Morgunblaðið - 19.05.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 19.05.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAI 2000 55 Skák í Vesturheimi SKAK New York NEW YORK OPEN 5.-11. maí 2000 ALÞJÓÐLEG skákmót í Banda- ríkjunum eru venjulega skipulögð með öðrum hætti en víðast hvar ann- ai’s staðar. Þar eru að öllu jöfnu há verðlaun í boði, en hins vegar þurfa allir keppendur, atvinnumenn jafnt sem áhugamenn, að greiða sjálfir all- an þann kostnað sem til fellur vegna þátttökunnar. Kostnaður áhuga- manna við að taka þátt er töluvert hærri en atvinnumanna, en það sem vegur hinsvegar upp á móti því er að verðlaun í áhugamannaílokkum eru geysihá eða líkt því sem gerist á bestu atvinnumannaskákmótum í öðrum löndum! Eitt skýrasta dæmið um þetta er sigur dönsku skákkon- unnar Christine Jorgenssen, en hún er gift bandaríska stórmeistaranum Nick DeFirmian, fyrir nokkrum ár- um í áhugamannaflokki opna móts- ins í Fíladelfíu. Með sigrinum vann hún sér inn það væna summu að full- yrða má að fáir eða enginn atvinnu- skákmaður á Norðuriöndum hafí þénað jafn mikið og hún á einu móti á því ári! Annað sterkt einkenni bandarískra móta er hversu fáum dögum er varið í að ljúka þeim. Oft lýkur 9 umferða opnu móti á 4-5 dög- um. Sem betur fer fyrir margan skákmanninn voni fleiri dagar, eða alls sjö, nýttir til að ljúka opna mót- inu í New York í ár. Einn af íslensku stórmeisturunum tók þar þátt og stóð sig með prýði. Þröstur Þórhallsson fékk 6 vinn- inga af 9 mögulegum og lenti í 16.-40. sæti. Gengi Þrastar hefur verið skrykkjótt að undanförnu en von- andi nær þessi góða frammistaða hans að gefa honum byr undir báða vængi íyrir enn stærri sigra á kom- andi misserum. Stærsti vinningur sem honum tókst að innbyrða var gegn stórmeistaranum Alexander Shabalov, en kraftmikil taflmennska Þrastar í skákinni vakti mikla at- hygli á mótinu. Shabalov þessi er með u.þ.b. 2.600 skákstig og er Letti að uppruna, en eins og svo margir sterkir skákmenn frá fyrrum lýð- veldum Sovétríkjanna fluttist hann búferlum til Bandaríkjanna skömmu eftir fall járntjaldsins og hefur síðan telft undir fána Bandaríkjanna. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Alexander Shabalov Sikileyjai-vöm 1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - e5 5. Rb5 - d6 6. c4 - Be7 7. Be2 -f5 8. exf5 - Bxf5 9. Be3 9. Bg5 er annar athyglisverður möguleiki 9. - Rf6 10. Rlc3 - a6 11. Ra3 - 0-0 12. 0-0 - Dd7?! Svartur verður að tefla af ná- kvæmni og hugkvæmni til þess að fá mótspil fyrir veikingarnar á d5 og d6 punktunum. Jafnframt verður hann að geta vakið svartreita biskup sinn til lífsins með einum eða öðrum hætti. Helsta von svarts til þess að fá mótspil er að hefja árásir á kóngs- væng hvíts og nýta sér d4-reitinn þegar færi gefst. Textaleikurinn er ekki nógu kraftmikill til þess að færi svarts verði nýtt. Annaðhvort var betra að bíða með að ákveða hvar drottningin eigi að vera með að leika 12. - Hc8 eða að leika 12. - De8 og svara 13. Rd5 með 13. -Dg6 eins og í skák stórmeistaranna Christopher Lutz - Vladimir Kramnik 1996. 13. Rc2 - Hae8 14. Rd5 - Bd8 Venjulega vill svartur að hvítur fái peð á d5 þar sem þá hverfur sterki punktur hvíts á d5 og d6-peðið verð- ur ekki lengur veikt. Vandamálið viðl4. - Rxd5 15. cxd5 er hinsvegar að þá á riddarinn á c6 ekki gott með að hörfa á góðan reit. 15. Rxf6+ gxf6? Aívarleg taktísk yfirsjón sem hvít- ur færir sér í nyt til hins ýtrasta. Eft- ir 15. - Bxf6 stendur svartur traust, en passíft. 16. Bh6! - HU 17. Re3! -Bg6 Með þessu tapar svartur skipta- mun. 17. - Rd4 hefði hugsanlega ver- ið skárra en eftir 18. Rxf5 - Rxe2+ 19. Dxe2 - Dxf5 20. Hadl er frum- kvæðið í höndum hvíts. 18. c5! - dxc5 19. Bc4 - Rd4 (Sjá stöðumynd í næsta dálki.) Þó að hvítur vinni núna skiptamun verður hann að tefla af fítonskrafti til þess að viðhalda og auka frum- kvæði sitt. Að öðrum kosti mun svartur standa ákjósanlega að vígi. Fyrsta skrefið í að takmarka mótspil svarts er að ráðast á peðamiðborðs- keðju hans og því markmiði er náð með næsta firnasterka leik hvíts. 20. f4! - exf4 21. Bxf7+ - Kxf7 22. Bxf4 - Bc7 23. Bxc7 - Hxe3 24. Bg3 - Dd5 25. Hf2! Afbragðs varnarleikur sem ver aðra reitaröðina ákaflega vel. Eftir þetta fjarar mótspil svarts hægt og sígandi út. 25. - De6 26. Khl - h5 27. Dd2 - Kg7 28. Hafl - Hd3 29. Df4 -Rf5 30. Hf3 - Hd7 31. b3 - h4 32. Bf2 - b6 33. Hel - Dc6 Hvítt hefur bætt vígstöðu sína með markvissum hætti og nú er tími til að láta til skarar skríða. 34. Dg4! Fellur ekki í gildruna 34. Bxh4 - Hd4!. Textaleikurinn þvingar fram fall annaðhvort h-peðs svarts eða riddarans á f5 og með því hrynur svai-ta staðan til grunna. Svartur ákvað að reyna á taktískt auga hvits með því að reyna að halda riddaran- um á f5. Hinsvegar varð honum ekki kápan úr þvi klæðinu að hvítur léti slíkt tækifæri framhjá sér fara. 34. - Hd5 35. Hxf5! - Hxf5 36. He7+ - og svartur gafst upp þar sem eftir 36. - Kf8 37. Dxg6 - Kxe7 38. Dxf5 er hvítur manni yfir. Hannes á Kúbu Eftir stórkostlegan sigur Hannes- ar Hlífars á Reykjavíkurskákmótinu hélt hann til Kúbu til að taka þátt í minningarmóti um Capablanca. Hannes fór illa af stað í mótinu og tapaði fyrstu þremur skákunum. Hann er hins vegar að ná sér á strik á nýjan leik og fór taplaus í gegnum 4.-8. umferð. Hann hefur því smám saman verið að vinna sig upp töfluna og er nú einungis hálfum vinningi á eftir sex skákmönnum sem eru í 5,- 10. sæti. I níundu umferð tefldi hann við skákmanninn í 14. og neðsta sæti, kúbverska stórmeistarann Reinaldo Vera (2.546). Kasparov teflir í Sarajevo Bosna 2000 skákmótið í Sarajevo hófst 16. maí og lýkur 29. maí. Þetta er eitt af sterkustu skákmótum árs- ins og sjálfur Gary Kasparov er með- al þátttakenda. Einni umferð er lok- ið og urðu úrslit þessi: Kiril Georgiev - Sergei Movsesian 1-0 Gary Kasparov - Etienne Bacrot 1-0 Alexander Morozevich - Mikh. Gurevich 1-0 Alexei Shirov - Michael Adams '/ir-'-k Ivan Sokolov - Evgeny Bareev '/t-'h Nigel D. Short - Veselin Topalov 0-1 Jóhann sigrar á mánaðarmótum TG Urslit mánaðarmóta TG fóru fram 15. maí (undanúrslit og úrslit). Þar sem Bjöm Jónsson var efstur á stig- um eftir forkeppnina fékk hann að velja hvorn þeirra (Jóhann eða Kjartan), sem lentu í 3. og 4. sæti, hann fengi sem andstæðing. Björn valdi Kjartan og þess vegna mættust í undanúrslitum Björn Jónsson - Kjartan Thor Wiktfeld og Leifur I. Vilmundarson - Jóhann H. Ragnar- sson. Tefldar voru 5 skákir og Björn og Leifur höfðu hvítt í oddaskák. Um þriðja sætið voru einnig tefldar 5 skákir en 7 um efsta sætið. Urslit urðu eftirfarandi: Undanúrslit: Björn - Kjartan 3-0 Leifur - Jóhann 1-3 3. sæti: Leifur - Kjartan Z'/t-'h 1. sæti: Björn - Jóhann 1-4 Frá Skákfélagi Akureyrar Vetrarstarfi Skákfélags Akureyr- ar er að ljúka, og úrslit í þrem síð- ustu mótum félagsins hafa verið þessi: Coca-Cola-hraðskákmótið. 1. Ólaf- ur Kristjánsson, 12 v. af 14, 2. Gylfi Þórhallsson, 10 v. 3.-4. Smári Ólafs- son og Jón Björgvinsson 8V2 v. Fischer-klukkumót 3+2: 1. Hall- dór Brynjar Halldórsson, 14'/2 v. af 18, 2. Þór Valtýsson, 13 v. 3. Stefán Bergsson, 12 v. 15 mínútna mót: 1. Ólafur Krist- jánsson, 6 v. af 7, 2. Guðmundur Gíslason, 6 v., lægri á stigum, 3. Jón- as Jónasson, 5 v. 4.-5. Þór Valtýsson og Sigurður Eiríksson, 4'/2 v. 6.-8. Haraldur Baldursson, Halldór B. Halldórsson og Stefán Bergsson, 4 v. Uppskeruhátíð félagsins var hald- in 14. maí þar sem veitt voru verð- laun fyrir tímabilið frá áramótum. Baldur Möller sigrar á atkvöldi Baldur Möller sigraði á maí-at- kvöldi Taflfélagsins Hellis, fékk 5?L_ vinning í 6 skákum. Tefldar voru 3 hraðskákir og þrjár atskákir. Röð efstu manna varð þessi: Baldur Möller, 5'/2 v. 2.-4. Vigfús Ó. Vigfússon, Finnur Kr. Finnsson, Sigurjón Kjæmested, 4 v. 5. Öm Ragnarsson, 3'/2 v. 6. -9. Benedikt Öm Bjarnason, Grímur Daníelsson, Halldór Heiðar Hallsson, Þórður Ingólfsson, 3 v. o.s.frv. Aðalfundur Grandrokk Aðalfundur Skákfélags Grand®- rokk var haldinn laugardaginn 13. maí. Hrafn Jökulsson, forseti félags- ins, fór yfir síðasta starfsár og rakti helstu stórræði sem Grandrokk hef- ur staðið í. Hæst ber sigur liða fé- lagsins í 3. og 4. deild, og er stefnan að vinna sæti í 1. deild næsta vetur en þá sendir félagið þrjú lið til keppni í jafnmörgum deildum. Nokkrir sterkfr skákmenn hafa gengið til liðs við félagið upp á síð- kastið, m.a. Elvar Guðmundsson, Einar K. Einarsson og Ólafur B. Þórsson. Þá hefur Grandrokk efnt til fjölda sterkra hraðskákmóta og hafa hátt í þrjátíu stórmeistarar frá mörgum löndum tekið þátt í þeim. Fyrsta meistaramót Grandrokk í at- ~ skák var haldið á síðasta ári og sigr- aði Dan Hansson með glæsibrag. Dan, sem var drifkraftur við stofnun félagsins fyrir tveimur árum, lést 20. ágúst í íyrra, aðeins 47 ára og var hans minnst með lófataki af fundar- mönnum. Skákfélag Grandrokk hef- ur ákveðið, í samvinnu við veitinga- staðinn Grandrokk, að efna til alþjóðlegs minningarmóts um Dan, og verður það að öllum líkindum haldið í haust. í stjórn Skákfélags Grandrokk voru kjörnir Hrafn Jökulsson foi^r' seti, Róbert Harðarson varaforseti, Kjartan Guðmundsson ritari, Hrannar Jónsson gjaldkeri, Birgir Berndsen, Hjálmar Blöndal og Karl Hjaltested. Skákmót á næstunni 19.5. SÍ. íslandsmót grunnskóla- sveita. 20.5. SÍ. Aðalfundur Skák- sambandsins. 21.5. SI og Síminn-Intemet. Mátnetið. 26.5. Skákþing Norðlendinga. 26.5. Skákskólinn. Meistaramót. Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsso® Aðalfundur Þroskaþjálfa- félags íslands verður haldinn á Hóte! Sögu A-sal laugardag- inn 20. maí kl. 13.00. Dagskrá aðalfundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Að loknum aðalfundi verður úthlutað úr Minningarsjóði Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur. Stjórn Þroskaþjálfafélags íslands. TÓNUSMRSKÓU KÓPWOGS Skólaslit Tónlistarskóla Kópavogs verður slitið í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, laugardaginn 20. maí kl. 14.00. Að athöfn lokinni verður opið hús í skólanum til kl. 16.30. Skólastjóri. I N B SJÓMANNASKÓLINN Stýrimannaskólinn í Reykjavík Skólaslit í dag Stýrimannaskólanum verður slitið í hátíðarsal skólans í dag kl. 14.00. Afmælisárgangar eldri nemenda eru boðnir sérstaklega velkomnir. Skólameistari. HÚSNÆÐI ÓSKAST Húsnæði óskast til leigu Fjölskylda óskar eftir einbýlishúsi til leigt á höfuðborgarsvæðinu frá 1. júlí eða 1. ágúst í að minnsta kosti eitt ár. Upplýsingar í síma 565 0305. Norræna félagið óskar eftir húsnæði Norræna félagið óskar eftir leigu- húsnæði í sumar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Akranesi, Mos- fellsbæ, Akureyri og Húsavík. Alls konar húsnæði kemur til greina. Nánari upplýsingar fást í síma 551 0165 eða 899 9210. HUSNÆÐI í BOBI Fossvogur — raðhús í einkasölu glæsilegt endaraðhús með bílskúr við Hjallaland. Húsið sem er um 220 fm er nær allt endurnýjað. Nýtt eldhús, parket og flísa- lögð gólf. 5 herbergi, 2 baðherbergi og góðar stofur. Gott útsýni. Vatnsholt — 2ja herbergja Vorum að fá í einkasölu fallega um 60 fm 2ja herbergja íbúð í kjallara í góðu þríbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjavík. Mjög gott hverfi. Eignahöllin fasteignasala, Hverfisgötu 76, Reykjavík, sími 552 4111. «i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.