Morgunblaðið - 19.05.2000, Side 6

Morgunblaðið - 19.05.2000, Side 6
Rómarskífa 6 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Söfnun vegna at- burðanna í Hollandi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning: Sprengingin í Enschede, laugar- daginn 13. maí síðastliðinn, leiddi til þess að tvær íslenzk/hollenzkar fjölskyldur misstu allar eigur sín- ar, hús, innbú og annað það sem manninum fylgir. Vegna þessara hörmulegu atburða hafa aðstan- dendur sett á fót söfnun til styrkt- ar Bjarna Ketilssyni og Birnu Margréti Júlíusdóttur og fjöl- skyldum þeirra. Opnaður hefur verið reikningur í Landsbanka Is- lands 0111-05-268600 fyrir þá, sem vilja sýna þessum fjölskyldum stuðning í erfiðleikum þeirra. Með fyrirfram þökk. Guðný Óskarsdóttir Skólavörðustíg 23, Þórunn Óskarsdóttir Óðinsgötu 2 Sigríður Jónsdóttir Njálsgötu 33. Andlát JÓN KR. SVEINS- SON P LÁTINN er í Reykjavík Jón Kr- Sveinsson rafvirkjameistari. Jón fæddist24. nóvember 1911 í Látravík í Eyrarsveit. Foreldrar hans voru Sveinn Jóhannesson, stýrimaður og húsasmíðameistari í Reykjavík, og Kristrún Jónsdóttir. Jón var framkvæmdastjóri Raf- virkjadeildar Sameinaðra verktaka á j Keflavíkurflugvelli og stjórnai-for- maður f'yrstu árin. Þá sat hann í stjórn Sveinafélags rafvirkja 1935- 1936 og var formaður Félags lög- giltra rafverktaka 1948-1953. Hann var jafnframt meðstofnandi Lands- sambands íslenskra rafverktaka og formaður árin 1949 til 1956, er hann hætti afskiptum af félagsmálum raf- iðnaðarmanna. Jón var meðstol'nandi Félags áhugamanna um fiskirækt. sem stofn- , að var 1966 og formaður þess fyrstu sjö árin. Hann var einnig meðstofn- andi Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva sem stofnað var 1981 og formaður þess fyrstu árin. Jón stofnaði ásamt fleirum hlutafélagið Látravík árið 1965 og var í stjórn þess til dánardags. Félagið stóð fyrir því að koma upp aðstöðu til hafbeitar á laxi í Lárósi í Eyrarsveit og rak þar hafbeitarstöð til 1989, en síðan hefur * aðstaða félagsins verið leigð út. Jón var rafverktaki fram á síðustu ár, en fg var öll sumur í Lárósi við hafbeitina. ™ Forseti íslands veitti Jóni riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1984. Einnig hlaut Jón heiðurs- pening Knattspyrnufélags Reykja- víkur 1932 og heiðurspening Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Eftii-lifandi eiginkona Jóns er Jór- unn G. Rósmundsdóttir og áttu þau saman fimm börn. Fyrri eiginkona | Jóns var Þórunn Bjarney Einars- | dóttir, sem lést 17. janúar 1950, og áttu þau saman fimm börn. Félagi í björgunarsveitinni Súlum féll í sprungri á Grænlandsjökli Morgunblaðið/Ölafur Ólafsson Unnið að því að bjarga Aðalsteini upp úr sprungunni. Roland Naar, þekktur hollenskur fjallamaður, með línuna við sprunguna en til hægri sést í Halldór Halldórsson úr Björgunarsveitinni Súlum. Roland missti félaga sinn í sprungu og var tilgangur ferðafélaganna í Súlum að freista þess að ná líki hans upp úr henni. sig, sprungan opnaðist og hann féll ofan í hana. „Ég náði að krafsa tvisv- ar í brúnina áður en ég féll niður og ég náði því líka að sjá skelfingarsvip- inn sem kom á félaga mína áður en ég hvarf ofan í sprunguna. Halldór stóð nánast alveg upp við mig og reyndi að grípa í mig, en þetta gerðist svo snöggt að það þýddi ekkert, enda hefði ég þá sjálfsagt dregið hann nið- ur með mér,“ sagði Aðalsteinn. Hélt ég væri að grafast lifandi í snjóílóði Hann sagði að sprungan hefði ver- ið mjög þröng, hann hefði getað þrýst bakinu að öðrum vegg hennar og hnjánum í hinn og þannig getað dreg- ið úr fallinu fyrst í stað, en svo opnað- ist hún meira og hann hrapaði eftir það í fríu falli þar til hann stöðvaðist þegar sprungan fór að þrengjast aft- ur. „Ég lenti liggjandi á vinstri hlið- inni og það hrundi yfír mig þó nokkuð af snjó sem ég grófst í og ég hélt í fyrstu að ég væri að grafast lifandi í snjóflóði ofan í sprungunni og það var hræðileg tilhugsun. Eg fór strax að reyna að hreyfa mig og rífa mig laus- an og náði að koma höfðinu upp úr og hægri hendinni, en að öðru leyti var ég grafinn fastur í snjóinn, alveg gjörsamlega kíttaðui- niður. Það vildi mér til happs að lína sem við höfðum verið með uppi og var laus hrundi nið- ur í sprunguna með mér og um leið og ég losaði höndina upp úr snjónum náði ég í endann á henni og vafði henni strax kirfilega utan um hönd- ina og í greipina og kallaði upp til fé- laga minna að tryggja hinn endann og brugðust þeir skjótt við. Ég sá fljótt að ég myndi ekki geta losað mig sjálfur úr snjónum, ég kom hendinni engan veginn að beltinu til að festa línuna. Þannig að ég kallaði upp til félaganna og bað þá að síga niður eftir mér. Olafur kom niður skömmu síðar og batt okkur saman. Þegar þeir byrjuðu að draga mig upp snerist upp á líkamann, ég var kol- fastur líkt og ég lægi í steypu, þannig að ég orgaði upp og bað þá að hætta. Ólafur gat grafið mig upp úr snjón- um, hann notaði bara hendurnar og sparkaði upp snjónum með fótunum. Við losuðum mig úr skíðunum og að því búnu var ég dreginn upp. Það var mikið um faðmlög á brúninni þegar upp var komið,“ sagði Aðalsteinn. Þar sem hann sat fastur í sprung- unni á um 20 metra dýpi og leit niður sagðist hann bara hafa séð ofan í svart hyldýpi. „Það eina sem ég hugs- aði um var að bjarga mér, bæði þegar ég var að falla niður og eins þegar ég lá fastur í snjónum ofan í sprungunni, lífshvötin er svo sterk,“ sagði Aðal- steinn. Hann sagðist i raun aldrei hafa verið hræddur, um leið og hann náði taki á línunni sagðist hann hafa orðið viss um að hann myndi lifa þetta af. „Þegar ég sá að ég gæti ekki bjargað mér sjálfur upp treysti ég á félaga mína og þeir brugðust ekki, þeir gerðu þetta með glæsibrag og það var aldrei neitt fum á þeim,“ sagði Aðalsteinn, en alls liðu um 40 mínútur frá því hann féll ofan í sprunguna þar til hann var kominn upp aftur. Þótt ótnílegt megi virðast slapp hann algjörlega ómeiddur úr þessum hildarleik, með einungis tvo litla marbletti á olnboga. „Kuldinn var verstur, þótt ég væri vel klæddur varð mér fljótt alveg ógurlega kalt, ég var dálítið blautur þegar þetta gerðist, sveittur el'tir gönguna upp og það settist fljótt að mér kuldi, ég var eins og freðfiskur þarna ofan í sprungunni.11 Ekkert tóm til að hugsa um þetta Aðalsteinn segir að sér hafi ekki gefist tóm til að hugsa mikið út í at- vikið. „Við vorum að vinna að verk- efni og um leið og búið var að bjarga mér upp fórum við í það, þannig að ég hafði engan tíma til að velta mér upp úr þessu,“ sagði hann. Leiðangur þeirra félaga í Súlum bar ekki árangur sem kunnugt er, einungis skíðastafur Hollendingsins fannst í sprungunni sem hann féll í. Félagamir úr Súlum komu heim til Akureyrar á miðvikudagsmorgun, en þeir þurftu að bíðá í nokkra daga á jöklinum þar sem skíðavélin gat ekki lent þar vegna veðurs. „Við ákváðum að segja ekki nokkrum einasta manni frá þessu fyrr en við værum komnir heim, við vildum ekki valda okkar fólki heima óþarfa áhyggjum," sagði Aðalsteinn sem nú er svo sannarlega reynslunni ríkari. Björgunarsvcitarmenn við sprunguna sem Hollendingurinn féll ofan í. Hugsaði um það eitt að bjarga mér AÐALSTEINN Amason, einn fimmmenninganna sem tóku þátt í leiðangri björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri á Grænlandsjökul, komst heldur betur í hann krappan í upphafi leiðangursins, en hann féll of- an í sprungu í jöklinum eina 20 metra og lá þar pikkfastur í skafli. Hann tel- ur einskæra heppni og góða og trausta félaga hafa orðið sér til bjarg- ar. Félagarnir fimm, Aðalsteinn, Hall- dór Halldórsson, Leonard Birgisson, Ólafúr Ólafsson og Sigurður Sæ- mundsson, fóru í síðustu viku í leið- angur til Grænlands þar sem freista átti þess að ná upp líki Hollendings sem féll í sprungu á jöklinum. Ferða- skrifstofa hafði skipulagt þangað ferðir fyrir fjallgöngufólk og voru búðir þess skammt frá Einar Mik- aelsenfjalli, sem er í um 360 kíló- metra fjarlægð suður af Scoresby- sundi. Búðimar vom í um 1.400 metra hæð, en slysstaðurinn var þar um 500 metmm ofar. í hópnum var þekktur fjallamaður, Roland Naar, ásamt félaga sínum, frænda konu sinnar, en það var hann sem féll ofan í spmnguna og lést. Roland er reynd- ur á þessu sviði, hefur m.a. farið í þrjá leiðangra á Everest, gengið á K2, á Suðurpólinn og yfir Grænlandsjökul svo dæmi séu tekin. Fimmmenningarnir komu sér upp búðum um 500 metmm neðan við slysstaðinn og héldu síðan rakleiðis þangað. Aðalsteinn, Sigurður og Roland fóm fyrstir upp, en hinir drógu þyngri búnað og komu í kjöl- farið. Áðalsteinn sagði að ferðin upp hefði verið nokkuð erfið, enda mikill nýfallinn snjór. Þeir komu sér fyrir í um 100 metra fjarlægð írá spmng- unni sem Hollendingurinn féll ofan í og hófu þegar að búa sig undir að síga ofan í hana. Sá skelfingarsvipinn sem kom á félaga mína Aðalsteinn tryggði Roland í línu á belti sínu, en hann þekkti svæðið best. Hann gekk í átt að sprungunni og stakk niður snjóflóðastöngum í hveiju skrefi til að tryggja að hvergi væra sprungur. „Við töldum okkur 100% öragga, það væm engar spmngur á þeirri leið sem við þyrft- um að fara frá búnaðarstöðinni að þessari spmngu sem við vomm að fara ofan í,“ sagði Aðalsteinn, en hann sagði að leiðangurinn hefði haft varkárni í fyrirrúmi, þannig hefðu all- ir verið bundnir saman. „Ég var að vinna við frágang á línu og þurfti að ná í búnað neðan til á svæðinu þegar óhappið varð,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði að spmngan hefði legið langsum en ekki þvert eins og oftar er. „Ég taldi mig á tryggu svæði þegar ég lagði af stað, en lík- lega hefur verið eitthvað þykkra snjólag og ís yfir þessari sprangu en annars staðar,“ sagði Aðalsteinn, en það skipti engum togum, snjórinn gaf BM'VAIIA Söludeild í Fornalundi Brciðhöfða 3 • Sfmi 585 5050 Þakskífur með 25 ára ábyrgð fegra húsið þitt. Kynntu þér málið á www.bmvalla.is. www.bmvalla.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.