Morgunblaðið - 19.05.2000, Side 16

Morgunblaðið - 19.05.2000, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Jarðgöng, 7,2 km ■ wbfk VetLðliðasta^ir Igg&aÖir "y ^ÍAkureyrorwtf]l jf M políur \%Jr ? \ wjj \\Akureyrar- yk\y/agvöjlur Leifsstaða fell Fjárhagsaðstoð á vegum Akureyrar- bæjar fyrstu 4 mánuði ársins 63% hækkun miðað við sama tíma í fyrra FJÁRHAGSAÐSTOÐ á vegum Ak- ureyrarbæjar hækkaði um 63% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári. Aðstoðin er 23% hærri nú þegar mið- að er við árið 1998. Oktavía Jóhannesdóttir, formaður félagsmálaráðs,. sagði fjárhagsað- stoð rokka mikið milli mánaða og ekki kæmi í ljós fyrr en þegar árið yrði gert upp í heild hvort og þá hver hækkunin yrði. Hún sagði að ekki væri nákvæmlega vitað hverju þessi hækkun nú sætti. Alls lágu 73 um- sóknir um fjárhagsaðstoð fyrir í síð- asta mánuði og voru veittir 68 styrk- ir að upphæði rúmlega 1,5 milljónir króna auk þess sem veitt voru 5 lán að upphæð rúmlega 150 þúsund krónur. Oktavía sagði að ævinlega leituðu fleiri aðstoðar en vant væri í kring- um fermingar, páska og jól. „Þeir sem eru á lægstu bótunum hafa ekk- ert svigrúm til að mæta kostnaði um- fram það vanalega," sagði Oktavía. Hún nefndi að flestir hefðu það nokkuð gott um þessar mundir, en þó væri nokkur hópur fólks sem sæti eftir. Ekki væri um að ræða stóran hóp, en hann ætti ekki margra kosta völ. Skákþing Norðlend- ingaá Húsavík SKÁKÞING Norðlendinga 2000 verður haldið á Húsavík helgina 26. til 28. maí nk. Mótið er haldið í tilefni af 75 ára afmælis Taflfélags Húsavík- ur og 50 ára afmælis Húsavíkur- kaupstaðar. Fyrsta daginn verða tefldar 4 atskákir og síðan 3 kapp- skákir hina dagana. Teflt verður eftir monrad-kerfi. Sextíu og fimm ár eru síðan fyrsta Skákþing Norðlendinga fór fram, fyrst á Akureyri 1935 og hefur verið haldið óslitið síðan. Fimm keppendur hafa unnið titilinn oftast, eða fimm sinnum, en það eru; Jón Þorsteins- son, Jónas Halldórsson, Júlíus Boga- son, Gylfi Þórallsson og Rúnar Sig- urpálsson. Núverandi skákmeistari Norðlendinga er Halldór Brynjar Halldórsson, 15 ára og sá næst yngsti sem hefur unnið titilinn. Sá yngsti var Pálmi R. Pétursson, en hann var 14 ára þegar hann sigraði 1979. Keppni í öðrum flokkum, ungl- ingaflokkum og kvennaflokki, hefst laugardaginn 27. maí kl 14. Tefldar verða 11 umferðir, 7 á laugardag og 4 á sunnudag. Hraðskákmót Norðlendinga fer fram á sunnudag 28. maí kl. 14. Veitt verða verðlaun í hverjum flokki. í öllum flokkum er keppt um farandgrip og nafnbótina Norður- landsmeistari, í opnum flokki, ungl- ingaflokki eldri og yngri og kvenna- flokki. í opnum flokki verða veitt peningaverðlaun, m.a. 30.000 kr. fyr- ir sigur. Aðeins er greitt keppnisgjald í opnum flokki og er það 2.000 krónur. Skákþingið fer fram á Hótel Húsavík og í félagsmiðstöðinni Keldunni. Því lýkur kl. 18 sunnudaginn 28. maí með verðlaunaafhendingu og léttum kvöldverði í boði afmælisbama. Skráning fer fram hjá Tómstunda- fulltrúa Húsavíkurkaupstaðar, Sveini Hreinssyni, sími 464-1430 og veitir hann jafnframt nánari upplýs- ingai’ um mótið. Netfang hans er sveinnhr@husavik.is. Skráningu í opna flokkinn skal vera lokið fyrir kl. 17 föstudaginn 26. maí en skráning í yngri flokka fer fram á mótsstað. -----♦-4-4--- Snjómynda- samkeppni í Murmansk NÝLEGA barst bréf frá bæjaryfir- völdum í Murmansk í Rússlandi, sem er einn af vinabæjum Akureyrar, þar sem boðið er til alþjóðlegrar snjó- myndasamkeppni og hátíðahalda um miðjan desember í ár. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á þátttöku í þessari keppni geta nálgast nánari upplýsingar á skrifstofu menningar- mála í Glerárgötu 26 á Akureyri. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum. Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Mogunblaðið/Ingibjörg Ólafsdóttir Árnesingakórinn í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í tónlistar- húsinu Ymi við Skógarhlíð á morgun Arnesingakórinn á Norðurlandi ÁRNESIN GAKÓRINN í Reykjavík verður á ferð um Norðurland helg- ina 19.- 21. maí. í kvöld heldur kór- inn tónleika í Glerárkirkju kl. 20.30 og er efnisskráin fjölbreytt. Þar má nefna vinsæl dægurlög, lög eftir Sigfús Einarsson, Jón Ásgeirsson og George Gershwin ásamt syrpu af löguin úr Meyjarskemmunni eft- ir Franz Schubert. Einsöngvarar eru þeir Árni Sighvatsson og Þor- steinn Þorsteinsson, undirleik ann- ast Richard Simm og stjórnandi er Sigurður Bragason. Á laugardag heldur kórinn til Grímseyjar og verður efnt til skemmtunar með eyjarskeggjum. Samkór Svarfdæla Vortónleikar í Dal víkur kir kj u SAMKÓR Svarfdæla heldur vortón- leika í Dalvíkurkirkju á morgun, laugardaginn 20. maí og hefjast þeir kl. 16. Kórinn hefur æft af kappi vegna Danmerkurferðar í júní nk. og býður áheyrendum upp á hluta af efnisskrá ferðarinnar. Sérstakir gestir á tón- leikunum eru Kór Landsbanka ís- lands undir stjóm Guðlaugs Viktors- sonar ásamt sópransöngkonunni Kirstin Emu Blöndal og hljóðfæra- leikurum. Efnisskráin er sérlega fjölbreytt og má þar nefna trúarlega tónlist af ýmsum toga, íslensk og erlend þjóð- lög, atriði úr íslenskum söngdönsum eftir Jón Ásgeirsson og norræn vísnalög. Tónleikarnir em styrktar- tónleikar ferðasjóðs Samkórsins. Napurt í norðan- áttinni ÞAÐ er heldur kuldalegt um að lit- ast norðanlands um þessar mundir, en víða snjóaði í fjöll og var hálka á nokkrum fjallvegum, ökumönnum til hrellingar. Fólagamir í Veður- klúbbnum á Dalvík höfðu spáð þvf í byrjun þessa mánaðar að bresta myndi á með svonefndu kóngs- bændahreti og miðuðu við 19. maí í því sambandi. Þar hafa þeir eins og oft áður reynst sannspáir. Þegar ljósmyndari átti leið um Kaupvangsstræti festi hann þetta fólk sem var að bíða eftir strætó á filmu, en eins og sjá má er vissara að setja upp hettuna þegar hann blæs svona napurt úr norðrinu. þróun byggðar ATVINNUMÁLANEFND Akur- eyrar hefur beint því til bæjar- stjómar að hún komi á fundi með samgöngunefnd Alþingis þar sem knúið verði á um að vinnu við hag- kvæmnisathugun á jarðgöngum undir Vaðlaheiði verði lokið hið fyrsta. Á fundi nefndarinnar nýlega ræddi einn nefndarmanna, Hákon Hákonarson, um göng undir Vaðla- heiði, en um þau er fjallað í stefnu- mótun atvinnumálanefndar frá því í mars í fyrra, en lagt er til í skýrslu nefndarinnar að hagkvæmnisathug- un vegna þeirra verði gerð. Nú rúmu ári seinna sé mönnum orðið ljóst að göng undir Vaðlaheiði munu hafa margfalt meiri áhrif á þróun byggðar en önnur jarðganga- gerð sem sé á teikniborði stjóm- valda. Fyrir Akureyringa, Eyfirð- inga og Norðlendinga alla sé þetta hagsmunamál sem geti haft áhrif á vöxt og viðgang svæðisins, sérstak- lega þegar horft sé til þeirra verk- efna sem sveitarfélögin á Norður- landi eystra hafa sameinast um á sviði orkuframleiðslu og nýtingar hennar. Kennarar! Hrafnagilsskóli auglýsir eftir kennurum Okkur vantar kennara í eftirtaldar stöður: Tvo við nýstofnaða sérdeild. 4—5 í almenna kennslu á miðstigi, stærðfræði, raungreinar, sérkennslu, heimilisfræði og smíðar. Einn í tölvugreinar og fagstjórn í upplýsinga- tækni. Hrafnagilsskóli er í Eyjafjarðarsveit 12 km sunnan Akureyrar (10 mín. akstur). Nemendur eru 180 í 1. —10. bekk. Skólinn fékk styrk úr Þróunarsjóði grunnskólanna til að þróa verkefnabanka í lífsleikni. í haust tekur til starfa sérdeild fyrir unglinga á meðferðarheimilinu að Laugalandi. Við skólann er gott íþróttahús, sundlaug og íþróttavöllur í byggingu. Leikskóli er í næsta nágrenni. í sveitinni er öflugt félagslíf, svo sem leikfélag, kórar, karlaklúbbar, kvenfélög og ungmennafélag, þar sem nýjum félögum er vel tekið. Húsnæðishlunnindi í boði. Umsóknarfrestur er til 30. maí 2000. Nánari upplýsingar um vinnuaðstöðu og kjör veita Karl Frímannsson, skólastjóri, í símum 463 1137, 463 1230 og 862 8754 og Anna Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í símum 463 1137 og 463 1127. Krummakot auglýsir eftir leikskólakennurum Leikskólakennarar óskast í tvær stöður að leikskólanum Krummakoti. Upplýsingar veitir Anna Gunnbjörnsdóttir, leikskólastjóri, í símum 463 1231 og 463 1160. Hagkvæmnisathugun á jarðgöngum undir Vaðlaheiði verði gerð Mikil áhrif á Sk % : i\ m \'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.