Morgunblaðið - 19.05.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.05.2000, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN KR. SVEINSSON rafvirkjameistari, Grundarlandi 12, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum, Fossvogi, fimmtu- daginn 18. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Jórunn G. Rósmundsdóttir, Kristrún H. Jónsdóttir, Oddný N. Jónsdóttir, Jóhannes I. Jónsson, Sveinn E. Jónsson, Soffía V. Jónsdóttir, Jón B. Jónsson, Rósa G. Jónsdóttir, Sigurður P. Jónsson, Árni P. Jónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, DRÖFN FRIÐFINNSDÓTTIR myndlistarmaður, Hindarlundi 6, Akureyri, sem lést á heimili sínu að kvöldi fimmtu- dagsins 11. maí, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju í dag, föstudaginn 19. maí, kl. 13.30. Guðmundur Óskar Guðmundsson, Kristín Petra Guðmundsdóttir, Birgir Snorrason, íris Guðmundsdóttir, Sigþór Gunnarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Fjölnir Þór Árnason og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTÓFER GUÐMUNDUR ÁRNASON, Hnitbjörgum, Blönduósi, er andaðist miðvikudaginn 10. maí, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 20. maí kl. 14.00. Þorbjörg Jóninna Pálsdóttir, Sigrún Kristófersdóttir, Skarphéðinn H. Einarsson, Anna Kristrún Sigmarsdóttir, Unnsteinn Ingi Júlíusson, Jón Kristófer Sigmarsson, Ólöf Birna Björnsdóttir og langafabörn. + Ástkasr móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA GÍSLADÓTTIR THORODDSEN, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 13. maí sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 23. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarkort Hrafnistu í Hafnarfirði. Börkur Thoroddsen, Adda Gerður Árnadóttir, Ragnar Stefán Thoroddsen, Gísli Thoroddsen, Bryndís Þ. Hannah, barnabörn og barnabarnabörn. Ásta Sigurðardóttir, Hreinn Gunnarsson, Sveinn Sigurðsson, Ásta Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang amma, SIGRÍÐUR GUÐMUNDA PÉTURSDÓTTIR, Ásavegi 7, Vestmannaeyjum, er lést miðvikudaginn 10. maí á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, verður jarðsungin frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum á morgun, laugar- daginn 20. maí, kl. 14.00. > SIGURLAUG ÓLAFSDÓTTIR + Sigurlaug Ólafs- dóttir fæddist á Læk í Viðvíkursveit. í Skagafirði 26. sept- ember 1927. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 12. maí síð- astiiðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Marteinn Jónsson, bóndi, f. 22. febrúar 1890, d. 31. ágúst 1974, og Guðrún Gísladóttir, hús- freyja, f. 6. apríl 1893, d. 7. maí 1965. Sigurlaug var yngst þriggja systkina. Systkini hennar eru: Margrét Lilja Ólafsdóttir, f. 7. apríl 1921, maki Herjólfur Sveinsson. Barn þeirra er Sveinn Þ. Heijólfsson, f. 1946, kennari. Gísli Pétur Ólafsson, f. 28. júní 1922. Þau lifa systur sína. Árið 1952 giftist Sigurlaug eft- irlifandi maka sínum, Óskari K. Ólafssyni, vélfræðingi, f. 31. maí 1924 í Reykjavík. Börn þeirra eru: Elsku mamma mín. Örfá orð eru mér hjartans mál. Varla hafði árið 2000 gengið í garð þegar þungbærar fréttir bárust af heilsufari þínu. Þú sem hafðir verið svo heilsuhraust alla ævi. Engan óraði fyrir því ferli sem var að hefjast. Rúmum þremur mánuðum síðar varstu öll. Minning, sem svo vel var geymd, skaut upp kollinum. Sem drengjum kenndir þú okkur bræðrum bænir og að auki var styrkur trúarinnar sóttur á fundi hjá KFUM. Óttinn við dauðann og þá sérstaklega að dauð- inn taki manns nánustu var óbæri- leg tilhugsun ungum dreng. Eg gerði í huga mínum samning við Guð og hugsaði eins langt fram í tímann og ég gat og kunni. Já, pabbi og mamma skyldu að minnsta kosti fá að lifa til ársins 2000. Það var óra- langt þangað til. Við bræður værum þá fullvaxta og rúmlega það og hlyt- um að axla þá byrði sem andlát for- eldra legði á herðar okkar. Okkur er sagt að meinsemdin sem tók þig frá okkur hafi jafnvel búið um sig fyrir áratugum, en samning- urinn stóð. Andlát þitt var aldeilis ótímabært, en það hlýtur að eiga sér dýpri merkingu, ofar mínum skiln- ingi. Ég þakka fyrir þann tíma sem þú varst með okkur. Þegar litið er yfir farinn veg er hann varðaður minningum um þig. Þú og pabbi byggðuð upp heimili sem var í einstöku jafnvægi. Verka- skipting ykkar var svo skýr og Ijós að um það þurfti aldrei að ræða. Brýnt var fyrir börnunum að ganga menntaveginn og síðar, fyrir barna- börnin níu, var heimilið ykkar sá staður sem var þeim afar kær. Hjálpsemi og fómfýsi var í fyrir- mmi þegar fjölskyldan átti í hlut. Lífið heldur áfram. Daginn eftir 1) Ólafur Marteinn, viðskiptafræðingur, f. 1952. Eiginkona Hólmfríður Péturs- dóttir. Börn þeirra eru: Anna Sigur- laug, f. 1977, í sam- búð með Óskari Gíslasyni, Guðrún Fríður, f. 1981, og Halldóra Ósk, f. 1984.2) Rúnar, verk- fræðingur, f. 1955. Eiginkona María An- tonsdóttir. Börn þeirra eru: Kristín Ósk, f. 1979, unnusti Trausti Ragnarsson, Erla Dröfn, f. 1982, Óskar Kristinn, f. 1990, og Sigurður Rúnar, f. 1991. 3) Valdi- mar Óskar, tæknifræðingur, f. 1963. Eiginkona Kristín S. Guð- mundsdóttir. Börn þeirra eru: Eg- ill Örn, f. 1994, og Sara Lind, f. 1997. Utför Sigurlaugar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. andlát þitt vorum við, nærfjölskyld- an þín, heima hjá Valda bróður. Borðuðum góðan mat og horfðum á Eurovision keppnina. Einn stóran skugga bar vissulega á. Við vorum án þín. Þín, sem alltaf var til staðar til að umvefja börnin þín. Pabbi dró sig til hliðar, sorgin og söknuðurinn sóttu á. Óskar litli nafni hans stóð upp úr sæti sínu og settist við hlið afa, hjúfraði sig að honum og tók í hönd hans. Orð voru óþörf. Minn- ingin um þig mun lifa - veita okkur hlýju og vera til eftirbreytni. Hafðu þökk fyrir það sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Blessuð sé minning þín. Rúnar. Elsku Silla, nú ert þú farin en samt ekki farin úr huga mér. Ég gleymi því ekki þegar ég hitti þig fyrst í búðinni hjá Ola, þú varst svo hlýleg en samt með ákveðinn svip. Ég hefði ekki getað átt betri tengdamömmu og veistu hvað, ég veit hvað ég er að tala um. Það sem mér finnst sárast er hvað þig lang- aði mikið til að eiga lengri tíma með Agli Erni og Söru Lind en þú manst að ég sagði við þig að þú myndir hitta þau seinna, við myndum öll hittast aftur seinna. Árin sem við áttum saman voru yndisleg og þú reyndist okkur svo vel. Þremur dögum eftir andlát þitt kom hún Sara Lind með símann og vildi hringja í Sillu ömmu. Þegar ég sagði henni að amma væri hjá Guði og kæmi ekki aftur þá horfði hún á mig með stóru augunum sínum. Mér fannst hún skilja hvað ég ætti við því hún tók utan um mig og lagði vanga sinn við minn. Egill Örn ætlar sjálfur að skrifa þér bréf og eins og Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvan- gsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. hann sagði sjálfur þakka þér fyrir að kenna honum hestavísuna. Ég þakka fyrir tímann sem við áttum saman og hlakka til að hitta þig aft- ur. Astar- og saknaðarkveðjur. Kristín. Mín kæra tengdamóðir Silla, en það var hún kölluð í daglegu tali, lést sl. föstudag á 73. aldursári. Þetta var fagur dagur í sumarbyrj- un. Gróður allur að koma til og hlý- indi í lofti. Minningarnar eru marg- ar sem koma upp í hugann á svona stundum og allar eru þær góðar, þvílík sæmdarkona var Silla. Ég kynntist tengdamóður minni fyiir 25 árum þegar Rúnar kom með mig inn á heimili þeirra Óskars á Rauða- læknum. Það viðmót sem ég naut einkenndist af hlýju og trausti. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa á heimili þeirra hjóna fyrstu samvistarár okkar Rúnars og kynntist ég því þá vel hvern mann mín kæra tengdamóðir hafði að geyma. Rólegt og yfirvegað fas, en jafnframt var stutt í glettnina. Hún var alltaf til staðar fyrir sína nán- ustu og hafði alltaf tíma. Heimili hennar einkenndist af reglu, öryggi og kærleika. I febrúar á þessu ári greindist Silla með þann illvíga sjúkdóm sem yfirbugaði hana að lokum. Þann tíma sem hún barðist við krabbameinið sýndi hún æðru- leysi og alltaf hélt hún reisn sinni og stolti. Kæri tengdapabbi, nú átt þú um sárt að binda. Megi Guð styrkja þig í sorg þinni. María Antonsdóttir. Sigurlaug Ólafsdóttir frá Læk í Viðvíkursveit í Skagafirði verður til moldar borin í dag, rúmlega sjötug að aldri. Við Sigurlaug voi-um systk- inabörn og leiksystkin í æsku. Síðar olli landfræðileg fjarlægð okkar í milli því að samskiptin urðu stopul. Silla á Læk var hún alltaf kölluð af frændfólki og leikfélögum, og enn þann dag í dag nægir nafn hennar eitt til þess að vekja til lífsins dýr- mætar endurminningar hjá því sama fólki. Þegar á barnsaldri bar hún með sér skýra mannkosti. Frá persónuleikanum stafaði hlýrri birtu sem hún miðlaði öðrum án undan- tekningar. Hún var harðdugleg, tók snemma að ganga í fullorðinsverk. Allt lék henni í höndum, og að hverju starfi gekk hún með gleði- brag og lauk því að því er virtist án áreynslu. Hún sómdi sér vel í hverj- um leik, og vissulega var ekki ónýtt að eiga svona fallega og skemmti- lega frænku sem manni fannst bera mjög höfuð og herðar yfir annað fólk þó ekki væri hún sjálf há í loft- inu. Gaman var að heimsækja Sillu á Læk. Sá bær var mjög miðsveitis, ekki einungis landfræðilega heldur vegna fólksins sem þar átti heima. Foreldrar Sillu, frú Guðrún og Ólaf- ur, og eldri syskinin Margrét og Gísli Pétur voru vinmörg. Suðaust- an við Lækjarbæinn stóð samkomu- og þinghús sveitarinnar, vettvangur pólitískra og ópólitískra funda og þar sem ungir og aldnir skemmtu sér við dans og hljóðfæraslátt eins oft og efni stóðu tO eða veður leyfðu. Snemma varð það næstum því ófrá- víkjanleg hefð hjá þeim sem erindi áttu í þessa menningarmiðstöð sveitarinnar að líta inn hjá Lækjar- fólkinu, þiggja þar veitingar og ræða heimsins gagn og nauðsynjar. Oft bar við, einkum ef svalt þótti í þinghúsinu, að heilu mannfundirnir flyttu sig þaðan heim í stofu á Læk til að halda áfram að ræða þjóðmál- in. Bar því flest að einum brunni um að gestkvæmt væri á Læk og að sá staður stæði að mörgu leyti í nánara sambandi við umheiminn en aðrir bæir í sveitinni, enda fannst okkur krökkunum Silla ærið heims- borgaraleg í hugsun og með víðari sjóndeildai-hring en við hin. Sillu á Læk hefði verið það innan handar að stjórna stórbúskap á góðri jörð og þá helst í Skagafirði. Engum sem til þekktu hefði komið slíkt á óvart. Hér má rétt nefna að kornungri varð hestamennska henni hrein listgrein. Er þess nú að minn- ast að stundum þegar hún fór að ná í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.