Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
PÁLÍNA
SVEINSDÓTTIR
+ Pálína Sveins-
dóttir fæddist í
Dalskoti undir Eyja-
Ijöllum 20. júní 1921.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
14. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðleif Guð-
mundsdóttir og
Sveinn Sveinsson.
Pálína var yngst tíu
systkina. Systkini
m hennar sem upp kom-
ust voru: Guðríður, f.
1900 (látin), Sveinn,
f. 1901 (látinn), Eym-
undur, f. 1903 (látinn), Ólafur, f.
1908 (látinn), Guðrún, f. 1912, Sig-
urður, f. 1913 (látinn), og Sigfús, f.
1916. Að auki voru
tvö systkini sem lét-
ust í frumbernsku.
Árið 1923 flutti
Pálína með foreldr-
um sínum að Stóru-
Mörk undir Eyja-
Ijöllum þar sem hún
var fram undir 1940
þegar hún fluttist til
Reykjavíkur þar sem
hún bjó æ síðan.
Pálína giftist ekki
og eignaðist ekki
börn. Allt sitt líf
vann hún ýmis þjón-
ustustörf.
Útfór Pálínu verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Því fólki sem sleit barnsskónum á
fyrstu áratugum þessarar aldar
fækkar nú í okkar hópi. Eina af þeim
manneskjum kveðjum við í dag.
Þetta er Pálína Sveinsdóttir frænka
mín og móðursystir, yngst í hópi tíu
systkina. Eftir lifa Guðrún og Sigfús.
Sem betur fer þurfti þessi ágæta
frænka mín ekki að heyja langt
dauðastríð. Fljótlega eftir síðustu
áramót fór hún að tala um að hún
væri ekki allt of hress og ég skal við-
urkenna að mig grunaði að eitthvað
alvarlegt væri á ferðinni. Sennilega
hefur hún einnig gengið með sínar
grunsemdir.
Snemma í apríl var hún lögð inn á
Landspítalann í Fossvogi þar sem
hún var í vikutíma. Niðurstaðan var
Ijós, illkynja ólæknandi sjúkdómur.
Að um illkynja sjúkdóm væri að
ræða kom mér ekki á óvart en ég ól
engu að síður þá von í brjósti að
læknavísindin myndu geta lengt líf
>3þessarar ágætu frænku minnar svol-
ítið. Það reyndist ekki raunin. Þess
vegna er það kannski þakkarefni að
dauðastríð hennar skyldi ekki verða
lengra.
Eins og áður er komið fram var
Pálína yngst í hópi tíu systkina,
fædd í júní 1921, í Dalskoti undir
Eyjafjöllum og alin upp í Stóru-
Mörk í sömu sveit. Hún var þvi tæp-
lega 79 ára þegar hún lést. Pálína
missti föður sinn átta ára gömul.
Hún sagði mér eitt sinn að af honum
hefði hún aldrei haft mikið að segja.
Ég hef óstaðfestan grun um að hún
hafí alltaf verið svolítið leið yfir þvi.
Móður sinni bast hún hins vegar
sterkum böndum sem héldust með-
{an báðar lifðu. Það var alltaf einhver
ðlýsanlegur þráður á milli þeirra.
Úr sveitinni og til Reykjavíkur
fluttist Pálína rétt fyrir 1940 og bjó
þar æ síðan, fyrst í Garðastræti og
síðan á Leifsgötu 24. Það var ekki
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró-og greiðslukortaþjónusta
auðvelt fyrir verkakonu að koma sér
upp íbúð á miðjum sjötta áratugn-
um. En með dugnaði, útsjónarsemi
og aðstoð sinna nánustu tókst það.
Alltaf var tekið vel á móti manni á
Leifsgötunni hjá Löllu frænku eins
við kölluðum hana sem þekktum
hana best.
Ævistarf hennar var ýmiss konar
þjónustustörf, mest við ræstingar og
heimilishjálp. Það liggur í hlutarins
eðli að skólagangan var ekki mikil.
Þó skorti ekki hæfileikana. Svo má
reyndar segja um öll hennar systk-
ini. Þetta var bara svona á þessum
árum. Móðir mín, systir Pálínu,
sagði mér eitt sinn að um þau systk-
in hafi verið sagt: „Krakkarnir í Koti
vissu allt.“
Af þeim stöðum þar sem Lalla
frænka vann er tékkneska sendiráð-
ið efst í minningunni. Þar vann hún
um árabil og skóp tengsl við fólk sem
hafa varað æ síðan.
FjTstu minningar mínar um Löllu
frænku eru svolítið óljósar. Ég var
með henni austur í Stóru-Mörk í
heimsókn hjá bræðrum hennar og
ömmu minni. Sennilega hef ég ekki
verið eldri en fimm ára. Mér hefur
verið sagt að hún hafi eitt sinn horfið
úr augsýn frá mér og þá hafi ég orðið
svo vondur að ég hafi ætlað að fara
gangandi heim. Þetta sýnir að
tengslin hafa snemma orðið sterk og
héldust þannig meðan hún lifði.
Þegar ég var að alast upp kom það
einstaka sinnum fyrir að foreldrar
mínir þyrftu að bregða sér af bæ.
Oftar en ekki var það Lalla sem fékk
það hlutskipti að gæta okkar systk-
inanna. Þar vorum við í öniggum
höndum.
Lalla giftist aldrei og eignaðist
ekki böm. Þrátt fyrir það átti hún
þátt í að koma mörgum til manns
bæði vandamönnum og vandalaus-
um. Undirritaður er í þeirra hópi.
A mínum sokkabandsárum var
það venjan að mitt móðurfólk kæmi
saman á jólunum. Venjan var sú að
það væri til skiptis á mínu heimili og
á heimili Sigurðar frænda míns og
bróður Löllu. Oft var þá glatt á
hjalla. Síðan tók Lalla upp á því í
nokkur ár að bjþða öllum til sín á
þrettándanum. Ég get ekki munað
að neinn talaði um þrengsli þótt
hvorki væri hátt til lofts né vítt til
veggja hjá henni á Leifsgötunni.
Þegar árin færast yfir minnkar
hreyfigetan. Það var því sjálfgefið að
flytja af Leifsgötunni enda þurfti
hún að ganga upp þrjá stiga til að
komast upp í íbúðina sína. Fyrir
þremur árum flutti hún í litla og fal-
lega íbúð að Hæðargarði 33 þar sem
hún bjó þar til yfir lauk.
Meðal þeirra sem þar bjuggu fyrir
var systir hennar og mágur (foreldr-
ar mínir), þá þegar orðin lasburða.
Þar fékk hún það hlutverk að vera
þeim innan handar. Satt best að
segja hélt ég að hún myndi lifa þau
en engin veit sína ævi fyrr en öll er.
Það átti fyrir mér að liggja að
dvelja erlendis við nám um nokkurra
ára skeið. Fljótlega eftir heimkom-
una var ég kominn með tvö börn. Ég
og mín kona höfðum það fyrir sið
gerum reyndar enn að fara til kirkju
f.h. á sunnudögum. A meðan börnin
voru lítil voru þau alltaf með okkur.
Eftir messu var svo farið í mat til
Löllu frænku. Við kölluðum það
kirkjugraut. Son minn kallaði hún
koddafríð. Þetta voru bæði góðar og
skemmtilegar stundir. Ég hef óljós-
an grun um að þær hafi líka verið
gefandi fyrir hana.
Lalla sagði um sjálfa sig að hún
teldi sig ekki sérlega hörundssára en
ef sér fyndist á hlut sinn gengið ætti
hún erfitt með gleyma. Kannski hef-
ur hún haft þar á réttu að standa.
Þetta eru nokkur ósamstæð minn-
ingabrot sem koma upp í hugann-
þegar ég rifja upp tímann sem ég og
þessi ágæta frænka mín áttum sam-
an. Það eru margar ógleymanlegar
stundir. Nú er hún komin til betri
heima þar sem allt er hreint og fal-
legt. Hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Leifur Þorsteinsson.
Við systkinin minnumst Pálínu
eða Löllu eins og hún var alltaf köll-
uð því hún var okkur eins og þriðja
amman. Lalla átti ekki afkomendur
og umgengust börn og barnabörn
systkina hennar Löllu eins og fóst-
urömmu.
Hjá okkur hvfldi alltaf ákveðin
stemmning yfir jólunum því Lalla
kom alltaf til okkar á aðfangadags-
kvöld. Fyrstu árin kom hún alltaf
með bækur að lesa en eftir því sem
við systkinin urðum eldri fækkaði
barnabókunum en í staðinn kom hún
með sokka og sokkabuxur um hver
jól.
Það hefur alltaf verið rólegt í
kringum Löllu og því var gott að
koma til hennar og ræða málin í ró
og næði.
Nýlega fór Anna Sigga að læra
hárgreiðslu og síðan hefur Lalla ver-
ið fastur viðskiptavinur í kennslu-
stundum í Iðnskólanum. Þeim þótti
báðum gaman að taka þátt í verk-
legri kennslu í hársnyrtingu.
Við vitum að þú ert komin á betri
stað og þér líður vel. Guð blessi þig.
Kristfn, Anna Sigríður og
Þorsteinn.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Sæl, blessuð mín. Ertu ekki að
koma upp á bæi? Þannig byrjuðu oft
símtöl okkar Löllu vinkonu sem
kvaddi okkur 14. maí sl. eftir stutta
en harða baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Lalla, eins og hún var kölluð,
var stórbrotin persóna, vinmörg og
frændrækin. Það var mikið lán að
kynnast henni, slík kona sem hún
var.
Móðir mín og hún bundust ævar-
andi vináttu eftir að hafa unnið sam-
an í Þvottahúsinu Ægi sem ungar
stúlkur. Hún var traust vinum sínum
og fjölskyldu. Hún hafði yndi af að
útbúa litla pakka og senda vinunum.
Þannig ræktaði hún vinskapinn í
gegnum tíðina enda var oftast mann-
margt í kringum hana. Af fundi
hennar fóru allir saddir og ánægðir.
Það var alltaf hellt upp á Braga eða
búið til ekta súkkulaði. Það var ynd-
islegt að spjalla því að hún var fróð
og skemmtileg. Kímnigáfu hafði hún
í ríkum mæli og gantaðist oft mest
að sjálfri sér. Sem dæmi má nefna
„Trabantinn“, en svo kallaði hún
hjólagrindina sem hún notaði sér til
stuðnings úti við.
Lengst af bjó hún á Leifsgötu 24
hér í borg. Sérstakt samband mynd-
aðist við íbúa hússins, sem hún mat
mikils. Þar voru oft fin matarboð og
spilaborðið dregið út þrátt fyrir að
plássið væri ekki allt of mikið. Lalla
ferðaðist þó nokkuð á sínum yngri
árum. Hún var fróð um landið og
hvatti mig óspart til að skoða nátt-
úruperlurnar okkar. Hún Lalla safn-
aði ekki að sér veraldlegum eigum,
heldur hafði hún fáa en fallega hluti í
kringum sig. Bangsinn hennar
Löllu, hann Sæmundur, var alltaf
uppi við í eldhúsinu. Hún talaði um
hann með hlýju og oftar en ekki
hvíslaði hann hinu og þessu að henni.
Fyrir þremur árum urðu viss
kaflaskil. Þá seldi Lalla íbúðina á
Leifsgötunni og flutti í Hæðargarð
33. Þar eignaðist hún einnig yndis-
lega nágranna sem reyndust henni
mjög vel í alla staði. Fjölskylda
hennar, systkinabörn og vinir hjálp-
uðu henni og studdu í veikindum
hennar eins og þau gátu og fyrir það
var hún þakklát.
Við mæðgurnar þökkum henni
samfylgdina í gegnum tíðina og vott-
um ættingjum hennar okkar dýpstu
samúð.
Sigrún L. Baldvinsdóttir.
Þú hafðir fagnað með gróandi grösum
og grátið hvert blóm, sem dó.
Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta
í hverjum steini sló.
Og hvemig sem syrti, í sálu þinni
lék sumarið öll sín ijóð,
og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt
og veröldin ljúf og góð.
(Tómas Guðm.)
Að heilsast og kveðjast er lífsins
saga og kveðjustundinni fylgir alltaf
söknuður.
Það er með söknuði sem við kveðj-
um okkar kæru frænku í dag.
Meðal okkar fyrstu endurminn-
inga eru minningarnar um þessa
góðu og hressu frænku. Pálína
frænka, eins og við systur kölluðum
hana ávallt, var föðursystir okkar.
Við systur nutum umhyggju hennar
í uppvextinum og fylgdist hún af
áhuga með viðfangsefnum okkar í
námi og starfi, var ráðagóð og veitti
okkur uppörvun og hvatningu í öllu
því sem við tókum okkur fyrir hend-
ur.
I fjölskylduboðum var það Pálína
frænka sem stjórnaði leikjum og
skemmtiatriðum. Ogleymanlegir
voru skollaleikirnir í jólaboðunum á
Leifsgötunni og náði ieikurinn há-
marki þegar Pálína frænka var
skollinn og slapp þá enginn úr henn-
ar stóra faðmi.
Það var alltaf sérstök tilhlökkun
að heimsækja frænku og fá að dvelja
hjá henni. Ymislegt leyfðist þar sem
ekki mátti annars staðar og alltaf
datt henni eitthvað skemmtilegt í
hug til að gleðja smáfólkið.
Það var ekki í hennar anda að sitja
auðum höndum og ber ullarsokka-
eign fjölskyldunnar og vina þess
glögg merki og hafa sokkarnir svo
sannarlega komið sér vel í gegnum
tíðina og yljað smáum og stórum
tám.
Frænka var höfðingi heim að
sækja, veitti vel og frá henni slapp
enginn án þess að fá bolla af Braga-
kaffi og nokkrar Hnallþórusneiðar.
Pálína hafði mikla ánægju af
ferðalögum innan lands sem utan og
hafði þar öll skilningarvit opin og
missti aldrei af neinu sem markvert
var. Hún hafði yndi af lestri góðra
bóka og var vel að sér um land og
lýð. Pálínu var mjög annt um ís-
lenska tungu og lagði mikla áherslu
á að unga fólkið heilsaði og kveddi á
góðri íslensku og þoldi engar er-
lendar slettur.
Margir sem áttu erfitt nutu að-
stoðar Pálínu og var hún ætíð reiðu-
búin til að rétta fram hjálparhönd,
styðja og hughreysta þegar erfið-
leikar steðjuðu að.
Hún eignaðist marga trausta vini
á lífsgöngu sinni sem héldu sam-
bandi við hana til hinstu stundar og
reyndust henni svo vel á síðustu dög-
um hennar hér á meðal okkar.
+ AIfred Rosenberg Daníelsson
fæddist í Reykjavík 4. desem-
ber 1952. Hann lést á Landspítal-
anum í Fossvogi 6. maí síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Árbæjarkirkju 16. maí.
Það var fyrir rúmum tveimur
árum að Alfred Rosenberg bættist
í hóp starfsmanna Mónu. Alfred,
sem í daglegu tali var alltaf kallað-
ur Rósi, var myndarlegur og glað-
legur maður og var fljótur að
ávinna sér traust, virðingu og vin-
áttu samstarfsfólks. Hann var
fljótlega valinn trúnaðarmaður
starfsmanna og sinnti hann því
starfi af mikilli prýði til síðasta
dags. Rósi sem var menntaður
Elsku frænka, hafðu þökk fyrir
allt og hvíl í Guðs friði.
Hrafnhildur Björk,
Guðleif og Soffía
Steinunn Sigurðardætur.
Þó vorilmur sé í lofti og gróðurinn
óðum að taka við sér, gengur lífið
sinn vanagang og dauðinn kveður
dyra sem fyrr. A sólríkum vordögum
kveðjum við Pálínu Sveinsdóttur, 78
ára að aldri. Að baki er stutt en harð-
vítug barátta við erfiðan sjúkdóm.
Kynni okkar Pálínu hófust þegar ég
var sex ára og hefur hún síðan verið
fastur punktur í minni tilveru.
Hún bjó á Leifsgötunni í 40 ár og
við þá götu er hún ævinlega kennd í
mínum huga.
Þegar ég hugsa til baka og velti
fyrir mér hvað einkenndi Pálínu
helst, kemur fyrst upp í hugann rík
réttlætiskennd. Hún bar mikla um-
hyggju fyrir þeim sem áttu undir
högg að sækja í lífsbaráttunni og var
ávallt boðin og búin að rétta hjálpar-
hönd.
Pálína var góðum gáfum gædd,
víðlesin og fylgdist vel með atburð-
um og fréttum líðandi stundar. Hún
dró ekki dul á skoðanir sínar, en virti
og tók tillit til skoðana annaira.
Pálína giftist ekki og varð ekki
barna auðið. En vinahópurinn var
hinsvegar stór og gestkvæmt á
heimili hennar á Leifsgötunni. Fé-
lagslyndi og gestrisni voru sterkir
þættir í fari Pálínu og henni leið
aldrei betur en í góðra vina hópi.
Pálína var rausnarleg og oft stór-
tæk þegar hún vildi gera öðrum gott.
Mér eru minnisstæð fyrstu tvö árin
sem ég var við nám í Háskólanum,
þá nýfluttur til Reykjavíkur og hafði
tekið litla íbúð á leigu. Enga húsa-
leigu þurfti ég að greiða þau árin, því
Pálína vildi styðja við bakið á ungum
námsmanni og borgaði því leiguna
ávallt fyrirfram án þess að ég fengi
nokkru um það ráðið. A unglingsár-
um mínum hvatti Pálína mig til dáða
og hennar eindregni vilji var að ég
gengi menntaveginn. Hún átti
drjúgan þátt í því að ég ákvað að
nema lyfjafræði og kann ég henni
mínar bestu þakkir fyrir sýndan
stuðning og hlýhug.
Páiína var gædd þeim kosti að
vera góður hlustandi. Hún var ráða-
góð og því gott að leita til hennar ef
eitthvað bjátaði á. Einnig hafði hún
góða kímnigáfu og var oft slegið á
létta strengi á heimili hennar,
drukkið „Bragakaffi" og tekið í spil
og urðu þá rússi eða manni oftast
fyrir valinu. Á kommóðu inni í eld-
húsinu sat hinn virðulegi Sæmundur
„bangsi“ í hásæti sínu öll þau ár sem
ég þekkti Pálínu og fylgdist hann
með öllu er þar fór fram með sinni
stóísku ró. Osjaldan var spurt um
líðan Sæma og ekki mátti gleyma að
senda honum kveðju á jólakortum.
Þannig voru lífsviðhorf Pálínu, sem
mér líkaði svo vel við. Hún var traust
og réttsýn manneskja, en jafnframt
lífsglöð og afar góður vinur.
Um leið og ég þakka Pálínu fyrir
samfylgdina og ánægjulegar sam-
verustundir þá óska ég henni farar-
heilla inn í eilífðarlandið. Ættingjum
hennar og vinum votta ég djúpa
samúð.
Ingi Guðjónsson.
kokkur var líka góður verkmaður,
úrræðagóður og ósérhlífinn og
leiðbeindi gjarnan vinnufélögum í
margvíslegum störfum.
Við þökkum Rósa innilega fyrir
samveruna og samstarfið, og
kveðjum hann með söknuði. Að-
standendum hans vottum við okk-
ar dýpstu samúð.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pét.)
Samstarfsfólk í Mónu.
ALFRED ROSEN-
BERG DANÍELSSON