Morgunblaðið - 19.05.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 19.05.2000, Qupperneq 64
64 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir IF0RRETT VILJUW VI£) FÁ SÆNSKAR KJOTgOLLUR, UTLAR B0LLUR Á 06 AÐALRETTUR-iSÆNSKAR KJÖTB0UUR . t INN? r} MEÐ NÚ6LUM! SÓSAN [ L ER FRÁBÆR.. j 1 ÁEFTIR Y SÆNSKAR ) HVAÖ 6ETE6 t ? r-L kjotbollur^sert? rettaer r&zét /AFMÆUÐ ,r— jSl E6FÆ ÍHANS ALDREI S ) mÆá. ^ SrMgS -^v l-A \ /\ | Ferdinand Smáfólk borða með fjölskyldunni í stað En hugulsamt af þér, flaska af tannkremsgosi. þess að borða einn hérna úti. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reylgavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hitamælingar Gísla fréttamanns á Akureyri Frá Sigurði Þór Guðjónssyni: í FRÉTTUM sjónvarpsins fyrir skömmu lofaði Gísli fréttamaður mjög veðurblíðuna þann daginn á Akureyri. Hann sagði að það hafi verið nánast logn og 25 stiga hiti. Hitinn á veðurstöðinni á Akureyri var hins vegar ekki mældur meiri en 21 stig. Þó er hitamælaskýlið á malbiki og uppfyllir því strangt tiltekið ekki þá staðla sem settir eru fyrir lögiltar hitamælingar. Mælingarn- ar þar sýna því líklega of mikinn hita á sólríkum dögum. Þá vaknar hin brennandi spurning: Hvaðan í ósköpunum kom Gísla sú viska að 25 stiga hiti hafi verið í bænum? Munurinn á þeim hita og hámarks- hitanum á malbikinu á veðurstöð- inni er fjögur stig sem er of mikill til að einhver glóra sé í því. Svo heitt hefur varla orðið á milli húsa í miðbæ Akureyrar nema geislun hafi leikið um mæla. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gísli kemur með hitamælingar frá Akureyri sem eru hreinlega út í hött. Jafn- vel mælirinn frægi á ráðhústorginu hefur ekki við honum. Þó er sá mælir alveg örugglega bandvit- laus. Hann er alltof hástemmdur. Fátt er eins vonlaust og hitamælir sem sýnir mörgum stigum of hátt - já, eða of lágt. Þá er enginn mæl- ir betri. Það er bara eitt sem er vonlausara en ruglaður hitamælir. Það er rígur milli héraða um veðr- ið. Ailir landshlutar eiga sína góðu og vondu veðurdaga, sitt sérstaka veðurfar. Bestu dagarnir á Akur- eyri eru með þeim heitustu sem gerast hér á landi. Þeir eru hrein paradís þó norðansúldin sé að visu verri en í nokkru helvíti. Þess vegna ættu bæjarbúar að leggja metnað sinn í að láta hitamælinn á aðaltorgi bæjarins greina rétt hita- stig. Um fréttaflutning á svo auðvitað bara ein regla að gilda. Staðreynd- ir. Fréttir Gísla af veðri fyrir norð- an, bæði að sumri og vetri, eru hins vegar þannig að það er því miður ekki hægt að taka mark á þeim. Reyndar hef ég oft furðað mig á því hvernig eiginlega á því stendur að fréttamenn sem al- mennt flytja traustar og vandaðar fréttir, eins og Gísli, missa skyndi- lega allra átta þegar þeir segja frá veðrinu. Þá fýkur nákvæmni og vandvirkni út í veður og vind. Þetta getur bara ekki gengið si sona öllu lengur og verður að vinna á því skjóta bragarbót. Fyrir und- irritaðan er það alveg sérstaklega mikið hitamál. Að lokum vona ég innilega að hitametið fjúki á Akureyri í sumar og þrjátíu og fimm stiga múrinn hrynji eins og hver önnur spila- borg. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, Skúlagötu 68, Reykjavík. Helgigöngur á Þingvöllum Frá ÞórhalliHeimisSyni: ÞÁ STYTTIST í Rristnihátíðina miklu sem haldin verður að Þing- völlum dagana l.-2r júlí næstkom- andi. Undirbúningur er í fullum gangi um allt land og á Þingvöllum er unnið hörðum höndum að því að allt verði tilbúið fyrir hátíðina. Mikilvægt er að vanda allan undirbúninginn sem best þannig að allt fari vel. En það er ekki á færi okkar mannanna að ráða öll- um hlutum og sama hversu iðnar og færar hendur starfa að ein- hverju málefni, þá er starf þeirra hjóm eitt ef Guð gefur ekki vöxt- inn. Þetta veit hópur kvenna sem á páskahátíðinni hóf bænastarf á Þingvöllum er mun fara fram alla helga daga allt þar til er Kristnihá- tíðin rennur upp. Markmið þess starfs er að biðja fyrir öllu því sem fram fer á Þingvölíum á Kristnihá- tíðinni á komandi sumri og öllum undirbúningi hátíðarinnar. Eftir messu í Þingvallakirkju sem hefst kl. 14.00 er gengið í helgigöngu frá kirkjunni að ákveðnum stöðum á Þingvöllum þar sem einhver hluti hátíðahald- anna mun fara fram 1. og 2. júlí. Þar er beðið fyrir því starfi er tengist staðnum og öllum þeim sem nærri koma. Einnig er beðið fyrir íslensku þjóðinni. Gengið er á þrjá staði hvern sunnudag. Að göngu lokinni kveðjast göngugest- ir í Þingvallakirkju. Starfandi Þingvallaprestur er með í för og segir frá því sem fyrir augu ber á göngunni en bænahópur kvenna leiðir sjálft bænahaldið. Allir eru að sjálfsögðu velkomn- ir, ungir sem aldnir, karlar og kon- ur. Vonandi sjá sem flestir sér fært að taka þátt í þessum Helgigöng- um. Því bænagjörðin er grundvöll- ur alls undirbúningsins sem fram fer fyrir Kristnihátíðina í sumar. SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON, starfandi sóknarprestur á Þingvöllum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.