Morgunblaðið - 19.05.2000, Side 31

Morgunblaðið - 19.05.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 31 LISTIR Sýningin íslands 1000 ljóð opnuð í Þíóðmenningarhúsinu á morgun Ljóðið eins o g lýsispilla í andlegu formi SÝNINGIN „íslands 1000 ljóð“ verður opnuð á upphafsdegi Listahá- tíðar í Reykjavík, 20. maí, kl. 20 og stendur til 8. júní. Sýningin verður í bókminjasal Þjóð- menningarhússins við Hverfisgötu, en salinn þekkja flestir sem lestr- arsal gamla Lands- bókasafnsins. I anda hins foma hlutverks salarins munu gestir geta sökkt sér niður í ljóðlestur á Listahátíð. Sveinn Einarsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Listahátíðar, átti hugmyndina að því að halda ljóða- sýningu á Listahátíð. Hann segir að bókmenntirnar hafi stundum orðið út undan á hátíðum eins og Listahá- tíð og það hafi aðstandendum ekki þótt gott. „Okkur þótti því tilvalið að efna til sýningar um Ijóð, þótt sum- um finnist það ef til vill skrýtin hug- mynd. Og við völdum ljóð ekki síst í Ijósi þess að þó að ljóðlist standi víða hátt þá er hún oft íýrst og fremst skemmtun og ánægja svokallaðrar menntastéttar. En Ijóðin hafa líka alltaf verið alþýðueign á Islandi. Það þekkja allir þá íþrótt að kasta fram stöku. Við vildum því með þessari sýningu færa ljóðið til almennings. Svo stöndum við líka á tímamótum og vildum fara í fjársjóðina sem við eigum og draga fram sýnishorn af þvi sem þjóðin hefur verið að hugsa í ljóði, bæði fyrr og nú.“ Fjölbreytni íslenskra Ijóða Markmiðið með sýningunni er að hylla íslenska Ijóðlist og vekja áhuga á ljóð- um, fornum og nýjum. Sýningunni er ekki ætlað að vera bók- menntasöguleg úttekt, en lögð verður áhersla á að sýna fjölbreytni íslenskra ljóða, eins og hún endurspeglast í formi og efnistökum. Ljóðunum verður skip- að saman eftir efni og innihaldi og umgjörð sýningarinnar byggð upp í kringum þau þemu. Sem dæmi um yrkisefni má nefna: tímann, ástina, borgina, dauðann og sjálfa ljóðlistina. Ljóðin verða til af- lestrar á veisluborðum og vegg- spjöldum, en auk þess má hlýða á upptökur með upplestri höfunda og leita Ijóða á slóðum Ljóðavefs Lista- hátíðar. A honum verða birt sýnis- horn ljóða af sýningunni, en þar verður einnig að finna álitlegt safn ljóðaslóða. Vefurinn verður afhentur Bókmenntafræðistofnun Háskóla Is- lands til varðveislu að sýningunni lokinni. A sýningunni sjálfri gefst „skúffuskáldum" kostur á að rita ljóð sín á sýningunni eða koma ljóði sínu fyrir í sérstakri skrifborðsskúffu þar sem þau eru öllum heimil til aflestr- ar. Þá verða einnig haldnar ljóðadag- skrár með upplestri í tengslum við sýninguna 25. maí, 1. og 8. júní. í undirbúningsnefnd sýningarinn- ar ásamt Sveini voru Kristín Braga- dóttir frá Landsbókasafni-Háskóla- bókasafni, Kristján Arnason dósent, Andri Snær Magnason ljóðskáld og Sveinn Einarsson Morgunblaðið/Golli Áslaug Jónsdóttir, hönnuður sýningarinnar, og Andri Snær Magnason sem segir að ljóðið sé vfgi hugsunarinnar. Áslaug Jónsdóttir sem er hönnuður sýningarinnar. Ljóðið er vígi hugsunarinnar Áslaug segir að hún hafi ekki vilj- að fara þá leið að stilla upp ljóðabók- um undir gleri sem fólk hefði mátt skoða heldur reyna að fá fólk til þess að setjast niður í lestrarkyrrð salar- ins og njóta Ijóðanna. „Eg vona að fólk muni gefa sér tíma til að eiga góða stund hér með ljóðum og ég vona að þessi sýning veki líka áhuga fólks sem ekki er vant að lesa ljóð. Hér getur fólk nálgast ljóðið á annan hátt en vanalega og líka nálgast öðruvísi ljóð því að ljóð á vefnum taka á sig hinar ýmsu myndir." Andri Snær segist vera mjög spenntur fyrir þeirri hugmynd að opna ljóðavef. „Ég hef hingað til ekki verið ginkeyptur fyrir vefnum en mér sýnist að ljóðið eigi mjög vel heima í þessum miðli. Það er mjög mikill skortur á innihaldi á Netinu. Heimasíður virðulegra fyrirtækja bjóða kannski bara upp á slúður. Þarna held ég að ljóðið eigi mögu- leika. Þetta er spurning um ímynd fyrirtækja og það virkar vel að hafa ljóð á síðunni sinni. Sömuleiðis væri auðvelt að vinna stutt innslög með ljóðalestri fyrir útvarpsstöðvarnar upp úr þessari sýningu. Það væri til dæmis hægt að lesa ástarljóðin, sem við höfum tekið saman fyrir sýning- una, í þættinum „Rólegt og róman- tískt“. Það er mjög mikill skortur á hugsun í íslensku útvarpi. Þar er sjaldgæft að fólk hugsi í heilan dag eða mánuð jafnvel og skili síðan af- urð sem tekur hálfa mínútu í flutn- ingi. Það er algengara að fólk tali í heilan dag um eitthvað sem það hef- ur bara hugsað um í hálfa mínútu. Ljóðið er vígi hugsunarinnar í upp- lýsingaflæðinu, það úthýsir bullinu. Ég held að fólk muni leita meira eftir slíkum hugsunarmolum. Ljóðið gæti orðið eins konar lýsispilla í andlegu formi.“ Veraldarljóð í vindi Við opnun ljóðasýningarinnar verður sérstakur fáni dreginn að húni. Nemendum íslenskra grunn- skóla var gefinn kostur á að senda inn tillögu að fánaljóði, sem væri „ort í vindinn". Ljóðinu er ætlað að vera kveðja sem send er með vindi áleiðis til móttakanda í víðri veröld. Lista- hátíð í Reykjavík veitir ungu skáldi viðurkenningu fyrir bestu tillöguna. Ljóðið mun einnig birtast á Ljóða- vefnum ásamt fleiri tillögum skóla- nema, á sérstakri vefsíðu tileinkaðri þemanu. Við opnun sýningarinnar munu Matthías Johannessen, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa eigin ljóð og Hjalti Rögn- valdsson mun lesa ljóð eftir Jón úr Vör. Sýningin, sem er samvinnuverk- efni Listahátíðar og Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu 2000, stendur til 8. júní og er opin alla daga frá 11 til 17. Ferðir Guðríðar ganga aftur í Ameríku BRYNJA Benediktsdóttir leikstjóri er nýkomin heim eftir Iangt og strangt leikferðalag með leikrit sitt „Ferðir Guðríðar". Ferðin hófst um miðjan aprfl þar sem sýnt var í tólf borgum Kanada og Bandarikjanna og fór Tristan E. Gribbin með hlut- verk Guðríðar en ljósa- og aðstoð- armaður var Jóhann Bjarni Pálma- son. „Ferðir Guðríðar" fjallar um Guðríði Þorbjarnadóttur, sem flutti til Vesturheims í kringum árið 1005 og fæddi fyrsta barnið þar, Snorra Þorfínnsson. Þrátt fyrir mikil ferðalög var Brynja ánægð með árangurinn. „Þetta var yndislegt ferðalag en mjög strangt, við vorum yfirleitt komin í hverja borg að morgni og þá var strax haldið í Ieikhúsið til að undirbúa sýningu kvöldsins en að morgni haldið af stað til næstu borgar," sagði Brynja. „Okkur fannst skemmtilegast að við hittum alltaf áhorfendur eftir sýningu því þeir fóru ekki strax og í Kanada var þetta oft í bland fólk af íslensk- um ættum. Það var auðvitað mikil upplifun að fara í svona ferð þó ekki gæfist tími til að skoða sig niikið um.Við náðum þó að fara til mun ég taka fyrir næst,“ sagði Brynja. „Það er mikil áskorun að leika svona stórt stykki þar sem taka þarf fyrir allt að tólf karaktera ásamt fleiri hljóðum og beita mik- illi líkamsljáningu," sagði Þórunn Lárusdóttir, sem er að æfa hlut- verkið til að leika hér á landi. Hún mun jafnvel einnig sýna í Bretlandi en verið er að undirbúa jarðveginn þar. „Mér hefur gengið ágætlega að æfa hlutverkið enda verið með það í kollinum nokkuð lengi. Það er nokkuð síðan við byijuðum að æfa. En eftir að Brynja fór til Ameríku hef ég haft tíma til að velta hlut- verkinu fyrir mér og þá hafa komið upp ýmsar hugmyndir, sem ég tel henta í leikritið. Núna erum við svo að æfa smáatriðin." Þvottavélar fyrir vélahluti Jákó sf. sími 564 1819 Að lokinni fyrstu sýningu á „Feröum Guðríðar" í Minneapolis. Frá vinstri: Patrick Gribbin, faðir leikkonunnar, Bryndís Schram sendiherrafrú, dr. Örn Arnar, aðalræðismaður Islands í Minneapolis og hjálparhella leikhóps- ins, Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og Tristan E. Gribbin sem fór með hlutverk Guðríðar. Hlutverkið er mikil áskorun hvort Leifur Eiríksson hefði verið íslenskur eða norskur en sannar- lega var Guðríður sjálf íslensk. „Okkur tókst að sýna á öllum þessum stöðum og fórum aftur er líður á árið því það er mikil eftir- spurn en við verðum einnig hér í Skemmtihúsinu í sumar og Þórunn Lárusdóttir er að æfa upp hlut- verkið," bætti Brynja við en fyrir- hugað er að vera með sýningar í byijun júni, um miðjan mánuð og í lok hans. Auk þess verður leikritið aftur sett upp í ágúst og septem- ber. Saga Guðríðar er um margt sér- stök en Brynja ætlar að gera sögu hennar enn meiri skil. „Þegar hún settist svo að á íslandi og hafði komið börnum sínum til manns, hélt hún í suðurgöngu til að hitta páfann í Róm og segja honum sögu sfna og frá landinu í vestri. Það Morgunblaðio/Asdis Brypja Benediktsdóttir leikstjóri og Þórunn Lárusdóttir leikari. Gimli og hitta fólk, sein talar enn íslensku og ótrúlegt er að verða vitni að þvf hve fólkið er bundið sterkum böndum við Island.“ Að sögn Brynju undirbjó Svavar Gestsson ræðismaður ferðina mjög vel og var mikið um sjónvarpsviðtöl við höfund og leikara. Það var jafn- vel talað um að hér væri á ferðinni leynivopn í umræðuna um það

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.