Morgunblaðið - 19.05.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 19.05.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 5 7 Virða ber sjálfstæði Háskóla Islands NOKKRAR umræð- ur fara nú fram um þá ákvörðun viðskipta- og hagfræðideildar Há- skóla íslands að bjóða svonefnt MBA-nám sem endurmenntun og heimta fyrir það gjald af nemendum. Síðan ákvörðun deildai’innar um að bjóða námið var kynnt í febrúar síðast- liðnum hefur verið unnið að því á vett- vangi Háskóla íslands að útfæra hana með þeim hætti, að fram- kvæmdin standist lög og reglur skólans. Ný lög um Háskóla íslands veita honum meira sjálfstæði en áður á öllum sviðum. Fjárhagsleg tengsl ríkisins og skólans hafa tekið á sig nýja og betri mynd með samningi, sem ritað var undir í október 1999. Ingjaldur Hannibalsson prófessor, sem er formaður fjármálanefndar á vegum háskólaráðs, fullyrti í tilefni af nýlegri, norrænni ráðstefnu um fjármögnun háskólastigsins, að samningurinn um fjármögnun kennslu við Háskóla íslands skipaði skólanum í fremstu röð. Launakjör prófessora við Háskóla íslands hafa batnað undanfarin misseri og sömu sögu er að segja um dósenta og lektora. Gott samkomulag er um það á vettvangi stjómar Lánasjóðs íslenskra námsmanna, hvernig bæta á hag lánþega með nýjum útlána- reglum sjóðsins, sem taka gildi hinn 1. júní næstkomandi. Markvisst er unnið að því að ná samkomulagi um að styrkja rann- sóknaþáttinn í starfl Háskóla íslands og getu hans til að veita nemendum fleiri tæki- færi til að stunda meistara- og doktors- nám. Ástæða er til að minna á þessar stað- reyndir, þegar rætt er um fyrirhugað MBA- nám við Háskóla ís- lands, því að á pólitísk- um vettvangi hafa tals- menn Samfylking- arinnar ítrekað fullyrt, að tillaga viðskigta- og hagfræðideildar Há- skóla íslands stafi af því, að stjóm- völd hafi brugðist skólanum auk þess sem ákvörðunin sé einhvers konar áfellisdómur yfir mennta- stefnu Sjálfstæðisflokksins, því að illa launaðir prófessorar séu að leita leiða til að drýgja tekjur sínar með ofurálögum á nemendur. Er jafn- framt gefið í skyn, að eitthvert laumuspil af hálfu Sjálfstæðis- flokksins ráði ferðinni hjá viðskipta- og hagfræðideild. Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Islands og forstöðu- maður MBA-námsins, gerir lesend- um Morgunblaðsins góða grein fyrir rökunum að baki tillögu viðskipta- og hagfræðideildar hinn 17. maí síð- astliðinn. Þar sjá lesendur svart á Menntun Vilji samfylkingarmenn Háskóla Islands vel, segir Björn Bjarnason, eiga þeir að virða sjálf- stæði hans til að taka ákvarðanir um fagleg málefni sín og fram- kvæma þær. hvítu, að allar samsæriskenningar samfylkingarmanna í þessu máli eru úr lausi lofti gripnar. MBA-námið er að mati Runólfs Smára nýtt tækifæri til að efla Háskóla íslands. Háskóli íslands á að leitast við að styrkja stöðu sína í alþjóðlegri sam- keppni, sem herðist jafnt og þétt. Mestu skiptir, að hann sýni fram á það með ótvíræðum hætti, að ákvarðanir hans um þetta efni séu í samræmi við lög og reglur, sem byggjast á því, að ekki eru heimt skólagjöld af nemendum í námi, sem ekki flokkast undir endur- menntun. Vilji samfylkingarmenn Háskóla Islands vel eiga þeir að virða sjálf- stæði hans til að taka ákvarðanir um fagleg málefni sín og fram- kvæma þær. Höfundur er menntamálaráðherra. Björn Bjarnason Eru beljurnar mikil- vægari en börnin? MIKIÐ hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um frumvarp til nýrra laga um fæðing- ar- og foreldraorlof. Þeir sem eru á móti þessu frumvarpi hafa haft sig mikið í frammi og sérstaklega rætt um hærri skattbyrði og forsjár- hyggju vegna bindingar fæðingar- orlofs. Misskilningur hjá and- stæðingum frumvarpsins Svo virðist sem andstæðingar frumvarpsins misskilji það að hluta til. Þannig hefur því verið haldið fram að réttur foreldra sé lagður að jöfnu við skyldu þeirra til töku fæð- ingarorlofs. Þetta er rangt, enda vitum við öll að hvorki mæður né Foreldraorlof Eru menn með þessum hrópum gegn frumvarp- inu um fæðingarorlof og með þögn sinni við afgreiðslu búvörusamn- ingsins, spyr Kristín Pétursdóttir, aðsegja fjármálaráðuneytis- ins. Rétt er að það er aukin skattbyrði. Þetta eru hins vegar ekki miklir fjármunir miðað við mikilvægi frumvarpsins og önn- ur útgjöld ríkisins. Á dögunum var t.a.m. samþykktur nýr bú- vörusamningur á Al- þingi sem leiðir af sér um 2,2 milljarða aukn- ingu á ríkisútgjöldum á hverju ári næstu sjö árin, en þá heyrðist lítið sem ekkert í and- stæðingum aukinnar skattbyrði. Eru menn með þessum hrópum gegn frum- varpinu um fæðingarorlof og með þögn sinni við afgreiðslu búvöru- samningsins að segja að beljurnar séu mikilvægari en börnin? Jafnrétti í raun Það er mín skoðun að frumvarpið muni leiða af sér jafnrétti í raun bæði fyrir konur og karla. Með frumvarpinu gefst körlum tækifæri til þess að eyða þremur mánuðum með barni sínu á fyrsta æviári þess. Þá mun þetta jafna stöðu kvenna til jafns við karla á vinnumarkaði svo um munar. í dag líta margir vinnuveitendur á ungar konur sem kostnaðarsama starf- skrafta þar sem meiri líkur eru á að þær þurfi að vera frá vinnu vegna barneigna. Með nýja frumvarpinu er verið að gera konur samkeppnishæfari á vinnumarkaði sem mun skila sér í minnk- andi launamun kynj- anna. Það er mjög mikil- vægt að hver og einn hafi frelsi og tækifæri til að velja sér starf og vettvang eftir því sem hugur og hæfileikar standa til. í dag eru þær aðstæður ekki fyrir hendi en til að bæta úr því er brýnt að tryggt verði að allir einstaklingar hafi, óháð kynferði, sömu tækifæri á vinnu- markaði og hljóti sömu laun fyrir sambærileg störf. Frumvarpið um fæðingarorlof, sem nú er orðið að lögum, mun án efa greiða fyrir slík- um tækifærum. Það er því bjartari framtíð sem blasir við ungum barnafjölskyldum. Höfundur er lögfræðingur. Kristín Pétursdóttir „Vitræn um- ræða“ í Lagna- fréttum Morgunblaðsins í Lagnafréttum Fasteignablaðs Morg- unblaðsins 9. maí sl. var fjallað um gróðurhúsa- áhrif og fleira undir yf- irskriftinni „Hvaðan kemur mengunin?" Þar kemur meðal annars fram að lítið hafi „farið fyrir vitrænni umræðu um þessi mál“. Það kann að vera rétt, og greinin í lagnafrétt- um Fasteignablaðsins dugar engan veginn til að bæta úr því ástandi. í greininni er sér- staklega rætt um út- streymi koltvísýrings. Vissulega er koltvísýringur nauðsyn- legur plöntum. Á hinn bóginn er hann sjaldnast takmarkandi þáttur við vöxt plantna. Koltvísýringur finnst í andrúmsloftinu án tilstillis mann- skepnunnar. Mengun af mannavöld- um leiðir aðeins til þess að styrkur hans eykst smátt og smátt. Því er al- rangt að tala um mengun sem for- sendu þess að skógrækt og land- græðsla séu möguleg hérlendis. En lítum nú nánar á'upphaf grein- arinnar. Þar segir meðal annars: „Það mætti ætla, eftir umræðum að dæma, að við hérlendis séum að sökkva í loftmengun og að svokölluð gróðurhúsaáhrif séu að verða ógn- vekjandi“. Eru þá gróðurhúsaáhrifin bara plat? Hafa leiðtogar þjóða heims látið draga sig á asnaeyrunum til að búa til alþjóðlega sáttmála um eitt- hvað sem skiptir engu máli? Hafa vís- indamenn um allan heim gert sér leik að því að hrella trúgjaman almúgann, þar með talda forsvarsmenn Shell og BP, með marklausu hjali um gróður- húsaáhrif, sem þrátt fyrir allt geta orðið íslenskri skógrækt og land- græðslu til bjargar? Hafa mennimir ekki lesið lagnafréttir Morgunblaðs- ins til að fá smjörþefinn af „vitrænni umræðu"? Gróðurhúsaáhiifin felast ekki bara í hærri styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu. Ef ekkert annað héngi á spýtunni gætum við andað ró- lega. Og ef við horfum á þennan eina þátt án samhengis við aðra, erum við örugglega ekki að „kryfja nokkurt mál“, eins og það er orðað í lagna- fréttum Morgunblaðsins. Líklega væri nærtækara að tala um að „rispa“. í þessu sem öðra verðum við að reyna að sjá samhengi hlutanna. Aukning á styrk koltvísýrings í and- rúmsloftinu um nokkra hundraðs- hluta, er ef til vill ekki ein og sér „ógn- vekjandi" fyrii- okkur íslendinga. Ef til vill er sú hækkun hitastigs um u.þ.b. 2°C, sem spáð hefur verið fram til ársins 2100, það ekki heldur, þó að við getum reyndar ekkert séð fyrir um hver áhrifin yrðu. Sjálfsagt væri miklu verra að hitastigið lækkaði um 10°C. Það gæti alveg eins gerst, því að spáin um +2°C á við heimsmeðaltalið. Á sumum svæðum má vænta mun meiri hækk- unar, en annars staðar gætu gróðurhúsaáhrifin leitt til veralegrar lækkunar. Hækkun yfirborðs sjávar um u.þ.b. 50 cm kæmi sér öllu verr, og enn verr ef hækkunin yrði 95 cm eins og svartsýnni spár gera ráð fyrir. Reyndar yrði þessi hækkun ekld endilega vegna bráðnunar Grænlandsjökuls eða heimskautaíss- ” ins. Ef til vjll hefur hitaþensla heims- hafanna meira að segja í þessu sam- Gróðurhúsaáhrifin Hafa vísindamenn gert sér leik að því, spyr Stefán Gíslason, að hrella fólk með mark- lausu hjali um gróður- ^ húsaáhrif, sem þó gætu orðið íslenskri skógrækt og land- græðslu til bjargar? bandi. En það er sama hvaðan gott kemur, ekki satt, bara ef umræðan er „vitræn". Breytingar á úrkomu gætu líka orðið Islendingum til leiðinda, hvort sem um yrði að ræða mikla aukningu eða mikla minnkun. Þó er breytt tíðni óveðra og fellibylja vissulega meira áhyggjuefni. Stórviðri hafa löngurn verið okkur til ama, og ekld verða þau* minna „ógnvekjandi" ef yfirborð sjáv- ar hækkar til muna. En vísindamenn hafa bollalagt um fleira en það sem hér hefur verið talið. Þannig telja menn að gróðurhúsa- áhrifin muni hugsanlega hafa í för með sér skyndilegar breytingar á loftslagi, svo sem breytingar á haf- straumum. Ef þessi „fyrirlitnu efni“, þ.e.a.s. koltvísýringui' og kolsýringur, verða til þess að Golfstraumurinn yf- irgefur Islandsstrendur, þá er hætt við því að lítið verði úr skógrækt og landgræðslu á íslandi. Höfundur er umhverfissljómunar- fræðingur (M.Sc.) og verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Islandi. Stefán Gíslason <ofi r^jyítarnin ^sockriOi tj Anótpkin að beljurnar séu mikil- vægari en börnin? feður eru skyldug til að taka fæð- ingarorlof, heldur er það valkvætt frelsi hvers og eins hvort hann tek- ur sér slíkt orlof. Andstæðingar frumvarpsins hafa einnig rætt mikið um þá auknu skattbyrði sem leggjast mun á landsmenn vegna frumvarpsins. Áætluð heildarútgjöld vegna þessa munu vera á bilinu 1,2-1,5 milljarð- ar á ári samkvæmt upplýsingum ÁCO APOTtKSNB 00MP08ITA 20% kyn ningarafsláttu r í: Lyf & hellsu Krlnglunnl í dag frá 14-17 Hversdagslína ACO er nútimateg lína sem mætir öltum grunnþörfum þínum til aö viðhatda hetlbrigðri húð andlits, líkama, handa og fóta. ACO notar hráefni sem valda ekki ofnæmi og í flestum titvikum er hægt að vetja á milli húðvara með eða án ilmefna. 20% kynningarafsláttur á Hversdagslinunni frá ACO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.