Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 51
I
MORGUNBLAÐIÐ________________________________________________________FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 51
MINNINGAR
SIGRÚN
SIGURÐARDÓTTIR
+ Sigrún Sigurðar-
dóttir fæddist á
Siglufirði 23. desem-
ber 1942. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 10. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Bjarn-
veig Þorsteinsdóttir
húsmóðir, f. 18.6.
1909, d. 11.3. 1984,
og Sigurður Magnús-
son múrarameistari,
f. 12.1. 1913, d. 8.8.
1996. Systkini Sig-
rúnar eru Sigurður
matreiðslumeistari,
f. 26.10. 1931, Hanna Stella, f.
27.11. 1935, d. 21.12. 1996, Aðal-
heiður Ósk meinatæknir, f. 27.4.
1947, og Kristín Ingibjörg meina-
tæknir, f. 22.7. 1949. Sigrún ólst
upp á Siglufirði en fluttist síðan tii
Akureyrar á menntaskólaárum
sínum.
Hinn 27. nóvember. 1965 giftist
Sigrún Baldvini S. Ottóssyni, aðal-
varðstjóra hjá lögreglunni í
Reykjavík, f. 4.4. 1944, og fluttu
þau sama ár til Reykjavíkur. For-
eldrar hans eru Þórlaug Baldvins-
dóttir verslunarmaður, f. 3.11.
1922, og Ottó Valdimarsson raf-
magnsverkfræðingur, f. 19.7.
1926, d. 13.12. 1998. Sigrún og
Baldvin slitu samvistum.
Börn þeirra eru: 1) Helga Rut
Elsku mamma. Takk fyrir allar
dýrmætu stundirnar sem við áttum
saman þessa síðustu mánuði.
Takk fyrir jólin og þá sérstaklega
áramótin sem við eyddum saman og
fögnuðum nýrri öld.
Takk fyrir allar ömmustundirnar
með bömunum mínum með tilheyr-
andi ferðum í húsdýragarðinn, í „búð-
ina okkar“ og allar nætumar sem
elskumar litlu dvöldu hjá þér.
Takk fyrir allan stuðninginn og
ónefndan fjölda matarboða sem komu
sér oft vel þegar við Halli vomm í
námi.
Takk fyrir alla þolinmæðina,
traustið og skilninginn á unglingsár-
unum.
Takk fyrir bemskuna á Langholts-
veginum og litla bróður.
Takk fyrir lífíð sem þú gafst mér.
Dóttlan þín,
Helga.
Sigrún Sigurðardóttii- var þekkt-
asta óþekkta manneskja í Reykjavík
sem ég vissi um. Hún bjó yfír miðils-
gáfu og stundaði huglækningar um
árabil, lengst með móttöku í Síðumúla
33 og var oft kölluð Sigrún í Síðumúl-
anum. Signín auglýsti aldrei starf-
semi sína og hún neitaði öllum beiðn-
um um að koma í viðtal, hvort sem var
í útvarp eða blöð. A hinn bóginn var
mikil ásókn í að fá tíma hjá henni en
hún taldi það ekki hafa tilgang að
bóka sig meira en sex vikur fram í
tímann. Bráðatilfellum sinnti hún
hins vegar strax ef þvi varð við komið.
Sigrún hafði símaviðtalstíma tvisvar í
viku og „göngudeild," sem hún kallaði
svo, þar sem fólk fékk skyndiaðhlynn-
ingu. Að öðru leyti tók símsvarinn við
skilaboðum og þau gátu orðið mörg,
ekki síst þegar voveiflegir atburðir
höfðu gerst hvar sem var á landinu.
Sigrún sagðist hafa fengið skyggni-
gáfuna frá móður sinni og fram eftir
ævi litið á hana sem óþægindi. Með
aldrinum sótti þessi hæfileiki hins
vegar á hjá henni og hún fékk skýr
skilaboð frá þeim, sem „komu í gegn“
að hún yrði að nýta þessa gáfu öðrum
til hjálpar eða hafa ella verra af. Hún
tók þá á sig þessa kvöð og gekk henni
á hönd heil og óskipt. Sá starfstími
hennar varð nokkuð á annan áratug.
Sigrún var að upplagi jarðbundin
manneskja, raunsæ, skynsöm og
kunni að öllu leyti fótum sínum vel
forráð. Hún var hégómalaus og gætti
þess að verða ekki sett á stall.
Hvað var það þá sem hún gerði,
hvað var það sem fólk sótti til hennar?
Fyrir óinnvígða er erfítt að svara því
til hlítar og enn síðui- gagnvart þeim,
sem líta skyggnigáfu homauga og
Baldvinsdóttir, við-
skiptafræðingur og
forstöðumaður hjá
EUROPAY íslandi,
f. 5.10. 1968, hennar
maki var Hallgrímur
Jónsson viðskipta-
fræðingur, f. 22.6.
1966, börn þeirra
eru Daníel Smári, f.
9.11. 1990, og Elísa
Rut, f. 26.10. 1992.2)
Sigurður Birgir
Baldvinsson, lög-
reglumaður hjá lög-
reglunni í Reykja-
vík, f. 23.10. 1973,
sambýliskona hans er Erika Erna
Cubero húsmóðir, f. 8.6. 1972,
börn þeirra eru Alexander Bald-
vin, f. 30.9. 1998, og óskírður son-
ur, f. 9.4.2000.
Sigrún starfaði á fyrstu hjú-
skaparárum sínum hjá gullsmið-
unum Laugavegi 32 og um tíma á
bókasafni Tónlistarskólans í
Reykjavík. Hún gerðist síðan
sjálfstæður atvinnurekandi og var
það allt til dauðadags. Sigrún
gekk í ITC árið 1977 og gegndi
meðal annars embætti forseta,
varaforseta, ritara og ráðsfull-
trúa. Hún var einnig meðlimur í
JC og Samfrímúrarareglunni.
Útför Sigrúnar verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
jafnvel sem blekkingar einar. Fólk
leitaði til Sigrúnar með veikindi sín,
andleg sem líkamleg, yfirleitt ekki
sem valkost gagnvart heilbrigðiskerf-
inu, heldur sem viðbót við þjónustu
lækna og hjúkrunarfólks þegar úr-
ræði þess nægðu ekki. Sigrún sendi
fólk umsvifalaust til læknis ef hún
taldi þess þörf. Fólk sótti þó mjög til
hennar og hún lýsti fyrir því hvar í lík-
ama þess hún sæi veilur með innri
augum sínum. Við tóku þeir, sem
unnu í gegnum hana, og á meðan
ræddi hún um heima og geima og oft
um sjálfa sig eða svaraði spumingum
fólks.
Vinnuaðferðir Sigrúnar voru eðlis-
líkar þeim, sem menn eins og Einar á
Einarsstöðum og Ólafur Tryggvason,
kenndur við Hamraborg á Akureyri,
notuðu, og fjöldi Islendinga hefur leit-
að eftir. Mér er kunnugt um ýmis til-
felli þar sem ein heimsókn til Sigrún-
ar var talin hafa læknað einstakling,
eða átt verulegan þátt í bata, að hans
eigin sögn eða hans nánustu. Aðrir
leituðu eftir að fá tíma með reglulegu
millibili „til að halda sér gangandi"
eins og þeir orðuðu það.
Það leiðir af sjálfú sér að illa haldið
fólk á sál og líkama sótti mjög stíft í
að ná fundi hennar eða símasambandi
við hana þannig að hún varð að hafa
sitt öryggisnet la-ingum sig. Hins
vegar voru vinnudagar hennar gríð-
arlega langir meðan starfskraftarnir
entust. Nær allir komu ánægðir af
fundi hennar, einstaka manneskja
kom þó ekki ánægð. Það tengdist
gjaman því að viðkomandi vildi láta
hana taka fyrir sig ákvarðanir. Það
gerði Sigrún ógjaman. Henni var
heldur ekki um það að segja fyrir
óorðna hluti. Hún taldi sig ekki spá-
konu og sagði einnig aðra sér hæfari
að finna týnda hluti.
Hins vegar virtist hún geta skyrgað
fólk hvar sem það var niður komið og
lýst ástandi þess, oft með því að nefna
liti sem hún tengdi fólkinu. Þá gat
hún sent fjarstöddu fólki hjálp og líkn
og það var verulegur þáttur í starfi
hennar. Jafnvel kom fyrir að hringt
væri í hana frá útlöndum með beiðni
um hjálp. Það segir svo nokkuð um þá
trú, sem fólk hafði á hæfileikum henn-
ar, að til hennar leitaði fólk, sem
stundaði það að hjálpa öðmm en var
síðan sjálft hjálparþurfi.
Um u.þ.b. tveggja ára skeið um
miðjan þennan áratug hafði Sigrún
samkomur, bænahringi, sem fóm
fram í húsakynnum Þroskaþjálfa-
skólans við Skipholt. I upphafi sóttu
þær samkomur um 40 manns en yfir
90 í lokin, sumir langar leiðir að. Þeg-
ar til lengdar lét tóku þessar sam-
komur of mikið á krafta Sigrúnar
þannig að hún varð að hætta þeim.
Fjöldi fólks kom til Sigrúnar einu
sinni eða í örfá skipti og fékk úrlausn
mála sinna eða taldi hana ekki geta
gert meira fyrir sig. Við fleiri komur
og nánari kynni kafaði hún dýpra of-
an í vitund viðkomandi. Þá komu
fram skýringar á ástandi og líðan
gestsins aftan úr fortíðinni sem og
tengingar við fólk frá fyrri lífsskeið-
um. Fyrir henni var það sjálfsagt mál
að fólk hefði lifað áður á jörðinni og
bæri með sér fortíð sína. Það stangað-
ist ekki í huga hennar á við einlæga
kristna trú hennar og tilbeiðslu á
Jesú Krist.
Kunnugt er að miðilsstarf er afar
slítandi fyrir Ukama jafnt og huga
þeirra sem það stunda í verulegum
mæli. Heilsa Sigrúnar var léleg
lengst af ævinnar og fólk eins og hún
virðist ekki geta fengið þá hjálp fyrir
sjálft sig sem það getur veitt öðrum.
Fyrir um hálfu ári greindist hún með
krabbamein sem nú hefur lagt hana
að velli.
Ég á Sigrúnu mikið að þakka, bæði
fyrir hjálp fyrir mig og mína og fyrir
margra ára vináttu. Jafnframt var
hún mér sífellt undrunarefni vegna
hinna sjaldgæfu hæfileika manns-
andans sem hún bjó yfir. Hún gaf mér
í ýmsu nýja sýn á tilveruna.
Ég flyt Sigrúnu og ástvinum henn-
ar blessunaróskir okkar hjóna.
Matthias Eggertsson.
Veðradimmur vetur er að baki.
Þungri þraut er létt. Baráttu við ill-
vígan sjúkdóm lokið. Þessi glaðlynda
kona, sem hafði það að leiðarljósi í líf-
inu að gefa meira en hún tók, tekm-
ekki á móti fieirum í litla herberginu í
Síðumúla.
Hún var ekki há í loftinu og lífs-
gæðakröfur hennar í samræmi við
það. Hennar auðæfi voru á allt öðru
sviði. Og þar var hún risavaxin. Þeim
verðmætum fá hvorki mölur né ryð
grandað.
Við þökkum Sigrúnu samveruna og
vottum ættingjum hennar okkar
dýpstu samúð.
Kristín og ÓIi Hilmar.
Kæra Sigrún, það er komið að
kveðjustund og margs að minnast.
Við höfum verið samferðamenn í
meira en tuttugu ár. Leiðir okkar
lágu fyrst saman í Málfreyjunum, en
sá félagsskapur heitir nú ITC. Það
var skemmtilegt í þá daga, er við
þeyttumst vítt og breitt um landið.
Við vorum í sérstakri kynningar-
nefnd og nokkrar skemmtilegar ferð-
ir fórum við líka til annarra landa.
Síðar stofnuðum við Steingeitar-
klúbb, ásamt Patriciu Hand, en það er
vinahópur, sem hefur það að mark-
miði að halda sameiginlega upp á af-
mælin sín með því að fara „flott“ út að
borða. Það var í desember sl., sem við
héldum þessa hátíð í tuttugasta sinn
með því að fara á Borgina í jólahlað-
borð, nema hvað? Það var létt yfir
hópnum að vanda og við skiptumst á
litlum afmælispökkum, eins og við er-
um vanar. Þú gafst okkur alltaf litla
viskubók, það var fastur punktur og
þér líkt að vilja næra sál okkar. Við
hlökkuðum alltaf til þessa dags og
vorum eins og smástelpur, svo kátar
og áhyggjulausar. Aðeins þú ein, af
okkur stöllum, sem nú hlógu svo dátt,
vissir, að vágestur hafði barið að dyr-
um, en þú kaust að bera harm þinn í
hljóði. Steingeitarklúbburinn verður
aldrei samur án þín og viskubækum-
ar ekki fleiri, - en þær sem við eigum
frá þér eru þeim mun dýrmætari. Og
leiðir okkar tveggja lágu saman á
þriðja vettvanginum og var það í Al-
þjóða Sam-Frímúrarareglunni.
Hinn 25. apríl 1992 var stúkan
Sindri í Alþjóða Sam-Frímúrararegl-
unni Le Droit Humain stofnuð og var
Sigrún stofnfélagi. Nú er leiðir okkar
skilja um stund minnumst við stúku-
systkini þín alh'a góðu samverustund-
anna, sem við fengum að njóta með
r 3lómabúðirí >
öarSskom
. v/ T'ossvo^skii’Ujugarci .
Símó 554 0500
þér. Það var lengi von okkar að þú
ættir eftir að vera með okkur á ný, en
þú varst búin að vera fjarverandi
vegna veikinda og það er ekki svo
langt síðan við vissum hve alvarleg
þau voru.
Það var ekki tilviljun að þú gekkst í
reglu okkar, hún höfðaði svo til þín,
þú varst djúpt hugsandi kona, sterk,
en samt svo ljúf og hógvær. Við biðj-
um góðan Guð að varðveita og styrkja
bömin þín, Helgu og Sigga, bama-
böm og tengdadóttur, svo og aðra
ættingja og vini og tek ég þá Baldvin
sérstaklega fram. Við minnumst okk-
ar kæra stúkusystur, Sigrúnar Sig-
urðardóttur, með þökk og virðingu.
Nú ertu leidd, mín ljúfa
lystigarðDrottinsí,
þaráttuhvíldaðhafa
hörmunga’ og rauna fn',
við Guð þú mátt nú mæla,
miklufegriensól
unanogeilífsæla
erþínhjálambsinsstól.
(H. Pétursson.)
F.h. stúkusystkinanna í stúkunni
Sindra,
Sjöfn Siguijónsdóttir.
Ein af okkur sem vorum í Mál-
freyjudeildinni Kvisti fyrir rúmum 20
áram, Sigrún Sigurðardóttir, er látin.
Við höfðum haft fregnir af alvarleg-
um veikindum hennar sl. haust er hún
gat ekki mætt á fund okkar gullkvist-
arkvenna.
Ein fyrsta minning um hana Sig-
rúnu rifjast nú upp en það er ljós-
mynd er birtist í Morgunblaðinu þar
era konur að gróðursetja tré í Heið-
mörk í lundi er nefnist Freyjulundur
en þann reit höfðu málfreyjur fengið
útthlutað. Þar var Sigrún í forgranni
myndarinnar á peysufötum með
stunguskóflu í höndum. Þetta var 30.
ágúst 1980 og hún var þá nýkjörin
forseti I Ráðs. Sigrún hlúði vel að
þessum gróðurreit sem og okkar litlu
samtökum er óðum vora að stækka
en hlutverk samtakanna var að efla
konur til félagslegrar þátttöku sem
og þroska til mannlegra samskipta.
Þessi samtök era upprunnin í Banda-
ríkjunum og era starfrækt um heim
allan undir heiti ITC, Intemational
Training in Communication, Sigrún
var stofnaðili að mfd. Kvisti í janúar
árið 1977. Allt fræðsluefni var á ensku
og þurfti því að þýða það yfir á ís-
lensku. Sigrún lagði hönd á plóg og
vann að þessu ásamt fleirum, en það
var mikið og erfitt verk.
Þegar Sigrún var forseti I Ráðs
1980-1981 var kjörorð hennar
.Áfram við höldum frá draumi til
veraleika". Samtökin stækkuðu og
efldust með hverju ári og æ fleiri kon-
ur gengu til liðs við samtökin. Þar fór
heimskona sem stýrði þessum ráðs-
fundum, félagsmálin vora flutt bæði á
íslensku og ensku vegna enskumæl- ^
andi kvenna er búsettar vora hér á
landi og áttu aðild að samtökunum,
stjóm fundanna fór henni vel úr
hendi. A einn fundinn mætti frú Hilda
Firer frá Suður-Ameríku en hún var
verðandi heimsforseti samtakanna og
tókst með þeim Sigrúnu góður vin-
skapur upp frá því, var aðdáunarvert
hvað Sigrún var fær að túlka á milli
tungumálanna. Vegna embættisins
ferðaðist Sigrún utan á ráðstefnur og
er heim kom var hún uppfull af fróð-
leik er hún miðlaði til okkar hinna.
Sigrún var gift Baldvini Ottóssyni
og eignuðust þau tvö börn. Þau^
bjuggu á Langholtsvegi 102 og oft
vora haldnir fundir á þeirra fallega og
hlýleg heimili. Er hún var spurð hvort
eiginmaðurinn væri ekki orðinn
þreyttur á þessu félagsstússi hennar
kom svarið rólegt og yfirvegað: Hann
Balli minn hefur fullan skilning á
þessari þörf minni að láta gott af mér
leiða.
Seinna skildi leiðir þeirra.
Sigrún starfaði í hlutastarfi utan
heimilis við skrifstofustörf. Seinna á
lífsleiðinni fékk hún köllun til að liðs-
inna veiku fólki með lækningamætti
sínum. Hélt hún stofu í þeim tilgangi
og ófá sporin vora farin inn á spítala
hér í borg til að lina þrautir þeirra
sem veikirvora.
Ein úr hópnum okkar fór á hennar
fund vegna asma. Sigrún sagði að er-
lendur læknir kæmi að kvöldi þess
sama dags, um nóttina var hvíslað í
eyra viðkomandi að taka í burtu
koddann því það væri fiðurkoddi og
væri hann ein af orsökunum. Varð
skjótur og góður bati og er sárt til
þess að hugsa að þeir sem hafa slíkan
mátt til að bera að lækna sjúka geti
ekki fengið þá lækningu sjálfum sér
til handa.
Nú að leiðarlokum færam við Sig- ,
rúnu okkar bestu þakkir fyrir allt og ‘
allt.
Sofðu, raín Sigrún
ogsofðunúrótt.
Guðfaðirgefi
góðaþérnótt.
(JónThoroddsen.)
Friður guðs þig blessi.
Við vottum bömum, bamabömum
og öðram aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
F.H. kvenna í Gullkvisti,
Lísbet Bergsveinsddttir.
VesturhKð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst aila þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
^JtARy^ með þjónustu allan
£
ljKT
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
¥
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yflr áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederikscn
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is