Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ' FRÉTTIR Skattrannsóknarstjóri rannsakar hrossaútflutning íslenskra fyrirtækja í í Y ísbendingar um undanskot fyrir hendi RANNSÓKN stendur nú yfir hjá skattrannsókn- arstjóra rikisins á allstórum hópi fyrirtækja, sem hafa hestaútflutning að aðalstarfi. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri sagði að rann- sóknin hefði hafist í kjölfarið á því að upplýsingar bárust frá erlendum ríkjum um útflutning hrossa frá Islandi. „Það er of snemmt að segja til um hvort þær grunsemdir, sem verið hafa, séu á rökum reistar,“ sagði hann. „En vísbendingar um undanskot eru engu að síður fyrir hendi.“ Skúli Eggert sagði að upp'lýsingarnar hefðu meðal annars komið frá yfirvöldum í Þýskalandi, en einnig frá fleiri löndum. Beinist aðeins að atvinnustarfsemi Hann sagði að einnig væri verið að rannsaka þjónustu, sem tengdist þessari atvinnustarfsemi, en tók fram að ekki væri verið að rannsaka út- flutning, sem ekki teldist atvinnustarfsemi, til dæmis þegar maður flytti út eitt eða tvö hross. Að sögn Skúla Eggerts eru rannsóknirnar um- fangsmiklar og í eðli sínu tímafrekar og því ósennilegt annað en að þær taki nokkra mánuði. Skúli Eggert kvaðst ekki vilja nefna neinar upp- hæðir, en hann gæti þó slegið því föstu að þýskur rannsóknannaður, sem hefði tjáð sig um þetta mál, hefði verið glannalegur í yfirlýsingum. Skúli Eggert var þar að vísa til ummæla Wolf- gangs Dudda, sem stjórnar rannsókninni á út- flutningi til Þýskalands í Slésvík-Holtsetalandi, Mecklenburg, Brandenburg og Berlín. Dudda sagði í febrúar að hann hefði rannsakað innflutn- ing á mörg hundruð hestum til Þýskalands og rétt verð hefði ekki verið gefið upp í einu einasta til- felli. „Eg get fullyrt að þegar farið er yfir gögn um sölu íslenskra hesta til Þýskalands eru meiri líkur á að finna fjögurra laufa smára en tollskýrslur þar sem rétt söluverð á hestum er gefið upp,“ sagði Dudda um rannsóknina í nóvember. Undrast framkomu starfsbróður íÞýskalandi „Ég held að þetta séu mjög óvarleg ummæli og óverðskulduð í garð heillar atvinnugreinar, þó að það kunni að vera eitthvað athugavert hjá hópi manna,“ sagði hann. „Mig undrar sú framkoma, sem þessi maður hefur sýnt í garð íslenskra aðila, bæði óbilgjörn gagnrýni á yfirvöld og á þá aðila, sem era í þessari atvinnustarfsemi. Ég vil alls ekki taka undir slíka sleggjudóma." Skúli Eggert sagði að skattrannsóknarstjóra- embættið hefði ekki sent mikið af upplýsingum til Þýskalands, enda væri ríkistollstjóraembættið tengiliðurinn við þýsk tollyfirvöld. Skattrannsókn- arstjóraembættið hefði hins vegar átt mjög gott samstarf við ríkistollstjóraembættið. Konungur Jórdaníu í opinbera heimsókn ABDULLAH II, konungur Jórdan- íu, og Rania drottning koma í opin- bera heimsókn til íslands dagana 26.-27. maí nasstkomandi í boði for- seta íslands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar. í íor með konungshjónunum verða börn þeirra tvö, Hussein prins og Iman prinsessa, ásamt ráðherr- um úr ríkisstjórn Jórdaníu og fjöl- mennu föruneyti. Dagskrá heimsóknarinnar hefst með móttökuathöfn á Bessástöðum og viðræðum Jórdaníukonungs og forseta Islands. Jafnframt munu ráðherrar úr fylgdarliði konungs eiga fundi með íslenskum starfs- bræðrum sínum. A fyrri degi heimsóknarinnar mun konungur m.a. kynna sér íslensk há- tæknifyrirtæki. Hann heimsækir höfuðstöðvar íslenskrar erfðagrein- ingar og síðar um daginn kynna ís- lensk hugbúnaðarfyrirtæki konungi og sendinefnd hans starfsemi sína. Þá mun konungur gera grein fyrir þeim möguleikum sem íslenskum fyrirtækjum bjóðast í Jórdaníu, seg- ir í frétt frá skrifstofu forseta Is- lands. Rania drottning, sem lagt hef- ur áherslu á menntun og málstað bama, mun eiga fund með forstjóra Barnaverndarstofu og jafnframt fræðast um það hvernig staðið er að umferðarfræðslu fyrir yngstu veg- farendur. Fyrri degi heimsóknarinn- ar lýkur með hátíðarkvöldverði að Bessastöðum. Síðari dag heimsóknarinnai’ verð- ur haldið til Svartsengis. Þar fá kon- ungshjónin og fylgdarlið þeirra stutta fræðslu um jarðfræði og jarð- sögu Islands og kynnt verður starf- semi orkuversins. Þá munu fulltrúar frá Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóð- anna gera grein íyrir starfi skólans. Þaðan verður farið í Bláa lónið og aðstaða þar skoðuð en síðan halda konungshjónin og fylgdarlið af landi brott. Reuters Von er á Abdullah Jórdaniukonungi og Rainu drottningu í opinbera heimsókn til Islands dagana 26. og 27. maí næstkomandi. Utanríkis- ráðuneytið semur við Alþjóða- bankann SAMSTARFSSAMNINGUR milli utanríkisráðuneytisins annars vegar og Alþjóðabank- ans (World Bank), Alþjóða- stofnunarinnar um fjárfesting- arábyrgðir (MIGA) og Al- þjóðalánastofnunarinnar (IFC) hins vegar verður undir- ritaður í dag. Samningurinn felst í því að hér á landi muni verða fastur starfsmaður sem hafi það hlut- verk að kynna möguleika ís- lendinga til að taka að sér störf fyrir þessar alþjóðastofnanir eða í samvinnu við þær í þeim löndum sem þær veita aðstoð. Þjálfun hjá Alþjóðabankanum Viðskiptaþjónusta utanríkis- ráðuneytisins (VUR) er form- legur umsjónaraðili með þessu samstarfsverkefni og mun ráðuneytið greiða laun starfs- mannsins, en hann mun fá alla þjálfun og aðstoð frá Alþjóða- bankanum og starfa í nánum tengslum við hann. Eins og fyrr segir verður samningur- inn undirritaður í dag. Bygging íbúða í Reykjavík 1997-99 1999 : 1 herb. 1 1 0 2 herb. 89 30 47 3 herb. 209 111 116 4 herb. 101 152 159 5 herb. 85 99 105 6 herb. 53 81 85 7 herb. 11 78 77 Samtals 549 551 589 Ekkijafn- mikið byggt í fermetrum síðan 1989 EKKI hefm’verið byggt jafnmikið og á síðasta ári, í fermetrum talið, í Reykjavík síðan 1989. Þetta kemur fram í yfirliti um byggingarfram- kvæmdir sem byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið saman. I fyira voru byggðir yfir 200.000 fermetrar en rúmlega 270.000 árið 1989. Stærsti hlutinn nú er íbúðai’- húsnæði og svipað hlutfall er milli verslunar- og skrifstofuhúsnæðis og iðnaðar- og verslunarhúsnæðis. Byggðar voru 598 íbúðir í fyrra en 551 íbúð 1998 og 549 íbúðir 1997. Meðalstærð íbúða í fyrra var 354 fer- metrar sem er fjórum fermetrum stærra en árið 1998. í smíðum um áramótin voru alls 633 íbúðir og þar af voru 205 fokheldar eða meira. Á ár- inu var hafin bygging á 565 íbúðum. -----------f-4-*----- Tíföld eftir- spurn í útboði Húsasmiðj- unnar YFIR 8.000 manns skráðu sig fyrir hlutaféí Húsasmiðjunni í opnu hluta- fjárútboði með áskriftafyrirkomu- lagi sem lauk hjá Íslandsbanka-FBA kl. 16 í gær. Útboði með tilboðsfyrir- komulagi lýkur síðdegis í dag. í boði voru 15% hlutaíjár Húsa- smiðjunnar, sem eru 42.105.396 kr. að nafnverði. Gengið í útboðinu var 18,35, og því heildarverðmæti þeirra bréfa sem í boði voru 772,6 milljónir kr. Þátttakendurnir í útboðinu skráðu sig fyrir tæpum átta milljörð- um kr. og var því rúmlega tíföld eft- irspurn eftir hlutafé fyrirtækisins. Islandsbanki-FBA var umsjónar- aðili útboðsins. FerÖShandbækur Hvort sem þú ætlar að ferðast í eigin persónu eða i huganum þá eru ferðahandbækur ótæmandi fróðleiks- náma. Ótal kort, áhugaverðar og öruggar ferðaleiðir, upp- lýsingar um gistíngu og veitingastaði, yfirlit um sögu og menningu - hvað viltu vita? Mikið úrval af ferðahand- bókum t.d. frá Lonely Planet, Turen gár til... og Fodor's. Exploring Israel Turen gártílúapan Erlendar bækur daglega w Eyniundssoii Austurstræti 5111130» Kringiunni 533 1130 • Hafnarfirði 555 0045 Líklegt að Byggða- stofnun flytji næsta ár STJÓRN Byggðastofnunar ræddi á síðasta fundi sínum þann möguleika að flytja starfsemi stofnunarinnar til Sauðárkróks og segir Kristinn H. Gunnarsson, fonnaður stjórnarinn- ar, að stofnunin muni flytja innan árs þegar ákvörðun liggur fyrir um flutninginn. Málið var ekki afgreitt á síðasta fundi þar sem beðið var um frestun, en Kristinn segir að ákvörð- un verði tekin á næsta fundi. Kristinn segist sjálfur vera fylgj- andi því að stofnunin verði færð út á landsbyggðina og telur að hugur stjórnarmanna standi til þess. „Ég sé þetta fyrir mér þannig að menn myndu ákveða þetta með nokkrum fyrirvara og miðuðu við að flutningur yrði um garð gepginn inn- an árs, eða eftir u.þ.b. ár. Ég bendi á að Lánasjóður landbúnaðarins var að opna á dögunum á Selfossi og þá var liðið ár frá því að ákveðið var að flytja hann. Og síðan er rétt að gefa starfs- mönnum rúman tíma til að bregðast við og útvega sér vinnu ef þeir hafa ekki hug á því að flytja, og hjálpa þeim þá við það eftir atvikum." Hagkvæmnisrök benda á Sauðárkrók Að sögn Kristins þykir stjóminni að mörgu leyti ákjósanlegur tími til að skoða flutning núna. Gott atvinnu- ástand sé á höfuðborgarsvæðinu og jafnframt sé greinilega hagkvæmt að flytja. Fasteignaverð sé gott hér fyr- ir sunnan og gott að selja eignir en fasteignaverðið sé tiltölulega lágt úti á landi. Þannig muni húsnæðiskostn- aður lækka verulega og stofnunin geti losað eignir með sölunni. Kristinn segist jafnframt telja eðlilegt að Byggðastofnun sé á sínu starfssvæði, sem er landsbyggðin og ekkert óeðlilegt að starfsmennimir séu í því umhverfi sem þeir eiga að vera talsmenn fyrir. „Og þegar menn velta því fyrir sér hvar eigi að velja stað á landsbyggð- inni þá er svona augljóslega hag- kvæmast að setja hana niður þar sem að þegar er þriðjungurinn af starf- seminni. Þannig að hagkvæmnisrök benda á Krókinn. Á Sauðárkróki verða þeir einnig í nánu sambandi við Akureyringa, sem er auðvitað höfúð- staður landsbyggðarinnar.“ í dag starfa rúmlega 20 manns hjá Byggðastofnun. í: I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.