
barninu Friðriki Þór og byrjar á
því að óska honum til hamingju.
„Þakka þér fyrir,“ svarar hann
og blæs á pasta með eggi og beik-
oni.
Áttu ekki flesta afmælisdaga
hérna í Cannes?
„Jú, þess vegna fæ ég lítið af
gjöfum," svarar hann og barmar
sér.
I hverju verðurðu helst að vasast
á þessari hátíð?
„Það þarf að landa þessum
Hollywood-myndum," svarar hann.
„Þegar er búið að fjármagna
Monster, sem tekin verður í sept-
ember, en myndin er hugsanlega að
stækka. Það gætu bæst við fram-
leiðendur og þá yrði meira fé lagt í
hana. Þegar hefur verið gengið frá
bví að Robert Burke og Sarah Poll-
"éy verði í aðalhlutverkum, en við
höfum einnig falast eftir Catherine
Deneuve og Judy Davis. Það veltur
þó á því hvort samningar takast við
þessa nýju framleiðendur. Ef það
tekst, - þá færðu fyrirsögn."
Hver er hin myndin?
„Hún verður byggð á nýrri vís-
indaskáldsögu eftir Ray Bradbury,
Frost and Fire. Hann skrifaði eins
og þú manst Fahrenheit 451, sem
Mel Gibson er að endurgera. Þetta
er mynd upp á 7 milljónir dollara
og leikstjóri verður Buz Aiexander.
Ef okkur tekst vel upp verður
myndin tekin á íslandi; það hefur
verið á teikniborðinu í hálft ár.
Þetta er eitt af þessum iðnaðar-
(áæmum; þeir hafa fengið tilboð um
að gera myndina á annarri eld-
fjallaeyju, þar sem þeir fengju
meira greitt til baka en á íslandi,
en sá staður hentar ekki eins vel.
Vonandi verður þetta önnur mynd-
in sem kemur í gegnum nýja end-
urgreiðslukerfið, þannig að það að
engar Hollywood-myndir verði
teknar heima í sumar er bara kjaft-
æði.“
Danir eftir á í tónlist
Krauma fleiri verkefni í pottin-
um?
„Við erum að ljúka fjármögnun á
Regínu fyrir sumarið, en danshöf-
undurinn gekk úr skaftinu, þannig
ífð við erum að bera víumar í
Nette, danskan danshöfund sem
vann að Dancer in the Dark.“
Talandi um þá mynd; það er a 1-
talað að Björk og Trier hafí lent
saman.
„Ég gat alveg séð það fyrir,“ seg-
ir Friðrik Þór og brosir út í annað,
„af því ég þekki þau bæði nógu vel
til þess.“ Hann setur upp spekings-
svip, eins og honum einum er lagið,
áður en hann bætir við: „En aðal-
lega held ég að ástæðan fyrir þessu
sé að Danir eru svona fimm árum á
eftir okkur í tónlist. Þegar ég gerði
jStokk í Reykjavík árið 1982 voru
engir pönkarar í Kaupmannahöfn,
en þegar ég kom þangað með
Skyttumar 1987 var allt í einu
komið pönkaratorg. Þetta er eitt af
gullkornum Karls Marx: Þegar
sagan endurtekur sig er það tragí-
kómedía."
Hvað um Engla alheimsins?
J^~„Stefnt er að því að ljúka samn-
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri er staddur á Kvikmyndahátíðinni í
Cannes sem skartar í ár óvenju mörgum íslenskum myndum.
Islenskar myndir vekja athygli á markaðnum á Kvikmyndahátíðinni í
Cannes en 101 Reykjavfk er meðal þeirra mynda sem sýndar verða.
Mynd að
komast
á púsln-
spilið
VEÐRIÐ hefur verið undarlegt í
Cannes, ýmist þoka, rigning, sól-
skin eða kaldur andvari. En sjaldan
hefur verið jafn mikil heiðríkja á ís-
lenska básnum á skrifstofu Norður-
landanna. „Við erum með óvenju
mikið framboð eða fímm myndir,
þar af þrjár sem hafa ekki verið
sýndar áður á alþjóðlegum mark-
aði, 101 Reykjavík, Engla alheims-
ins og Fíaskó. Margar A-lista kvik-
myndahátíðir, sem haldnar verða f
haust, hafa lýst yfir áhuga sfnum á
að skoða þessar myndir,“ segir
Þorfinnur Ómarsson, fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs.
Hann segist hafa fengið staðfest-
ingu frá Karlovy Vary, San Sebast-
ian, Toronto, Feneyjum og Montr-
eal. „Niðurstaða gæti fengist nú
þegar á hátíðinni, eða síðar í sum-
ar, segir hann og bætir við: „Það
verður gaman að sjá hvernig þetta
púsluspil endar.“
Að sögn Þorfinns stafar þessi
mikli áhugi m.a. af hlutverki Bjark-
ar í „Dancer in the Dark“, sem er í
aðalkeppninni. „Margir álíta mynd-
ina fslenska fyrir vikið og við fáum
ósjaldan fyrirspurnir,“ segir Þor-
finnur.
Allir tilbúnir fyrir Regínu
Hver verður næsta mynd sem þú
leikstýrir?
„Við erum búin að fjármagna
Fálka og ég hefði alveg getað leik-
stýrt þeim í sumar. En ég geri ráð
fyrir að tökur fari frekar fram á
Regínu. Allir eru tilbúnir til að ráð-
ast í það verk og það er góð
stemmning fyrir henni. Það lítur
því út fyrir að ég taki upp tvær
myndir á næsta ári, Fálka og
Neutron, sem við Sigurjón gerum
eftir handriti Dereks Jarmans.
Þetta er nokkurn veginn frágengið,
en það á eftir að semja við leikar-
ana. Það verða allt stór nöfn, af því
myndin sjálf þarf þekkta leikara til
að draga hana áfram. Fálkar verða
líka teknir upp á ensku og með
stórleikurum."
Hvernig líst þér á myndirnar í
keppninni?
„Það eru svona fimm myndir sem
eru góðar án þess að þurfa að horfa
á þær,“ svarar Friðrik Þór. „Mig
langar mest til að horfa á vinkonu
okkar, Samiru Makhmalbaf, og
mynd Roys Andersons. Henni var
aflýst í kvöld vegna þess að hann er
ekki búinn með hana, sem er ekk-
ert skrítið því síðasta myndin sem
hann gerði var á hátíðinni 1978,
þannig að hann hefur bara haft 22
ár til að ljúka við þessa mynd. Hún
verður ekki sýnd fyrr en á síðasta
degi hátíðarinnar, en plakatið kom í
morgun; það er mjög fallegt og lof-
ar góðu. Svo langar mig til að horfa
á mynd Ruys Guerra. Hann er eini
erlendi leikarinn sem hefur fengið
að flytja tilvitnun úr íslendingasög-
unum. Þá lék hann í myndinni Reiði
Guðs eftir Werner Herzog, fékk
spjót í gegnum sig og sagði: „Þau
tíðkast nú hin breiðu spjótin." Svo
er Edward Jang gamall vinur minn
frá Locarno 1987 og ég má ekki
gleyma Oshima. Það er eins gott að
hann hafí orðið sér úti um skammt
af Viagra, spuming hvað lifír í hon-
um, karlinum. Hann setti auðvitað
hátíðina á annan endann á sínum
tíma með Veldi tilfínninganna."
Friðrik Þór hallar undir flatt að
lokum og segir: „Svo kemur alltaf
ein mynd óvænt og vinnur.“
ingum um dreifingu í þeim tuttugu
löndum sem við fáum dreifingu í.
Djöflaeyjan fór í svona 20 til 26
lönd, og ég held að Englarnir geri
ekkert meira, þótt aðsóknin væri
betri á íslandi. Þarna erum við
komin að því kunnuglega vanda-
máli að tungumálið og óþekktir
leikarar hindra dreifmgu. Til að
fara yfir þann vegg þarf þekkta
leikara eða stjömur sem hafa sann-
að sig á öðra sviði. Þess vegna er
svona vinsælt um þessar mundir að
fá fótboltamenn til að leika í
evrópskum kvikmyndum."
Þeir einir vita
AF dagskrá að dæma virðist vera
að færast nýtt líf í ríkiskassann
að því er varðar sýningar á inn-
lendum þáttum. Þeim hefur fjölg-
að að undanförnu og fékk meðal
annars ágætur
selaþáttur Páls
Steingrímssonar
inni á skerminum.
Dýralíf er ekki fjöl-
skrúðugt á íslandi.
takast að gera dýralífsþætti hér-
lendis um þær fáu heimskauta-
skepnur sem hér norpa. Heims-
kunnir em dýralifsþættir frá
Afríku, Serengetti-sléttunni og
öðmm þjóðgörðum þar í álfu, og
em margir þeirra í skrautlegasta
lagi. Einnig era frægir þættir um
dýralíf frá Suður- og Norður-
Ameríku. ísland býr ekki að
dýralífi á borð við þessi lönd, en
þeir fáu þættir, sem hér hafa
birst, benda þó til að kunnáttan
og getan séu fyrir hendi. í raun
mætti gera þætti um stóð, kinda-
hjarðir og nautpening, svo eitt-
hvað sé nefnt fyrir utan villt dýr,
enda er atferli dýra ekki síður
sérkennilegt en torfæmakstur,
fótbolti og glíma og einstök fyrir-
bæri á sinn hátt.
Stöð 2 sýnir veiðiþætti frá ám
og vötnum vikulega um þessar
mundir undir stjórn veiðigarpsins
Eggerts Skúlasonar, en mynda-
tökumenn hans ná myndum af
laxi jafnt ofanvatns og neðan
vatnsborðs. Fyrir gamla veiði-
menn eru þessir þættir hrein
upplifun löngu eftir að flugur eru
gleymdar og stafír komnir í stað-
inn fyrir veiðistangir. Annars hélt
undirritaður að flugugerð skipti
ekki máli, enda skoð-
C inMVADD Á ar laxínn hana varla
■ »ii» riLintrr^i sem abstrakt mál-
LAUGARDEGI verk, svo nóg er að
nota „Teal and
en þó virðist Black“ númer tólf eða fjórtán,
numer
einkum þegar líður á sumar. Þá
tegund notaði kunnur skipstjóri
og aflakló frá Patreksfirði, nú lát-
inn, með alveg yfirgengilegum
árangri. Eggert var síðast stadd-
ur á Arnarvatnsheiði, m.a. með
Miðfírðingum, þar sem bleikjan
og urriðinn vaka um bjartar sum-
arnætur. Þar eins og annars stað-
ar gerir minkurinn mikinn usla
og mætti reyna að gera um hann
heimildamynd og þá minka, sem
af peningagræðgi hleyptu honum
á viðkvæmt líf túndrunnar. Það
em að vísu að verða síðustu for-
vöð fyrir minkinn að drepa lax og
annað dýrmæti, af því nú er sótt
beint að laxinum með því að leyfa
norskan eldislax skríðandi í sjúk-
dómum við landið sem sárabót
fyrir norskar stritlur. Af hverju
ekki að flytja inn nitleysið og
sjúkdómana í gámum fyrst
áhuginn er svona gífurlegur?
Það á ekki af okkur að ganga
þessum vesalingum, sem búum á
Islandi. Nú er verið að safna fé
handa börnum á Indlandi, án
þess þar séu jarðskjálftar, eldgos,
hungursneyð eða flóð. Heldur
virðist stjórnarfarið indverska al-
mennt láta njðast á börnum.
Biskupinn yfir Islandi hrökk allt í
einu við og skipaði 270.000 manns
að minnast þess að þeir væru
kristnir með því að leggja eitt-
hvað á móti indversku stjórninni í
barnamálinu. Skiptir þá ekki
máli, þótt Indverjar telji sig hafa
orðið einhverra trúarbragða þjóð
löngu á undan okkur. Annars get-
ur fólk fylgst með barnagangi
biskups í sjónvarpsfréttum næst-
um daglega.
Annar maður, sem er ekki
beint biskupslega vaxinn, Páll
Pétursson, ráðherra á Höllustöð-
um, hélt samkvæmt sjónvarps-
þætti suður á Balkan, og gekk
þar í gegnum nokkrar íbúðir eða
skýli flóttamanna í Kosovo. Við
að sjá ráðherrann þarna kominn
til Balkan kom annar maður í
hugann, sem vildi eitthvað rétta
steðjann þar syðra. Það var
Winston Churchill, ráðherra á
Englandi á tímum fyrra heims-
stríðs. Hann hafði áhuga á að
laga eitthvað á Balkan og réð því
að ráðist var í svonefndan Galli-
poli-leiðangur. Hann mistókst.
Nú er eftir að vita hvort eins fer
fyrir Páli og Churchill, en enski
ráðherrann varð að segja af sér
eftir að hann reyndi við Balkan.
Indriði G. Þorsteinsson