Morgunblaðið - 19.05.2000, Side 49

Morgunblaðið - 19.05.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 49 hrossin leyfði hún frænda sínum að koma með sér og var það þá látið heita svo að þau væru bæði að ná í hrossin og var það nokkur upphefð. Skemmst er þó frá því að segja að í þeim sendiferðum varð frændinn einungis til trafala. Hann var von- laus hestamaður. Ekki voru hrossin fyrr búin að koma auga á fylgdar- manninn en þau tóku að snúa að honum höm með tilheyrandi kollhúf- um og frýsi og ekki viðlit að hann næði neinu þeirra, ekki einu sinni kerraklárunum. Pessu var öfugt far- ið hjá Sillu. Hrossin litu til hennar með velþóknun og urðu öll gæf í hennar viðurvist. Hún gat valið úr, hnýtt snærisspotta upp í úrvals- hrossið og þeyst hvert á land sem hugur hennar stóð til. Frændinn öf- undaðist og fór að vola. Hún beislaði kerraklár í skyndi, hjálpaði honum umyrðalaust á bak svo að hann þyrfti ekki að hlaupa á eftir hross- unum í bakaleiðinni en kæmist aftur heim í hlað með fullri reisn. Hestamenn og konur eru miklir uppalendur. Ótemjan lærir því að- eins réttan gang að umhyggja og al- úð fylgi tamningunni og að harðræði sé hún aldrei beitt. Sama máh gildir um börnin. Þau eru fljót að átta sig á greinarmörkum umhyggju og yfír- gangs og miklu líklegri til að taka tilsögn en hlusta á aðfínnslur. Silla á Læk skildi því ekki aðeins öðram betur sálarlíf hrossanna sem við um- gengumst næstum því daglega. Hún varð snemma fágætur uppalandi eins og ráða má af eftirfarandi dæmi: A barnaballi sem haldið var á Lækjai'húsi um jólaleytið einhvern tíma um eða upp úr miðjum fjórða áratug síðustu aldar var mikið um dýrðir. Þar var jólatré í krækilyngs- skrúða, sagnaskemmtan, söngur og dans. Eins og við var að búast bar Silla af í dansinum. Hún var sú sem kunni að dansa og þá einnig sú sem gat dansað. Frændi hennar, sá sem alltaf reyndi að fylgja henni eftir, var mættur til leiks, en hann hvorki kunni að dansa né gat dansað, var auk þess feiminn og nokkuð skrýt- inn í framkomu. Ekki lét hún slíka agnúa á sig fá fremur en endranær en bauð frændanum upp í dans og hefur líklega ætlað að slá tvær flug- ur í einu höggi með því að flétta honum saman tilsögn og skemmtan. Ekki tókst þó betur til en svo að frændinn varð svo þversum í dans- inum að hann steig ofan á tærnar á dömunni, slengdist utan í dömur af öðrum bæjum og rakst síðan utan í jólatréð. Skömmu síðar heimsótti Silla frænda sinn. Ekki minntist hún á hrakfarir hans á nýafstöðnu barna- balli á Læk. Hins vegar ræddi hún tæpitungulaust um nauðsyn þess að efla danskennslu í sveitinni og lét ekki sitja við orðin tóm heldur hófst kennslan þegar í stað. Hún var kennai-inri og frændinn nemandinn. Fyrsta atriði dagskrár var „fox- trott“. Sá dans er þannig að herrann byrjar fyrsta skref með því að stíga fram vinstra fæti. Ef stigið er nógu langt fylgir sá hægri vitaskuld fljót- lega á eftir. Hér hljóp þó strax snurða á þráðinn því að nemandinn hafði að vísu oft heyrt orðin „vinstri" og „hægri“, en merking þeirra var honum svo óljós að kennarinn lét sér strax skiljast að þau myndu með öllu ónothæf í kennslustund. Urlausnar var þó ekki langt að leita. Út um suðurgluggann á stof- unni þar sem dansæfingin fór fram blasti við sjálfur Mælifellshnjúkur og þá um leið sú lausn að dansinn „foxtrott" hæfíst með því að herr- ann stigi fyrst fram þeim fæti sem væri austan megin hnjúks í trausti þess að fóturinn sem lenti hægra megin sama hnjúks lyki skrefinu hér um bil sjálfkrafa, en herrann varð þá jafnframt að gæta þess að dansa alltaf í suður og ragla ekki kerfið með því að taka stjórann í aðrar áttir. Hér fóra ekki úrræðin í þurrð og mætti margur nokkuð af læra. Við brottför frú Sigurlaugar Ól- afsdóttur héðan úr heimi rifjast ekki einungis upp góðar minningar sem hún átti drýgstan þátt í að skapa, heldur má gleðjast yfir því að auk meðfæddra hæfileika bjó hún sér sjálf sitt eigið leiðarhnoða sem hún fylgdi ótrauð til hamingju og heilla ævina á enda. Bráðum verður dagur lengstur hér á norðurhveli og þá verður Sigurlaug væntanlega komin alla leið suður að Mælifellshnjúk, ekki þeim hinum sama og við sáum forðum út um suðurglugga á stofum heldur því eilífsfjalli sem gnæfii' yfir aðra tinda og er einhvers staðar að finna í upphæðum. Þar mun hún bíða ættmenna og vina úr Skagafirði og öðram þjóðlöndum, reiðubúin að veita þeim þá umhyggju og tOsögn sem þörf krefur. Eiginmanni frá Sigurlaugar og fjölskyldu hennar allri vottum við samúð. Haraldur Bessason. Elsku hjartans amma. Okkur langar að kveðja þig með nokkram orðum, sem reyndar aldrei geta orð- ið of mörg. Við tráum því ekki enn að þú sért farin frá okkur. Þetta gerðist svo snögglega. Það er erfitt að hugsa til þess að við fáum aldrei að sjá þig aftur. Við söknum þín svo mikið. Þegar við skrifum þessi orð til þín, elsku amma, erum við með mynd af þér hjá okkur. Augun fyll- ast af táram og ógleymanlegum minningum. Þú kenndir okkur barnabörnunum svo margt sem við munum búa að alla tíð. Þú kenndh' okkur að syngja, spila á spil, leggja kapal, baka, sauma og svo mætti lengi telja. Við munum svo kenna börnum okkar og barnabörnum eins og þú gerðir. Alltaf var gott að koma til þín og afa í Steinagerðið. Við voram alltaf velkomin hvenær sem var. Þú áttir alltaf kökur og annað góðgæti, svo ekki sé minnst á pönnukökurnar á sunnudögum. Þú varst besta amma í öllum heimi, alltaf svo glöð og kát. Amma mín, þú stóðst þig eins og hetja í veikindum þínum. Þú kvart- aðir aldrei. Það sem skipti þig mestu máli var að allir í kringum þig væra ánægðir, þá leið þér vel. Þegar við sáum þig í hinsta sinn, elsku amma, varst þú svo friðsæl og falleg. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert nú. Við vitum að þú munt passa upp á okkur öll og vaka yfir okkur. Við biðjum Guð að vaka yfir þér. Okkur langar að minnast þín með þessu fallega ljóði: Ó, hve heitt ég unni þér allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást (Tómas Guðm.) Elsku besti afi minn. Við munum gera allt til að styrkja þig og hjálpa í þessari miklu sorg. Amma mun allt- af lifa í hjarta okkai'. Við munum aldrei gleyma þér, amma mín. Þín barnabörn, Kristín Ósk og Erla Dröfn. Elsku amma. Þú kenndir okkur margt og mikið og þú varst svo góð við okkur. Þú kenndir okkur að spila olsen-olsen, rássa, tunnu, lönguvit- leysu, veiðimann og fleiri spil. Svo kenndir þú okkur marga kapla. Nú getum við ekki spilað við þig oftar. A sumrin slógum við grasið í gai’ðin- um hjá þér og afa og þú bakaðir pönnukökur handa okkur. Við mun- um líka svo vel eftir vísunum sem þú kenndir okkur. Ein þeirra er: Litla Jörp með lipran fót labbar götu þvera. Hún skal seinna á mannamót mig í söðli bera. Elsku besta amraa. Nú passar guð þig og lætur þér líða vel. Við söknumþín mjög mikið. Óskar Kristinn og Sigurður Rúnar. í dag kveðjum við Sillu ömmu með óendanlega miklum söknuði. Með okkur lifa samt margar góð- ar minningar sem aldrei munu gleymast. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa í Steinó. Amma hafði alltaf tíma fyrir okkur og elskaði að fá okkui' í heimsókn. Hún töfraði fram. ógrynni af kræs- ingum þegar við komum og tók aldrei í mál að við færam án þess að borða eitthvað. Hún hafði alltaf áhyggjur af því að okkur væri kalt og að við borðuðum ekki nóg. Hún hafði ómælda þolinmæði gagnvart okkur systranum, það var sama upp á hverju við tókum og hvaða vesen við voram með, alltaf hélt hún ró sinni og gerði gott úr hlutunum. Hún gerði aldrei upp á milli okkai’, heldur elskaði okkur eins og við eram og naut þess að stjana við okkur. Okkur er það efst í huga hvað húnamma var ólöt við að spila við okkur. Þegar við komum í heimsókn var hún annað hvort spilandi eða leggjandi kapal. Hún kenndi okkur fjölmörg spil og kapla, og hafði gam- an af. Hún skemmti sér konunglega þegar sest var við eldhúsborðið í Steinó og spilað. Hún kom þeii'ri hefð á hjá fjölskyldunni að á jóla- dagskvöld kom fjölskyldan saman og spilaði fram á nótt. Þegar við vorum yngri var það mikið sport að fá að „kúra í holunni" hjá ömmu og afa í náttfötunum sem stelpurnar hennar fengu lánuð hjá henni. Einnig fannst okkur mjög gaman að fá að eyða degi með henni í vinnunni. Við áttum mörg yndisleg jól heima hjá ömmu og afa, þar sem öll fjölskyldan kom saman og hafði gaman af. Okkur fannst það ekkert tiltökumál þótt við þyrftum að ferð- ast langt að til að vera með þeim um jólin.Ömmu fannst það alltaf jafn- skemmtilegt að hafa okkur öll í kringum sig og stjana við okkur. Elsku amma, takk fyrir samver- una, þú hefur gefið okkur svo óend- anlega mikið. Minningarnar um þig munum við geyma eins og gull í hjarta okkar.Við nutum þess alltaf að vera hjá þér og það verður skrítið að geta ekki kíkt til ömmu í kaffi og spjall. Einnig mun okkur vanta sím- tölin frá þér þegar þú hélst að við væram búnar að gleyma ykkur gamla fólkinu. Það var aldrei og mun ekki verða.Við munum hugsa vel um hann afa eins og við lofuðum þér þarna um kvöldið á líknardeild- inni. Þrífa í kringum karlinn þinn eins og þú sagðir brosandi, sem þú varst alltaf, síbrosandi. Þín verður sárt saknað við jóla- borðið. Næstu jól munu verða skrít- in þar sem þú munt ekki sitja bros- andivið hliðina á honum afa að fylgjast með öllum æsingnum við jólatréð. Elsku amma okkar, við kveðjum þig að sinni með miklum söknuði í hjarta, en vitum að þú munt hafa þaðgott og að við sameinumst á ný. Anna Sigurlaug, Guðrún og Halldóra. Elsku Silla, kynni okkar vora allt of stutt en ég er ríkari maður af þeim. Hlýju þinnar vináttu geymi ég og óskir þínar verður mér ljúft að uppíylla. Tómarámið verður aldrei fyllt en minningarnar verða smyrsl á sárin, þær era gull sem við geym- um í hjarta okkar. Takk. Óskar Gíslason. Elsku amma, ég sakna þín svo mikið en ég veit að þér líður vel núna. Ég veit að þú fylgist með mér og passar bæði mig og Söra eins þú gerðir alltaf áður. Ég gleymi aldrei leyndarmálinu okkar á bak við útvarpið þegar ég fékk að sofa hjá ykkur afa og stund- unum sem við sátum saman og spil- uðum eða púsluðum. Ég man líka að ég gat alltaf fengið ýsu í matinn þegar ég mátti ráða. Takk fyrii' allar vísumar sem þú kenndir mér og sérstaklega fyrir hestavísuna. Þetta heita hestamir: Hörður, Kjói, Grani, Ljósa, Skjóna, Lýsingur, Léttfeti og Hrani. Ég ætla alltaf að muna þessa vísu og kenna börnunum mínum hana. Elsku amma, við hittumst örugg- lega einhvern tíma seinna en þangað til ætla ég að hugsa til þín. Egill Öm. MARIUS AÐALBJÖRNSSON GRÖNDAL + Maríus Aðal- björnsson Grön- dal fæddist í Reykja- vík 30. september 1980. Hann lést 5. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 12. maí. Hvað hefur unnusti þinn fram yfir aðra unnusta, Unnusti minn er mjall- hvítur og rauður, Hann ber af tíu þúsund- um. Höfuð hans er skíragull, Hinir hrynjandi hárlokkar hans hrafnsvartir. (Ljóðaljóðin 5. 9-12.) Ég byrja þessa minningargrein á orðum sem þú varst vanur að segja við mig þegar við vorum saman: „Þú ert ástin í lífi mínu.“ Mér finnst rosálega sárt að ástin í lífi mínu sé farin frá mér en eftir lifa minningar sem ég mun aldrei gleyma. Þótt við þekktumst ekki í mörg ár, þekktumst við samt svo ótrálega vel, daginn sem þú lést sagðir þú við mig: „Alma, þú þarft stundum ekki að segja hlutina, ég þekki þig svo vel að ég sé hvað þú ert að hugsa.“ Okkur leið best þeg- ar við voram bara tvö ein saman enda vorum við oft bara tvö, þú vildir eiga mig, ég vildi eiga þig. Við elskuðum hvort annað svo mik- ið að við varla höndluðum það þótt við þrættum inni á milli. Ég var stolt af að vera með þér og eiga þig sem unnusta, það var svo óft sagt við mig: „Alma, vá hvað þú átt fal- legan kærasta,“ og ég er alveg sam- mála því, þú varst alltaf sætastur af öllum. Oft þegar við voram ein- hversstaðar kom fólk til okkar og talaði um hvað við væram flott par og sæt saman. Þegar við fóram og keyptum okkur föt, keyptum við okkur föt í stíl. Þegar þú klæddir þig sagðirðu: „Alma, ég ætla að vera í þessum fotum,“ og þá klæddi ég mig í föt sem pössuðu við þín. Þú varst svo mikill snyrtipinni og ég var alltaf eitthvað að dúlla við þig, í ófá skipti tók ég þig í húð- hreinsun, kreisti fílapensla, setti þig í fótabað og hvaðeina, þér leið svo vel á eftir. Þegar við bjuggum hjá mömmu var herbergið mitt alltaf svo fínt, ólíkt því sem það hafði ver- ið áður en þú komst til sögunnar en tiltektarsemi þín var eins og hvítur stormsveipur. Auk þess að vera unnusti minn vai'stu Mka minn besti vinur, við gátum talað um allt milli him- ins og jarðar, ég gat aUtaf sagt þér hvað mér bjó í brjósti, verið ég sjálf með þér. Við gátum líka grátið sam- an og tveimur dögum áður en þú lést sátum" við í bílnum og grétum saman í langan tíma. Þú varst orðinn veik- ur, það reyndi svo mikið á þig að í tvo daga lástu í ráminu, ég sat yfir þér með blautan þvottapoka til að kæla þig niður, ef ég stóð upp til að sækja eitthvað tókstu í höndina á mér og sagðir: „Alma, ekki fara, vertu hjá mér, þú mátt aldrei fara frá mér aftur.“ Við vorum búin að plana svo margt, ætluðum að gera svo margt saman, kaupa íbúð, bíl, trúlofa okkur og við töluðum um það einmitt daginn sem þú lést. Það var alveg sama hvað bjátaði á, hvað, kom upp á, þú varst svo snjall að finna ráð við öllu og leysa vandann einhvern veginn. T.d. þegar við vor- um í íbúðarleit eitt skiptið þá sagð- irðu: „Við leggjum bara bílnum okkar uppi í sveit og búum í hon- um, svo kaupum við nýjan bíl og notum hann fyrir bfl." Það era svo margar minningar sem ég geymi í hjarta mínu sem enginn veit nema við tvö. Ég ætla að standa mig með Guðs hjálp en það er svo sárt að vera án þín. Ég er svo þakklát Guði fyrir að hafa kynnst þér og fyrir að ^ hafa hlotnast sá heiður að fá að^ vera með þér síðustu stundirnar sem þú lifðir, að hafa fengið að vera síðasta manneskjan sem þú tókst utan um, kysstir og sagðist elska. Ég veit að nú ertu hjá Jesú og hann passar þig og litla bamið okk- ar en einhvemtíma sjáumst við aft- ur þegar ég kem til ykkar í eilífðina og þá mun ekkert aðskilja okkur aftur. Ég kveð þig elsku Marri og bið Drottin Jesú Krist að styrkja ástvini þína sem eiga um sárt að binda. í hvílu minni um nótt leitaði ég hans sem sál mín elskar Eg leitaði hann en fann hann ekki. (Ljóðaljóðin 3.1.) Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég elska þig. Þín unnusta, Alma Rut. + Okkar kæra, ÞÓRUNN KOLFINNA ÓLAFSDÓTTIR, andaðist á Droplaugarstöðum mánudaginn 15. maí. Fyrir hönd bræðrabarna hinnar látnu, Þórunn K. Helgadóttir. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við and- lát og útför LILJU VILHJÁLMSDÓTTUR, Garðbraut 15, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilsustofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun og atlæti á liðnu ári. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Bára Þórarinsdóttir, Guðbjörg Ársælsdóttir. r <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.