Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 47
GUÐRUN
SIGURÐARDÓTTIR
+ Guðrún Sigurð-
ardóttir fæddist
á Bæ í Miðdölum í
Dalasýslu 31. maí
1919.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 12. maí síðast-
iiðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Ágústína Sigurðar-
dóttir, ættuð frá
Bæ, og Sigurður Ól-
afsson, ættaður úr
sömu sveit.
Guðrún átti tvö
systkini, Ingibjörgu
Þóru sem er elst þeirra og Lár-
us sem er nokkru yngri. Þau
búa bæði í Reykjavík.
Eiginmaður Guðrúnar var
Baldur Þórhallsson, Austfirð-
ingur að ætt, fæddur á Djúpa-
vogi. Baldur lést árið 1987. Þau
eignuðust eina dótt-
ur, Ernu Björgu.
Eiginmaður Ernu
er Ólafur Óskar-
sson. Þau eiga fjög-
ur börn, Baldur
Inga, Völu Ósk, Ól-
af Unnar og Óskar
Markús.
Son átti Guðrún
fyrir hjónaband,
Sigurð Ingólfsson.
Börn hans eru
Sunna Guðrún,
Vala Þóra og Julie
Sif. Sambýliskona
hans er Sigríður
Kristinsdóttir.
Guðrún fluttist sem ung
stúlka til Reykjavíkur og átti
þar heima sfðan.
Utför Guðrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Að leiðarlokum kveð ég þig móð-
ir mín og þakka þér fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig. Oft var það af
litlum efnum og af litlum kröftum
gert. En þú gerðir það, sem þú
mögulega gast gert, fyrir þína
nánustu og meira en unnt var að
ætlast til. Þú varst af þeirri kyn-
slóð, sem gekk í gegnum mestu
breytingar mannkynssögunnar á
einni mannsævi, jafnt í lifnaðar-
háttum sem hugsun og viðhorfum.
Kynslóð sem upplifði styrjaldir
nær og fjær, flutti úr sveit, þar
sem húsakostur, venjur og aðbún-
aður hafði lítt breyst svo öldum
skipti og tók þátt í að breyta
Reykjavík úr fátæklegum daufleg-
um bæ í burðuga nútímaborg.
Starf þitt vannstu af kostgæfni
og alúð. í 40 ár varstu á sama
vinnustað sem ég heimsótti oft
ungur drengur. Hjá Hrein vann þá
einstaklega gott fólk sem varð
ævifélagar og vinnustaðurinn
þeirra annað heimili.
Barnabörnin voru þitt yndi og
stolt og þú tókst mikinn þátt í
uppeldi þeirra framan af. Alltaf
var jafngott að koma heim til
ömmu og Baldurs 1 Fellsmúlann í
góðan viðurgjörning. Síðustu átján
árin tókstu af æðruleysi á við því-
lík veikindi, að um þau mætti
skrifa heila bók. Fólkið, sem af
þeim vissi, undraðist þann mikla
lífsvilja og kjark, sem í þér bjó og
hversu oft þú gast boðið dauðanum
birginn.
Síðustu æviárin sem þú dvaldir
hjá Ingu systur þinni voru þrátt
fyrir allt ykkur báðum til mikillar
gleði og oft var þá sem fyrr gest-
kvæmt í Stangarholtinu þótt ald-
urinn færðist yfir húsráðendur.
Þetta eru fátækleg kveðjuorð til
hversdagshetjunnar móður minn-
ar, frá syni, sem á henni svo ótal-
margt að þakka. Hvíldu í Guðs
friði.
Sigurður og fjölskylda.
Við kveðjum nú hana Guðrúnu
okkar í hinsta sinn, eftir erfið og
langvarandi veikindi.
I mínum huga hefur hún alltaf
verið sannkölluð hvunndagshetja.
Þrautseigja, ósérhlífni og um-
hyggja hennar fyrir öðrum hefur
einkum einkennt hennar líf.
Ég kynntist Gunnu fyrir rúmum
aldarfjórðungi, er ég fór að venja
komur mínar í Fellsmúlann til
hennar Ernu minnar. Gunnu hefur
þá sjálfsagt fundist réttast, fyrst
dóttir hennar sá eitthvað við þenn-
an gaur að best væri að hún hefði
hönd í bagga með að ala hann eitt-
hvað upp líka. Þegar við „útskrif-
uðumst“ úr foreldragarði Ernu,
allt of ung, að mati uppalandans,
var mér tjáð að það væri eins gott
að standa okkur saman, „því að á
þessu heimili er ekki skilað“. Síðan
þá hefur grannt verið fylgst með
nemendunum og þeir áminntir
þegar þurft hefur, og jafnvel oftar
en það, að þeirra mati. Sumt tókst
okkur þó ekki að læra. Þar má
nefna sem dæmi plokkfiskinn sem
við nutum svo oft og hún eldaði
gjarnan hjá okkur þegar við „buð-
um“ henni í mat. Eftir margar
misheppnaðar tilraunir okkar var
ákveðið að láta meistaranum þetta
eftir. Á hverju hausti hafa þær
systur Gunna og Inga reynt að
kenna okkur sláturgerð og er það
nú orðið að ómissandi hefð hjá
okkur.
Ómetanlegt var að eiga tengdó
að þegar börnin okkar voru að
koma í heiminn. Þá varð allt að
fylgja þeim hefðum sem hún vissi
að vel hefðu reynst og reyndist
þar hafa rétt fyrir sér sem oft áð-
ur. Barnabörnunum sínum reynd-
ist hún ekki síður vel þegar þau
voru að vaxa úr grasi, ýmist hvatti
þau eða áminnti um það sem betur
mætti fara. Gömlu nemendurnir
sem áttu að vera löngu útskrifaðir
fengu líka stundum sinn skammt
og fannst þeim sem lærimeistarinn
ætlaði seint að sleppa þeim úr
skólanum.
Allan þennan tíma höfum við
haldið jólin saman, ásamt Baldri á
meðan hann lifði, og Önnu Siggu
og Nönnu systrum hans. Þar hefur
oft verið mikill atgangur í ung-
viðinu og góður andi ríkjandi. Mér
er minnisstætt þegar Gunna sagði
eitt sinn á aðfangadagskvöld:
„Hann Óli er nú ekki vanur rjúp-
um.“ Þó hafði ég borðað þær með
henni og þessum hóp í 15 ár. Þess-
ar samverustundir hafa verið okk-
ur hjónum og börnunum mikils
virði og minningarnar um þær
geymum við með okkur með mik-
illi gleði á meðan við lifum.
Gunna var afskaplega glaðlynd
manneskja og gantaðist oft við
okkur, þótt úr því drægi þegar
veikindin urðu henni þungbærari.
Læddi hún þó oft frá sér einu og
einu gullkorni þegar henni fannst
það við hæfi. Hún var einnig ljóð-
elsk og setti stundum sjálf saman
vísur, sérstaklega hér áður fyrr,
sem hún var þó svo sem ekkert að
flíka og hafði mest fyi-ir sig.
Ég er viss um að ef ég hitti
hana Gunnu mína aftur mun hún
eflaust skamma sinn gamlan nem-
anda fyrir þessi skrif því ekki var
hún mikið fyrir að á hana væri
borið lof fyrir „sjálfsagða" hluti,
en ég veit líka að hún mun fljótt
fyrirgefa mér barnaskapinn.
Blessuð sé minning þín, Gunna
mín.
Þinn tengdasonur og nemandi,
Ólafur Ingi.
Á föstudaginn seinasta barst
mér sú harmafregn að vinkona
mín Guðrún Sigurðardóttir hefði
látist þá um morguninn. Þótt frétt-
in hafi ekki komið alveg á óvart er
áfallið ávallt það sama þegar ætt-
ingjar eða vinir ljúka sinni jarð-
vist.
Guðrún var ein af þeim heiðurs-
manneskjum sem ég ber hlýjastan
hug til. Með návist minni við hana
til margra ára reyndi ég að til-
einka mér marga þá kosti sem hún
hafði til að bera, en þeir voru glað-
værð og æðruleysi ásamt því að
líta raunsæjum augum á tilveruna.
Guðrún var fædd á Bæ í Miðdöl-
um. Þar sleit hún barnsskónum í
foreldrahúsum eða þar til árið
1930 að þau fluttust að Kvenna-
brekku í sömu sveit. Þar bjó fjöl-
skyldan næstu tvo áratugina eða
til 1951 að foreldrar hennar
brugðu búi og fluttust til Reykja-
víkur. Fyrstu árin syðra bjó hún
með foreldrum sínum og vann í
Nóa-Síríusi til margra ára.
Það voru árin á sjöunda ára-
tugnum sem ég kynntist henni
mest og best. Hún og Baldur eig-
inmaður hennar höfðu þá stofnað
heimili á Langholtsvegi 208.
Þennan tíma leigði ég og fjöl-
skylda mín í sama húsi. Samgang-
ur var mikill milli íbúða enda sum
aðstaða, svo sem þvottahús, sam-
eiginleg. Einnig mun það hafa ýtt
undir samgang að Baldur og faðir
minn voru bræður, auk þess áttum
við dætur á svipuðum aldri.
Okkur leið mjög vel í návist
Guðrúnar. Skapgerðin fastmótuð
og einstök, þannig að nánast ekk-
ert raskaði stöðugleikanum, hvorki
til hins betra né verra. Að vísu var
sjaldnast þörf á því betra, þar sem
hún sá ávallt betri hliðarnar á
flestu sem á vegi hennar varð.
Eigi sjaldan var kallað niður:
„Komdu upp, Erla, og fáðu þér
kaffi, mér leiðist. Eg hafði það í
sterkara lagi, það er rétt að spá í
stöðuna.“
Þar var ekki hrakspánum fyrir
að fara. Glaðværðin allt um ki’ing
og alls staðar skein sól í heiði.
Rétt fyrir 1970 skildi leiðir
þannig að ég flutti í annað bæjar-
félag sem þó er í grenndinni. Þrátt
fyrir það strjáluðust heimsóknir
og samband okkar minnkaði.
Gagnkvæmar heimsóknir voru
þó vel þegnar þegar færi gáfust.
Um haustið 1987 lést Baldur
eiginmaður hennar. Svo sem
vænta mátti breyttust heimilishag-
ir hennar. Heimsóknum fækkaði
og einveran varð meiri en áður.
Svo fór að þær mynduðu heimili
saman hún og Inga systir hennar
sem einnig hafði misst mann sinn.
Þær náðu mjög vel saman og sam-
býli þeirra varð með ágætum. Þær
fengu styrk hvor frá annarri og á
• •
LARA
BJORGVINSDÓTTIR
+
Lára Björgvins-
dóttir fæddist í
Reykjavík 19. maí
1960. Hún Iést á
Landspítalanum 8.
ágúst siðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 20. ágúst.
í dag, 19. maí, hefði
föðursystir mín, Lára
Björgvinsdóttir, orðið
fertug. Þegar Lái-a lá
sem veikust, sendi ég
henni þessi fallegu orð
til hughreystingar.
Vonandi hafa þessi orð gefið henni
og fjölskyldu hennar
styrk á erfiðum tímum.
Éghugsaekkium
alla eymdina,
heldurþáfegurð
sem enn er eftir.
(Anna Frank.)
Sértu hygginn,
þá skaltu blanda
tvennu ólíku saman:
vonaðu ekki
ánefaogefastu
ekkiánvonar.
(Seneka.)
Brynhildur L.
Björnsdóttir.
engan er hallað þegar sagt er að
Inga hafi reynst henni frábærlega
vel allan þann tíma og verið henn-
ar stoð og stytta þrátt fyrir þung
áföll seinustu ára. Fyrir um það
bil tveimur vikum hitti ég Guðrúnu
seinasta sinni.
Hún var þá sjúklingur á sjúkra-
húsi Rauða krossins við Rauðar-
árstíg. Ljóst var þá hvert stefndi
þótt haldið væri í vonina sem
lengst, en feigum verður ekki for-
ðað.
Ég tel það til forréttinda að
hafamátt kynnast konu eins og
Guðrúnu Sigurðardóttur.
Börnum, barnabörnum og ætt-
ingjum öllum votta ég samúð
mína.
Minninguna geymi ég í hjarta
mér.
Erla Garðarsdóttir.
Föstudagurinn 12. maí sl. rann
upp sólbjartur og fallegur, sérlega
heppilegur dagur til að ferðast.
Þennan dag fór hún Gunna vin-
kona mín í ferðalag sem hún var
búin að vera hálft í hvoru að von-
ast eftir að fara í lengi. Hún
kvaddi þá þennan heim eftir
margra ára síhrakandi heilsufar,
löngu ferðbúin og sátt: „Ég skil
ekki hvað ég er aftarlega á listan-
um hjá þeim þarna uppi,“ sagði
hún oft af miklu æðnileysi, eins og
til þess að biðja okkur hin afsök-
unar á því hvað hún tórði lengi.
Hún sagði bara sína meiningu og
var ekkert að pakka hlutunum inn
í bómull. Maður getur alveg skilið
það viðhorf, að þegar elli kerling
gerist fullnærgöngul og þrek og
heilsa fer dvínandi, fari maður að
bíða eftir því að fá hvíldina.
Gunna var gift afabróður mín-
um, Baldri Þórhallssyni, og er
æska mín mjög samofín minning-
um um þau hjón, enda voru þau
mér sem amma og afi, svo yndisleg
voru þau alltaf við mig. Balli lést í
nóvember 1987.
Fyrstu fimm æviárin mín bjó ég
í nábýli við Gunnu og Balla þar
sem fjölskylda mín leigði hjá þeim
hjónum á Langholtsveginum á
meðan við vorum að byggja. Mikill
samgangur var á milli hæða og
dóttir þeirra Erna Björg, frænka
mín, var mér sömuleiðis sem syst-
ir.
Fljótlega fann ég út að það var
mjög hentugt að kynna sér og
bera saman hvað væri í matinn á
hvorri hæð fyrir sig. Þannig var
stundum hægt að komast upp með
að velja sér „rétt dagsins" og aum-
ingja þeir sem aldrei fengu að -
smakka brúnu sósuna hennar
Gunnu, þeir misstu af miklu. Hún
var ekki bara góð heldur best.
Gunna mátti bara þakka fyrir að
fá postulínið sitt aftur. Ekki
skemmdi heldur fyrir að Gunna
vann hjá Nóa-Síríusi og lumaði því
alloft á perubrjóstsykri og Tópasi
þannig að maður gat nú verið ansi
uppáþrengjandi stundum og ekk-
ert endilega alltaf á leiðinni heim
til sín. Það kom þó fyrir að Gunna
tók í taumana og sendi mann heim.
Eitt sinn mislíkaði mér eitthvað
þessar gerræðislegu aðgerðir og *•'-
baunaði á hana orðum sem reynd-
ar eru óprenthæf, þegar ég var
komin í hæfilega fjarlægð að sjálf-
sögðu. Það gerði ég líka bara einu
sinni. Ég sá fljótt að það borgaði
sig ekki og hún minnti mig líka á
þetta af og til í þrjátíu og eitthvað
ár, hlæjandi að sjálfsögðu, þannig
að ég fékk alveg að skammast mín
nógu mikið.
Sennilega var það þó viðmót
þeirra hjóna sem laðaði að því að í
mörg ár eftir að fjölskylda mín
flutti í Garðabæinn tók ég ekki
annað í mál en að „búa“ áfram hjá
Gunnu og Balla um helgar. Þau
hjón höfðu alltaf tíma til að spjalla
við mig um lífið og tilveruna. Balli
kenndi mér mannganginn í skák
og ýmsa praktíska spilagaldra auk
þess sem hann sagði mér frá lífinu
„í gamla daga“ á Djúpavogi og á
Húsavík. Gunna galdraði fram
krásir og spurði hvað á dagana
hefði drifið auk þess sem hún
hvatti mann til dáða og taldi
manni trú um að allir vegir væru
færir.
Þó að heimsóknum fækkaði með
árunum fylgdist Gunna alltaf með
mér og spurði frétta. Dóttir mín,
Hekla Karen, hefur heldur ekki '*v
farið varhluta af þessum elskuleg-
heitum og þau eru ófá ullarsokka-
og vettlingapörin sem Gunna hefur
prjónað og gefið henni.
Ég vil að lokum þakka Gunnu
fyrir allar skemmtilegu minning-
arnar, allt það sem hún hefur gert
fyrir okkur og votta aðstandendum
samúð mína.
Ásta Karen Ágústsdóttir.
ÞÓRBJÖRG
ELÍSABET MAGNÚS-
DÓTTIR KVARAN
+ Þórbjörg Elísa-
bet Magnúsdóttir
Kvaran fæddist á
Sæbóli í Aðalvík 4.
mars 1923. Hún Ióst
á heimili sínu í
Reykjavík 11. maí
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskirkju
18. maí.
Þegar reginöfl ríkja
kenna menn smæðar
sinnar og vanmáttar.
Þekkingu og vísindi
þi-ýtur mátt. Takmark-
anir hinnar mannlegu visku verða
bersýnilegar. Fólk leitar svara sem
ekki fást. Lífsgildin verða trú og von.
Aflvaki lífsins verður lífið sjálft.
Væntingar bærast með fólki um nýj-
an heim og nýjar víddir utan mann-
legs skynjunarheims, að jarðlífi
loknu. Hinn forgengilegi efnisheimur
víkur.
Góa móðursystir mín er látin.
Þessi yndislega, skarpgreinda kona
sem var full af kímni og hlýju. Heil-
steypt kona sem mátti ekkert aumt
sjá. Fylgdist af einlægum áhuga með
gengi allra vina sinna og fjölskyldu-
meðlima. Lét sig mál þein-a varða og
fylltist innilegri gleði yfir velgengni
þeirra. Vai’ fyrst á staðinn ef hjálpar
þurfti með. Hún var stoð og stytta
móður minnar og fjölskyldu. Á ein-
hvern hátt tókst henni ætíð að gera
gott betra. Þegar lífs-
hlaupi lýkur er litið til
baka. Góa hefur horft
stolt um öxl. Hún skilur
eftir sig maka og af-
komendur þar sem
hver manneskjan er
annarri betri. Mann-
kostafólk, eins og hún.
Það vita allir er til
þekkja. Fjölskyldan var
lífsfylling frænku minn-
ar. Áflvaki hennar.
Nú leitar fræpka mín
nýrra landa. Á þeirri
vegferð fylgja henni
manngildin og hjarta-
hlýjan. Þess nýtur samferðafólk
hennar á áfangastöðum.
Ég kveð frænku mína með söknuði
og virðingu. Þakklátur fyrir að
þekkja þessa konu.
Guð blessi Onn og aðstandendur á
erfiðum tímum.
Heill og hamingja finni ykkur og
íýlgi-
Gísli T.
Handrit afmœlis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.